Morgunblaðið - 10.03.2021, Side 28
Svanur Vilbergsson gítarleikari heldur tónleika í röð-
inni Klassík í Vatnsmýrinni í kvöld kl. 20 í Norræna hús-
inu. Bera þeir yfirskriftina Sunnan yfir saltan mar. Á
efnisskránni verða verk fyrir einleiksgítar eftir Heitor
Villa-Lobos, Sergio Assad, Federico Moreno-Torroba og
Antonio José. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk og fjöldatak-
markanir leyfa.
Sunnan yfir saltan mar með Svani
Vilbergssyni í Norræna húsinu
Dortmund og Porto urðu í gærkvöldi fyrstu tvö liðin til
að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu er þau unnu viðureignir sínar í 16-
liða úrslitunum. Þýska lið Dortmund gerði 2:2-jafntefli
gegn Sevilla en vann fyrri viðureign liðanna á Spáni og
komst því áfram og var Norðmaðurinn Erling Haaland
enn eina ferðina í aðalhlutverki. Þá þurfti framlengingu
til að skilja að Juventus og Porto á Ítalíu. »22
Norðmaðurinn óstöðvandi og
dramatík hjá Juventus í Torino
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er kannski ekki besti tíminn
til að opna bar en ástandið í þjóð-
félaginu er þó eitthvað að lagast og
við erum bjartsýnir. Svo verður
þetta vonandi komið í gott horf í
sumar,“ segir Andri Þór Kjartans-
son, einn aðstandenda brugghússins
Malbyggs.
Andri og félagar hans hafa opnað
Malbygg Tap Room, bar sem er
framlenging á brugghúsi þeirra í
Skútuvogi. Á Malbygg Tap Room er
hægt að nálgast brakandi ferskar
lagnir af bjórum Malbyggs auk ým-
issa innfluttra bjóra.
„Við vorum með lítið auglýsta opn-
un í síðustu viku og það gekk allt vel.
Við vildum að þetta færi rólega af
stað til að læra inn á allt saman. Svo
höldum við áfram í þessari viku og
verðum með opið fimmtudag, föstu-
dag og laugardag frá klukkan 16-22.
Við getum tekið á móti 35 manns í
einu þegar við höfum stillt borðunum
upp með tilliti til tveggja metra reglu
og vonumst eftir passlegum fjölda,“
segir Andri.
Á Malbygg Tap Room er hægt að
velja úr átta mismunandi Malbygg-
bjórum á krana hverju sinni og segir
Andri að hugmyndin sé að skipta
þeim reglulega út svo alltaf sé fersk-
ur og nýframleiddur bjór í boði. Eins
og tíðkast á bjórbörum býðst fólki að
kaupa smakkbakka með fjórum teg-
undum af bjór. Að auki er hægt að
velja úr ágætu úrvali af Malbygg-
bjórum á dósum og flöskum, fjölda
belgískra lambic-bjóra og ýmsum
öðrum bjórum sem Malbygg-menn
flytja sjálfir inn.
Þrjú ár eru síðan Malbygg var sett
á stofn. Fyrsti bjór brugghússins var
kynntur til sögunnar á árlegri
bjórhátíð á Kex Hostel í febrúar 2018
og skömmu síðar fóru bjórar þess að
rata í Vínbúðina. Síðan hafa nokkrir
tugir nýrra bjórtegunda litið dagsins
ljós og óhætt er að segja að Mal-
bygg-bjórarnir hafi notið mikilla vin-
sælda meðal bjóráhugafólks. Mikill
uppgangur hefur verið í framleiðslu
íslenskra handverksbrugghúsa og
Malbygg-bjórararnir, ásamt fleirum,
eru að margra mati vel samanburð-
arhæfir við bjóra frá þekktustu
brugghúsum úti í heimi.
Margir munu því eflaust fagna til-
komu Malbygg Tap Room. Huggu-
leg brugghússtemning er þegar
gengið er þar inn. Stór bjórtankur
blasir við í einu horninu og í öðru eru
eikartunnur með súrbjór. Á veggj-
unum eru svo upprunalegar útgáfur
af miðum sem Harpa systir Andra
hannaði á flöskur og dósir Malbygg-
bjóranna.
Andri segir að það hafi ekki verið
hluti af planinu með Malbygg að
opna bar í Skútuvogi. „Nei, alls ekki.
Við vorum hins vegar með rými við
hliðina á brugghúsinu sem var lag-
erinn okkar og það var alltaf verið að
biðja okkur að taka á móti hópum í
kynningar. Við vorum ekki með
neina almennilega aðstöðu fyrir það
en ákváðum bara að gera þetta al-
mennilega. Það er líka mjög hentugt
að hafa bar hér þegar við kynnum
nýja bjóra til sögunnar og fleira
slíkt.“
Morgunblaðið/Eggert
Handverksbjór Bergur, Steinn, Andri og Ingi á Malbygg Tap Room sem nýlega var opnað í Skútuvogi.
Selja bjórinn beint af
tönkunum í Skútuvogi
Malbygg opnar bar við hlið brugghússins Njóta hylli
Heppinn áskrifandi mun vinna nýjan Toyota Yaris
Hybrid Active Plus að andvirði 4.270.000 kr.
Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum.
Toyota Yaris Hybrid Active Plus stendur fyrir allt
sem Morgunblaðið hefur að leiðarljósi – traustur
og fjölhæfur brautryðjandi.
Tryggðu þér áskrift strax í dag á mbl.is/askrift eða
í síma 569-1100.
Við drögum 25. mars
BÍL ÁRSINS
2021
Heppinn áskrifandi
Morgunblaðsins eignast
SIGURVEGARI THE CAR OF
THE YEAR AWARDS 2021
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 69. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
ÍÞRÓTTIR MENNING