Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Síða 17
jöklafræðingur, svaraði: „Stutt svar við þessu er að
jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatna-
jökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og
lægri fyrstu sex til átta aldirnar en næstu tvær (að lok-
inni svonefndri litlu ísöld).
Jaðar Vatnajökuls gæti fram á 13. öld hafa legið 10-
15 km innar en nú er. Þó hefði þurft að ganga tugi kíló-
metra yfir jökul hvort sem farið var suður Brúarjökul
eða Dyngjujökul til Öræfa eða Suðursveitar. Sagnir
eru til um gönguleiðir yfir Vatnajökul frá landnámsöld
til loka 16. aldar. Samgöngur voru á milli Skaftafells í
Öræfum og Möðrudals á Efra-Fjalli, og vermenn af
Norðurlandi fóru yfir jökulinn á 15. og 16. öld til sjó-
róðra í Suðursveit. Fljótsdælir fóru frá Eyjabakkajökli
um Breiðubungu og að sporði Skálafellsjökuls. Úr
Þingeyjarsýslu komu menn yfir Ódáðahraun og fóru
upp Dyngjujökul.“
Það er óneitanlega merkilegt að svo langvarandi
hitatíð í landinu hafi þó ekki gert jöklinum erfiðara fyr-
ir um sína tilveru en þetta. En sjálfsagt fagnaðarefni
fyrir hann að kuldinn tryggði að mannskapurinn,
svangur og sárfættur, væri ekki að flækjast þarna á
honum óboðinn. En svo var úti um þá kyrrð þegar
snjósleðar og göngugarpar mættu þar öldum síðar.
Haltu kjafti-umræða hefur aldrei gert
gagn
Vandi umræðunnar hér um heimshlýnun er marg-
víslegur. Verstur er sá þáttur sem í raun bannar önnur
sjónarmið í þessum efnum en „þau viðurkenndu“. Það
eru óteljandi dæmi í sögunni sem sanna að ónýtt eintal
ber dauðann í sér og gereyðir allri von um skiljanlega
og heilsteypta niðurstöðu.
En hitt er nógu slæmt að öllu er að auki grautað
saman í henni af því að hún þolir ekki aðra meðferð.
Látið er eins og þeir, sem hafi ekki sannfærst um
fullyrðingar kirkjudeildarinnar um heimshlýnun, því
að enn er þetta ekki annað, séu með því að draga birtar
hitamælingar seinustu ára í efa og þar með séu efa-
semdir þeirra um „Global Warming“ af sama meiði og
sjónarmið þeirra sem höfðu trúað því að jörðin væri
flöt eða að hún snerist ekki, heldur því að sól snerist
um jörð sem óð væri.
Það vantar flest ef ekki allt í málstað þeirra sem
þannig ganga fram og þykjast samt vera í vísinda-
legum erindagerðum. Vísindi sem hafna skoðun raka
sinna eru einskis virði. Og þau eru auðvitað ekki vís-
indi. Reyndar virtust það vera „hinir viðurkenndu vís-
indamenn“ þeirrar tíðar og þeir, sem böðuðu sig í
skjóli veraldlegra og trúarlegra valdhafa, sem héldu
lengst í bábiljurnar, en ekki hinir fáu ofsóttu úr þeirra
hópi – þeir sem muldruðu í barminn hæddir og smáðir:
„Hún snýst nú samt.“
Það er fráleitt að ekki sé hægt að halda mælingum
utan deilna. Þær geta aldrei enst sem efniviður. Hann
snýst um það hvort mannkynið sé skyndilega orðið
fært um að stjórna þróun veðurfars jarðar og það vald
hafi því hlotnast á fáeinum árum, eftir að „vísinda-
mönnum“ tókst að snúa sér frá yfirþyrmandi heims-
endatali um ósonlagið, eftir að fáeinir framleiðendur
hættu að nota spreybrúsa og kæliskápa og allt komst í
lag!
Horfinn heimsendir
Það þykir óþægilegt þegar bent er á hvernig heims-
fárið og galdurinn um yfirvofandi hvarf ósonlagsins
gufaði upp. Búið var að hræða líftóruna úr góðu fólki,
því sem helst er móttækilegt fyrir öllu, frá innrásinni
frá Marz og niður úr.
Þessar heimsendaspár voru allar sagðar sannar og
réttar og allt stefndi í glötun væri þeim hafnað. En svo
var haldin ein ráðstefna í Montreal! Til að komast frá
heimsendakróganum.
Árið 2009 gat Veðurstofan glaðst með aðdáendum
sínum yfir því hversu vel tókst til: „Óson er sífellt að
myndast, eyðast og flytjast til í lofthjúpnum með nátt-
úrulegum hætti, en lengst af hélst heildarmagn þess
óbreytt til lengri tíma og þar með ástand ósonlagsins.
Undir lok áttunda áratugar síðustu aldar tók að gæta
ósoneyðingar af mannavöldum, fyrst á Suðurskauts-
landinu með myndun ósongatsins sem stækkaði frá ári
til árs, en fljótlega einnig á norðurhveli þótt í minna
mæli væri. Sökudólgurinn reyndust (!) svokölluð óson-
eyðandi efni, einkum klórflúorkolefni (CFC) sem blás-
ið var út í lofthjúpinn í sívaxandi mæli. Eftir 1990 fór
alþjóðasamfélagið að taka á vandamálinu með um-
fangsmiklum aðgerðum með þeim árangri að útblástur
ósoneyðandi efna hefur minnkað verulega og glögg
merki eru um að ósonlagið sé að taka nokkuð við sér
aftur.“
Hægfara heimsendir og hættulaus
En í nýlegu skrifi sömu stofnunar segir: „Á Veðurstofu
Íslands hefur heildaróson verið mælt daglega yfir
Reykjavík, frá febrúar til október, síðan 1957. Í þeim
mæligögnum kemur fram ósonminnkun á níunda og tí-
unda áratugnum en einnig að ósonmagn sé farið að
aukast aftur síðustu ár.
Líkanútreikningar á þróun ósonlagsins sem taka mið
af hægfara minnkun ósoneyðandi efna í heiðhvolfinu
spá því að ósonlagið muni ná fyrri þykkt um miðbik
þessarar aldar og að þynningarsvæðið yfir Suður-
skautslandinu muni hætta að myndast kringum 2040.“
En svo þetta
En svo segja ábyrgir aðilar: „Gatið í ósonlaginu yfir
Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í
þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir
frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggj-
ur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörð-
inni fyrir geislum sólarinnar.
Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir
Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á
þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.
Í fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því
að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri
í rénun. Var orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var
bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins,
þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar
að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í óson-
laginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi
og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að
reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum.“
Stóðu á ósongati. Afhjúpaðir og farnir
annað
Þeir sem áður hræddu heimsbyggðina upp úr skónum
hefðu þá dansað stríðsdans yfir svona fréttum. En nú
þegar batanum boðaða seinkar um nærri hálfa öld er
slegið úr og í. En staðreyndin er sú að þeir vilja ekkert
vita um boðaða heimshrunið út af ósonlaginu núna.
Ósonlagið er núna aðeins eitt dægurlagið til. Það er
bara óþægilegt. „Þetta var lagað á einni ráðstefnu í
Montreal, muniði?“
Þá tóku menn sig á með spreybrúsana sem notaðir
voru gegn svitalykt í handarkrikum og með kælitækin.
Heimsendi var bjargað. Við flugum svo öll heim í þot-
um af ráðstefnunni eins og við gerum alltaf til og frá
öllum þessum heimsendaráðstefnum. Við erum búin að
afskrifa ósonið. Við erum í öðru núna.
Það væri kannski dálítið fróðlegt að skoða ósongötin
núna og bera saman við ástandið þegar talið var nauð-
synlegt að trylla heimsbyggðina.
Ekki verður betur séð en að það sé mjög svipað.
En svitalyktin hefur vissulega aukist.
Sérstaklega á loftslagsráðstefnum.
Er þetta í lagi?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
28.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17