Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 12
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fyrir dyrum stendur aðstækka verulega öryggis-svæðið á Gunnólfsvíkur-fjalli á Langanesi þar sem staðsettar eru ratsjár- og fjar- skiptastöðvar, sem notaðar eru fyrir loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins. Utanríkisráðuneytið hefur birt á samráðsgátt drög að frumvarpi um breytingu á varnarmálalögunum þar sem lagt er til að mörk núverandi ör- yggissvæðis við Gunnólfsvíkurfjall, í landi ríkisins við Gunnólfsvík, verði endurskilgreind og þau útvíkkuð úr 93,5 hekturum í 771 hektara. Er markmiðið sagt vera að færa skipulags- og mannvirkjavald á end- urskilgreindu öryggissvæði yfir til ríkisins og tryggja óraskaða starf- semi öryggissvæðisins að teknu tilliti til hagsmuna ríkisins, sem og þjóð- réttarlegra skuldbindinga. Tilefnið rakið til áforma um stórskipahöfn í Finnafirði Tilefni þessara breytinga er rakið til undirbúningsvinnu við mögulega uppbyggingu stór- skipahafnar í Finnafirði vegna ná- lægðar þess þróunar- og þjónustu- svæðis við núverandi öryggissvæði á Gunnólfsvíkurfjalli. Mikilvægt sé að ríkið endurskilgreini þörf sína á stærð öryggissvæðisins þar sem fyrirsjáanlega verði aukin umsvif á svæðinu. Landhelgisgæslan rekur örygg- issvæðið við Gunnólfsvíkurfjall og var núverandi öryggissvæði skil- greint árið 2008. Fram kemur í greinargerð að gert sé ráð fyrir að á starfssvæðinu verði t.d. aðstaða fyrir viðlegukant, þyrlupalla, þyrluflugskýli, eldsneyt- isbirgðastöð, varahlutageymslur og þess háttar. „Í engu er frumvarpinu ætlað að torvelda fyrirhugaða uppbyggingu í Finnafirði heldur fyrst og fremst að tryggja hagsmuni ríkisins með helg- un svæðis til mögulegrar nýtingar hvað varðar leit og björgun til fram- tíðar litið. Engin áform eru um bygg- ingu varnarmannvirkja á svæðinu. Endurskilgreint öryggissvæði í um- sjón Landhelgisgæslunnar gæti vel samræmst og jafnvel stutt við fyrir- hugaða uppbyggingu í Finnafirði er lýtur t.d. að stórskipasiglingum og hvers konar uppbyggingu á því sviði,“ segir í greinargerð frumvarps- draganna. Samráðshópur hefur ekki skilað stöðuskýrslu Ekki kemur fram hvar undir- búningur stórskipahafnarinnar í Finnafirði stendur en bent er á að samráðshópi um undirbúning hafn- arframkvæmdanna var ætlað að skila stöðuskýrslu um verkefnið í byrjun árs 2019. Var hún hugsuð sem grund- völlur að frekari ákvörðunum um áframhald verkefnisins en skýrslan hafi ekki verið komin út þegar frum- varpsdrögin voru samin. Tekið er fram að mikivægt sé að ríkið endurskilgreini þörf sína á stærð öryggissvæðisins og horfa beri til hagsmuna Íslands og þjóðréttar- skuldbindinga til lengri tíma litið. Ís- land beri ríka ábyrgð gagnvart norð- urslóðum og þróun mála þar. Með lögfestingu frumvarpsins mun skipulags- og mannvirkjavald á því svæði sem bætist við öryggis- svæðið færast frá Sveitarfélaginu Langanesbyggð yfir til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Þá munu ákvæði varnarmálalaga, t.d. varðandi hagnýtingu öryggissvæðisins, að- gangsheimildir og skattundanþágur, gilda um allt hið endurskilgreinda ör- yggissvæði. Öryggissvæðið við Gunnólfsvík áttfaldað Morgunblaðið/Ásdís Á Gunnólfsvíkurfjalli Með stækkun öryggissvæðisins færist skipulags- og mannvirkjavald á viðbótarsvæðinu frá Langanesbyggð til ríkisins. 12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þau óvenju-legu tíðindiurðu í gær, að Evrópuþingið valdi, með um 400 atkvæðum gegn um 250, að svipta þrjá af þingmönnum sínum friðhelgi, en allir þrír eru fulltrúar aðskilnaðarsinna í Katalóníu. Þeirra þekktastur er Carles Puigdemont, fyrr- verandi forseti héraðsins, en hann var í forsvari þegar að- skilnaðarsinnar reyndu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í héraðinu um hvort að Kata- lónar ættu að segja skilið við Spán árið 2017 og lýstu svo í kjölfarið yfir sjálfstæði hér- aðsins. Hin tvö eru Clara Ponsati, fyrrverandi mennta- málaráðherra Katalóníu, og Toni Comin, fyrrverandi heilbrigðisráðherra héraðs- ins. Ákvörðunin þýðir að þing- mennirnir þrír munu mögu- lega þurfa að sæta framsali til Spánar, en spænska ríkið hefur ákært þau öll fyrir til- raun til uppreisnar gegn rík- inu, og Puigdemont raunar um leið fyrir fjármálamis- ferli, þar sem hann hafi nýtt fjármuni héraðsins til ólög- legra verka með því að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna. Puigdemont hefur búið í Belgíu í sjálfskipaðri útlegð frá árinu 2017, en Spánverjar hafa lagt mikla áherslu á að reyna að klófesta hann. Puigdemont segir hins vegar framferði Spánverja gagn- vart honum og öðrum leiðtog- um Katalóna sé ekkert annað en ofsóknir gegn pólitískum andstæðingum. Hét Puigde- mont því að hann myndi reyna að fá Evrópudómstól- inn til þess að snúa ákvörðun þingsins við. Raunar hafa aðfarir Spán- verja gegn leiðtogum að- skilnaðarsinna frá árinu 2017 ekki gefið mikið tilefni til bjartsýni og gagnrýni Puigdemont er skiljanleg í ljósi þess sem gerst hefur. Þeir sem ekki sluppu úr landi líkt og Puigdemont máttu sæta löngu gæsluvarðhaldi, án þess að nokkur hreyfing yrði á málum þeirra, og þegar á endanum var dæmt í mál- unum árið 2019 fengu níu af þeim tólf sem ákærðir voru langa fangelsisvist. Þar af voru tveir, Jordi Sanchez og Jordi Cuixart, sem tengdust ákvarðanatöku leiðtoga að- skilnaðarsinna lítið sem ekk- ert en fengu þrátt fyrir það á sig níu ára dóm. Vissulega er hægt að hafa ólík- ar skoðanir á að- gerðum aðskiln- aðarsinna í Katalóníu eða jafnvel meintum brotum þeirra þegar þeir reyndu að slíta hérað sitt frá Spáni. En málsmeðferð Spánverja hef- ur fengið á sig skiljanlega gagnrýni og vakið upp miklar efasemdir, svo ekki sé meira sagt, um réttarfarið þar og stöðu mannréttinda í landinu. Í því ljósi verður ákvörðun Evrópuþingsins um að svipta Katalónana þrjá þinghelgi sinni enn umhugsunarverð- ari. Nær hefði verið að Evr- ópuþingið hefði sýnt að það stæði vörð um réttarríkið, líka þegar aðildarríki Evr- ópusambandsins eiga í hlut. En Evrópusambandið og þing þess láta það eflaust hafa áhrif á sig að Katalónar eru ekki endilega þeir einu sem gætu hugsað sér að- skilnað. Kæmust Katalónar upp með að kveðja Spán gætu aðrir séð í því tækifæri og það gæti jafnvel orðið vatn á myllu þeirra sem vilja kveðja Evrópusambandið sjálft. Eins og dæmin sanna gera valdamenn í Brussel allt til að koma í veg fyrir slíka þróun. Arancha Gonzalez Laya, utanríkisráðherra Spánar, sagði í yfirlýsingu sinni eftir ákvörðun Evrópuþingsins að þingið væri í raun að lýsa bæði yfir að það teldi ekkert athugavert við spænskt rétt- arfar, og um leið að Katalón- íu-vandinn yrði að leysast innan Spánar. Bætti hún við að spænsk stjórnvöld væru að reyna að leysa þann vanda með útréttri sáttarhönd og samningaviðræðum. Í ljósi reynslunnar verður sú stað- hæfing að teljast afar hæpin. Vonandi verður þróunin þó sú að spænsk stjórnvöld leiti friðsamlegra lausna á þeirri erfiðu stöðu sem Katalóníu- málið er í. Víst er að sú harka sem beitt var árið 2017 gerði lítið annað en að afla aðskiln- aðarsinnum fylgis, og fái Puigdemont og hinir tveir sem sviptir voru þinghelgi í gær svipaða meðferð og aðr- ir, sem komu að hinni mis- heppnuðu sjálfstæðisvið- leitni, eru líkur á að það verði ekkert annað en olía á eldinn sem gæti þá blossað upp á nýjan leik. Evrópuþingið tekur afstöðu með spænskum stjórnvöldum} Katalóníumálið aftur í sviðsljósið M ennta- og menningar- málaráðherra (M&m) hélt upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna með því að áfrýja máli sem hún hafði tapað í héraðs- dómi til Landsréttar. Málið höfðaði ráðherra á hendur kynsystur sinni sem hafði skotið ráðn- ingu á pólitískum samverkamanni ráðherrans í embætti ráðuneytisstjóra til kærunefndar jafnréttismála. Úrskurður kærunefndar sem héraðsdómur hefur nú staðfest er sá að M&m hafi brotið gegn ákvæðum jafnréttislaga og komst ráðherra þar með í þröngan hóp þeirra ráðherra íslenskra sem brotið hafa þau lög, standi dómur héraðsdóms. Eins og alþjóð veit hefur enginn brotlegu ráðherranna þurft að bera ábyrgð á lögbrotum sínum til þessa. Ef- laust verður það sama upp á teningnum gagn- vart M&m sem með áfrýjuninni hefur keypt sér tíma fram yfir kosningar því nær útilokað er að Landsréttur kveði upp úrskurð sinn fyrir septemberlok. Hér er um ójafnan leik að ræða þar sem ráðist er með fullum þunga ríkissjóðs að konu sem ekkert hefur til saka unnið annað en að sækja um starf og vera talin hæfust til að gegna því. M&m leggur töluverðan útgjaldaauka á ríkissjóð með því að draga málið á langinn og gerir hlut sinn í mál- inu enn alvarlegri. Enn um sinn verður áðurnefnd kona að eyða tíma og fjármunum (alla vega tímabundið) í að verjast atlögu ráðherrans sem þolir ekki að tapa. Von- andi fær þetta óheillamál flýtimeðferð fyrir Landsrétti. Heilbrigðisráðherra hélt upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna með því að taka á móti bænaskjali meira en fimm þúsund einstaklinga um að skimanir á leghálskrabbameini verði fluttar til landsins að nýju eftir hrakför ráðherrans með sýni til Danmerkur. Sú ákvörðun hefur valdið óþolandi drætti á því að niðurstöður berist konum sem bíða milli vonar og ótta. Auk þess veldur hringl með sýni milli landa aukinni hættu á að sýnin misfarist. Áður voru þau flutt milli herbergja hjá Krabbameins- félaginu. Sýnaúrvinnsla auk brjóstaskimunar voru hrifsuð af Krabbameinsfélaginu og færð Landspítala sem ekki var í færum að taka við keflinu fyrirvaralaust. Það verður ekki sagt að sýnataka og úrvinnsla Krabbameins- félagsins hafi verið án áfalla en unnið hafði verið að úrbótum og félagið hafði orðið sér úti um nákvæmari búnað til rannsóknar á sýn- um. Landspítalinn hafði lýst því yfir að hann réði við úr- vinnslu og rannsókn á sýnum þrátt fyrir mikið álag á spítalann. Margir helstu sérfræðingar landsins hafa stig- ið fram og gert alvarlegar athugasemdir við ákvörðun heilbrigðisráðherra. M.a. hefur verið bent á að með henni geti mikilvæg þekking og reynsla rannsóknarfólks hér á landi glatast. Það ber að vona að ráðherra beri gæfu til þess að hlusta á raddir sérfræðinga og þess stóra hóps kvenna sem lýst hafa áhyggjum sínum og endurskoði ákvörðun sína um skimanir. Þorsteinn Sæmundsson Pistill Nei ráðherra! Höfundur er alþingismaður Miðflokksins í Reykjavík suður. thorsteinns@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna frumvarpið í umsögn og segja það annaðhvort til- gangslaust eða ekki lagt fram af fullum heilindum. Rakin séu möguleg framtíðaráform um mögulega leitar- og eftirlits- tengda starfsemi á svæðinu sem ætlunin sé að afmarka. Erfitt sé að sjá nokkra þörf fyrir slíkt. Meira en nægt rými ætti að vera innan hins fyrirhugaða hafnar- svæðis fyrir starfsemi Landhelg- isgæslunnar. Telja megi það frá- leitan tvíverknað að ætla að koma upp tveimur höfnum hvorri sínu megin í firðinum. „Sú hugs- un flögrar að tortryggnum les- anda að markmið frumvarpsins sé einmitt ekki að tryggja Land- helgisgæslunni framtíðarvaxtar- svæði til gæslu og björgunar- starfa heldur að eyrnamerkja land til uppbyggingar framtíðar- herskipahafnar þegar og ef stór- framkvæmdir við höfn í Finna- firði verða að veruleika,“ segir þar m.a. Erfitt að sjá þörfina HERNAÐARANDSTÆÐINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.