Morgunblaðið - 10.03.2021, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
Vinna óskast tímabundið
í 3-6 mánuði
Vinnusamur maður á besta aldri
óskar eftir starfi. Ýmislegt kemur til
greina, t.d. lagerstörf (með lyftara-
próf), útkeyrsla o.fl. Info -vinna-
vinna2021@gmail.com
Bílar
Chrysler Pacifica Touring
Hybrid. 12/2018, ekinn aðeins 12 þ.
km. 7 manna. Uppgefin drægni 53
km. á rafmagni. Leðursæti. Rafdrifn-
ar hurðir og skott lok. O.fl., o.fl.
Verð: 6.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf.,
31. desember 2020, verður haldinn í
Vinnslustöðinni Vestmannaeyjum
og hefst hann kl. 17.00.
Fundarefni
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr.
samþykkta félagsins.
2. Önnur mál löglega upp borin.
Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi
á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfundinn.
!
"
eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund.
Stjórn Vinnslustöðvarinnar hf.
Vinnslustöðin hf.
Hafnargötu 2, 900 Vestmannaeyjar
Sími 488 8000 • vsv@vsv.is • www.vsv.is
Sjálfstæðisfélögin
í Hafnarfirði og
fulltrúaráð þeirra
Aðalfundarboð
Aðalfundir verða haldnir í sjálfstæðis-
félögunum í Hafnarfirði og fulltrúaráði
þeirra í sjálfstæðisheimilinu Norðurbakka 1,
Hafnarfirði, sem hér segir:
? Stefnir, f.u.s., fimmtudaginn 18. mars,
2021 kl. 18:00.
? Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði, fimmtu-
daginn 18. mars 2021, kl. 19:00.
? Sjálfstæðisfélagið Fram, fimmtudaginn 18.
mars 2021, kl. 20:00.
? Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í
Hafnarfirði, fimmtudaginn 25. mars 2021,
kl. 20:00.
Dagskrá aðalfundanna er:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál
Hugað verður að sóttvörnum.
Stjórnirnar
Aðalfundur
Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn
fimmtudaginn 25. mars 2021 kl. 17:00
í Ögurhvarfi 6, Kópavogi.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Tilboð/útboð
ÚTBOÐ
LEIKSKÓLI ASPARSKÓGUM 25
Verkís hf., fyrir hönd Fasteignafélag Akranes, óskar eftir
tilboðum í framkvæmdir við uppsteypu og utanhúsfrágang við
nýjan leikskóla að Asparskógum 25, Akranesi.
Verkið nær til uppsteypu hússins, ásamt lagnavinnu við þá þætti
sem tengjast uppsteypu. Verktaki skal koma fyrir gluggum og
hurðum, ganga frá þakvirki, þakfrágangi og utanhússklæðningu.
Helstu stærðir:
- 1. hæð 966,6 m2
- 2. hæð 552,4 m2
- 3. hæð 46,3 m2
Heildarstærð byggingar 1565,3 m2 og 5607 m3
Verktaki tekur við byggingarsvæði frá jarðverksverktaka.
Búið verður að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða
athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið.
Verklok á útboðsáfanga er 30. nóvember 2021, útboðsgögn
verða afhent á stafrænu formi með því að senda tölvupóst á
netfangið verkis.akranes@verkis.is þar sem fram kemur heiti
verks, nafn bjóðanda, netfang og símanúmer tengiliðs bjóðanda.
Vettvangsskoðun verður haldin á verkstað 16. mars kl.14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Akraneskaupstaðar, Stillholti
16-18 Akranesi þann 13. apríl 2021 kl. 14:00.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
mbl.is
alltaf - allstaðar
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-14. Opin vinnustofa kl.
9-12. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-
8 kl. 12.55. Spænskukennsla kl. 14. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffi-
sala kl. 14.30-15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og
það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 13-16, skráning í síma 441-9922.
Munið grímuskyldu og tveggja metra regluna. Sundlaugin er opin frá
kl. 13.30-16.
Bústaðakirkja Opið hús frá kl. 13-16, spil, handavinna og spjall.
Prestur verður með hugleiðingu og bæn 14.15 og kaffið góða frá
Sigurbjörgu strax á eftir. Jónas Þórir verður við píanóið. Boðið upp á
göngutúr frá safnaðarsal kl. 13 um umhverfi kirkjunnar. Sjáumst
hress.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffisopinn
er góður kl. 8.10-11. Línudans kl. 10-11. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-
12. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgun með Valdóri fellur niður í dag.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Hjá
okkur er grímuskylda og vegna fjöldatakmarkana þarf að skrá sig
fyrirfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í Jónshúsi kl. 10 og 11.
Málun Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í sal í kjallara Vídalínskirkju kl.
16.30 og 17.15. Litlakot opið kl. 13–16. Hægt er að panta hádegis-mat
með dags fyrirvara. Áfram skal gæta að handþvotti og smitvörnum
Gjábakki Kl. 8.30 til kl. 10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn
áður. Kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. Kl. 11.30 til 12.30 matur. Kl. 14
til 15.30 leshópur. Kl. 14.30 til kl. 16.00 kaffi og meðlæti.
Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgara Það verður opið hús hjá
okkur kl.13, við pössum uppá millibilið og virðum sóttvarnir. Byrjum
með hugvekju og bæn inn í kirkju. Hrönn organisti kemur og spilar
nokkur lög og við syngjum undir hjá henni. Erna Bjarnadóttir hag-
fræðingur og sveitastelpa kemur í heimsókn til okkar verður með
erindi um það sem hún hefur verið að fást við.
Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kl. 13. Munið sóttvarnir
grímuskyldu.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu í Borgum kl. 9, gönguhópar
ganga frá Borgum og inni í Egilshöll kl. 10. Lagt af stað stundvíslega
kl. 13 frá Borgum með hópferðabíl í FLY OVER, Fljúga yfir Ísland, kaffi
og kaka á eftir innifalið í gjaldinu. Þátttökuskráning hámark 50 manns
uppselt, grímuskylda og virðum allar sóttvarnir. Áætluð heimkoma kl.
15 í Borgir.
Samfélagshús Vitatorgi Í dag er postulínsmálun í handverksstofu
2. hæðar milli kl. 9-12. Bókband er í smiðju 1. hæðar bæði fyrir hádegi
kl. 9-12.30 og eftir hádegi kl. 13-16.30. Farið verður í gönguferð kl. 15
og er mæting í móttöku 3. hæðar. Við minnum á að grímuskylda ríkir
hjá okkur. Verið öll velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9.
Botsía á Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum alla virka morgna.
Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Handavinna, samvera og kaffi í salnum
á Skólabraut kl. 13. Fyrirhuguðu bingói morgundagsins frestað um
viku.
Félagsstarf eldri borgara
Helstu magntölur eru:
Brottfluttur uppgröftur 1300 m3
Klapparlosun 500 m3
Aðfluttar fyllingar 200 m3
Steinsteypa 420 m3
Léttir timbur útveggir 460 m2
Létt þakvirki 860 m2
Loftræstistokkar 320 m
Pípulagnir 900 m
Snjóbræðslulagnir 2380 m
Slökkvilagnir 460 m
Raflagnapípur 3930 m
Gipsveggir 575 m2
Málun 2660 m2
Dúkalögn 790 m2
Malbikun 1150 m2
Grasþökur 440 m2
Gróðurbeð 550 m2
Hellulögn 170 m2
Mannvit auglýsir f.h. Múlaþings
eftir tilboðum í verkið:
LF01-Leikskóli í Fellabæ
Múlaþing óskar eftir tilboðum í nýbyggingu 890 m2
3ja deilda leikskóla í Fellabæ. Verkið felst í uppbygg-
ingu og fullnaðarfrágangi á fyrirhuguðum leikskóla
ásamt jarðvinnu og lóðarfrágangi. Verktaki getur
hafið framkvæmdir að lokinni undirritun samnings,
verklok eru 15. ágúst 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent á
rafræna útboðsvefnum ajour, vso.ajoursystem.is frá
og með miðvikudeginum 10. mars 2021 og skal til-
boðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00
miðvikudaginn 31. mars 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir
að tilboðsfresti líkur verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
f.h. verkkaupa Mannvit hf.