Morgunblaðið - 10.03.2021, Qupperneq 23
hjálpa mér klárlega í því að taka
ákvörðun um hvaða leikmenn ég
mun taka með mér, ef við lendum í
því að félögin úti banni sínum leik-
mönnum að fara í verkefnið, en ég
hef ekki átt nein persónuleg samtöl
við þessa leikmenn um að þeir séu að
fara í lokakeppnina.“
Frábær rútína í liðinu
Fyrsti leikur íslenska liðsins á
EM er gegn Rússum 25. mars í Gy-
ör. Liðið mætir svo Danmörku og
Frakklandi á næstu sex dögum þar á
eftir.
„Ég er bjartsýnn fyrir lokakeppn-
ina og það er algjört lykilatriði hjá
okkur að halda áfram á sömu braut
frá undankeppninni. Varnarleik-
urinn hjá okkur var gríðarlega
sterkur og sérstaklega síðasta haust
eftir að liðið náði að stilla betur sam-
an strengina eftir fyrstu bylgjur
kórónuveirufaraldursins. Það var
frábær rútína í liðinu og við þurfum
að ná henni aftur í gang.
Þótt ég sé að koma nýr inn í þetta
þá finn ég það og skynja að liðs-
heildin í þessum hópi er virkilega
sterk og við þurfum að nýta okkur
það eins vel og kostur er. Við unnum
okkur inn á þetta mót af því að við
spiluðum vel og gerðum virkilega vel
í undankeppninni. Ég vil sjá liðið
taka næsta skref á mótinu og bæta
sig enn þá frekar og ég tel það vera
vel gerlegt.“
Davíð Snorri var þjálfari U17-ára
landsliðs Íslands sem fór í loka-
keppni EM 2019 á Írlandi og er
reynslunni ríkari eftir það mót.
Fjórir þeirra stráka sem voru í U17
ára liðinu á því móti komu við sögu í
undankeppni 21-árs landsliðsins á
síðasta ári.
Með góða mynd af stórmótum
„Við erum að fara í þriggja leikja
seríu sem er eitthvað sem U21-árs
liðið hefur ekki verið að gera mikið
af í gegnum tíðina. Á sama tíma er
ég sjálfur orðinn nokkuð vanur því
en ég gerði það með U17-ára liðinu á
sínum tíma og eins var ég í kringum
kvennalandsliðið á sínum tíma í loka-
keppni EM í Hollandi 2017. Ég er
því með ágætismynd af þessum stór-
mótum og hvernig þau virka. Það er
dýrmæt reynsla sem mun nýtast
mér vel þegar á hólminn er komið.
Það er þannig í fótbolta að því
hærri sem gæðaflokkurinn er því
minna er svigrúmið fyrir mistök,
sérstaklega endurtekin mistök, og
það er eitthvað sem við þurfum að
passa. Einbeitingin þarf að vera í
lagi allan tímann því hvert mark og
hvert spjald skiptir máli á svona
mótum. Menn þurfa að fylgja leik-
plani og reyna að hámarka sig í
hverjum einasta leik. Þetta eru þrír
leikir og það er okkar að vera klárir í
það þegar alvaran byrjar. Við þurf-
um að vera klókir og aðeins klókari
en hin liðin,“ bætti Davíð Snorri við í
samtali við Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2021
Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur
Willumsson er genginn til liðs við
norska úrvalsdeildarfélagið Kristian-
sund en þetta staðfesti félagið í gær.
Norðmennirnir kaupa hann af Breiða-
bliki og Brynjólfur skrifar undir samn-
ing við félagið til þriggja og hálfs árs.
Brynjólfur leikur væntanlega með 21-
árs landsliði Íslands í úrslitakeppni EM
í Ungverjalandi í lok mars og heldur þá
að því loknu til Noregs. Hann verður
fyrsti Íslendingurinn sem leikur með
Kristiansund en félagið spilaði í fyrsta
sinn í úrvalsdeildinni árið 2017 og hef-
ur frá þeim tíma fest sig í sessi í
fimmta til sjöunda sæti deildarinnar.
Knattspyrnumaðurinn Böðvar
Böðvarsson er líklega á leið til sænska
B-deildarliðsins Helsingborg en hann
fékk sig lausan frá Jagiellonia í Pól-
landi á dögunum. Bæði Fotbolls-
kanalen í Svíþjóð og Fótbolti.net sögðu
í gær að samkvæmt sínum heimildum
væru allar líkur á að samningar myndu
takast.
Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örv-
arsson úr Víkingi varð fimmti í stór-
svigi á innanlandsmeistaramóti í
Liechtenstein í gær. Hilmar kom í mark
á tímanum 1:27,57 en aðstæður í Mal-
bun voru eins og best verður á kosið.
Efstur var Frakkinn Arthur Bauchet á
tímanum 1:22,28. Keppni heldur áfram
næstu þrjá daga en í dag hefst stór-
svig á lokamóti Evrópumótaraðar IPC,
Alþjóðaíþróttasambands fatlaðra.
Þýska efstu deildar félagið Union
Berlin fylgist nú með knattspyrnu-
manninum Hirti Hermannssyni sem
spilar með Bröndby í Danmörku.
Hjörtur hefur ekki átt fast sæti í liði
danska úrvalsdeildarfélagsins
Bröndby á leiktíðinni en varnarmað-
urinn, sem er 26 ára gamall, verður
samningslaus í sumar. Þýski miðillinn
B.Z. Berlín segir forráðamenn þýska
liðsins hafa áhuga á íslenska lands-
liðsmanninum.
Þróttur úr Reykjavík hefur fengið
bandarískan miðjumann til liðs við sig
fyrir átökin á Íslandsmótinu í sumar.
Shea Moyer hefur skrifað undir samn-
ing og leikur því knattspyrnu í Laug-
ardalnum í sumar en Þróttarar spila í
úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-
deildinni. Moyer hefur spilað undan-
farin ár í heimalandinu og var síðast
hjá Penn State University. Þá hefur
hún verið í æfingahópum bandarískra
yngri landsliða, frá U14 til U20.
Ekki er útlit fyrir að knattspyrnu-
maðurinn Roberto Firmino verði með
Liverpool gegn Leipzig í Meistaradeild
Evrópu í kvöld en hann gat ekki æft
með liðsfélögum sínum í gær. Firmino
hefur verið að glíma við meiðsl á hné
og situr væntanlega hjá en samkvæmt
Sky Sports ætti hann að vera klár fyrir
deildarleikinn gegn Wolves um næstu
helgi. Leikur Liverpool
og Leipzig fer fram í
Búdapest, eins og
fyrri leikurinn, en
um er að ræða
síðari leik
liðanna í
16-liða úr-
slitum
Meist-
aradeild-
ar Evrópu.
Liverpool er með 2:0-
forystu frá fyrri leiknum
sem taldist heimaleikur
Leipzig.
Eitt
ogannað
Fjölnir vann 5:3-sigur á SR er liðin
mættust í Hertz-deild karla í ís-
hokkí í Egilshöllinni í gærkvöldi.
Heimamenn tóku snemma tveggja
marka forystu en gestirnir jöfnuðu
metin snemma í öðrum leikhluta.
Viggó Hlynsson kom Fjölnis-
mönnum yfir strax á þriðju mínútu
og Úlfar Andrésson bætti við marki
fimm mínútum síðar. Gunnlaugur
Þorsteinsson minnkaði muninn fyr-
ir gestina þremur mínútum fyrir
lok fyrsta leikhluta og Steinar
Veigarsson jafnaði svo metin á 28.
mínútu.
Eftir það blésu heimamenn hins
vegar aftur til sóknar. Aron Knúts-
son og Thomas Vidal skoruðu áður
en þriðja leikhluta var lokið og
Viggó bætti við sínu öðru marki til
að innsigla sigurinn rúmum tíu
mínútum fyrir leikslok. Fjölnir er
nú með 12 stig í öðru sæti deild-
arinnar en SR á botninum án stiga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íshokkí Pétur Maack úr SR skýlir pökknum fyrir Fjölnismanninum Sölva
Egilssyni í Egilshöllinni í gær er Fjölnir tók á móti SR í efstu deild karla.
Fjölnir stóðst áhlaup
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Joachim Löw, næsti mótherji ís-
lenska karlalandsliðsins í fótbolta,
hættir störfum sem landsliðsþjálf-
ari Þýskalands að loknu Evrópu-
mótinu í sumar. Þetta staðfesti
þýska knattspyrnusambandið í
gær.
Löw hefur stýrt þýska liðinu í
fimmtán ár en hann tók við af Jürg-
en Klinsmann árið 2006 eftir að
hafa verið aðstoðarmaður hans í
tvö ár.
Enginn hefur stýrt þýska lands-
liðinu jafnlengi samfleytt þótt Sepp
Herberger hafi verið lengur með
liðið samanlagt (1936-1942 og 1950-
1964), og Löw er leikjahæstur í
sögu þess með 189 leiki við stjórn-
völinn.
Þá er Löw sá næstsigursælasti, á
eftir Helmut Schön (1964-1978), en
undir hans stjórn hefur Þýskaland
fengið silfur á EM 2008, brons á HM
2010 og varð síðan heimsmeistari
árið 2014. Hann á eitt stórmót eftir,
lokakeppni EM í sumar.
Löw stýrir Þýskalandi gegn Ís-
landi í fyrsta leiknum í undan-
keppni HM í Duisburg 25. mars.
Eftirmaður hans mun hins vegar
stjórna þýska liðinu í seinni leikn-
um gegn Íslandi á Laugardalsvell-
inum í september.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri
Liverpool var strax orðaður við
starfið en hann vísaði því alfarið frá
sér á fréttamannafundi í gær og
sagðist ætla að virða samning sinn
við Liverpool sem gildir til ársins
2024.
Methafinn stígur
til hliðar eftir EM
AFP
Kveður Joachim Löw hefur stýrt
þýska liðinu frá árinu 2006.
Þessir 29 leikmenn léku með ís-
lenska liðinu í undankeppni EM,
núverandi lið og leikir/mörk í svig-
um).
MARKVERÐIR: Elías Rafn Ólafs-
son (Fredericia 1), Patrik S. Gunn-
arsson (Silkeborg 8).
VARNARMENN: Alfons Samp-
sted (Bodö/Glimt 9), Ari Leifsson
(Strömsgodset 8/1), Finnur Tómas
Pálmason (Norrköping 2), Hörður
Ingi Gunnarsson (FH 7), Ísak Óli
Ólafsson (SönderjyskE 6/2), Ró-
bert Orri Þorkelsson (Breiðablik
3), Valgeir Lunddal Friðriksson
(Häcken 1).
MIÐJUMENN: Alex Þór Hauks-
son (Öster 8), Andri Fannar Bald-
ursson (Bologna 3), Ágúst Eðvald
Hlynsson (Horsens 1), Bjarki
Steinn Bjarkason (Venezia 1),
Daníel Hafsteinsson (KA 3), Hákon
Arnar Haraldsson (Köbenhavn 1),
Ísak B. Jóhannesson (Norrköping
4), Jón Dagur Þorsteinsson (AGF
7/2), Kolbeinn B. Finnsson (Dort-
mund 8), Kolbeinn Þórðarson
(Lommel 4), Kristófer Ingi Krist-
insson (PSV 1), Mikael Anderson
(Midtjylland 3), Stefán Teitur
Þórðarson (Silkeborg 7), Valdimar
Þór Ingimundarson (Ströms-
godset 7/1), Willum Þór Willums-
son (BATE Borisov 9/3), Þórir Jó-
hann Helgason (FH 4)
SÓKNARMENN: Brynjólfur Will-
umsson (Breiðablik 8/1), Guð-
mundur Andri Tryggvason (Start
2), Jónatan Ingi Jónsson (FH 4/1),
Sveinn Aron Guðjohnsen (OB 9/5)
Þessir komu Íslandi á EM
ALLS KOMU 29 LEIKMENN VIÐ SÖGU Í UNDANKEPPNI EM
Ísland leikur alla þrjá leiki sína í C-
riðli sextán liða úrslitanna á EM í
ungversku borginni Györ.
Ísland mætir Rússlandi fimmtu-
daginn 25. mars kl. 17.
Ísland mætir Danmörku sunnu-
daginn 28. mars kl. 13.
Ísland mætir Frakklandi miðviku-
daginn 31. mars kl. 16.
Tvö efstu liðin komast í átta liða
úrslit sem verða leikin í Ungverja-
landi og Slóveníu 31. maí. Undan-
úrslit fara fram 3. júní og úrslitaleik-
urinn í Ljubljana í Slóveníu 6. júní.
Í A-riðli eru Ungverjaland, Þýska-
land, Rúmenía og Holland.
Í B-riðli eru Slóvenía, Spánn,
Tékkland og Ítalía.
Í D-riðli eru Portúgal, Króatía,
England og Sviss.
Ef Ísland kemst í 8-liða úrslit
verða mótherjarnir úr A-riðli.
Mæta Rússum í fyrsta leiknum
ÍSLENSKU STRÁKARNIR LEIKA Í C-RIÐLI EM Í GYÖR