Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2021
T
ilfinningin var sú að nú væru skjálftar í
rénun. Þá meinum við skjálfta sem
færanlegur mælir okkar sjálfra,
skrokkurinn, nemur. Það skiptir þá
nokkru hvar við höldum okkur. Við
tölvuna í Skerjafirði er meiri skjálfti
en endranær. Það yrðu enn meiri stafavíxl væri þetta
pikkað niður á Reykjanesi.
Er Katla í fatla?
Við gjóum augum í átt að Mýrdalsjökli og Kötlu. Hún
er langt gengin að sögn. Hefur reyndar verið það
lengi. Óralengi.
Það var almennur fróðleikur að Katla vænti sín að
jafnaði á hálfrar aldar fresti. Og þegar allt gekk á í
senn, það herrans ár 1918, fraus þjóðin, hún gaus og
veiran sem kom spánskt fyrir sjónir lagði fjölda manns
að velli, og ekki síst blómann úr aðþrengdri þjóð. Við
vissum öll að næst varpaði Katla af sér oki árið 1968
eða þar um bil.
Þetta var svo fast í þjóðinni að með árunum var tekið
að hafa það á móti Kötlu hversu óstundvís hún væri
orðin í seinni tíð. Íhaldssamir bentu á að þannig væri
’68-kynslóðin upp til hópa. Metnaðarlaus, óábyggileg,
óuppdregin og gersneydd virðingu fyrir reynslu-
forskoti og vísdómi eldri kynslóðar.
Einhverjir reyndu að afsaka Kötlu með því að Surts-
eyjargosið 1963 og gosið í byggð á Heimaey 1973 hefðu
létt á pressu af Kötlu að gera sitt, en hennar tími hefði
ella legið þar á milli. En jarðfræðingar sögðu við út-
varpið að þetta væru kerlingabækur sem karlar færu
þar með, enda væri engin bein neðanjarðartenging
fyrir kviku þarna á milli.
Upp gufar vitneskja höggvin í grjót
En öruggustu merki menntunar okkar hrukku um
þetta leyti af hjörum hvert af öðru, því að við höfðum
lært utan að og fengið rétt fyrir á prófum að Helgafell
á Heimaey væri dautt eldfjall. Einhver sagði að jarð-
vísindamaðurinn Jónas frá Hriflu hefði komið því inn í
vísindin sem ungdómurinn las að eldfjöll sem ekki
hefðu gosið frá því að land byggðist væru dauð eldfjöll.
Vel má vera að þessu hafi verið logið upp á Jónas. Og
ekki má gleyma því að Helgafell gaus ekki sem slíkt og
var reyndar að hluta til bjargvættur eyjarinnar og
kom í veg fyrir opnun sprungunnar inni í bænum.
En Snæfellsjökull, vestastur glæsifjalla, er til að
mynda eitt af þessum Þyrnirósar-eldfjöllum, sem jarð-
fræðingar samtímans hafa fyrir nokkru kysst inn í nýj-
an veruleika.
En nú fyrir allnokkru var það himinfagra fjall, „ein-
mitt þar sem jökulinn ber við loft,“ fært úr flokki ör-
yggisins.
Okkur var nú sagt, löngu eftir að við hættum að lesa
undir nokkurt próf, að þótt þessi dáði jökull og dyra-
umgjörð á djúpar slóðir hefði ekki gosið í 3000 ár eða
meir og hefði allan þann tíma og jafnvel mun lengur
átt hlutdeild í himninum fyrir hönd jarðarinnar allrar,
væri gos væntanlegt frá honum og það innan skamms
(skv. jarðsögulegum mælistikum, þar sem þúsund ár
eru eins og dagur ei meir.)
Og þeim viðbótarfróðleik er bætt við að nú styttist
mjög í gos úr fjallinu undir jöklinum og það með hverj-
um degi sem líður. Þetta síðara er jafnframt óhrekj-
anlegur sannleikur um öll þau eldfjöll sem eru ekki
dauð sem slík eða eru nýhætt að vera það.
Eldfjöll í mannsmynd
Við Íslendingar höfum seinustu áratugina verið í eins
konar ástarsambandi við eldfjöll og það er ekki frítt við
að sá grunur sé vaknaður að okkur mörgum þyki,
vegna yfirgengilegs afls og duttlunga þeirra, að þar
með séum við, mannskapurinn á staðnum, merkilegra
fólk í augum mannkynsins en ella.
Við höfum búið hér flest frá því að land þetta byggð-
ist eða að minnsta kosti einhver gen sem í okkur leyn-
ast. Lengst af voru þau gen í mannsmynd hokin í
óvissu um að fjöllin tækju að gjósa, hafísinn mætti
óboðinn og allt voru þetta merki um viðbótaróáran og
dauðans óvissu sem bættust við nokkurra alda kulda-
kast eftir að landnámstíð lauk með öll sín strá löðrandi
í smjöri.
Það bjó sem sagt enginn maður á þessu skeri og
varla nokkur hafði heyrt á það minnst, þegar örlítil
hitasveifla varð hér þegar almættið veifaði hendi sinni
í þá átt, og án þeirrar sveiflu hefði ekkert landnám orð-
ið.
Illa farið með góðan jökul
Það væri gaman að geta þakkað mannfólki fyrri tíðar
fyrir þessa innspýtingu í hitafarið þótt stutt stæði, en
hugmyndaflug um slík töfrabrögð kom til löngu síðar.
Það var þó eftirminnilegt að heyra, eins og óvart,
fyrir nokkrum árum spjall í útvarpi í akstri á milli
landshluta. Vingjarnlegt fólk og vísdómslegt fabúler-
aði þar og hafði flest áhyggjur af jöklum umfram allan
annan andbyr sem hrjáði mannkynið núna. Jöklarnir
höfðu hopað um einhverja hundruð metra, sem nefndir
voru til sögunnar, frá því þeir voru mestir í kuldakast-
inu sem hrakti landa okkar til Gimli og Winnipegvatns.
Vísdómsmaðurinn benti reyndar á að þetta væri
ekki í fyrsta sinn sem jöklar hefðu legið undir árásum
og seinast þegar það var hefði ekki mátt miklu muna.
Þegar landnámshlýnunin hafði staðið í sínar fáu aldir
með allt sitt smjör þá var næsta óhuggulegt að horfa
til Vatnajökuls, a.m.k. þegar miðað er við hróp og
þungan andardrátt á víxl í þessum útvarpsþætti yfir
því hvernig mannfólkið hefði farið með jökulinn núna.
Þar var rætt um Klofajökul og hvernig auðveldara
hefði verið um mannaferðir um jökulinn í bullandi
vörn.
En einhver benti á að þegar þessu stutta og óvænta
hlýskeiði lauk hefði „ástand jökulsins“ sem betur fer
batnað tiltölulega fljótt. Enginn taldi ástæðu til að
nefna í því sambandi að þessi kuldatíð, sem var jöklum
svona hagfelld, hefði gert fólki og fénaði þess næstum
því óbærilegt að lifa í landinu.
Harðindi, hungursneyð, og náttúruhamfarir í landi
sem var að auki í ánauð og ófrjálst, sem með andóf af
náttúrunnar hendi gerði tilveruna nær óbærilega.
En á móti þessum ömurlegu harðindum kom þó að
hagur jöklanna fór batnandi! Ekki var rætt hvernig
jöklarnir gátu nýtt sér stórbatnandi stöðu, en víst var
að landsmenn höfðu ekkert upp úr því sem gerði jökl-
unum svo gott og „óæðri“ tegundir, sem deildu hinu
harðbýla landi með manninum, hröktust um í mótvind-
inum.
Og ekki er víst að þeir sem hjörðu, þrátt fyrir allt,
þótt fólki fækkaði í landinu, hafi haft tóm til að líta til
jökulsins sem bar við loft víða, þótt ekki væri haft orð á
því á bók svo lipurlega, fyrr en löngu síðar.
En þá var spurt
Á Vísindavef var nýlega spurt á þennan veg: „Var
Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum
tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast?“
Helgi Björnsson, prófessor emeritus og kunnur
Heimsendaspá bókar-
innar Endaloka, sem þú
fékkst heimsenda,
endar á endalokum, sem
enginn sá fyrir endann á
’En einhver benti á að þegar þessu stuttaog óvænta hlýskeiði lauk hefði „ástandjökulsins“ sem betur fer batnað tiltölulegafljótt. Enginn taldi ástæðu til að nefna í því
sambandi að þessi kuldatíð, sem var jöklum
svona hagfelld, hefði gert fólki og fénaði þess
næstum því óbærilegt að lifa í landinu.
Reykjavíkurbréf26.02.21