Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Side 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
Ég hef alltaf litið á það sem kost ímínu fari að ég á frekar auðvelt meðað fá hugmyndir. Sumar þeirra hafa
bara verið býsna góðar og komist til fram-
kvæmda. Þannig hefur mér til dæmis tekist
að búa til nokkra sjónvarpsþætti sem hafa
lifað nokkuð lengi og stundum hef ég gefið
vinum mínar ágætar hugmyndir sem hafa
komið að góðu gagni. Og svo eru það hinar
hugmyndirnar sem ég er ekki alveg viss
um. Eins og sú sem ég setti fram í vikunni
og hefur, að mér virðist, ekki verið tekin
nógu alvarlega. Um stefnumótavef fyrir
ketti.
Um daginn varð ég þess áskynja að það
er kattaskortur í Reykjavík. Ég geri mér
grein fyrir því að í sumum hverfum hljóm-
ar það ótrúlega. Sumstaðar er varla hægt
að líta út um glugga án þess að sjá kött
gangandi eins og hann eigi götuna. Og á
mínu heimili er enginn sérstakur skortur á
köttum og staðan jafnvel stundum þannig
að við erum ekki alveg með töluna á
hreinu.
En fólk ætti að prófa að reyna að fá sér
kettling. Það er ekki hlaupið að því. Það er
auðveldara að fá pípara með korters fyr-
irvara á aðfangadag en að fá lítinn og
krúttlegan kettling. Ástæðan er fyrst og
fremst sú að það er búið að gelda nánast
alla ketti bæjarins. Það hefur nefnilega
með tímanum orðið fastur liður í þroska-
ferli katta að skottast með eiganda sínum á
dýraspítala og láta taka öll þessi tól úr
sambandi, eins og það er orðað svo pent.
Tilgangurinn er venjulega að gera lífið
þægilegra (altso fyrir eigandann). Það er
nefnilega þannig með flest, ef ekki öll dýr,
að þau eru einfaldari í meðförum þegar þau
eru ekki að springa úr kynorku. Þá eru líka
minni líkur á að þau týnist og ólíklegra að
þau veki fólk um miðjar nætur með slags-
málum og hávaða.
Það þarf ekki að vera mikill sérfræðingur
í líffræði til að átta sig á því að þetta dreg-
ur að sjálfsögðu úr fjölgun. Geldir kettir
fjölga sér ekki. Sem var reyndar hug-
myndin þegar þetta fór af stað og til var
stór stofn villikatta í Reykjavík. Nú hefur
þeim hins vegar fækkað og það sem verra
er: Köttum hefur fækkað.
Því átti ég þessa (að mér fannst) frábæru
hugmynd um að búa til Tinder fyrir ketti.
(Fyrir þá lesendur sem ekki þekkja Tinder
þá er það smáforrit í síma sem tengir ein-
hleypt (eða það er að minnsta kosti hug-
myndin) fólk saman. Yfirleitt í þeim til-
gangi að eiga notalega kvöldstund saman í
ekkert alltof miklum fötum. Ég tek það
fram að ég hef enga reynslu af þessu en
mér er sagt að þetta sé svona megintil-
gangurinn.)
Ég held
nefnilega að
sem flestir ættu
að eiga kött.
Þeir gera lífið
betra, fallegra
og skemmti-
legra. Hver og
einn hefur sinn
sérstaka karakter og ef þeir verða vinir
manns þá er það á góðan hátt. Þú getur til
dæmis verið alveg öruggur um að þeir biðja
þig aldrei um að hjálpa sér að flytja og þú
lendir aldrei á trúnaðarstiginu með þeim.
Við höfum líka frábær samtök eins og
Kattholt og Villiketti sem bjarga köttum
sem týnast og koma þeim aftur heim eða á
góð heimili. En nú er staðan sú að það eru
bara ekki til nógu margir kettir til að fylla
heimili sem þurfa á þeim að halda. Eins og
það væri orðað á viðskiptamáli: Það er um-
frameftirspurn eftir þeim.
Þess vegna er eitthvað heillandi við Tin-
der eða einkamál.is fyrir auglýsingar um
svona hluti fyrir ketti. Ég sé til dæmis fyrir
mér svona auglýsingu:
Ég heiti Bassi. Ég er eins árs, vel vaxinn,
skilningsríkur og skemmtilegur högni. Hef
áhuga á mat, fuglaskoðun og að leggja mig.
Óska eftir að kynnast læðu með það í huga
að gleðja fólk á höfuðborgarsvæðinu.
’Það er nefnilega þannigmeð flest, ef ekki öll dýr, aðþau eru einfaldari í meðförumþegar þau eru ekki að springa
úr kynorku.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Lífið í Kattholti IV
Að mörgu leyti fer heiminumfram. Við fáum lækningumeina sem áður voru
ólæknandi, komumst á milli staða,
nánast óháð vegalengdum, tálm-
unum og torfærum, höfum aðgang
að upplýsingaveitum sem á sek-
úndubroti opna þekkingarhirslur
alls heimsins upp á gátt; við fáum
heilu bækurnar lesnar í eyra okk-
ar án þess að þurfa að hafa hið
minnsta fyrir því og það sem
meira er, ef við viljum nýta tíma
okkar til hins ýtrasta, þá er hægt
að auka hraðann á lestrinum
þannig að við
náum að fá
lesnar tvær
bækur í eyrað
á sama tíma og
það tók les-
arann að lesa
eina inn á
hljóðbandið.
Framlegð við
hlustun er
þannig tvöfölduð svo talað sé
tungumál framleiðsluhagfræð-
innar.
En svo fer maður hugsa. Það er
nefnilega það, að hugsa. Ég ákvað
að reyna að hugsa þá hugsun eins
langt til enda og ég kæmist, hvort
nokkur hætta væri á því að við
hættum að geta lesið eftir að vera
lengi svona góðu vön. Og ef við
hættum að lesa, væri þá ekki
hætta á því að við glötuðum færni
okkar til að skrifa? Ef enginn les
orð þín, til hvers að skrásetja
þau?
En nú gerast góð ráð dýr. Hvað
gerir einstaklingur sem er bók-
staflega að springa úr andagift, en
kann ekki að setja sín háfleygu
orð á blað, og af blaði í bók; en vel
að merkja í bók sem aðeins er les-
in inn á hljóðband?
Er þá ekki líklegt að milligöngu
hins ritaða texta verði ekki lengur
þörf; að sá sem býr yfir snjallri
hugsun, fróðleik eða skáldskap og
vill koma öllu þessu á framfæri
vilji nú gera það beint og milliliða-
laust, með eigin röddu inn á hljóð-
bandið eða hreinlega beint úr sín-
um munni í okkar eyra?
Einmitt þarna erum við komin
inn á gamla baðstofuloftið. Þar
voru vissulega lesnir húslestrar,
en einnig sagðar sögur og flutt
ljóð. Menn ætla að fornsögurnar
hafi í upphafi verið fluttar þannig
mann fram af manni, kynslóð fram
af kynslóð. Og á Lögbergi voru
lögin mælt af munni fram.
Þetta er ekki til að gera lítið úr.
Orðlistin blómstrar í mæltu máli
og þarf ekki að vera fangi prent-
málsins. Ræðulist Rómverja
byggði á því sem hugtakið lýsir;
að mæla fram hugsanir sínar svo
listilega að hrífi áheyrendur.
Mörg þekkjum við Noam
Chomsky, bandaríska þjóðfélags-
rýninn, ekki endilega af texta sem
hann hefur skrifað og við lesið,
heldur af þeirri hugsun sem hann
kemur á fram-
færi við okkur í
mæltu máli, í
ræðu eða sam-
tölum á netinu.
En svo er
það hitt, hvað
það gefur að
staldra við og
hugsa og hand-
leika. Fletta
síðum bókar, blaðs eða tímarits,
taka þátt í veislu Stefáns Ög-
mundssonar, stofnanda Menning-
ar- og fræðslusambands alþýðu,
sem skrifaði í Prentarann fyrir
rétt tæpum fjörutíu árum: „Þegar
ég fór síðast í pósthús til þess að
leysa út Skírni fannst mér eins og
oft áður ég væri að stofna til eins
konar veislu.“ Að vísu var það svo
í þetta sinn að veisluhöldin orkuðu
tvímælis þegar til kastanna kom
því ekki var allt á síðum þessa
heftis bókmenntaritsins að skapi
Stefáns, en veisla var það eftir
sem áður í hans huga.
Ég gef mér það að á leiðinni á
pósthúsið hafi Stefán gefið sér
tíma til að hugsa og að sjálfsögðu
án þess að hafa neitt í eyranu.
Ekki einu sinni á einföldum hraða.
Getur ekki einmitt verið ágætt
að hafa þetta allt í bland, hljóð-
bókina í eyranu, baðstofuna beint
og Skírni til að handleika? Og er
þá ótalið það sem mestu máli
skiptir, að hugsa. Bara hugsa.
Hægt og rólega. Hugsa, án þess
að hafa minnstu áhyggjur af hraða
og framlegð.
Morgunblaðið/Ásdís
Erum við á leið í
baðstofuna aftur?
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
’Ég ákvað að reyna aðhugsa þá hugsun einslangt til enda og ég kæm-ist, hvort nokkur hætta
væri á því að við hættum
að geta lesið eftir að vera
lengi svona góðu vön.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.