Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 15
Ása M. Ólafsdóttir, starfsmaður mannauðs-deildar CCP, smitaðist líklega í París ummiðjan febrúar í fyrra, en stuttu eftir heimkomuna tók að líða yfir hana í tíma og ótíma. Settur var gangráður í Ásu en einkennin héldu áfram; hiti, þurr hósti og verkir víða um líkamann. Ása mældist fyrst neikvæð í Covid-prófi en tveimur mánuðum síðar mældist hún með sterkt mótefni við Covid. Versta sem ég hef upplifað Í viðtali sem tekið var í lok ágúst í fyrra fyrir Sunnudagsblaðið segir Ása frá eftirköstum veir- unnar, en þá var liðið hálft ár frá upphafi veikind- anna. Í þessa sex mánuði leið henni aðeins vel í einn dag. Hinir voru misslæmir. „Verstu verkirnir voru í fingrum og tám. Ég gat ekki beygt fingurna og var farin að troða þeim und- ir kodda á nóttinni til að halda þeim beinum. Þetta hélt fyrir mér vöku margar nætur. Þetta var svona í tvo til þrjá mánuði. En það sem var verst var þessi vanlíðan, sem er svo erfitt að lýsa. Þetta er ekki verkur. Alveg eins og flökurleiki er ekki verkur, heldur afleiðing af einhverju sem er að gerast í meltingarkerfinu, þá var þetta svakaleg vanlíðan í líkamanum. Stundum kom þetta í eins konar hvið- um eða flogum,“ segir Ása. „Sem betur fer hafa þessi köst minnkað mikið. Þetta var það versta sem ég hef upplifað á ævinni,“ segir Ása og segist einnig hafa upplifað sljóleika og heilaþoku. Stundum mundi hún ekki orð og átti erf- itt með að setja saman setningar. Hún óttaðist að verða aldrei góð. Hitti fólk sem skildi mig Blaðamaður sló á þráðinn til Ásu til að heyra hvernig gengi nú þegar ár er liðið frá því hún veiktist. „Það er akkúrat ár síðan ég fékk öll yfirliðin og lenti á hjartadeild. Í dag líður mér betur en fyrir ári síðan en er ekki enn búin að ná mér. Bara síðast á sunnudag lá ég og gat ekki hreyft mig,“ segir Ása sem er nýkomin af Reykjalundi þar sem hún var í endurhæfingu í tvo og hálfan mánuð. „Það var mjög gott að mörgu leyti. Þarna hitti ég fólk í sömu stöðu og ég, en það hafði ég ekki gert áður. Ég hitti fólk sem skildi hvað ég var að ganga í gegnum. Starfsfólkið hafði brennandi áhuga á okk- ar einkennum og var að viða að sér þekkingu um lang- tímaáhrif kórónuveirunnar. Prógrammið var sambland af hreyfingu, fyrirlestrum og samtölum, auk rann- sókna. Staðan var tekin í byrjun og í lokin og það mældust framfarir þótt það væru engin risastökk. En það var gott að sjá að ég er að ná bata smám saman. Þetta eru lítil hænuskref.“ Óttast enn að verða ekki góð Ása segist hafa skráð hjá sér öll einkennin sem hún upplifði og voru þau 23 í byrjun. ÁSA M. ÓLAFSDÓTTIR Hænuskref í átt að bata Ása glímir enn við eftirköst veirunnar. Morgunblaðið/Ásdís „Núna síðast þegar ég tékkaði voru þau þrettán. Þannig að það er bati en maður vildi auðvitað sjá hann gerast hraðar. Titringurinn er farinn en ég er enn með ósjálfráða kippi. Minnisleysið er enn slæmt; ég er enn með svima og ógleði, lítið úthald og svefntruflanir. Og verkir í fingrum eru enn hræðilegir og vekja mig á næturna, en eru þó ekki eins slæmir og þeir voru,“ segir Ása. Eftir endurhæfinguna er Ása aftur komin til vinnu. „Ég var svo glöð að komast aftur í vinnuna. Ég á að vera í hlutastarfi en kann mér ekki hóf og er kannski að súpa seyðið af því um helgar,“ segir hún og segist afar þakklát sínum vinnuveitendum sem hafa reynst henni afar vel í veikindum síðasta árs. „Mér líður vel að mestu leyti, en á aldrei hundrað prósent dag. En það eru fleiri góðir dagar, þetta er að smá mjakast,“ segir Ása sem þó sér ekki fyrir endann á afleiðingum veirunnar. „Ég óttast enn að verða aldrei hundrað prósent góð.“ ’Minnisleysið er enn slæmt;ég er enn með svima ogógleði, lítið úthald og svefn-truflanir. Og verkir í fingrum eru enn hræðilegir og vekja mig á næturna, en eru þó ekki eins slæmir og þeir voru. 28.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 bjó; mjög mikið æðruleysi og ábyrgð og um leið hlýju í garð sjúklinga. Auðvitað var það undir miklu álagi. Það sem vakti athygli mína og að- dáun var það að það voru allir sam- taka í þessu; smiðir, þriffólk og heil- brigðisstarfsfólk. Það var ótrúlegt að upplifa þessa samheldni á svona stórum vinnustað, en þarna vinna um sex þúsund manns. Það unnu allir saman eins og einn maður.“ Spítalinn sefur aldrei Nú stendur yfir sýning á bestu ljós- myndum íslenskra blaðaljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þor- kell vann þar til verðlauna fyrir seríu ársins og átti auk þess mynd ársins. Myndirnar voru teknar á kvöldvakt á Landspítalanum. „Það var gaman að rifja upp gamla takta,“ segir Þorkell, en hann var blaðaljósmyndari Morgunblaðsins í áraraðir. „Myndirnar voru teknar á kvöld- og næturvakt og vildi ég með þessari seríu sýna að spítalinn sefur aldrei. Það er stöðugt álag og það er allt- umlykjandi. Ég vildi sýna hvað fólk legði mikið á sig til að koma þjóðinni í gegnum þessar hörmungar með eins litlum skakkaföllum og hægt er.“ ’Það sem vakti athyglimína og aðdáun varþað að það voru allir sam-taka í þessu; smiðir, þrif- fólk og heilbrigðisstarfsfólk. bylgjunni að taka þátt og nú er verið að boða fólk úr seinni bylgjum. Það eru ekki komnar neinar niðurstöður en það verður spennandi að sjá þær síðar,“ segir Már og nefnir að ÍE hafi síðan 2015 boðað fólk í heilsurann- sóknina. „Þannig liggur nú þegar fyrir gott gagnasafn um heilsufar stórs hóps af fólki. Hluti af því fær svo Covid og vonandi þiggur hann boð um að koma í þessa Covid-rannsókn,“ segir Már og segir ómetanlegt verði að skoða áhrif af Covid hjá fólki sem áður hefur tekið þátt í viðamikilli heilsurannsókn. „Þetta er ótrúlegt rannsókn- artækifæri.“ Oftar en sjaldnar Getum við átt von á fleiri skæðum veirum? „Algjörlega. Ég myndi halda að þá værum við betur undirbúin. En ef það kemur upp önnur kórónuveira er ekki hægt að segja til um að hvað miklu leyti verði hægt að nýta sér þessa þekkingu sem við höfum núna á þá veiru. En við höfum lært mjög mikið í viðbragðafræðum,“ segir Már og bendir á að margt spili inn í þegar heimsfaraldur skellur á og lönd loka. „Á heimsfaraldurstímum rofna flutningsleiðir,“ segir Már og segir þá hættu á skorti á lyfjum og öðrum nauðsynjum. „Við lentum aðeins í því að sýna- tökupinna skorti. Það voru ýmsir ófyrirséðir hlutir sem við lentum í sem við getum nú lært af.“ Már bendir á að stóru löndin, eins og Indland og Kína, þyrftu að endur- skoða návígi fólks við dýr, eins og við svín og fugla, en það var einmitt á markaði sem verslaði með lifandi dýr að veiran kviknaði. „Það þarf að breyta þessu því veir- an kemur úr þessum mörkuðum og berst úr dýrum í menn,“ segir Már og segist stórefa að slíkum matarmörk- uðum verði lokað í bráð. „Við þurfum að gera ráð fyrir að fá svona veirur oftar en sjaldnar.“ Inga María Leifsdóttir fór að finna fyrir flensu-einkennum um svipað leyti og fyrsta opinberasmitið greindist hérlendis en hafði ekki verið í samskiptum við nokkurn sem var að koma frá áhættusvæði. Hún taldi því engar líkur á því að hún væri smituð af kórónuveirunni heldur hélt þetta vera venjulega flensu. En annað kom á daginn. Inga María greindist með Covid. „Ég margspurði hjúkrunarfræðinginn hvort hún væri örugglega að tala við rétta manneskju, ég bara trúði þessu ekki!“ sagði Inga María í viðtali sem birt var í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þann 22. mars 2020. Engar líkur á Covid „Þegar fyrsta smitið greindist hér á landi var ég á leiðinni upp í sumarbústað þar sem ég var alla helgina. Þar hitti ég engan nema fjölskylduna og skrapp aðeins einu sinni örsnöggt í búð í nágrenn- inu. Á mánudeginum á eftir fannst mér ég vera að veikj- ast en fer í vinnuna á þriðju- deginum. Það hvarflaði auð- vitað ekkert að mér að ég væri með Covid-19 því þarna var ekkert farið að tala um það á Íslandi. Ég fór aðeins fyrr heim úr vinnunni og var þá komin með rúmlega 38 stiga hita,“ segir Inga María og segist hafa haldið sig heima nokkra daga en farið svo að hitta fólk helgina eftir. Inga María segir að þegar sér hafi liðið sem verst hafi hún verið með talsverðan hausverk og mjög einkennilega beinverki. „Ég fékk verki í fingurna og mjöðmina. Svo missti ég allt bragðskyn og lyktarskyn. Ég var með tyggjó en fann ekkert bragð. Ég fór í sturtu og hellti yfir mig sápu en fann enga lykt. Ég borðaði sterkt shawarma en fann ekkert bragð; ég hefði getað verið að borða kotasælu. Bragðskynið kom ekkert aftur og þá sá ég viðtal við einhverja konu sem greind var með kórónuveiruna sem misst hafði bragðskynið,“ segir Inga María sem fékk loks að fara í Covid-próf tíu dögum síðar sem reyndist ómarktækt og fór því í annað tveimur dögum eftir það fyrsta. „Ég fæ að vita að prófið væri jákvætt,“ segir Inga María sem var að vonum hissa. Fjöldi manns þurfti því að fara í sóttkví en þess má geta að allar líkur eru á því að Inga María hafi smitast af Covid í lok febrúar og þá jafnvel í Ráð- húsinu þar sem mikið er um heimsóknir erlendra ferðamanna. Eftirköstin endalaus hitavella Blaðamaður náði í Ingu Maríu í vikunni og spurði frétta. „Þegar ég les þetta gamla viðtal sé ég að þarna vissi ég ekkert hvað væri fram undan. Eftir á að hyggja þá sést að fólk, og ég þar meðtalin, vissi lítið um þessa veiru á þessum tíma,“ segir Inga María og segist hafa glímt við eftirköst veirunnar nánast allt síðasta ár. „Þegar hái hitinn var búinn hélt ég að ég væri sloppin. En ég var með nokkrar kommur svo mánuðum skipti. Það var fyrst í haust að ég losnaði við hitann,“ segir hún og segist á tímabili hafa haldið að hún mældist hreinlega með hærri líkamshita en annað fólk. „Fólk spurði mig gjarnan hvort ég væri ekki orðin frísk og það var erfitt að útskýra fyrir fólki hvernig mér leið,“ segir Inga María og segir að þessari hitavellu hafi fylgt þreyta, slen og óþæg- indi. Lykt af svörtum pipar Beinverkirnir sem Inga María lýsti í fyrra viðtalinu vörðu í tæpt ár. „Ég var daglega með beinverki í að minnsta kosti tíu mánuði, sérstaklega í útlimum, sem var auðvitað mjög lýjandi. Ég hélt alltaf að þeir hlytu að vera að fara að hverfa, en það leið og beið,“ segir Inga María og segir verkina hafa horfið fyrst nú í janúar. Inga María segir að bragð- og lyktarskyn hafi komið aftur, en þó í breyttri mynd. „Það ýktist dálítið upp. Ég get alls ekki borðað lamb og heldur ekki parmesan sem mér fannst sjúklega góður. Ég finn oft skrítna lykt sem hægt væri að lýsa eins og ég sé að þefa upp úr stauk af svörtum pipar.“ Sonurinn fékk Covid „Svo þegar ég var komin aftur til vinnu í vor greindist sonur minn með Covid og veiktist mikið, þótt oft veikist krakkar ekki illa. En hann var með háan hita og mikinn hósta. Það er ekki vitað hvar hann nældi sér í veiruna, en þetta var um sex vikum eftir að ég var með Covid. Við fjölskyldan vorum auðvitað búin að vera í sóttkví þegar ég greindist og þarna þurfti hann að fara í einangrun en ég mátti sinna honum þar sem ég var búin með þetta. Og öll fjölskyldan var sett aftur í sóttkví. Það gekk á svo miklu,“ segir Inga María og segir að ekkert í lífinu hafi brotið sig jafn mikið og þessi kór- ónuveiruveikindi. „Það var aldrei hægt að rekja hvorki mitt né hans smit. Svo var svo mikið skilningsleysi á sjúk- dóminum,“ segir Inga María sem nú sér loks fram á bjartari tíma. „Mér líður betur núna og það er allt á uppleið.“ INGA MARÍA LEIFSDÓTTIR Vissi ekkert hvað væri fram undan ’Ég var daglega meðbeinverki í að minnstakosti tíu mánuði, sér-staklega í útlimum, sem var auðvitað mjög lýjandi. Ég hélt alltaf að þeir hlytu að vera að fara að hverfa, en það leið og beið. Inga María segir árið hafa tekið verulega á.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.