Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 1
FUNDU NÝJAR LAUSNIR Í FARALDRIVAXANDIVANDI nnkallað einvígi í gamalli bankahvelfingu við Laugaveg. 8 Baráttumaðurinn litríki Larry Flynt er fallinn frá og áfram er sótt að tjáningarfrelsinu úr öllum áttum. 10 VIÐSKIPTA 11 Sa Ragnheiður Aradóttir hjá PROevents þurfti að snúa vörn í sókn og leita nýrra leiða til að efla fólk og hvetja með aðstoð tækninnar. MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Hart mætir hörðu á Kirkjusandi Í nýliðnum febrúarmánuði rifti 105 Miðborg slhf. verkkaupasamningi sínum við Íslenska aðalverktaka um uppbyggingu á lóðum merkt- um B, C og D að Kirkjusandi í Reykjavík. Þetta herma heimildir ViðskiptaMoggans. Um er að ræða umfangsmiklar fram- kvæmdir á lóð sem m.a. hýsti áður flota Strætó bs. Heildarumfang framkvæmdanna var á sín- um tíma metið á u.þ.b. 10 milljarða króna. Nemur heildarbyggingarmagn á lóðunum um 34 þúsund fermetrum. Um er að ræða tvö stór fjölbýlishús á reitum B og C sem hlotið hafa viðurnefnin Sólborg og Stuðlaborg. Fyrr- nefnda byggingin er 52 íbúðir í þremur lyftu- húsum og síðarnefnda byggingin, sem blasir við vegfarendum á Sæbraut, er 77 íbúðir á fjórum til sjö hæðum. Miklar tafir og gallar Heimildir blaðsins herma að ástæður riftun- arinnar af hálfu 105 Miðborgar séu gríðarlegar tafir á afhendingu einstakra verkþátta af hálfu ÍAV og að þá hafi verktakinn ekki skilað bygg- ingum af sér í ásættanlegu ásigkomulagi. Mun alvarlegur ágreiningur milli verkkaupa og verksala hafa komið upp á yfirborðið um mitt síðasta ár og að síðan hafi í raun aðeins sigið á ógæfuhliðina í samskiptum milli aðila. Þannig átti að afhenda fyrstu íbúðir í árslok 2019 en það gekk ekki eftir. Eru tafir við afhendingu Stuðlaborgar taldar vera 15 mánuðir og í til- felli Sólborgar um 12 mánuðir. Nú hefur stærstur hluti íbúðanna verið seldur en aðeins er lokið við uppsteypu við skrifstofubygg- inguna, sem bera mun heitið Sjávarborg. Það er ríflega 7.000 fermetra bygging á allt að sex hæðum. Því er ljóst að aðrir verktakar munu koma að frágangi hússins. Heimildir Við- skiptaMoggans herma að mikið liggi á að koma þeim framkvæmdum í fastar skorður enda liggi nú þegar fyrir leigusamningur við heilbrigðisráðuneytið um útleigu á u.þ.b. 1.500 fermetra rými undir starfsemi heilsugæslu í húsinu sem taka á í notkun um komandi ára- mót. Það munu þó ekki aðeins vera tafir á verk- lokum sem valda uppstyttum í samskiptum fyrirtækjanna tveggja. Þannig mun mikill ágreiningur hafa risið um meintar vanefndir ÍAV á frágangi íbúðarhúsnæðisins. Gallar sem komið hafa fram á húsnæðinu séu margvíslegir og að verktaki neiti að ráða bót á þeim nema að fyrir það komi sérstakar greiðslur frá 105 Mið- borg. Meðal galla hafi verið óslétt gólf í íbúð- um og veggir, gallar á gluggum og hurðum og öðru sem ráða þurfi bót á. Heimildir Við- skiptaMoggans herma að þegar ekki hafi náðst samkomulag um betrumbætur hafi verk- fræðistofan EFLA verið kölluð til sem úttektaraðili á framkvæmdinni. Skýrslum hafi verið skilað um allar íbúðir bygginganna og að athugasemdir hafi verið ríflega 6.000 talsins. Íbúðareigendur sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við segjast langþreyttir á þessari stöðu en að 105 Miðborg hafi í bréfi til kaupenda lagt áherslu á að bót yrði ráðin á þeim málum sem standi út af borðinu á þessum tímapunkti. Nú þegar hefur verið ráðist í talsverðar betrum- bætur á ýmsum göllum sem upp hafa komið. Lífeyrissjóðir og tryggingafélög Eigendur 105 Miðborgar slhf., sem er í stýr- ingu Íslandssjóða, eru tíu íslenskir lífeyris- sjóðir, fimm vátryggingafélög og ellefu fag- fjárfestar. Lífsverk lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Verslunarmanna eiga 11,25% hlut hvor. Brimgarðar ehf. eiga 10%, Sjóvá Al- mennar 9,5%, Brú lífeyrissjóður 8,75% og Vá- tryggingafélag Íslands 8,55%. Festa lífeyris- sjóður og Íslandsbanki eiga hvort um sig 6,25%. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjárfestingarsjóðurinn 105 Miðborg slhf. hefur rift samstarfi sínu við Ís- lenska aðalverktaka vegna milljarða framkvæmda á Kirkjusandi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ríflega 7.000 fermetra skrifstofubygging stendur hálfkláruð við Sæbraut. 105 Miðborg þarf að fá nýjan verktaka í stað ÍAV til að ljúka við smíði hennar enda ÍAV á förum í kjölfar deilna. EUR/ISK 3.9.'20 2.3.'21 175 165 160 155 150 145 164,55 152,0 Úrvalsvísitalan 2.900 2.700 2.500 2.300 2.100 1.900 3.9.'20 2.3.'21 2.122,72 2.899,32 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, er með mörg járn í eldinum. Fyrirtækið hyggur nú á frekari vöxt hér heima og erlendis. Mikill áhugi hefur verið á drykkn- um Collab erlendis en í ljósi auk- innar sölu ásamt velgengni Collab hyggur Ölgerðin nú á fjárfestingu í nýju framleiðslurými. Að sögn Andra er um nokkurra milljarða króna fjárfestingu að ræða. Fram- kvæmdin mun auka sveigjanleika fyrirtækisins og opna á frekari möguleika í útflutningi á íslenskum drykkjum. „Þetta fjórfaldar afkastagetu okkar í dósum. Útflutningur á vörum er ekki grundvöllur fyrir viðskiptahugmyndinni en opnar klárlega á þann möguleika. Fyrst og fremst er þetta þó hugsað til þess að auka afkastagetuna, auð- velda nýsköpun og til hagræðingar í rekstri,“ segir Andri og bætir við að fyrsta skóflustungan verði tekin síðar í þessum mánuði. Þá séu framkvæmdarlok áætluð snemma á næsta ári. Stefnt að skráningu í Kauphöll Auk þessa stefnir Ölgerðin nú á skráningu í Kauphöll á næstu tveimur árum. Þannig vonast Andri til að geta með auðveldari hætti sótt fjármagn og stækkað fyrirtækið með samrun- um. „Við trúum því að við eigum fullt erindi inn á markað en þar höfum við greiðara aðgengi að fjármagni. Við höfum hug á því að stækka með sam- runum og með skráningu tel ég að svoleiðis viðskipti geti gengið greiðar fyrir sig.“ Fjárfesta fyrir milljarða í framleiðslurými Morgunblaðið/Kristinn Andri Þór Guðmundsson er forstjóri og einn eigenda Ölgerðarinnar. Ölgerðin blæs til sóknar og ætlar að margfalda fram- leiðslugetu sína með fjár- festingu í nýrri byggingu. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.