Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 TUDOR rafgeymar TUDOR TUDOR Er snjósleðinn tilbúinn fyrir páskana? Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta alla leið Veldu öruggt start með TUDOR Höskuldur Daði Magnússon Ragnhildur Þrastardóttir „Þetta hefur gengið glimrandi vel. Hingað hefur verið mikill straumur af fólki,“ segir Ragnheiður Ósk Er- lendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins. Bólusett var í Laugardalshöllinni í gær. Að sögn Ragnheiðar var fólk sem fætt er 1940, 1941 og 1942 boð- að í bólusetningu og örfáir eldri en það sem ekki hafa átt kost á að þiggja bólusetningu fyrr. Þá voru heilbrigðisstarfsmenn 65 ára og eldri boðaðir í Höllina í gær sem og lítill hópur af heilbrigðisstarfsmönn- um á aldrinum 16-18 ára. Ragnheiður segir aðspurð að um- ræddur hópur starfi við umönnun á öldrunarheimilum og má hann ekki fá annað bóluefni en Pfizer, rétt eins og fólk yfir 65 ára. „Allt í allt eru þetta um 3.000 manns og við eigum von á því að bóluefni dugi vel fyrir þann hóp,“ sagði Ragnheiður um miðjan dag í gær. Fram kom á vef landlæknis í byrj- un vikunnar að um sjö þúsund ein- staklingar verði bólusettir á landinu í vikunni. Þar af eru 3.300 sem fá fyrri bólusetningu af bóluefni Pfizer. Þá séu 3.700 skammtar af bóluefni AstraZeneca ætlaðir starfsmönnum í forgangshópi 4 og öðrum heilbrigð- isstarfsmönnum. Eftir að kórónuveirusmit voru greind um helgina og óvissa ríkti um framvindu faraldursins var ákveðið að leggja aukna áherslu á bólusetn- ingu heilbrigðisstarfsmanna til að kerfið væri í stakk búið til að takast á við mögulegt álag. Sem kunnugt er var einn hinna smituðu starfs- maður á göngudeild lyflækninga Landspítalans og hafði hann ekki verið bólusettur. „Nú er verið að reyna að klára að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn inn- an stofnana áður en við förum í starfsfólk utan stofnana. Við erum búin að bólusetja alla heilbrigðis- starfsmenn innan heilsugæslunnar en það eru eftir nokkrir innan Land- spítalans. Planið er að klára þær bólusetningar í næstu viku. Ég held að þeir séu með 2.400 skammta í þessari viku og þúsund í næstu viku. Þetta er allt að koma á Landspít- alanum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð segist hún ekki vita hvernig bólusetningum verði hagað í næstu viku. Ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar um þá skammta sem verða tiltækir þá. „Við höfum oftast fengið upplýsingar þar um á mið- vikudegi eða fimmtudegi og þá setj- um við upp plan fyrir næstu viku.“ Fólk með sjúkdóma bólusett Bólusetning fólks með undirliggj- andi sjúkdóma hefst í apríl, sam- kvæmt bólusetningardagatali stjórnvalda. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þar sem bólusetningin hefjist ekki alveg strax hafi ekki verið gefið út hverjir falli inn í þann hóp. Hann segir þó ljóst að allir sem séu með ónæmis- bælandi sjúkdóma falli þar undir, t.a.m. krabbameinssjúklingar. Sjö þúsund bólusettir í vikunni  Um þrjú þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í gær  Eldri heilbrigðisstarfs- menn í bland við þá allra yngstu fengu sprautu  Rík áhersla lögð á að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn Morgunblaðið/Eggert Annir Um þrjú þúsund manns voru boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í gær. Raðir mynduðust en allt gekk vel. Bólusetningar við kórónuveiru Fjöldi daglegra skammta frá 29. des. 2020 til 7. mars 2021 Hlutfall bólusettra eftir aldri 70-79 ára 80-89 ára 90 ára og eldri Aðrir aldurshópar: <7% Pfi zer Moderna AstraZeneca des. janúar febrúar mars 2.525 2.416 3.772 1.385 3.334 2.859 2.274 Bólusetning hafi n Fullbólusettir 53% 5% 74%29% Alls 9% Alls 82% Alls 79% Andrés Magnússon andres@mbl.is Tölvufyrirtækið Oz er talið með 10 frumlegustu fyrirtækjum á sviði íþróttatækni í heiminum í nýjasta tölublaði viðskiptaritsins Fast Company. Oz varð fyrir valinu vegna hug- búnaðar fyrirtækisins, sem hefur gert íþróttaáhugafólki kleift að eiga sína upplifun áfram, þó það sé víðs fjarri leikjum vegna sóttvarna- ráðstafana. Með tækninni má láta mann- lausar áhorfendastúkur líta út fyrir að vera stappfullar af áhorfendum, en til þess er notuð gervigreind, þjarkar og rauntímagreiningar- tækni til að galdra fram þennan sýndarveruleika í takt við gang leiksins. Þannig geta áhorfendur sem eiga miða á leikina jafnvel sést á leik- vanginum í viðeigandi treyjum og tekið þátt með hrópum og söngvum líkt og þeir væru raunverulega á staðnum. Með tækni Oz má þannig gæða leikina lífi, sem þá skortir til- finnanlega í eyðilegum íþrótta- leikvöngum á dögum heimsfarald- ursins. Fast Company er virt bandarískt viðskiptatímarit sem kemur út mánaðarlega í um 700.000 eintök- um. Það beinir einkum sjónum að hátækni og er óhrætt við að bolla- leggja um framtíðina. Lesendahóp- urinn tekur mið af því og er tíma- ritið mjög áhrifamikið meðal áhættufjárfesta. Oz með frumleg- ustu fyrirtækjum ársins 2021  Í kastljósi í tímaritinu Fast Company Fast Company Umsögn bandaríska tímaritsins um sýndarveruleika Oz. Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands á mánudag og þrjú til viðbótar í gær, en mikill fjöldi var skimaður vegna nýrra smita innanlands á laugardag. Báðir þeir sem greindust á mánudag voru utan sóttkvíar og fóru í einkennasýnatöku. Bæði smitin tengjast öðru innanlandssmit- inu sem greindist um helgina. Ekki liggur fyrir hvort þau eru af breska afbrigðinu. Í gær greindust þrjú smit eins og áður sagði. Þar af eru tvö sýnin lág-jákvæð og er þar mögulega um að ræða gömul smit. Um þriðja er ekki vitað. Fimm smit greindust MIKILL FJÖLDI Í SKIMUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.