Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 13

Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 Bólusetning Fjöldi fólks, 79 ára og eldra, mætti í Laugardalshöll í gær til að fá bóluefni gegn kórónuveirunni. Eggert Svandís Svavars- dóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ver- ið iðin við kolann við að kynna afrek sín og skoðanir á heilbrigðismálum í pistlum í Morgun- blaðinu, nú síðast í dag (6. mars) þar sem hún fer mikinn um afrek sín og næstu skref við að þróa heilbrigðiskerfið. Hún nefnir sérstaklega það markmið að dregið verði úr greiðsluþátt- töku sjúklinga fyrir heillbrigðis- þjónustu, sem hún segir hafa lækkað í heild á undanförnum árum. En eins og venjulega þegar Svandís tjáir sig, þá tjáir hún sig ekki heldur núna í pistli sín- um um starfsemi sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sem er þó ein af meginstoðum heil- brigðiskerfisins. Reyndar hefur hún áður lýst yfir frati á starf- semi sérfræðilæknanna eins og nánasti aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, f.v. land- læknir hefur líka gert. Ástæðulaust er að elta ólar við nánast hatursfulla afstöðu þeirra tveggja í garð sér- fræðilæknanna. Þau hafa oft rætt þetta áður og rök þeirra hrakin. Hins vegar er ekki hægt að láta því ómótmælt að þing og ríkisstjórn beittu sér fyrir því fyrir nokkrum árum að gjöld fyrir komur til sér- fræðilækna hækkuðu mikið á meðan t.d. lág gjöld vegna komu til heilsu- gæslulækna voru lækkuð enn frekar, þ.e. meira niður- greidd af hinu op- inbera, já, 10-20 sinnum meira en gjöld til sér- fræðilæknanna. Þannig hefur mikill fjöldi Íslendinga þurft að greiða miklu meira fyrir heilbrigðisþjónustu sína, þ.e. þeir sem vilja eða þurfa að njóta þjón- ustu sérfræðilækna. Þessi breyting var bæði aðför að sérfræðilæknunum og að skjólstæðingum þeirra, en sú aðför tókst ekki, sérfræðilækn- isþjónustan heldur áfram að blómstra þótt Svandís vilji hana feiga og vilji helst ekki nið- urgreiða hana nema að tak- mörkuðu leyti. Orð hennar og heilindi um að dregið verði úr greiðsluþátttöku sjúklinga verða að skoðast í því ljósi. Eftir Árna Tómas Ragnarsson » Þessi breyting var bæði aðför að sér- fræðilæknunum og að skjólstæðingum þeirra, en sú aðför tókst ekki, sérfræði- læknisþjónustan held- ur áfram að blómstra þótt Svandís vilji hana feiga. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. Svandís og sér- fræðilæknarnir Mörk einkarekstrar og opinbers verða stöðugt óskýrari. Sam- keppnisrekstur opin- berra aðila hefur auk- ist og harðnað á mörgum sviðum. Um leið er grafið undan rekstri einkafyrir- tækja – lítilla sér- staklega en einnig stærri fyrirtækja sem eiga í vök að verjast. Samkeppnin er nær alltaf ójöfn og ekki á jafnræðisgrunni. Þegar hið opinbera keppir við einkarekstur er mikilvægt að tryggja jafnræði. Nauðsynlegt er að fylgt sé skýrum reglum og að af- mörkun liggi fyrir um starfsemi op- inberra aðila og umfang hennar. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að opin- ber samkeppnisrekstur verði niður- greiddur með beinum eða óbeinum hætti og hafi neikvæð áhrif á sam- keppni. Oft hvílir engin lagaleg skylda á stofnunum og fyrirtækjum að stunda starfsemi sem er í sam- keppni við einkaaðila. Opinberir að- ilar og þá ekki síst opinber hluta- félög hafa á síðustu árum fremur hert samkeppnisrekstur sinn. Umsvif opinberra aðila í sam- keppnisrekstri eru fremur til skaða en gagns. Ég hef ekki hikað við að halda því fram að samkeppnis- rekstur, ekki síst ríkisins, geti unn- ið gegn markmiðum samkeppnis- laga – að efla virka samkeppni neytendum til heilla. Því miður eru dæmi um að opinber hlutafélög hafi reynst eftirlitsaðilum erfið. Ríkis- endurskoðun barðist í mörg við stjórnendur Ríkisútvarpsins svo þeir færu að lögum um fjárreiður ríkisins. Í tvö ár hirti ríkisfyrirtækið ekki um skýr fyrirmæli laga um stofnun dótt- urfélags vegna sam- keppnisrekstrar. Það var ekki fyrr en Ríkis- endurskoðun benti stjórnendum góðfús- lega á að það sé ekki valkvætt að fara að lögum, að ríkisfjölmið- illinn tók sig taki. Alltaf gripið til varna Það er regla fremur en undan- tekning að opinberir aðilar, sem njóta annaðhvort lögþvingaðrar einokunar eða eru með yf- irburðastöðu á markaði, bregðist illa við þegar gerðar eru tilraunir til að leiðrétta stöðuna, – stíga lítil skref í frelsisátt til að styrkja stöðu einkaframtaksins. Viðbrögð Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins [ÁTVR] við frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dóms- málaráðherra, um að leyfa smærri brugghúsum að selja bjór beint af framleiðslustað, ættu því ekki að koma á óvart. Ríkiseinokunarfyrir- tækið finnur frumvarpinu flest til foráttu. Hagnaðardrifið ríkisein- okunarfyrirtæki heldur því fram að höggvið yrði „stórt skarð í rótgróna einkasölu íslenska ríkisins á áfengi með því að heimila hér hagnaðar- drifna smásölu áfengra drykkja“. (Það virðist sérstaklega slæmt í augum ríkisrekstrar að ein- staklingar reyni að reka fyrirtæki sín með hagnaði – séu hagn- aðardrifnir). Í umsögn heldur ÁTVR því fram að með frumvarp- inu geti allar forsendur fyrir rekstri einokunarfyrirtækisins brostið, auk þess sé áfengissala „beint frá býli afar flókið lögfræðilegt viðfangsefni og svigrúm til þess að heimila áfengisframleiðendum smásölu áfengis á framleiðslustað að öllum líkindum mjög þröngt“. Hefði hugmyndafræði ríkisein- okunar fengið að ráða væri Ísland líkara gömlu ráðstjórnarríki en frjálsu, opnu og dínamísku sam- félagi. Ríkið sæti eitt að fjar- skiptamarkaði, væri með einokun á öldum ljósvakans, sjálfstæðir há- skólar, framhalds- og grunnskólar væru ekki til. Biðraðir væru enn á heilsugæslu hins opinbera og þann- ig mætti lengi telja. Múrar hafta og ofstjórnar Það hefur verið hlutverk Sjálf- stæðisflokksins að brjóta niður múra hafta og ofstjórnar og lofa vindum frelsis að leika um þjóðfé- lagið. Verkinu er langt í frá lokið og á stundum þarf að fara í vörn – verja þann árangur sem náðst hef- ur. Sjálfstæðir fjölmiðlar standa veikburða í ójafnri og ósanngjarni samkeppni við ríkisrekið fyrirtæki forréttinda. Að óbreyttu mun ríkið eitt segja fréttir í sjónvarpi af inn- lendum vettvangi. Hæfileikaríkt framtaksfólk í sjálfstæðum rekstri heilbrigðisþjónustunnar á í vök að verjast – ríkið þrengir stöðugt að. Ríkisrekstrarhyggjan sefur aldrei og hefur verið glaðvakandi síðustu ár. Ég hef aldrei farið leynt með það hvar ég stend í baráttunni fyrir auknu athafnafrelsi – gegn ríkis- hyggju, lögverndaðri ríkiseinokun eða ósanngjörnum samkeppnis- rekstri opinberra aðila. Hvernig tekst til í þeirri baráttu – sem oft er því miður varnarbarátta – ræður miklu um lífskjör almennings á komandi árum og áratugum. Í júní á síðasta ári skrifaði ég meðal ann- ars hér á þessum stað: „Hafi einhvern tímann verið þörf fyrir öflugt einkaframtak, – snjalla frumkvöðla, útsjónarsama sjálf- stæða atvinnurekendur, ein- staklinga sem eru tilbúnir til að setja allt sitt undir í atvinnurekstri til að skapa verðmæti og störf – þá er það núna og á komandi árum. Líkt og áður verður það einka- framtakið – viðskiptahagkerfið – sem leggur þyngstu lóðin á vog- arskálar verðmætasköpunar. Án öflugs einkaframtaks tekst okkur ekki að komast út úr erfiðum efna- hagsþrengingum, tryggja öflugt velferðarkerfi og góð lífskjör.“ Angi af frelsisbaráttu Frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila litlum brugghúsum beina sölu á framleiðslu sinni er angi af frelsisbaráttunni. Í sjálfu sér er frumvarpið ekki mikið flóknara en það. Með því er reynt að styðja við og styrkja stöðu sjálfstæðra at- vinnurekenda – framtaksfólks um allt land, sem hefur lagt líf og sál í að byggja upp lítil iðnfyrirtæki. Í umsögn benda Samtök ferða- þjónustunnar á að brugghús geti aðeins boðið „gestum upp á vörur sínar í gegnum veitingaleyfi en ekki selt þær í smásölu á framleiðslu- staðnum“. Þetta hamli „tækifærum til að koma vöru á framfæri, sér- staklega í ljósi þess að sömu fram- leiðendur geta átt í erfiðleikum með að fá vörur sínar seldar í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins“: „Flest þessara fyrirtækja eru á landsbyggðinni þannig að mikilvægi fyrirliggjandi lagabreytingar er enn meira til að styrkja fjölbreytta at- vinnustarfsemi um land allt og verja afkomu fjölda frumkvöðla- fyrirtækja og starfsfólks þeirra.“ Samkeppniseftirlitið segir í um- sögn að skapað hafi verið „sam- keppnisumhverfi þar sem hallar á smærri brugghús, sem eiga umtals- vert erfiðara með að selja vörur sín- ar til neytenda en stærri sam- keppnisaðilar“. Þess vegna er „Samkeppniseftirlitið fylgjandi því að núgildandi fyrirkomulag við sölu áfengis verði endurskoðað, og styð- ur því umrædda breytingartillögu“. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar styð- ur, enda hafi það „jákvæð áhrif á minni brugghús til uppbyggingar atvinnulífs, sérstaklega á lands- byggðinni“. Sveitarstjórn Gríms- nes- og Grafningshrepps segir að rekstrargrundvöllur minni brugg- húsa styrkist og muni „stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á lands- byggðinni“. Byggðarráð Norður- þings dregur fram svipuð rök. Það verður forvitnilegt að fylgj- ast með hvort röksemdir Samtaka ferðaþjónustunnar og Samkeppn- iseftirlitsins vega þyngra en and- staða ríkiseinokunar í hugum þing- manna þegar tekist verður á um frumvarp dómsmálaráðherra. Hvort hlustað verður raddir sveitarstjórna á landsbyggðinni um að lítið frelsisskref styðji við upp- byggingu atvinnulífsins í dreifðum byggðum, kemur í ljós á vormán- uðum, vel fyrir komandi alþingis- kosningar. Eftir Óla Björn Kárason »Hefði hugmynda- fræði ríkiseinokunar fengið að ráða væri Ísland líkara gömlu ráðstjórnarríki en frjálsu, opnu og dínam- ísku samfélagi. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins. „Ríkið“ snýst til varnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.