Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.03.2021, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021SJÓNARHÓLL Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is Fáðu tilboð í Ræstingar- þjónustu án allra skuldbindinga KRISTINN MAGNÚSSON Fyrirboðar vorsins eru af ýmsum toga. Könnun semgerð var nú í febrúar á meðal aðildarfyrirtækjaSamtaka iðnaðarins boða að nú fari að vora í efna- hagslífi landsmanna eftir harðan vetur. Benda niður- stöður könnunarinnar til þess að vöxtur verði í iðnaði á seinni helmingi þessa árs eftir samdrátt undanfarin miss- eri. Það eru afar jákvæðar fréttir en iðnaðurinn hefur burði til að verða drifkraftur efnahagsuppsveiflunnar nú með svipuðum hætti og í mörgum fyrri uppsveiflum. Greinin er stór – skapar ríflega fimmtung lands- framleiðslunnar og starfa í landinu. Vöxtur iðnaðarins er því mikilvægur fyrir vöxt hagkerfisins, fjölgun starfa og bætt lífskjör í landinu. Faraldurinn sem hefur verið or- sök efnahagsniðursveiflunnar að mestu er á undanhaldi hér á landi. Slakað hefur verið á samkomu- takmörkunum innanlands og dag- legt líf er að færast í eðlilegra horf. Staðan erlendis er enn víða slæm. Bólusetning færir okkur hins vegar í jákvæða átt – nær hjarðónæmi og frelsi frá fjötrum veirunnar. Það er því ástæða til aukinnar bjartsýni. En það er rétt að stilla vænt- ingum í hóf. Niðurstöður könn- unarinnar benda ekki til þess að efnahagsuppsveiflan verði kröftug í ár hvað svo sem verður á næsta ári. Fleiri iðnfyrirtæki eru að fara að ráða til sín starfsfólk á seinni helmingi árs- ins en þau sem eru að fækka starfsfólki. Munurinn er hins vegar ekki mjög mikill. Þróun bóluefnis hefur átt sér stað með undraverðum hraða. Sóttvarnaraðgerðir hafa skilað góðum árangri hér á landi. Einnig hafa hagstjórnarviðbrögð dempað höggið. Gildir það bæði um aðgerðir í opinberum fjármálum og peningamálum. Vextir hafa verið lækkaðir og aðgengi að fjármagni bætt. Einnig hefur hið opinbera aukið við hall- ann svo um munar og örvað þannig innlenda eftirspurn. Ofarlega í forgangsröðun aðgerða hafa verið þættir sem styðja við samkeppnishæfni atvinnulífsins og draga þann- ig úr niðursveiflunni og mynda grunn að nýju hagvaxtar- skeiði. Má þar nefna áherslu á nýsköpun, innviði, starfs- umhverfi og menntun. Margt hefur því verið gert vel. Við þurfum hins vegar að gera enn betur ef vinna á hratt bug á atvinnuleysi og öðrum neikvæðum efnahags- legum afleiðingum veirunnar. Vel er hægt að skapa hrað- an hagvöxt hér á landi á allra næstu árum. Framtíðin hvað það varðar er í okkar höndum. Niðursveiflan fyrir iðnaðinn hefur oft verið meiri og erf- iðari en nú. Fyrirtækin í greininni eru af þeim sökum ekki jafn löskuð og við höfum stundum áður séð eftir niður- sveiflu í íslensku efnahagslífi. Vekur það vonir um að þau verði sneggri til þegar færi gefst til að skapa störf og verðmæti. Og enn sneggri verða þau ef samkeppnishæfni þeirra verður tryggð með frekari aðgerðum. Ef vel er að málum staðið má skapa snarpan viðsnún- ing hagkerfisins. Atvinnuleysið er mikið böl. Alls eru nú tæplega 22 þúsund at- vinnulausir. Könnunin sýnir að 28% iðnfyrirtækja ætla að fjölga starfsfólki og 14% fækka, litið til næstu tólf mánaða. Þetta er við- snúningur frá því í apríl síðast- liðnum þegar 37% ætluðu að fækka starfsfólki og 14% fjölga þeim, litið til tólf mánaða. Það er afar jákvætt að sjá að iðnaðurinn hyggst fjölga starfsfólki. Það boð- ar að það fari að draga úr atvinnuleysinu. Lífskjör framtíðarinnar munu byggja á fjölbreyttu at- vinnulífi. Fjölbreytnin er grundvöllur stöðugleika og vörn gegn efnahagslegum áföllum. Iðnaðurinn er afar fjöl- breytt grein. Iðnfyrirtækin í landinu eru fjölmörg, í fram- leiðsluiðnaði, byggingariðnaði og hugverkaiðnaði. Fyrir- tækin starfa á innlendum og erlendum mörkuðum og eru þau af öllum stærðum og gerðum um allt land. Fjölbreyti- leiki iðnaðarins er mikill styrkur fyrir hagkerfið. Iðnaðurinn hefur oft sýnt að hann er þrautseigur þegar á reynir. Hann hefur einnig oft sýnt að hann er drifkraftur stórstígra framfara. Vorboðinn sem nú sést í iðnaðinum er því góð tíðindi og vísbending um að ekki sé langt í vorið í efnahagslífi landsmanna. EFNAHAGSMÁL Ingólfur Bender aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins Vorar í efnahagslífi landsmanna ” Niðursveiflan fyrir iðn- aðinn hefur oft verið meiri og erfiðari en nú. Fyrirtækin í greininni eru af þeim sökum ekki jafn löskuð og við höfum stundum áður séð eftir niðursveiflu í íslensku efnahagslífi. Kampavínsáhuginn í landinu færist í aukana. Um það þarf ekki að deila. Enda frábært vín þar á ferð. Lengst af vanmetið og álitin kostn- aðarsöm leið til að leysa fordrykk- inn. Jafnt og þétt hafa augu fólks opnast fyrir töfrum þessa víns og hversu margbreytilegt og skemmtilegt það er. Og þegar almenn þekking á efn- inu eykst, skapast þrýstingur á þá sem meira „eiga“ að kunna að kafa dýpra og afla enn meiri þekkingar sem svo má miðla áfram. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að með nokkru millibili hefur góður hópur sem sameinast í áhuga og ástríðu fyrir kampavíni hist í gamalli bankahvelfingu við Lauga- veg og tekið til smökkunar kampa- vín sem alla jafna eru ekki á borð- um en eiga það sammerkt að hafa mótandi áhrif á kampavínfram- leiðsluna með einu eða öðru móti. Brasserie á heimsmælikvarða Hvelfingin sem um ræðir er falin perla í íslenskri veitingahúsamenn- ingu, í kjallaranum á Eiriksson við Laugaveg 77. Þar, mitt á milli tveggja glæsilegra vínherbergja geta gestir komið sér fyrir yfir kvöldverði, allt að 16 manns, og notið þess að vera út af fyrir sig, umkringdir einhverjum besta vín- kjallara landsins. Það eru enda veitingarnar á staðnum sem draga hópinn þangað. Framúrskarandi og frumleg matargerð – auk andrúms- loftsins sem að einhverju marki minnir á hina ótrúlegu neðanjarð- arveröld sem grafin hefur verið um allt Chamapagne-hérað og hýsir á annan milljarð flaskna á hverjum tíma, sem enn bíða þess að koma á markað. Nægilega þroskaðar að mati kjallarameistaranna slingu. Að þessu sinni tók hópurinn til skoðunar 10 vín úr ólíkum áttum og skipta mátti þeim gróflega upp í fjóra flokka. Í þremur flokkum voru þrjú vín og eitt vínið varð ein- faldlega að vera í flokki eitt og sér – slík var sérstaðan. Hvítt úr hvítu Fyrst lá leiðin um Blanc de blancs (BdeB) þar sem á veginum urðu þrjú afar ólík en áhugaverð vín. BdeB frá Charles Heidsieck (sem er fjölárganga eða NV), Special Club 2014 frá Pierre Gi- monnet og Quattuor frá Drappier sem er fjölárganga og fjölþrúguvín þótt það sé skilgreint sem BdeB. það er gert í jöfnum hlutföllum úr Chardonnay, sem er hin ráðandi hvíta þrúga í Champagne, ásamt Blanc vrai eða Pinot Blanc eins og við köllum hana alla jafna, Arbane og Petit Meslier. Síðastnefnda vín- ið afar ljúffgent og aðgengilegt og óður til fyrri tíðar þegar ræktunin í Champagne skiptist milli hátt í 100 ólíkra þrúgutegunda en í dag eru aðeins 7 þeirra leyfðar. Charles Heidsieck er alltaf margbrotinn, á margan hátt þungur og óræður en þungavigt. Special Club er með sama hætti margbrotið vín, enda að hluta sótt á ekrur sem plantaðar voru 1911 og 1913 en um leið tært og ferskt. Þar fær engin eik að komast að til þess að breyta eðli og ásýnd vínsins. Annar flokkurinn var rósa- kampavín. Þar var sótt í smiðju Pol Roger sem framleiðir einhver mögnuðustu vínin af þeirri gerð í Champagne. Árgangur 2008 að þessu sinni, enda reynst á allan hátt vel. Mikil vonbrigði urðu þeg- ar í ljós kom að vínið var korkað og það hressilega. Slíkt hendir á bestu bæjum en viðstaddir grétu flöskuna beiskum tárum. Larm- andier-Bernier, sem sinnir rækt- unarstarfi í Côte des blancs og er þar með nær einvörðungu í BdeB- vínum, sendir frá sér rósakampavín Stundum þarf að draga þunga- vopnin fram HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.