Morgunblaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Að heyra dags-
daglega eru fæstir að
hugsa um, hvað þá að
velta fyrir sér heyrn
sinni. Stærsti hluti
þjóðarinnar er hepp-
inn og hefur fulla
heyrn. Í nútímanum
vitum við svo miklu
meira um heyrn og
hvar sú stóra gjöf
getur orðið fyrir
áföllum. Þar sem ég
vinn fyrir eldra fólk þá er það eitt
af mörgu sem þarf að ræða um og
þekkja en það er hver sé staða
eldra fólks og heyrnartap. Ná-
kvæmar tölur eru ekki til en á síð-
ari árum hefur fjölgað ört í hópi
eldra fólks sem notar heyrn-
artæki. Í áranna rás hafa heyrn-
artæki og önnur hjálpartæki farið
stigbatnandi. Mér er minnisstætt
þegar amma mín fékk heyrn-
artæki sennilega 1957 en það var
lítill hlutur til að hengja í nærbol
og leiðsla í eyrun. Rafhlaða var í
tækinu en brak og brestir og
mjög viðkvæmt að stilla. Ískur
gat líka verið truflandi. Við þetta
þurfti aldrað fólk hjálp. Nú er
öldin önnur og orðið algengt að til
séu vönduð heyrnartæki. Mik-
ilvægi þess að nota þau er gríð-
armikið, snertir öll samskipti og
hindrar einangrun. Talið er að
einangrun vegna heyrnarskerð-
ingar valdi ákveðnum sjúkdóm-
um. Í dag geta allir fengið heyrn-
armælingu og ef í ljós kemur að
skerðingin er yfir ákveðin desíbil
þá liggur leiðin í að velja heyrn-
artæki við hæfi. Úr miklu er að
velja og einnig fjölbreytt verð.
Því er mikilvægt að kynna sér vel
hvað er í boði og hvort viðkom-
andi eigi rétt á að fá styrk frá TR
og jafnvel frá sínu stéttarfélagi en
þar getur legið mál í óskilum því
mat fólks er að það eigi rétt í sín-
um sjúkrasjóði vegna þess að fyr-
ir áratugum var samið um lægri
laun sem nam iðgjaldi í sjúkra-
sjóð. Ef styrkurinn er skattlagður
getur það haft áhrif á styrk TR
líka. Síðan er hægt að sækja um
viðbótarstyrk hjá TR sem er kall-
aður uppbót á lífeyri en um það
gilda reglur um tekjur.
Upplifun á heyrnarskerðingu er
misjöfn en segja má að nokkrar
bjöllur klingi þegar
fólk kallar upp á fund-
um „viltu tala hærra“,
að sjónvarp og útvarp
þurfi að hækka til að
ná því sem hentar
fólki. Ef fólk á maka
er hann/hún oft fyrst
til að átta sig á að
breyting er í gangi.
Hvatning kemur þá
fram um að fara í
heyrnarmælingu og
kemur þá í ljós að
heyrnartækis er þörf.
Þá koma næstu við-
brögð sem geta verið að bíða að-
eins, að líka ekki tilhugsunin að fá
sér tæki og/eða sjá fyrir sér
vandamál. Best er þá að fara í við-
tal og fá ráðgjöf. Það er verst að
gera ekkert. Venjulega hrakar
heyrn en afar misjafnt er hversu
hratt. Endurmat getur farið fram
hvenær sem er en almennt er gert
ráð fyrir fimm ára tímabili. Ef
heyrn hrakar mikið má sækja um
undanþágu hjá TR um að fá fyrr
niðurgreiðslu. Mikilvægt er að
hlúa líka að aðstandendum því
álag vegna heyrnarskerðingar
getur tekið í. Margir upplifa nýtt
líf með nýjum tækjum því tæknin
er líka vaxandi. Þannig má hækka
og lækka í sumum tækjum t.d.
gegnum símann. Vaxandi tækni er
líka kölluð velferðartækni og er
innleiðing hennar komin á fullt.
Nýjungar í gerð og möguleikum
heyrnartækja flokkast undir vel-
ferðartækni.
Best er að tala beint til fólks og
tala skýrt. Og á sama hátt má
gera kröfu til þess heyrnarskerta
að nota heyrnartækin til að auka
gæði samskiptanna. Talið er að
allt of margir á Íslandi veigri sér
við að fara í mælingu og fá hjálp
við heyrnarskerðingu jafnvel hjá
nokkrum þúsundum manna. Í dag
er engin skömm að því að fá hjálp
því heyrnartæki og annar stuðn-
ingur er eins sjálfsagður og að
ganga við staf ef þarf. Allir gamlir
fordómar eru löngu úreltir.
Mannréttindi eru svo mikilvæg og
þau eru fyrir okkur mannfólkið.
Þannig er það alltaf.
Heyrn er dýrmæt
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
»Ein af þeim stóru
gjöfum sem flestir fá
í vöggugjöf.
Höfundur er formaður
Landssambands eldri borgara.
Alþjóðlegur dagur
heyrnar var 3. mars.
Dagurinn er haldinn
hátíðlegur víðsvegar
um heim til að vekja
athygli á mikilvægi
góðrar heyrnar og
áhrifum heyrnarskerð-
ingar á lífsgæði fólks.
Deginum er einnig
ætlað að auka meðvit-
und á neikvæðum
áhrifum hávaða á heyrn og til að
hvetja fólk til þess að láta mæla
heyrn ef grunur vaknar um heyrn-
arskerðingu.
Góð heyrn er mikilvæg svo mál-
taka barna geti þróast á dæmigerð-
an hátt. Við heyrum í raun með
heilanum og eru eyrun einungis að-
gangur hljóðrænna upplýsinga til
heilans. Hljóðaörvun þroskar
heyrnrænar taugatengingar sem er
forsenda þess að tal og mál þrosk-
ist eðlilega. Það að efla hlustunar-
þroska felst í því að
hvetja barn til að veita
hljóðum og röddum
áhuga og öðlast þann-
ig færni í að greina á
milli þeirra hljóða og
radda sem það heyrir.
Ungbörn byrja í móð-
urkviði að greina
raddir og sem ung-
börn byrja þau fljótt
að greina á milli hljóða
og beina athygli sinni
að þeim hljóðum sem
eru í móðurmálinu og
stilla sig inn á þau.
Þessi hljóðgreining hjálpar þeim að
greina tal og læra ný orð. Hlust-
unarþroski er grunnur fyrir mál-
þroska barna. Börn tileinka sér
málið í gegnum ríkt málumhverfi
sem eflir smám saman færni þeirra
í móðurmáli sínu. Þeim er ekki
kennt málið heldur læra þau það
ómeðvitað með því að eiga í merk-
ingarbærum samskiptum og hlusta
á samskipti annarra, þau læra það
bæði beint og út undan sér. Þau
efla einnig félagsfærni með því að
hlusta. Mikilvægt er að hlúa að
góðum skilyrðum til máltöku og
hlustunar. Þegar aðgangur að
heyrn er takmarkaður vegna lang-
varandi heyrnarskerðingar getur
það haft áhrif á málgetu. Gæta þarf
að góðri hljóðvist og aðlöguðum
samskiptum við börn með heyrn-
arskerðingu og þá sérstaklega í
skólakerfinu.
Nýburamælingar á heyrn eru því
afar mikilvægur þáttur í að skima
fyrir heyrnarskerðingu svo hægt sé
að bjóða viðeigandi þjónustu og
veita börnum með heyrnarskerð-
ingu tækifæri til að nema mál til
jafns við önnur börn.
Við heyrum með heil-
anum – eyrun eru einungis
aðgangur að hljóðheiminum
Eftir Kristínu
Theódóru
Þórarinsdóttur
» Góð heyrn er mikil-
væg svo máltaka
barna geti þróast á
dæmigerðan hátt.
Kristín Theódóra
Þórarinsdóttir
Höfundur er talmeinafræðingur á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
kristin@hti.is
Heilt yfir hljóta jú
lausnamiðaðir ein-
staklingar auðvitað
líkt og að horfa til
þeirra áskorana, sem
koma á þeirra borð
og eru jú auðvitað á
pari við nýju sviðs-
myndina á svörtum
fössara, sem við er-
um að sjá í stóra
samhenginu, og auð-
vitað haddna að taka þessa um-
ræðu gagnvart aðilum, sem eru út-
settir fyrir smit; miskunnsami
einstaklingurinn stoppaði nú einu
sinni til þess að redda ein-
staklingnum, sem lá særður við
veginn; enda er Látrabjarg jú
staðsett hérna og við verðum auð-
vitað bara að vera
heima á ímeilnum, en
bráðum verður auðvit-
að óhætt að knúsast
pínu, en addna vera
samt ekki alveg að
fatta mikilvægi sótt-
kvís, með utanumhaldi
um þennan farald með
tilliti til þess að ein-
staklingar horfi jú í
átt til innviðanna og
tjekki á hvað er að
valda þessum áskor-
unum, sem eru nátt-
úrulega í augum einstaklingsins
auðvitað líkt og haddna eitraður
kokkteill gagnvart feisbúkk, svo
því sé haldið til haga, ókei? Klár-
lega. Og horfa jú líka til haddna
ákvarðanatökufælni fjármálastöð-
ugleikasviðs bankanna og verð-
tryggingarinnar, sem er auðvitað
mjólkurkú bankanna, basically,
svo það sé sagt, þú veist, þegar
horft er til framtíðar einstakling-
anna í átt til þeirra áskorana, sem
addna einstaklingar auðvitað þurfa
jú líkt og að gútera og horfast í
augu við, skilurðu? You bara name
it. Algjörlega. Þetta meikar ekki
sens. Það er ekki flóknara en það.
En það er jú náttúrulega líkt og
addna heit kartafla, sem líkt og
núna er auðvitað í pípunum og
héddna kemur auðvitað á borð ein-
staklinganna sko, sem eru jú í
stafrænu textavinnunni og þeir
eru jú ekki að fatta framtíðarsýn-
ina gagnvart sögulega samheng-
inu, sem er auðvitað líkt og galið
og grafalvarlegt. Héddna auðvitað
pínu líkt og snautlegt haddna fyrir
einstaklinga að þurfa samt að
stíga fram, en það er jú bara ekki
annað í boði en fíllinn í stofunni.
Segðu! Ekki að ræða það. Ókei?
Það er jú bara þannig, skilurðu?
Haddna! Kven-einstaklingar
standa auðvitað líkt og frammi
fyrir þeirri áskorun, þú veist, að
versla sér þungunarrof á vettvangi
með aðkomu forsætisráðherra og
biskups. Skilurðu? So be it. Og
málið auðvitað líkt og dautt á
ímeil. Þú meinar? Segðu! Ná-
kvæmlega.
Jæja, takk og bæ! Og njótiði
dagsins!
Haddna! Eigum við ekki að fá
lag?
Og svo tökum við flugið.
Íslensk tunga núna
Eftir Gunnar
Björnsson
Gunnar Björnsson
» Það náttúrulega
meikar bara sens!
Höfundur er pastor emeritus.
Umræða um fæðu-
öryggi hefur verið
töluverð síðastliðin ár
og sitt sýnst hverjum.
Þannig finnst mörg-
um að stjórnvöld
þurfi að gera meira til
að tryggja það, m.a.
með betri reglum um
eignarhald á jörðum,
tollavernd og fjár-
magn til nýsköpunar.
Öðrum finnst merkilegra að efla al-
þjóðlegt samstarf í þessum efnum,
hvernig svo sem það tryggir fæðu-
öryggi.
Nýlega kom út skýrsla um fæðu-
öryggi sem unnin var fyrir atvinnu-
vega- og nýsköpunarráðuneytið.
Þar eru Íslendingar taldir vel rúm-
lega sjálfbærir með fisk, af kjötþörf
landsmanna eru 90% framleidd inn-
anlands og 43% af grænmeti. Fyr-
irsögn með frétt á Ríkisútvarpinu
var: „Íslensk framleiðsla fullnægir
eftirspurn að mestu“.
Sumum finnst kannski allt í lagi
að þetta sleppi að „mestu“ en ég
held að það sé full þörf á að bæta
verulega í, og þá einvörðungu varð-
andi íslenska framleiðslu. Græn-
metisframleiðsla annar samkvæmt
þessari skýrslu aðeins tæplega
helmingi neyslu. Það er algjört lyk-
ilatriði að ná þessari prósentutölu
upp og setja fullan kraft í það. Það
má gera með auknu fjármagni til
nýsköpunar eða það sem betra er –
með ódýrara rafmagni sem fram-
leitt er í heimabyggð. Ég geri mér
grein fyrir að þessi markaður er
harður samanborið við innflutt
grænmeti sem er ræktað án hús-
næðis og rafmagns erlendis. Mark-
aðshlutdeild sýnir þó að íslensk
framleiðsla á góða möguleika á að
stækka enn frekar og þá vegferð
þarf að hefja – eigi síðar en núna.
Framleiðsla á kjöti er síðan sér-
kapítuli! Sú framleiðsla styðst við
kerfi sem fáir skilja að fullu. Kerfið
virðist hannað til að allir tapi eða
hangi áttavilltir í lausu lofti. Af-
urðastöðvar eru alltaf á tæpasta
vaði og nú seinast greindi SS frá
því að taprekstur væri vegna
skorts á ferðamönnum í landinu.
Bændur geta því ekki átt von á
hækkun afurðaverðs þegar af-
urðastöð er rekin með halla, það
þarf engan sérfræðing að sunnan
til að skilja það. Kannski felast í
þessu öllu einföld skilaboð til
bænda. Ef góðu ferðamannaárin
skiluðu ekki betra verði til bænda,
hvernig er þessi rekstur eiginlega
uppbyggður?
Hvorki afurðastöðvar né hráefn-
isframleiðendur (bændur) fá við-
unandi hluta af kökunni. Hvað er
að þessu kerfi? Fyrir löngu varð
það augljóst að þetta gengur ekki
lengur upp og það er ekki enda-
laust hægt að skoða,
vinna að, stefna að eða
setja einhver markmið
í þessum málum. Það
þarf að framkvæma og
gera. Það er ein aug-
ljós skekkja í þessu
ferli sem þarf að taka
strax á. Það er sú stað-
reynd að afurðastöðvar
flytja margar hverjar
inn kjöt til að selja
meðfram íslenskri
framleiðslu sinni. Það
eru jafnvel settar tak-
markanir á slátrun nautgripa á
sama tíma og afurðastöðvar eru að
flytja inn nautgripakjöt. Þetta er
gert á sama tíma og afurðastöðvar
eru að vinna fyrir bændur og marg-
ar í eigu bænda. Ef þetta er ekki
hagsmunaárekstur, þá eru hags-
munaárekstrar ekki til.
Margar afurðastöðvar vinna
nefnilega ekki að hagsmunum
bænda, það er alveg ljóst. En það
skal tekið fram að þetta á ekki við
um allar kjötafurðastöðvar. Jafn-
framt er óskiljanlegt af hverju
Landssamtök sláturleyfishafa eru
ekki sterkari talsmenn á móti inn-
flutningi á kjöti, sem ætti að vera
eitt af þeirra aðaláhersluatriðum.
Kannski er það af því að sumar af-
urðarstöðvar eru bæði að éta kök-
una og halda henni. Bændur sem
eiga afurðastöðvar þurfa að ganga
fram með fordæmi, í breiðri sam-
vinnu, og láta afurðastöðvar sínar
hætta að vera þátttakendur í inn-
flutningi á kjöti. Með því væru þær
að setja hagsmuni bænda og at-
vinnusköpunar í fyrsta sætið. Í
framhaldi er hægt að gera þá kröfu
á fulltrúa afurðastöðva í Lands-
samtökum sláturleyfishafa að vinna
gegn innflutningi á kjöti og leggj-
ast á árar íslenskrar framleiðslu.
Íslensk framleiðsla er atvinnulífi
og landsbyggðinni mjög mikilvæg.
Stór hluti matvöruframleiðslu fer
fram á landsbyggðinni og oft eru
þessi fyrirtæki máttarstólpar at-
vinnulífs smærri samfélaga. Þetta
má heimfæra yfir á alla framleiðslu
á Íslandi, hvort sem það er iðnaður,
þjónusta, orkuiðnaður eða annað.
Við viljum skapa atvinnu og öflug
íslensk fyrirtæki sem geta sinnt
innanlandsmarkaði sem og selt úr
landi framleiðslu sína. Með því
tryggjum við fæðuöryggi á sama
tíma og við sköpum gjaldeyri fyrir
þjóðarbúið.
Íslenskt, já takk
Eftir Gunnar
Tryggva
Halldórsson
Gunnar Tryggvi
Halldórsson
»Ef þetta er ekki
hagsmunaárekstur,
þá eru hagsmuna-
árekstrar ekki til.
Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri
Framsóknarflokks í Norðvestur-
kjördæmi.
gth@blonduos.is