Fréttablað Knattspyrnudeildar Þróttar - 01.02.1970, Qupperneq 7
FRÉTTABLAÐ ÞRÓTTAR
7
ekki nema sex vikur til að gera 34
mörk og dugði það vel til þess að
hann héldi titli sínum sem marka-
hæsti maður landsins.
Oft hefur verið reynt að fá Pele
keyptan frá Santos, en slíkt er ekki
á færi neins eins félags vegna
þess hve háar upphæðir er um að
ræða. Því var það eitt sinn að þrjú
ríkustu félög Ítalíu „slógu saman
í púkk“ og buðu Santos 2 milljónir
dollara fyrir Pele. Þáverandi for-
seti Brasilíu lét hendur standa
fram úr ermum í þessum aðsteðj-
andi þjóðarvoða. Hann lýsti því
yfir, að Pele væri þjóðardýrgripur,
sem ekki mætti flytja úr landi. En
félagið hafði alls ekki hugsað sér
að sleppa hendinni af Pele. Einn
af stjórnarmönnum félagsins lét
sér þessi orð um munn fara: „Ef
við seldum Pele, yrðum við teknir
af lífi án dóms og laga“.
Pele hefur oft verið nefndur
„knattspyrnukonungur“ og sannað-
ist það að það eru ekki öfugmæli
er hertoginn af Edinborg kom í
opinbera heimsókn til Brasilíu og
lét í ljós ósk um að fá að sjá Pele
leika og votta honum persónulega
aðdáun sína annað hvort á undan
Pele með heimsmeistarabikarinn.
leik eða að honum loknum. Dög-
um saman veltu starfsmenn Brasil-
íska utanríkisráðuneytisins fyrir
sér þessum vanda: „Átti hertoginn
að ganga niður á völlinn til þess
að heilsa Pele, eða átti Pele að
ganga upp á heiðurspall hertog-
ans til þess að taka við lofi hans“?
Hertoginn leysti sjálfur þennan
vanda. Áður en leikurinn 'hófst,
gekk hertoginn niður á völlinn á
Pacaempuleikvanginum í Sao
Paulo til þess að heilsa Pele með
handabandi. Brasilískur blaðamað-
ur skrifaði á eftirfarandi 'hátt um
þennan atburð: „í konungdæmi
knattspyrnunnar, sem öll ríki ver-
aldar teljast til, er Pele hinn eini
konungur. Æðri hans hátign er að-
eins máttur og veldi Himnaríkis".
ÆFINGARTAFLA
Mfl. og 1. fl.
Þriðjudaga kl. 10.20—11.10
á Seltjarnarnesi
Fimmtudaga kl. 6.30—8.00
á Þróttarvelli
Föstudaga kl. 8.30—9.20
í Álftamýrarskóla
2. fl.
Sunnudaga kl. 6.00—6.50
í Álftamýrarskóla
Þriðjudaga kl. 10.20—11.10
á Seltjarnarnesi
Miðvikudaga kl. 6.30—8.00.
á Þróttarvelli
3. fl.
Mánudaga kl. 8.30—9.20
að Hálogalandi
Miðvikudaga kl. 9.20—10.10
að Hálogalandi
4. fl.
Miðvikudaga kl. 8.30—9.20
að Hálogalandi
Laugardaga kl. 4.20—5.10
í Réttarholtsskóla
5. fl. A—B.
Laugardaga kl. 5.30—6.20
í íþróttahöll
5 fl. C-D.
Laugardaga kl. 3.30—4.20
í Réttarholtsskóla
6. fl.
Laugardaga kl. 2.35—3.50
að Hálogalandi
Garryncha og Gylmar fagna Pele eftir að hann hafði gert síðasta mark
úrslitaleiks heimsmeistarakepninnar 1958 gegn Svíum.