Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021 ✝ Sólveig AldaPétursdóttir fæddist á Hrúteyri við Reyðarfjörð 14.12. 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 25.2. 2021. Foreldrar hennar voru Pétur Wilhelm Jóhanns- son, f. 3.11. 1892, d. 25.2. 1986 og Sóley Sölvadóttir, f. 30.4. 1899, d. 10.12. 1928. Alda ólst upp frá 3ja ára aldri á Fjalli í Skagafirði hjá fósturforeldrum sem einnig höfðu fóstrað móður hennar. Þau voru Benedikt Sigurðsson, f. 12.11. 1865, d.12. 12.1943 og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 6.1. 1878, d. 15.10. 1974. Systkini Öldu voru: Jóhann Benedikt, Jónína Margrét, Ing- ólfur, Kristrún Jóhanna og Ragnar. Þau eru öll látin. Alda giftist 30.6. 1946 Krist- jáni Geir Kjartanssyni bifreið- arstjóra, f. 7.6. 1920, d. 31.3. 1993. Foreldrar hans voru Kjartan Kristjánsson, f. 21.6. 1883, d. 24.7. 1967 og Salóme Sigurðardóttir, f. 20.5. 1885, d. 29.5. 1964, lengst af búsett á Grundarhóli á Fjöllum. Alda og Kristján eignuðust 3) Kjartan Bragi sjóntækja- fræðingur, f. 2.12. 1952, kvæntur Huldu Fanný Haf- steinsdóttur, f. 18.7. 1953, börn þeirra eru: Hulda Guðný, f. 19.11. 1976, gift Páli Jóhannes- syni, börn þeirra eru Hulda Fanný og Kjartan Páll. Krist- ján Ágúst, f. 15.1. 1978, sonur hans er Ísar Ágúst. Kjartan Valur, f. 16.10. 1991. 4) Kristján Vignir viðskipta- fræðingur, f. 9.8. 1958, kvænt- ur Christel Johansen, f. 9.8. 1958, dóttir þeirra er Thelma Christel, f. 15.8. 1994, sam- býlismaður Birkir Örn Björns- son. Fyrir á Christel tvö börn, þau eru: Nanna Kristín Johan- sen, f. 21.4. 1976, gift Eyvindi Sólnes, börn þeirra eru Jón Ingi, Eyvindur, Birkir Snær og Christel María. Sveinn Rúnar Johansen, f. 18.9. 1979. Alda lauk fullnaðarprófi vorið 1939 og stundaði nám við Hallormsstaðaskóla 1943. Alda og Kristján gengu í hjónaband í Víðirhólskirkju á Hólsfjöllum 1946 og fluttu til Reykjavíkur. Þau byggðu sér hús í Heiðar- gerði 39 og bjuggu þar til árs- ins 1982 er þau fluttu í nýtt hús í Garðabæ. Alda starfaði á skrifstofu Menntaskólans í Reykjavík frá 1973 til loka starfsævi sinnar 1993. Hún verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 10. mars 2021, klukkan 13. Ættingjar og vinir eru vel- komnir í athöfnina. fjóra syni. Þeir eru: 1) Ómar, löggilt- ur endurskoðandi, f. 16.9. 1948, kvæntur Hjördísi Ingvadóttur, f. 4.6. 1950, synir þeirra eru: Ingvi Geir, f. 12.2. 1974, kvænt- ur Kristínu Björns- dóttur, börn þeirra eru Hjördís Birna, Kristmundur Ómar og Hrafn- kell Steinarr. Árni Geir, f. 8.9. 1977, kvæntur Þórleifu Krist- ínu Hauksdóttur, sonur þeirra er Almar Ingvi. 2) Halldór Benedikt bóka- gerðarmaður, f. 3.1. 1950, kvæntur Auðbjörgu Erlings- dóttur, f. 30.9. 1950, börn þeirra eru: Benedikt, f.15.7. 1970, kvæntur Berglindi Guð- mundsdóttur, dætur þeirra eru Sóley og Eva. Sólveig Alda, f. 2.9. 1976, gift Kristni Má Ár- sælssyni, börn þeirra eru Húni Breiðfjörð og Auður Kolka. Fyrir á Sólveig soninn Ísidór Jökul Bjarnason. Vésteinn Orri, f. 10.2. 1988, kvæntur Hildi- gunni Borgu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru Benedikt Gunn- ar, Matthías Bjarni, Tómas Hjörtur og Matthildur Þórdís. Í dag kveð ég Öldu tengdamóð- ur mína elskulegustu, 95 ára. Sagði að þetta væri komið gott, ánægð með líf sitt. Ég man er ég hitti þessa góðu og einstöku konu fyrst er ég kom með Halldóri Benedikt syni henn- ar í Heiðargerðið. Hlýleg brúnu augun kvik og athugul, allt kank- víst fas móður hans var skemmti- legt. Við bjuggum síðar í eitt ár með þeim, með lítinn son okkar Benedikt. Alda gætti hans og þar var fjör, drengurinn skríðandi um gólfið meðan afinn var að parket- leggja ganginn: „Hann er fæddur smiður!“ Þegar við hjónin bjugg- um síðar í efri byggðum Reykja- víkur, þá komu þau tengdaforeldr- arnir, sóttu tíu ára drenginn og farið var upp í Bláfjöll, þar var skíðað, drengurinn á svigskíðum og Alda á gönguskíðum, fjör hjá þeim! Þau fluttu síðan í Garðabæ 1981 og við einnig 1984. Bjuggum með þeim þar frá ágúst 1984 og þá var komin dóttirin okkar, nafna ömmunnar Sólveigar Öldu. Und- um okkur vel saman og síðan flutt- um við í okkar hús um jól 1985. Þá hafði elsku Kristján fengið heila- blóðfall og þegar hann varð fóta- fær var hann einn heima þar sem Alda vann í MR. Hún fór í strætó ásamt börnum okkar í námi í MR; Benedikt og síðar Sólveigu Öldu, í skólann. Öldu leið ekki vel með að Kristján væri einn heima sem varð til þess að hann gekk til okkar húss á hverjum degi og hitti litla yngri drenginn okkar, Véstein Orra. Yndislegt að fá góða afann í heim- sókn um hádegisbil á hverjum degi, svo fylgdist hann alltaf með tímanum og fór svo heim, þar sem hann tók á móti Öldu sinni. Að lokum fór Kristján á Hrafn- istu í Hafnarfirði, þar sem Alda heimsótti hann dag hvern. Það var mikið áfall fyrir Öldu þegar Krist- ján lést, 30. mars 1993. Hún fékk símtal frá Hrafnistu, tók strætó í Hafnarfjörðinn og kvaddi sinn ástkæra eiginmann. Seinna sagði hún mér, að það að missa Kristján hefði verið mesta áfall sitt. Alda sneri sér af miklum krafti að því að ganga hvern dag, að versla í búðinni eða um hverfið. Sá um garðinn sinn af alúð, snyrti allt vel og vandlega, setti afskurð- inn í moltukassann ásamt því sem til féll úr eldhúsinu. Hún varð vinnukona heima hjá sjálfri sér á miðvikudögum þar sem hún tók húsið algjörlega í gegn; skúraði, skrúbbaði og bón- aði! Sló suðurgarðinn hjá sér ákveðinn dag og síðan norður- garðinn hinn daginn. Alda tók þátt í ljóða- og smásagnasamkeppni á vegum Bókasafnsins í Garðabæ í tilefni 25 ára afmælis þess. Hún varð í 1. sæti fyrir ljóð sitt Verð- launagarðar. Alda var umhverfis- sinni fram í fingurgóma. Frá því hún byrjaði að búa flokkaði hún plast og pappír og var þar langt á undan sinni samtíð. Alda var mikil hannyrðakona, prjónaði fingra- vettlinga og sokka samkvæmt ís- lensku mynstri og eru þeir mikils metnir í fjölskyldunni. Einnig saumaði hún út vegg- teppi, sitt eigið og einnig fyrir aðra. Fyrir mig gerði hún einstakt bútasaumsverk sem er í heiðurs- sæti á heimili mínu. Gerði sessur á stóla sína með sínu mynstri og skreytti með útsaumi. Alda var hugumstór kona og lífshlaup hennar einstakt. Ég þakka Öldu fyrir að hafa fengið hana í samveru mína, því að hafa kynnst henni er veisla í far- angri mínum. Auðbjörg Erlingsdóttir. Mín kæra tengdamóðir fékk hægt andlát á Hrafnistu Hafnar- firði, 95 ára að aldri. Orðin mjög sjón- og heyrnarskert. Oftast al- veg skýr í kollinum og sagði gjarn- an undir það síðasta: „Af hverju má ég ekki sofa, – vitið þið ekki hvað ég er orðin gömul?“ En það er ekki nema eitt og hálft ár síðan hún fór á hjúkrunarheimili. Þang- að til bjó hún ein í litla húsinu sínu á Arnarnesinu. Eini íbúi Teistu- ness, eftir að eiginmaður hennar Kristján lést árið 1993. Alda var mikið náttúrubarn og elskaði að rækta garðinn sinn. Klippti tré og runna, sló grasið, hlúði að bómum og vökvaði. Hún sagðist fara í ræktina, þ.e. garð- ræktina. Hennar orð: „Ég rækta garðinn minn og garðurinn rækt- ar mig.“ Seinni árin skammtaði hún sér verkefni í garðinum og sagðist ekki mega gera of mikið í dag því þá væri hún verkefnalaus á morg- un. Hún fór flestra sinna ferða fót- gangandi. Fór í búðina með bak- pokann og verslaði mátulega í hann. Alda var virk í félagsstarfi. Hún var ein af stofnendum les- hrings bókasafns Garðabæjar og var gerð að heiðursfélaga þar árið 2016. Hún var elsti þátttakandinn í Kvennahlaupinu í Garðabæ árið 2017 og fékk farandgrip og blóm- vönd fyrir vikið. Hún var mjög vel ritfær og skrifaði skemmtilega. Hún var ljóðelsk og gott skáld. Eftir hana liggja margar vísur og ljóð. Hún fékk 1. verðlaun í ljóða- samkeppni sem haldin var í tilefni 25 ára afmælis Garðabæjar, fyrir ljóð sitt Verðlaunagarðar. Hún hafði unun af því að spila bridge og stundaði það reglulega, seinni árin með systur sinni og vinahjónum og síðar með sonum sínum. Hún starfaði með Kven- félagi framsóknarkvenna, Kven- félagi Bæjarleiða og Kvenfélagi Grensáskirkju. Hún vann við fjöl- ritun og ljósritun á skrifstofu Menntaskólans í Reykjavík síð- ustu 20 ár starfsævi sinnar og fannst henni afar vænt um þann vinnustað og starfsliðið þar. Ég, sem kom inn í fjölskylduna aðeins 14 ára, hef í gegnum tíðina lært mikið af tengdamóður minni. Hún var röggsöm kona sem skellti manni strax í hlutverk og deildi verkefnum. Mér er minnis- stæð ferðin sem mér bauðst að fara í með með þeim sumarið ’69. Þá fórum við hringinn. Sigldum með strandferðaskipinu Esju til Hornafjarðar með viðkomu í Heimaey. Hringvegurinn var ekki full- komnaður þá. Við keyrðum Aust- firðina og áfram á æskuslóðir Kristjáns, Hólsfjöllin, og var hús- vitjað á hverjum bæ. Heimsóttum einnig æskuslóðir Öldu, Fjall í Skagafirði. Þá var fósturmóðir hennar enn á lífi 91 árs. Síðustu 37 árin vorum við nágrannar á Arnarnesinu og kom hún þá oft gangandi og leit við í Þrastanesinu. – Stoppaði bara stutt, það var í hennar anda, og þáði þá helst aðeins vatnsglas. Enda alltaf neyslugrönn, eins og hún sagði sjálf í einni af síðustu heimsóknum mínum til hennar. Þá bað ég hana að borða aðeins meira því þá myndi hún styrkjast, en hún sagði: „Hulda mín, þú veist að ég hef alltaf verið neyslu- grönn!“ Og þannig fjaraði hún smám saman út og sofnaði að lok- um í friðsæld. Síðustu orðin sem ég heyrði hana segja, fjórum dög- um fyrir andlátið, voru: „Svona líður mér vel.“ – Veri elsku Alda mín Guði falin. Hulda. Sólveig Alda Pétursdóttir  Fleiri minningargreinar um Sólveigu Öldu Péturs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þorbjörg Páls-dóttir fæddist í Hvammi á Barða- strönd 20. mars 1935. Hún lést á Landspítalanum Hringbraut 25. febr- úar. Foreldrar Þor- bjargar voru hjónin Kristjana Petrea Jónsdóttir, f. 1909, og Páll Pálsson, f. 1899 . Bobba, eins og hún var ávallt kölluð, var eina barn foreldra sinna. Bobba giftist 17.6. 1956 Jens Líndal Bjarnasyni frá Fagra- hvammi í Búðardal, f. 16.1. 1933, d. 28.2. 2016. Foreldrar hans voru Sólveig Árnadóttir. f. 1889. og Bjarni Magnússon. f. 1870. Börn Bobbu og Líndals eru: 1) Drengur, f. 1956 andvana. 2) Kristjana Líndal, f. 1957, eig- inmaður Sigurður Egilsson, börn: Jens Líndal, Hafþór Rúnar, Böðvar Ingi, Ómar Daði og Sól- veig Kristjana. 3) Páll Líndal, f. 1959, börn: Þorsteinn Rúnar, Þorbjörg Petrea, Þórey Alda, Bjarnveig Ólafía, uppeldisdóttir er Anna Ósk. 4) Ingdís Líndal, f. 1962, eiginmaður Hallur Ill- ári fór hún í skóla að Laugum í Þingeyjarsýslu. 18 ára gömul fluttist hún til Reykjavíkur og fór að vinna í Sunnubúð. Í Reykjavík kynnist Bobba eig- inmanni sínum og byrjuðu þau sinn búskap þar. Til Patreks- fjarðar fluttu þau árið 1958 og bjuggu fyrst um sinn í Ráða- gerði. Þau byggðu sér hús á Mýr- um 9 og fluttu þangað 1963. Á Mýrum voru þau frumbyggjar og bjuggu þar til ársins 1987. Fyrstu árin sinnti Bobba heimili og börnum en þegar þau tóku að eldast fór hún að vinna utan heimilis. Hún vann í fiski og við netafellingar en lengst vann hún í Ingólfsbúðinni. Árið 1987 fluttu þau til Reykjavíkur, þar vann hún ýmis verslunarstörf, lengst af í Hagkaup. Bobba átti sér ýmis áhugamál og voru ferðalög þar á meðal. Eftir að þau eignuðust sinn fyrsta húsbíl í kringum 1990 voru þau á ferðinni öll sumur bæði innanlands og utan. Einnig fóru þau margar ferðir með Bændaferðum. Hún tók virkan þátt í starfi Korpúlfa, félags eldri borgara í Grafarvogi. Einnig sótti hún starf eldri borgara í Grafarvogskirkju. Útförin fer fram frá Grafar- vogskirkju í dag, 10. mars 2021, klukkan 13. ugason. Ingdís á soninn Baldur Þóri og Hallur átti fyrir synina Heiðar og Aron. 5) Andvana drengur, f. 1969. 6) Unnsteinn Líndal, f. 1971, eiginkona Steinunn Alda Guð- mundsdóttir, börn Unnsteins eru Íris Theodóra, Ægir Líndal og Óðinn Líndal. Fyrir átti Steinunn börn- in Bryndísi og Guðmund Bjarna. 7) Ævar Líndal, f. 1972, dóttir hans er Sigríður Viktoría Líndal. Fyrstu sex ár ævi sinnar bjó Bobba ásamt foreldrum sínum í Hvammi. Þaðan fluttu þau að Brjánslæk og ári síðar að Tungu- múla á Barðaströnd. Þegar Bobba var sjö ára gömul missti hún föður sinn úr lungnabólgu. Þær mæðgur bjuggu áfram í Tungumúla þar til þær fluttu til Patreksfjarðar haustið 1943. Fyrst um sinn bjuggu þær í Króknum og síðan í Ráðagerði. Í nokkur sumur var hún í sveit hjá frændfólki sínu í Hvestu í Arnar- firði. Þegar Bobba var á sextánda Margt á ég móður minni að þakka í þessi 58 ár sem leiðir okk- ar lágu saman. Ung varð ég sjálf móðir og aðstoðaði mamma mig með uppeldi sonar míns fyrstu ár ævi hans á Patreksfirði og var það mikið lán fyrir mig að hann átti alltaf skjól hjá ömmu og afa á Mýrunum. Mamma var með mikið flökku- eðli í sér, fannst fátt skemmtilegra en að ferðast og flakka um eins og hún sagði sjálf. Við Hallur fengum að njóta nærveru hennar í mörg- um ferðum, bæði með henni og pabba í húsbílaferðum hér innan- lands og utanlandsferðum í sólina. Eftir að pabbi kvaddi kom hún tvisvar með okkur til Tenerife, en þar fannst henni dásamlegt að vera, hitastigið hentaði vel, góður matur og fullt af búðum sem hægt var að gleyma sér í við tuskuklapp. Mamma var mjög dugleg að hreyfa sig, fór flesta daga út í göngutúr í flestum veðrum, bara að það væri ekki hálka. Mamma keyrði síðustu árin bara innan sóknarinnar, eins og hún sagði, en það var innan Grafarvogs og þar sem ég bý í sömu sókn var stutt fyrir hana. Mamma var gestrisin mjög og var alltaf að bjóða mat og drykk þegar komið var til hennar í heimsókn og var hún ómöguleg ef maður vildi ekki þiggja neitt. Þessar veitingar voru allt frá kaffi til kruðerís og ef ekkert gekk fór hún yfir í ávextina, „viltu epli?“ Nei takk, „viltu hálft epli?“ Við hlógum oft að þessu afkomendur hennar en svona var mamma. Mamma las alla tíð mikið, hún fékk t.d. sjö bækur í jólagjöf síð- ustu jól og var hún búin að lesa þær allar og fleiri til. Líf mömmu var ekki alltaf dans á rósum, síður en svo, mörg raunin og veikindin. Ekki leit það vel út 2017 þegar hún fékk hjartaáfall í ferð með eldri borgurum úti í Króatíu, þá dugði ekkert minna en sjúkraflug til að koma henni heim og fór hún þá í opna hjartaaðgerð á LSH. Það tók hana ekki langan tíma að koma sé aftur á fætur og fyrr en varði var hún farin út að labba, lífsviljinn og lífsgleðin var svo mikil. Allir héldu að nóg væri komið þegar síðasta áfallið skall á í nóvember 2020 en þá greindist hún með krabbamein. Stóð hún af sér erfiða aðgerð sem hún gekkst undir og vorum við öll mjög bjart- sýn á að þetta væri að baki. Átti hún góða jólahátíð hjá systur minni á Eyrarbakka. Þaðan kom hún aftur heim til sín í byrjun árs, svo brött og leit svo ljómandi vel út. Covid að gefa eftir og nú gæti hún aftur farið að hitta vinkonur sína í kaffisopa, mæta á þriðjudög- um í kirkjuna og hitta fólkið í Korpúlfum. En þá kom skellurinn sári um miðjan janúar, þeir höfðu ekki komist fyrir meinið og ekkert varð við ráðið og lést mamma eftir snarpa baráttu við sjúkdóminn. Lengi má manninn reyna, hugsaði ég, var ekki komið gott? Mikið sem ég á eftir að sakna hennar mömmu, en ég veit að hún er kom- in til pabba og strákanna þeirra og nú ferðast þau og flakka um Sumarlandið á flottum húsbíl með kaffi og sultuköku tilbúna fyrir gesti og gangandi. Það var gott að vera í návist mömmu, aldrei mál að hafa hana með sér eða hjá sér, bara gaman og gefandi. Farðu í friði mín kæra móðir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín dóttir, Ingdís og Hallur. Elsku fallega amma mín, ég veit varla hvar ég á að byrja þar sem þetta er allt búið að gerast svo hratt og er enn þá allt svo óraunverulegt. Þú stóðst þig held- ur betur vel í ömmuhlutverkinu elsku amma og tókst mér og minni fjölskyldu alltaf opnum örmum hvort sem það var á heim- ilinu þínu eða í húsbílinn til ykkar afa. Maður var varla kominn inn fyrir dyrnar hjá þér þegar maður var búinn að fá knús og síðan varstu byrjuð að tína fram kræs- ingarnar, já maður fór sko aldrei svangur frá þér. Ég á margar góðar minningar með þér elsku amma sem ég er svo þakklát fyrir og mun varð- veita og segja stelpunum mínum frá. Ég man svo vel eftir því þegar ég var yngri á leiðinni heim úr skólanum og sá bílinn þinn fyrir utan heima hvað ég varð spennt að hitta þig og ég átti það til að hlaupa þá restina af leiðinni heim. Þú hafðir svo gaman af blómum og komst með ófá blómin í gluggann hjá mér í Fannafoldinni og þú varst alltaf að dúllast í þeim hjá mér þar sem ég var nú ekki með jafn græna fingur og þú. Það var líka alltaf svo gott að koma til ykkar afa upp í Blikahóla eins og á Bakkastaði. Ég fékk að koma svo oft til ykkar upp í Blika- hólana þegar mamma var að vinna seinni partinn á daginn og eftir að ég var búin að hringja bjöllunni niðri og þið búin að opna hurðina hljóp maður eins hratt og maður gat til að komast sem fyrst upp í faðminn til ykkar. Við krakkarnir fengum að leika okkur úti um alla íbúð, með slæðurnar þínar, þvottaklemmurnar og líka setja rúllurnar í hárið á okkur sem gekk nú misvel. Ég man líka eftir því þegar ég var á leiðinni stundum til þín og fékk að hringja í þig á leiðinni og bað þig um að elda makkarónugraut fyrir mig og þú varst alltaf meira en til í það. Það er ótrúlega skrítið og sárt að hugsa út í það að geta ekki komið lengur til þín á Bakkastaði, spjallað við þig og hlegið með þér og að þú eigir ekki eftir að vinka mér aftur út um gluggann þinn þegar ég er að fara frá þér. Ég er ótrúlega þakklát fyrir þig og allar góðu minningarnar okkar saman, þær ylja manni um hjartarætur á þessum erfiðu tím- um. Ég trúi því að afi hafi tekið vel á móti þér og að þið eigið eftir að ferðast um saman á nýjan leik. Ég elska þig, elsku amma mín. Þín, Sólveig Kristjana (Kókó) og fjölskylda. Elsku amma mín. Ég trúi því varla að þú sért farin frá okkur. Mig langar reglulega að taka upp símann og hringja í þig eins og ég var vön að gera því þessi símtöl sem við áttum voru mér svo dýr- mæt og sérstaklega eftir að ég flutti norður. Það var alltaf svo gott að tala við þig og ég gat ávallt leitað til þín og rætt um lífið og til- veruna. Við vorum alltaf svo góð- ar vinkonur og ég á svo margar yndislegar og dýrmætar minning- ar sem ég held fast í. Það var ómetanlegt að finna stuðninginn sem þið afi veittuð mér í lífinu. Það var alltaf gott að koma til ykkar í pössun sem barn og ég minnist þess reglulega þegar ég sat með þér að sauma dúkkuföt eða hengja upp þvott á strengdar snúrur í stofunni. Það var ekkert sem var bannað og ímyndunarafl- ið mitt fékk reglulega að ráða ríkj- um hjá ykkur. Þú varst dætrum mínum yndisleg amma og Sig- rúnu Ástu þótti rosalega vænt um ömmu Bobbu. Ég þakka fyrir árin og minningarnar sem hún fékk með þér og þótt Hugrún Myrra hafi ekki grætt eins mörg ár er ég þakklát fyrir að þú hafir fengið að kynnast henni. Ég veit að þú held- ur áfram að fylgjast með þeim og okkur hvar sem þú ert. Elsku amma mín, þú varst sterk, hjartagóð, jákvæð og lífs- glöð kona og hvattir mig áfram í einu og öllu. Ég hugsa til þín í glugganum á Bakkastöðum þar sem þú stendur og veifar mér bless í hinsta sinn. Elsku amma, ég mun alltaf sakna þín. Minningarnar sem þú skilur eftir munu aldrei gleymast, hlýjan sem þú sýndir okkur mun aldrei kólna og ástin sem þú gafst okkur mun aldrei dofna. Þín Íris Theodóra (Tedda). Þorbjörg Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.