Morgunblaðið - 10.03.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Lengjubikar karla
A-deild, 3. riðill:
ÍA – Grótta ................................................ 2:2
Stjarnan 12, Keflavík 7, ÍA 7, Grótta 5,
Selfoss 3, Vestri 0. Stjarnan er komin í 8-
liða úrslit en Keflavík, ÍA og Grótta berjast
um annað sætið í lokaumferðinni.
Meistaradeild karla
16-liða úrslit, seinni leikir:
Juventus – Porto.............................. (frl.) 3:2
Porto áfram, 4:4 samanlagt.
Dortmund – Sevilla .................................. 2:2
Dortmund áfram, 5:4 samanlagt.
Meistaradeild kvenna
16-liða úrslit, fyrri leikur:
París SG – Sparta Prag ........................... 5:0
England
B-deild:
Blackburn – Swansea............................... 1:1
QPR – Wycombe ...................................... 1:0
Staða efstu liða:
Norwich 35 23 7 5 51:25 76
Watford 35 19 9 7 46:24 66
Swansea 34 19 9 6 44:25 66
Brentford 34 18 9 7 61:36 63
Reading 35 18 6 11 49:37 60
Barnsley 34 17 6 11 42:37 57
Bournemouth 35 15 11 9 50:34 56
C-deild:
MK Dons – Blackpool .............................. 0:1
Daníel Leó Grétarsson var ekki í leik-
mannahópi Blackpool.
D-deild:
Scunthorpe – Exeter ............................... 0:2
Jökull Andrésson lék allan leikinn fyrir
Exeter.
Holland
B-deild:
Jong PSV – Dordrecht............................ 0:1
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn sem
varamaður hjá Jong PSV á 76. mínútu.
Olísdeild kvenna
Valur – FH ............................................ 33:14
Staðan:
KA/Þór 11 7 3 1 277:241 17
Fram 11 8 0 3 322:267 16
ÍBV 11 6 1 4 271:250 13
Valur 12 5 3 4 318:275 13
Stjarnan 11 6 0 5 295:280 12
Haukar 11 4 2 5 275:286 10
HK 11 4 1 6 267:289 9
FH 12 0 0 12 230:367 0
Svíþjóð
Kristianstad – Skuru........................... 22:28
Andrea Jacobsen skoraði ekkert mark
fyrir Kristianstad.
Undankeppni EM karla
5. riðill:
Slóvenía – Pólland ................................ 32:29
Slóvenía 5, Pólland 4, Holland 3, Tyrk-
land 0.
8. riðill:
Svíþjóð – Svartfjallaland ..................... 27:24
Svíþjóð 6, Rúmenía 2, Svartfjallaland 2,
Kósóvó 0.
1. deild kvenna
Grindavík – Vestri ................................ 89:50
Hamar/Þór – Tindastóll....................... 71:60
ÍR – Stjarnan ........................................ 74:57
Staðan:
ÍR 10 9 1 672:513 18
Njarðvík 9 8 1 685:495 16
Grindavík 10 6 4 714:641 12
Hamar-Þór 10 4 6 604:663 8
Stjarnan 10 4 6 661:637 8
Tindastóll 11 4 7 600:690 8
Fjölnir B 9 4 5 605:567 8
Vestri 11 3 8 606:818 6
Ármann 8 2 6 463:586 4
Litháen
Siaulai – Zalgiris Kaunas ................... 74:88
Elvar Már Friðriksson lék í 27 mínútur
með Siaulai, skoraði 2 stig og gaf 7 stoð-
sendingar.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur........... 18.15
Smárinn: Breiðablik – Snæfell ............ 19.15
Ásvellir: Haukar – KR ......................... 19.15
Origo-höll: Valur – Keflavík ................ 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin:
Kórinn: HK – Þór/KA ............................... 18
Ásvellir: Haukar – ÍBV............................. 18
Framhús: Fram – Stjarnan ................. 19.30
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Víkin: Víkingur – Fjölnir/Fylkir ......... 19.30
Varmá: Afturelding – ÍR ..................... 19.30
Í KVÖLD!
Dortmund stóð af sér síðbúið
áhlaup frá Sevilla og tryggði sé
sæti í fjórðungsúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í knattspyrnu er
liðin mættust í Þýskalandi í gær-
kvöldi. Dortmund vann fyrri við-
ureign liðanna 3:2 á Spáni og náði
tveggja marka forystu í gær með
mörkum frá Erling Haaland. Yo-
ussef En-Nesyri skoraði tvisvar fyr-
ir gestina undir lok leiks en Dort-
mund vann einvígið 5:4 samanlagt.
Þá var mikil dramatík í viðureign
Juventus og Porto í Torino á Ítalíu
þar sem grípa þurfti til framleng-
ingar. Juventus tapaði óvænt í
Portúgal í fyrri viðureigninni, 2:1,
og lenti undir í gær eftir mark Sér-
gio Oliveira. Federico Chiesa skor-
aði tvö fyrir heimamenn og Adrien
Rabiot eitt en Oliveira bætti við
öðru marki úr aukaspyrnu fyrir
gestina sem komust áfram á útivall-
armörkum, 4:4 samanlagt.
AFP
Óstöðvandi Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði bæði mörk Dort-
mund í Meistaradeildinni í gærkvöldi og var sem fyrr í lykilhlutverki.
Æsispenna í lokin
Valskonur burstuðu botnlið FH
með nítján mörkum, 33:14, í við-
ureign liðanna í Origo-höllinni á
Hlíðarenda í úrvalsdeildinni í hand-
knattleik, Olísdeildinni, í gær. Leik-
urinn var sá fyrsti í 12. umferðinni
en henni lýkur með fjórum leikjum
á morgun. Lilja Ágústsdóttir var
markahæst Valsara með sjö mörk
og Saga Sif Gísladóttir varði næst-
um helming allra markskota í
markinu, 10 af 21, er Valsarar unnu
sinn annan sigur í röð. Þar áður var
liðið ekki búið að vinna í sex deild-
arleikjum í röð. Valur er nú með 15
stig í 3. sæti, stigi á eftir Fram og
tveimur á undan ÍBV sem á þó leik
til góða.
Hjá FH-ingum er staðan áfram
slæm. Liðið er án stiga á botni
deildarinnar enda búið að tapa öll-
um 12 leikjum sínum. Þá er þetta í
annað sinn sem FH nær ekki að
skora nema 14 mörk í leik.
Burstuðu botnliðið
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stórsigur Valsarinn Elín Rósa Magnúsdóttir sækir að marki FH á Hlíð-
arenda í gærkvöldi. Hún skoraði fjögur mörk úr fimm markskotum.
EM U21 ÁRS
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Fyrsta verkefni þjálfarans Davíðs
Snorra Jónassonar með U21-árs
landslið karla í knattspyrnu verður
svo sannarlega ærið.
Þjálfarinn, sem 33 ára gamall, er á
leið með liðið í lokakeppni EM 2021
en mótið fer fram
í Ungverjalandi
og Slóveníu og
hefst í lok mars.
Þetta er í ann-
að sinn sem U21-
árs landslið Ís-
lands kemst í
lokakeppnina en
Ísland leikur í C-
riðli lokamótsins
ásamt Dan-
mörku, Frakk-
landi og Rússlandi. Leikir Íslands
verða í Györ í Ungverjalandi dagana
25. – 31. mars.
Efstu tvö sæti riðilsins gefa sæti í
átta liða úrslitum keppninnar sem
fer fram í Búdapest og Székesfe-
hérvár í Ungverjalandi og Maribor
og Ljubljana í Slóveníu 31. maí.
Davíð Snorri var ráðinn þjálfari
U21-árs landsliðsins 21. janúar en
hann tók við liðinu af Arnari Þór
Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohn-
sen sem komu íslenska liðinu í loka-
keppnina.
„Það er allt að verða klárt og við
erum eins nálægt því að vera til-
búnir og hægt er á þessum tíma-
punkti,“ sagði Davíð Snorri.
„Ég er búinn að vera í góðu sam-
bandi við leikmenn og fylgjast vel
með þeim. Það hefur farið góður tími
hjá mér í að leikgreina okkar lið og
sökkva mér aðeins í vinnuaðferð-
irnar þar. Ég vil vera með öll smáat-
riði á hreinu og það mikilvægasta í
þessu öllu saman er auðvitað að ég
átti mjög gott spjall við fyrrverandi
þjálfara liðsins og meginþorra leik-
mannanna. Ég fékk þess vegna mjög
góða mynd af því sem er búið að vera
í gangi hjá liðinu og þetta lítur mjög
vel út, þrátt fyrir að ég sé að koma
nýr inn í þetta.
Liðið er rútínerað, vel þjálfað og
leikmennirnir orðnir vel gíraðir fyrir
verkefninu. Mitt hlutverk er í raun
bara að byggja ofan á það sem hefur
verið gert vel í gegnum tíðina og sjá
hvar væri hugsanlega hægt að bæta
einhverju við. Við erum búnir að fara
vel yfir andstæðinga okkar í riðla-
keppninni og allt utanumhald þarna
úti. Undirbúningurinn hefur því
gengið nokkuð vel fyrir sig og ég er
mjög ánægður með þessa fyrstu
mánuði í starfi,“ sagði Davíð Snorri.
Nokkur plön í gangi
Vegna kórónuveirufaraldursins er
alls kostar óvíst hvaða leikmenn
Davíð getur tekið með sér til Ung-
verjalands en reglur FIFA kveða á
um að ef leikmaður þarf að fara í
sóttkví við heimkomuna til landsins
sem hann spilar í má félagslið hans
meina honum að fara í landsliðsverk-
efni.
„Ég á von á því að hlutirnir skýr-
ist betur í þessari viku varðandi
hvaða leikmenn verða tiltækir fyrir
verkefnið. Við erum í hálfgerðri
pattstöðu eins og staðan er í dag en
við erum með stóran hóp leikmanna
sem við getum valið úr og það er já-
kvætt. Hlutirnir eru hins vegar fljót-
ir að breytast og við erum með plan
A, plan B og plan C í gangi þannig að
við erum tilbúnir fyrir hinar ýmsu
sviðsmyndir, hvað svo sem verður.
Þetta er aðeins öðruvísi staða en við
erum vanir en það þýðir lítið annað
en að vinna úr því.
Vissulega eru leikmenn í hópnum
sem eru að leggja lokahönd á sinn
undirbúning fyrir sitt tímabil. Þeir
eru komnir í gegnum þessa þyngstu
kafla á undirbúningstímabilinu og
þegar við förum í mótið eru bara
fjórar vikur í að úrvalsdeild karla
fari af stað. Strákarnir verða ferskir
þegar þeir mæta, bæði þeir sem
leika á Íslandi og í Skandinavíu þar
sem ekki er byrjað að spila. Auðvitað
væri óskastaðan sú að þeir væru á
miðju tímabili með sínum félags-
liðum en þeir eru ferskir og hungr-
aðir að komast á völlinn og ég hef því
litlar áhyggjur af leikforminu hjá
strákunum.“
Engir árekstrar þjálfaranna
Nokkrir af lykilmönnum U21-árs
landsliðsins hafa verið viðloðandi A-
landsliðið að undanförnu en A-liðið
hefur leik í undankeppni HM 2022 á
sama tíma og lokakeppni EM fer
fram. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson,
Mikael Anderson, Arnór Sigurðs-
son, Andri Fannar Baldursson og
Ísak B. Jóhannsson komu allir við
sögu með A-landsliðinu í síðustu
leikjum ársins 2020 en eru allir
gjaldgengir með 21-árs landsliðinu
og þá hefur hægri bakvörðurinn Alf-
ons Sampsted verið orðaður við þá
stöðu í A-landsliðinu.
„Ég og Arnar Þór [Viðarsson] er-
um búnir að fara vel yfir hlutina og
eins og bæði ég og Arnar höfum sagt
í gegnum tíðina þá þarf að púsla A-
liðinu saman áður en U21-árs lands-
liðið er valið. Liðin hafa meira um
það að segja núna hvaða leikmenn
fara í landsleikjagluggana, út frá
sóttvörnum og öðru, og það kemur
betur í ljós hvaða leikmenn verða til
taks þegar út í næstu verkefni er
farið. Það hafa engir árekstrar átt
sér stað því staðan er bara eins og
hún er og það þarf að vinna eftir því.
Ég valdi stóran æfingahóp um
daginn sem var meira og minna sam-
ansettur af leikmönnum íslensku lið-
anna sem gætu komið inn í hópinn ef
þess þyrfti og væru þá líka gjald-
gengir í hópinn á næstu árum fyrir
næstu undankeppni. Þær æfingar
Hinar ýmsu sviðs-
myndir í gangi fyrir
lokakeppni EM
Óvíst hvaða leikmenn Davíð Snorri Jónasson getur valið
fyrir riðlakeppni 21-árs liðanna í Ungverjalandi í lok mars
Davíð Snorri
Jónasson
Tilbúnir Leikmenn 21-árs landsliðs-
ins stilla sér upp fyrir síðasta
heimaleikinn í undankeppninni
sem var gegn Ítölum í nóvember.