Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2021, Qupperneq 29
inn á spítala vegna andlegra kvilla. Félagsskapurinn gat líka verið betri en þriðji aðalleikarinn, Montgomery Clift, var einnig staðráðinn í að tor- tíma sjálfum sér enda þótt það tæki hann lengri tíma en Monroe. „Lengsta sjálfsvíg kvikmyndasög- unnar,“ eru örlög hans gjarnan nefnd. Tökum lauk loks í byrjun nóv- ember 1960, tólf dögum eftir sviplegt fráfall Gables, sem var aðeins 59 ára. Monroe tók sér drjúgt hlé frá kvik- myndaleik eftir þetta. Vann ekki í meira en ár eða þangað til George Cukor og 20th Century Fox réðu hana í aðalhlutverkið í gamanmynd- inni Something’s Got to Give. Hleyptu þá ýmsir brúnum. Fljótt kom í ljós að stjarnan var við sama heygarðshornið; mætti seint og illa eða alls ekki. Þá sjaldan hún var á staðnum virkaði hún utangátta og í litlum tengslum við það sem var á seyði í kringum hana. Monroe hafði glímt við andleg og líkamleg veikindi mánuðina á undan og fyrir vikið lagt talsvert af. Það þótti kvikmynda- verinu alls ekki verra. „Hún þurfti ekki að standa sig, bara líta vel út – og hún gerði það,“ er haft eftir framleiðanda myndarinnar, Henry Weinstein. Hann áttaði sig þó fljótt á því að Monroe var verr á sig komin en hann hafði gert ráð fyrir og lagði Weinstein því til við kvik- myndaverið að hætt yrði við verk- efnið. Menn skelltu skollaeyrum við þeim ráðum. Samúðin var ekki mikil. „Jú, jú, konan er veik en við erum að tala um kvikmyndastjörnu sem fer sínu fram og er slétt sama um aðra en sjálfa sig. Hún skemmir fyrir sér og öðrum í leiðinni,“ sagði handritshöfundurinn Walter Bernstein. Nakin í sundlauginni Þetta var sviðsmyndin sem blasti við og það var ekki fyrr en um þremur áratugum síðar að myndaefni frá gerð Something’s Got To Give fannst og var að hluta gert opinbert, að tvær grímur runnu á menn. Þar virkar Monroe ljúf og auðmjúk og biðst innilega afsökunar þegar eitthvað fer úrskeiðis, eins og þegar hún ruglast í textanum. Það komu líka góðir dagar, eins og þegar sundlaugaratriðið fræga var tekið upp. Karakter Monroe bregður sér þá nakin í sund í lauginni við villu fyrrverandi eiginmanns hennar í því augnamiði að draga hann á tálar. Eins og tíðkaðist á þeim árum var hún færð í húðlitan sundbol en Monroe fannst það ekki vera að gera sig, þannig að hún fór fljótlega úr honum. „Svæðið var lokað fyrir aðra en tökuliðið sem var mjög ljúft. Ég bað þá um að loka augunum og snúa sér við og held að allir hafi gert það. Það var lífvörður á staðnum til að að- stoða mig ef ég lenti í vandræðum en ég efast um að það hefði gengið – hann var líka með augun lokuð,“ sagði Monroe við fjölmiðla þegar tök- um var lokið. Aftur bendir myndefnið hvorki til spennu né leiðinda milli fólks. Á ný syrti þó í álinn. Eftir að hafa verið veik í heila viku og ekki látið sjá sig flaug Monroe til Washington 29. maí til að syngja frægasta afmælis- söng mannkynssögunnar fyrir John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Það sauð á Cukor og í byrjun júní var henni sagt upp störfum á grundvelli „yfirgengilegrar fjarveru“ og „vísvit- andi brots á samningi“. Vildi bara Monroe Monroe sendi Cukor símskeyti og bað hann afsökunar. Ekki væri við sig að sakast og að hún hefði lengi þráð að vinna með honum. 20th Century Fox vildi halda áfram með myndina og Cukor hafði eyrnamerkt hlutverkið hinni ungu Lee Remick. Þá reis aðalkarlleik- arinn, Dean Martin, upp á afturfæt- urna og mótmælti. Hann hefði hreint ekkert á móti Lee Remick en hefði á hinn bóginn skrifað undir samning um að leika á móti Marilyn Monroe og við það sæti. Hvort það gerði út- slagið liggur ekki fyrir en í öllu falli var Monroe endurráðin og tökur áttu að hefjast á ný í október 1962. Til þess kom þó ekki því Marilyn Monroe fannst látin á heimili sínu 4. ágúst. Hún hafði tekið of stóran skammt af róandi lyfjum. Eitthvað varð undan að láta. Marilyn Monroe við tökur á Somethings’s Got To Give fá- einum vikum áður en hún lést. AFP 28.2. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 VIÐVÖRUN Sjónvarpsstöðin Disn- ey+ hefur hafið sýningar á gömlum þáttum af Prúðuleikurunum en sumum þeirra fylgir viðvörun þar sem gerður er fyrirvari um að hlut- ir kunni að vera óviðeigandi eða menningu fólks sýnd vanvirðing. „Þessar staðalmyndir voru rangar þá eins og nú. Í stað þess að fjar- lægja þetta efni viljum við gangast við skaðsemi þess, læra af því og vekja umtal sem er vonandi til þess fallið að auka samkennd til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu. Óprúðuleikararnir Ber að varast Kermit og Svínku? Reuters BÓKSALA 17.-23. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Spegilmennið Lars Kepler 2 Aprílsólarkuldi Elísabet Jökulsdóttir 3 Augu Rigels Roy Jacobsen 4 Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson 5 Álabókin Patrik Svenson 6 Málsvörn Jóns Ásgeirs Einar Kárason 7 Tryllti tannlæknirinn Huginn Þór Grétarsson 8 Nornaveiðar Max Seeck 9 Undraverð dýr 2 Huginn Þór Grétarsson 10 Karamazov-bræðurnir Fjodor Dostojevskí 1 Tryllti tannlæknirinn Huginn Þór Grétarsson 2 Undraverð dýr 2 Huginn Þór Grétarsson 3 Kisi fugl Huginn Þór Grétarsson 4 Harry Potter og fanginn frá Azkaban J.K. Rowling 5 Syngdu með Láru og Ljónsa Birgitta Haukdal 6 Öflugir strákar Bjarni Fritzson 7 Litlir lærdómshestar – stafir Elízabeth Golding 8 Ég er sjálfsörugg hugrökk og snjöll 9 Litla stafabókin Valgerður Bachmann 10 Lyftimyndir – sveitin Allar bækur Barnabækur Sem barn og unglingur hafði ég alltaf gaman af lestri. Á sumrin þegar veðrið var gott þótti mér fátt skemmtilegra en að ganga niður á bókasafn til þess að velja mér bækur, hvort sem ég var ein á ferð eða með vinkonu. Á menntaskólaárunum var alltof mikið um að vera til þess að nokkur tími gæfist í lestur, að skólabókunum frátöldum. Nú er ég loksins aftur farin að lesa að einhverju ráði. Eins og svo marg- ir er ég þess á milli farin að hlusta á hljóðbækur, til dæmis á meðan ég tek til heima eða á leið- inni út á land. Undanfarið höf- um við kærastinn stundum hlustað saman á hljóð- bækur og erum þannig búin að mynda með okkur tveggja manna bókaklúbb. Síðasta bók sem við hlustuðum á var Ekki gleyma mér eftir Kristínu Jó- hannsdóttur. Bókin hefur að geyma endurminningar höfund- arins frá námsárum sínum í Austur-Þýskalandi skömmu fyrir fall Berlínarmúrsins. Þessi saga er hreint út sagt ótrúleg og veitir innsýn í daglegt líf bæði austan og vestan járntjaldsins, frá sjón- arhorni ungrar og ævintýra- gjarnrar stúlku úr Vestmanna- eyjum. Nú í byrjun árs hlustaði ég á aðra skemmtilega hljóðbók, Hús tveggja fjölskyldna eftir Lyndu Cohen Loigman. Í þetta sinn hlustaði ég ein en ekki með kær- astanum en ég komst síðan að því að amma og afi höfðu verið að hlusta á sömu bók svo ég gat talað um hana við þau í staðinn. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar sagan um tvær fjölskyldur sem búa í sama húsinu í Brooklyn um miðja síðustu öld. Sagan fjallar einkum um eigin- konurnar Rose og Helen, sem eru jafnframt svilkonur. Þær eiga afar náið samband, allt þar til eina örlagaríka vetrarnótt þegar tvö börn fæðast í húsinu með aðeins tveggja mínútna millibili. Mér þótti sagan ein- staklega vel skrifuð þar sem flók- in söguflétta er listilega vel út- færð. Það er ekki svo oft sem ég læt það eftir mér að kaupa bækur en núna í byrjun árs mátti ég til með að næla mér í eintak af nýút- komnu smásagna- safni Maríu El- ísabetar Bragadóttur, Her- bergi í öðrum heimi, ekki síst vegna þess hversu falleg mér þykir kápuhönnunin. Um er að ræða fyrstu bók höf- undarins sem hefur að geyma sjö smásögur. Ég hafði virkilega gaman af þessari bók og hlakka til þess að fá að lesa meira eftir sama höfund. SALOME LILJA ER AÐ LESA Í tveggja manna bókaklúbbi Salome Lilja Sigurðardóttir, MA-nemi í al- mennum mál- vísindum við Háskóla Ís- lands Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Byggmjólk Eina íslenska jurtamjólkin Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Vegan búðin Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.