Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 10

Morgunblaðið - 03.03.2021, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021FRÉTTIR Við hjónin höfum uppgötvað ágætis- ráð til að halda sambandinu góðu. Tvisvar í mánuði, eða þar um bil, býð ég eiginmanninum á huggulegan vindlabar hér í Mexíkóborg þar sem við hreiðrum um okkur í leðursófa úti á verönd, pöntum viskí og klárum einn vindil hvor fyrir sig. Þetta reyn- ist sérlega heppileg leið til að ræða málin og kynnast betur. Er eins og vindlareykingarnar gefi samræð- unum þægilegan takt og komi í veg fyrir að samtalið þróist út í rifrildi. Þegar vindlarnir hafa klárast bið ég barþjóninn að skjótast yfir á veit- ingastaðinn við hliðina og sækja nokkra skammta af dýrðarinnar rækju-takós til að ljúka kvöldinu. Við Youssef höldum svo heim á leið mett- ir, mjúkir og bálskotnir, og tilbúnir að takast á við hvers kyns basl og ergelsi fram að næsta vindlakvöldi. Best af öllu er að þetta kostar minna en viðtalstíminn hjá hjóna- bandsráðgjafa. Ekki tala fallega um vindla Verst að það skuli vera á lagalega gráu svæði að deila þessu hjóna- bandsráði með lesendum blaðsins. Mætti túlka ákvæði tóbaksvarnar- laga þannig að umfjöllun um vindla- reykingar á þessum nótum sé mögu- lega brot á ákvæði 2. mgr 7. gr laganna. Það væri enn glannalegra ef ég deildi því með lesendum að í síðustu ferðinni á vindlabarinn fékk ég mér afskaplega ljúffengan vindil frá Rocky Patel, Twentieth Anniversary Natural. Þessi fallegi og vel byggði vindill er laufléttur í byrjun, með hrífandi rjóma- og vanillutón- um, en styrkist smám saman svo að keimur af pipar og leðri verð- ur ráðandi, með ögn af hnetu með sætum tónum. Hann smell- passaði við tiltölulega ódýrt 13 ára viskí úr sérrí-tunnum og skildi eftir þægilegt eftirbragð. Þrátt fyrir það þarf varla að minna lesendur á skaðsemi tób- aks á heilsu manna. Varkárir lögfræðingar túlka tóbaksvarnarlög þannig að textabrotið hér að ofan sé kolólölegt enda komi fram í þeim hluta laganna sem banna tóbaksauglýsingar (nánar tiltekið 3 tl., 3 mgr. 7. gr.) að ekki megi birta stafkrók um einstakar tóbaksvörur nema til að vara við skaðsemi þeirra. Ég vil túlka lögin með öðrum hætti: að umrædd klausa bindi aðeins hendur framleiðenda og seljenda en að einstaklingum hljóti að vera frjálst að tjá skoðanir sínar á tóbaksvörum rétt eins og öllum öðr- um vörum. Því miður hefur ekki oft verið látið reyna á lögin fyrir dómstólum. Tveir sígarettuframleiðendur töpuðu máli fyrir hæstarétti árið 2005 þegar þeim var meinað, með vísan til tóbaks- varnarlaga, að birta tilkynningu í fjölmiðlum um breytingu á útliti um- búða á vöru sem fyrirtækin fram- leiða. Engir dómar liggja hins vegar fyrir þar sem hefur fengist úr því skorið hvort að bannákvæði laganna skerði líka frelsi óbreyttra blaða- manna eða hins almenna borgara til að tjá sig eins og þeim sýnist um vindla eða aðrar tóbaksvörur. Óvissan um túlkun laganna þýðir að tjáningarfrelsið – sem hefði ekki átt að skerða til að byrja með – kann í reynd að vera skert miklu meira en löggjafinn ætlaði sér. Það getur jú enginn vitað það með vissu hvort von sé á ákæru fyrir færslu á Facebook um magnaðan Davidoff, fyrir les- endabréf í dagblaði um Marlboro, eða fyrir það að rappa um Cohiba. Sjálfur þurfti ég að biðja lögfræðing Morgunblaðsins að renna yfir grein- ina til að hafa einhverja hugmynd um hvort mér hefði tekist að smokra mér réttum megin við strikið. Leitin að sannleikanum Hjarta klámblaðaútgefandans Larrys Flynts gaf sig þann 10. febr- úar síðastliðinn og er mikil frelsis- hetja fallin frá. Flynt var aldeilis ekki barnanna bestur – það mætti jafnvel kalla hann lúsablesa – en hann var líka einhver mikilvægasti baráttumaður tjáning- arfrelsisins á síðustu öld. Væri ósk- andi að Ísland ætti nokkra menn eins og Flynt: nógu kræfa, nógu þrjóska, nógu óforskammaða og nógu efnaða til að láta reyna á ákvæði laganna, rýmka reglurnar eins og hægt er og þvinga stjórnvöld til að skera úr um minnstu vafaatriði. Hvorki meira né minna en þrjú dómsmál tengd Flynt rötuðu inn á borð Hæstaréttar Bandaríkjanna en það mikilvægasta var mál sjón- varpspredikarans Jerrys Falwells- gegn Hustler. Klámblaðið hafði birt grínauglýsingu sem hermdi eftir frægri auglýsingaherferð Campari en grínið var af allra grófustu sort og snerist um uppdiktað viðtal við guðs- manninn þar sem hann lýsti því hvernig hann missti sveindóminn með móður sinni, og það inni á illa lyktandi útikamri. Deilt var um hvort að opinber persóna gæti farið fram á bætur vegna andlegs miska af völd- um grínumfjöllunar eða ádeilu. Alan Isaacman, lögfræðingur Flynts til margra ára, varði málið af einstakri fimi og benti m.a. á að ef dómstóllinn úrskurðaði Falwell í hag þá væri í reynd verið að skerða hvers kyns umræðu sem gæti verið valda- miklu fólki á móti skapi – allt sem þyrfti væri að kvarta yfir andlegum miska sem hver sem er gæti haldið fram af hvaða tilefni sem er. Ekki nóg með það heldur væri háðið nauð- synlegt fyrir óhefta umræðu um áhrifamikið fólk og veitti stundum nýja sýn á menn og málefni. Sjálfur William Rehnquist skrifaði rökstuðning Hæstaréttar en allir dómararnir átta dæmdu Hustler í hag. Í dómnum segir meðal annars, í lauslegri þýðingu: „Kjarninn í fyrsta viðauka stjórnarskrárinnar er fólginn í skilningi á grund- vallarmikilvægi óheftrar um- ræðu um hugmyndir og skoð- anir um mál sem varða hagsmuni almennings. Það að fólk geti tjáð skoðanir sínar varðar ekki bara frelsi ein- staklingsins – og er fyrir vikið æskilegt út af fyrir sig – held- ur er það einnig ómissandi fyrir getu almennings til að leita sannleikans og fyrir vel- ferð samfélagsins í heild sinni.“ Þeir Isaacman og Rehn- quist komu þarna með svarið handa þeim sem þykir það frekar léttvægt þegar klipið er af tjáningarfrelsinu hér og þar. Í sjálfu sér fer sam- félagið ekki á hliðina þó að lögin banni blaðamönnum að skrifa um bragðgóða vindla, eða klámritum að gera grín að sjón- varpspredikurum, en þegar við byrj- um að skerða tjáningarfrelsið er enginn sem veit hvar við endum og líklegra en ekki að allir verði orðnir ófrjálsari þegar upp er staðið. Frelsið njóti vafans Baráttan fyrir tjáningarfrelsinu heldur áfram. Blaðamaðurinn heimsfrægi Glenn Greenwald benti á nýjustu birtingarmynd vandans í tísti sem hann sendi frá sér fyrir skemmstu en tilefnið var frétt Reut- ers um að Twitter hefði lokað hund- rað notendareikningum með tengsl við Rússland fyrir þá sök að dreifa efni sem var gagnrýnið á starfsemi NATO. „Það liðu bara tvö ár frá því Milo [Yiannopolous] og Alex Jones voru látnir hverfa og þar til bannað var að „dreifa efni sem dregur úr tiltrú al- mennings á NATO“,“ skrifaði Greenwald: „Hvar ætli við verðum þá stödd að liðnum tveimur árum til viðbótar? Ritskoðunarvaldið eitrar út frá sér og hættir ekki að breiða úr sér nema því sé sópað algjörlega í burtu.“ Tóbaksvarnarlög tóku gildi árið 2002, um það bil sjö árum eftir að tjáningarfrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar var breytt á þá vegu að heimilt varð að setja tjáningu skorð- ur með vísan til þátta á borð við alls- herjarreglu og verndun heilsu og siðgæðis. Núna þarf aðeins að vísa til almannahagsmuna til að geta bann- að hvers kyns tjáningu með ósköp venjulegu lagafrumvarpi eða jafnvel bara með reglugerð. Í stað þess að stíga á bremsuna gefur stjórnar- skráin löggjafanum hámarks- svigrúm til að ganga á frelsi almenn- ings eftir hentisemi. Á Íslandi ætti einmitt, vegna skorts á mönnum eins og Flynt, að reisa háa varnargarða í kringum öll neikvæð réttindi (þ.e. réttinn til að fá að vera í friði). Ætti alltaf að láta frelsið njóta vafans en þvinga þá sem vilja skerða frelsi borgaranna til að hafa heilmikið fyrir því. Og ef eitthvert vel meinandi möppudýrið hjá Landlækni, Krabbameinsfélaginu, eða ráðuneyt- unum skyldi vilja æsa sig yfir þess- um skrifum, þá bið ég Larry Flynt að koma í vitnastúkuna sem sér- fræðivitni: „Allt hefur sitt gjald, og gjaldið sem við greiðum fyrir að búa í frjálsu samfélagi er að sýna öðrum umburðarlyndi,“ sagði hann. „Við þurfum að umbera hluti sem eru okkur ekki endilega að skapi ef við ætlum að vera frjáls.“ Hver stígur á bremsuna? Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mexíkóborg ai@mbl.is Klámblaðaútgefandinn Larry Flynt lét reyna á mörk tjáningarfrelsisins, samlöndum sínum öllum til hags- bóta. Vaxandi ritskoðun er verulegt áhyggjuefni, þrengt að allri umræðu og fáir sem halda uppi vörnum. Larry Flynt skildi mikilvægi frelsisins. HECTOR MATA / AFP VERTU MEÐ BINGÓGLEÐ Í OPINNI DAGSKRÁ FYR BINGÓGLAÐA ÍSLEND ALLA FIMMTUDAGA K Á MBL.IS/BING Í INNI IR ALLA INGA L. 19:00 O TAKTU ÞÁTT Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.