Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.03.2021, Blaðsíða 11
Allt um sjávarútveg Ragnheiður er eigandi þjálf- unarfyrirtækisins PROtraining sem býður upp á námskeið, vinnustofur, ráðgjöf og fyrir- lestra auk PROcoaching- markþjálfunar. Hún er einn reynslumesti mannauðsþjálfari landsins og hefur þjálfað yfir 10.000 manns innan fjölda fyrir- tækja hérlendis og í stórfyrir- tækjum erlendis. Hún er sér- fræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur unnið til fjölda verð- launa sem þjálfari á alþjóðavett- vangi. Ásamt eiginmanni sínum rekur hún jafnframt viðburða- fyrirtækið PROevents sem er leiðandi á sínu sviði. Hverjar eru helstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Heimsfaraldur og fjöldatak- markanir eru ekki beint kjör- aðstæður fyrir rekstur viðburða- fyrirtækis. Líkt og svo margir aðrir höfum við hjá PROevents því ekki farið varhluta af ástand- inu, en framan af í faraldri þótti það frekar langsótt að halda við- burði eða þiggja þjálfun rafrænt. Rekstur okkar er talsvert árs- tíðabundinn og annasamur fyrstu tvo ársfjórðunga og urðum við þannig af helmingi áætlaðra árs- tekna okkar í fyrstu lotu farald- ursins, tímabil sem var í upphafi betur bókað en nokkru sinni fyrr. Þegar útséð var um að breyt- ingar yrðu á aðstæðum í þjóð- félaginu í bráð, snerum við vörn í sókn og einsettum okkur að há- marka óhjákvæmilegar rafrænar aðstæður, og aðlaga bæði þjálfun og viðburði nýjum raunveruleika. Sem betur fer auðnaðist okkur að finna árangursríkar leiðir til að rýna, efla, hvetja og fagna með góðu fólki í gegnum fjar- búnað og sýna fram á að þessi veira þarf sannarlega ekki að standa í vegi fyrir árangurs- ríkum, mannbætandi sam- skiptum. Hver var síðasta ráðstefnan sem þú sóttir? Ég er varaformaður FKA og síðastliðinn laugardag stóðum við fyrir ráðstefnu sem bar heitið Sýnileikadagurinn og var tilgang- urinn að efla konur í að koma fram opinberlega. Ég var þar með erindi um hvernig svara skuli erfiðum spurningum af fag- mennsku á opinberum vettvangi. Ráðstefnan var einn fjölsóttasti viðburður sem FKA hefur staðið fyrir og var mikil ánægja með hann. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ein uppáhaldsbók mín er Mindset, eða Hugarfar, eftir Carol S. Dweck. Ég tel hugarfar okkar grundvalla að miklu leyti framgöngu okkar í lífinu, en ég hef tileinkað mér mottóið Við stjórnum hugarfari okkar sjálf, og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður. Einnig hef ég nýtt mér kenn- ingu höfundarins Mihaly Csiks- zentmihalyi, Flow, í minni þjálf- un, sem fjallar um að komast í flæði í bæði vinnu og einkalífi, ásamt kenningum Martin Selig- man um hamingjuna. Fyrr- nefndir höfundar eru að mínu mati miklir snillingar, hver með sína nálgun og sýn á jákvæða sál- fræði, en ég nýti mikið faglegar kenningar og fræði á við þeirra á mínum námskeiðum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Í mínu fagi er mikilvægt að fylgjast vel með straumum og stefnum, hvort heldur sem er í viðburðahaldi eða þjálfun mann- auðs. Ég held mér sérlega vel við í þeim efnum með því að sækja ráðstefnur, námskeið og endur- menntun. Sem dæmi þá er ég al- þjóðlega vottaður markþjálfi hjá ICF sem eru alþjóðasamtök, en þar hef ég aðgang að fjölda nám- skeiða og vinnustofa, sem hafa gagnast mér mjög vel til að við- halda hæfni og þekkingu, ásamt því að kynna mér það nýjasta hverju sinni. Auk stöðugrar sí- menntunar í markþjálfun og námskeiðahaldi, er ég stöðugt að bæta við mig þekkingu í jákvæðri sálfræði og stefni á að ljúka Msc í þeim fræðum. Í haust bætti ég við mig sáttamiðlun sem ég nýti til að aðstoða teymi í krísu. Svo hlusta ég töluvert á hlaðvarp og fyrirlesara á t.d. TED. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég hlusta á viðskiptavini mína. Besti innblásturinn kemur frá fólki sem er að stíga ný skref, taka áhættu og þora að fara út fyrir þægindahringinn. Það er fátt skemmtilegra en að sjá við- skiptavini mína blómstra í því sem þá dreymir um að gera. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Sem varaformaður FKA er ég stolt af því að hafa beitt mér fyrir kynjajafnvægi í atvinnulífinu. Það er dapurt að það þurfi laga- setningu til að svo megi verða, líkt og ákvæði um jafnan hlut kvenna og karla í stjórnum fyr- irtækja sem bundið var í lög árið 2013. Ég myndi nýta daginn vel og festa í sessi kynjajafnvægi á öllum sviðum atvinnulífsins. SVIPMYND Ragnheiður Aradóttir eigandi PROevents Morgunblaðið/Kristinn Magnússon MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2021 11FRÉTTIR NÁM: Verzlunarskóli Íslands – Stúdent 1985; dipl. í ferðamálafræði; BBA í hótel- og ferðamálastjórnun 1990; MSc-nám í mannauðsstjórnun 2009; PCC-vottaður markþjálfi frá ICF 2012; dipl. á meistarastigi í jákvæðri sál- fræði 2018. STÖRF: Starfaði í ferðaþjónustu í 15 ár, lengst af við markaðssetningu á Íslandi. Stofnaði árið 2006 fyrirtækið PROtraining og PROcoaching og stofnaði PROevents 2013. ÁHUGAMÁL: Ég er mikil félagsvera og nýti hverja stund sem gefst með fjölskyldu og vinum. Mannrækt og mannleg samskipti eru mér mikilvæg. Við fjölskyldan njótum útivistar, ferðumst víða hérlendis sem erlendis og leitum þá gjarnan upp fáfarna staði, stundum skíði og golf ásamt annarri hreyfingu. FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvænt Jóni Þórðarsyni, viðskiptafræðingi og viðburðastjóra. Við eigum þrjú börn: Esther, meistaranema í alþjóðaum- hverfisstjórnmálafræði í Hollandi, Rakel, sem stundar nám í innanhúss- og húsgagnahönnun á Ítalíu, og Ara Frey, sem er á íþróttabraut í FG. HIN HLIÐIN VEITINGAGEIRINN Sýrlenski veitingastaðurinn Mandí mun á næstu vikum opna nýtt útibú í Kópavogi. Staðurinn verður nánar til- tekið til húsa í Hæðarsmára, en fyrir- tækið er nú þegar með þrjá staði í Reykjavík. Í samtali við ViðskiptaMoggann staðfesta forsvarsmenn Mandí að verið sé að vinna að því að ljúka fram- kvæmdum í Kópavogi. Gangi allt upp verði staðurinn opnaður innan fárra vikna. Líkt og á öðrum stöðum Mandí verður þar seldur miðausturlenskur matur á borð við shawarma-vefjur, kebab og hummus. Morgunblaðið/Ásdís Af veitingastað Mandí sem til húsa er í Veltusundi í Reykjavík. Mandí í Kópavog Snjallari lausnir í greiðslumiðlun á Íslandi Fjártæknilausnir Rapyd bjóða þér upp á snjallari greiðslumiðlun. Við bjóðum upp á fjölmargar greiðsluleiðir og virðisaukandi þjónustur sem henta þínum rekstri. Við setjum þjónustu við söluaðila í fyrsta sæti. Vertu í sambandi 558 8000 | hallo@rapyd.net | rapyd.net/is Einfaldari Snjallari Betri Leyfðu okkur að þjónusta þig. Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 Sterkari saman í sátt við umhverfið Ragnheiður myndi vilja sjá kynjajafnvægi á öllum svið- um atvinnu- lífsins. Veiran stöðvar ekki árangursrík samskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.