Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is KLETTARHEILSÁRSHÚS Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu. Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn. Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður. Uppsetninghúsannaerafarfljótleg. Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti (hæð2,1m) semeykurnotagildi hússinsumtalsvert. Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,- Klettar 80 –Grunnverðkr. 10.807.000,- Ítarlegar upplýsingar og afhendingarlýsingumá finna á vefsíðu okkar. Húsið ámyndinni er af gerðinni Klettar 80 sem reist var 2019 á Vesturlandi. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vill matvælaklasa og háskóla í Árborg  Hugmynd um háskólamenntun tengda matvælaframleiðslu  Í góðu samræmi við matvælastefnu Andrés Magnússon andres@mbl.is Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, leggur til að á Ár- borgarsvæðinu verði hafin upp- bygging háskóla- náms sem tengist matvælafram- leiðslu. Það kem- ur fram í viðtali í Dagmálum í dag, sem aðeins er op- ið áskrifendum Morgunblaðsins og er á mbl.is. Í þættinum var m.a. rætt við Kol- bein og Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um atvinnumál í Suðurkjördæmi. Kolbeinn nefndi uppbyggingu háskólamenntunar á sviði matvælaframleiðslu sem aug- ljóst tækifæri, miðsvæðis í einhverju blómlegasta matvælaframleiðsluhér- aði landsins. Allt til alls á svæðinu Hann nefndi að auk ótal matvæla- framleiðenda væri þar margháttuð tengd starfsemi fyrir, svo sem MAST, Garðyrkjuskólinn og rann- sóknamiðstöðin í Gunnarsholti. „Hér er allt til alls.“ Hann nefnir að þar ætti að koma upp háskólamenntun tengdri búfjár- ræktinni. „Við erum ekki að slátra í póstnúmeri 107, heldur úti á landi.“ Hann minnti og á að þar væri jarðhiti til ylræktar, ákjósanlegar aðstæður til yrkisræktar, „sem sárlega vantar til að við getum sinnt kornræktinni betur, svo hún nýtist betur til mann- eldis“. Kolbeinn bendir á að slík áform komi vel heim og saman við mat- vælastefnuna, en eins og heimsfar- aldurinn hafi sýnt, þá þurfi þjóðin að vera sjálfri sér nægari um mat- væli. Kolbeinn kveðst hafa rætt þess- ar hugmyndir með óformlegum hætti og fengið góðar viðtökur, þó hann hafi ekki fært það í tal við við- komandi ráðherra samstarfsflokk- anna. En verður þetta kosninga- mál? „Ég ætla að gera það að kosningamáli.“ Morgunblaðið/Bogi Árborg Kolbeinn Proppé telur Árborgarsvæðið ákjósanlegt til þess að koma upp matvælaframleiðsluklasa og háskólamenntun á því sviði. Kolbeinn Óttarsson Proppé „Ákvörðunin er tekin þannig að upphaflega þegar úrskurðurinn kom þá leitaði ég til sérfræðinga á sviðinu til að láta meta hann. Fram kom þá að það hefði ekki verið sýnt með full- nægjandi hætti að kæranda hefði verið mismunað á grundvelli kynferðis í fyrsta lagi og í öðru lagi að það væri ekki hlutverk kærunefndar að endurmeta sjálf- stætt hvern hefði átt að skipa í emb- ættið.“ Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, í samtali við mbl.is í gær um það hvers vegna ákveðið var að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur þar sem hafnað var kröfu ráð- herra um að úrskurður kærunefndar jafnréttismála yrði ógiltur. „Þetta er það sama og umboðs- maður Alþingis segir um málið. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin,“ bætti Lilja við. Með úrskurðinum komst kærunefndin að þeirri niður- stöðu að ráðherra hefði brotið jafn- réttislög með ráðningu Páls Magn- ússonar í stöðu ráðuneytisstjóra í stað þess að ráða Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Segir ekki sýnt fram á mismunun  Lilja bendir á afstöðu umboðsmanns Lilja Alfreðsdóttir Seyðfirðingar fjölmenntu á höfn- ina til að taka á móti Norrænu í hennar fyrstu ferð til Íslands eft- ir mikla andlitslyftingu. „Þetta er gleðidagur þótt fögnuðurinn sé lágstemmdur vegna aðstæðna. Mikið hefur gengið á og Seyðfirð- ingum þótti gott að sjá ferjuna koma. Vonandi getum við sem fyrst farið að koma með fullt skip af farþegum,“ segir Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line á Íslandi. Með ferjunni í fyrstu ferð eftir viðgerðir og andlitslyftingu voru 77 farþegar og 36 bílar, auk vöruvagna. Linda segir að vel hafi gengið að afgreiða farþeg- ana enda verið búið að hafa sam- band við þá alla til að vekja at- hygli á nýjum reglum um vottorð. Einhverjir hafi ekki haft ráðrúm til að afla sér nauðsynlegra skjala og muni lögreglan vænt- anlega sekta þá. Siglingin frá Þórshöfn í Fær- eyjum gekk vel. Linda hefur eftir Pétri av Vollanum skipstjóra að skipið láti mjög vel í sjó þrátt fyrir að skipið hafi þyngst um 533 tonn við það að byggt var yf- ir níundu hæðina og bar og kaffi- húsi komið fyrir á tíundu hæð- inni. Fáar bókanir eru næstu vikur, 30-50 farþegar í ferð. Vonast Linda til að ástandið lagist með tímanum og hömlur á ferðalög verði linaðar. Þá hefur Smyril Line fengið ágæt viðbrögð við til- boði til Íslendinga um ferð með bíl með skipinu til Færeyja og gistingu á hóteli fyrirtækisins þar í fjórar nætur. Tilboðið gildir í maí og nú þegar er ein dagsetn- ingin uppseld. helgi@mbl.is Margir huga að Færeyjum Seyðfirðingum þótti gott að sjá Norrænu koma á ný til hafnar eftir tíu vikna viðgerðahlé og andlitslyftingu Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Seyðisfjörður Norræna tekur snúninginn áður en hún leggst að ferjubryggjunni. Hlíðin sem aurflóðin féllu úr blasir við. Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra segir að út- tekt Jóns Stein- ars Gunnlaugs- sonar, fyrrver- andi hæstarétt- ardómara, sem hún bað hann um að inna af hendi feli ekki í sér sér- staka úttekt á rannsóknum kynferð- isafbrota. Ráðherrann mætti harðri gagnrýni í gær fyrir að fela Jóni Steinari það hlutverk að vinna út- tekt á málsmeðferðartíma í réttar- kerfinu m.a. frá Kvenréttindafélagi Íslands, Stígamótum, ungliðahreyf- ingum stjórnarandstöðuflokka og þingmönnum. Gagnrýninni vísar hún á bug. Ekki sér- stök úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.