Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Margrét Hugrún margret.hugrun@-
gmail.com Elínrós Líndal elinros@mbl.is Snæfríður Ingadóttir snaeja@gmail.com Auglýsingar Bylgja Sigþórsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina
tók Christine Gísla
É
g hef búið þar nánast alla ævi - fyrir
utan námsár okkar hjóna. Við erum
með búskap á Reyni, 50 kýr og
nokkrar kindur. Pólitíkin tekur mik-
inn tíma en ég er samt virkur í bú-
skapnum.
Undanfarna daga hefur staðið yfir á Alþingi
umræða um fjármálaáætlun. Umræðan hefur
verið helsta verkefni undanfarna daga auk
starfa í atvinnuveganefnd. Þá erum við að ljúka
í stjórn Fjarskiptasjóðs úthlutun til síðustu
áfanga í verkefninu Ísland ljóstengt. Verkefnið
er til stuðnings á ljósleiðarfjarskipum í sveitum
á Íslandi. Stórmerkilegt og mikilvægt verkefni
sem hefur breytt óendanlega miklu fyrir fólkið
sem þar býr. Verkefnið hefur verið hugarfóstur
mitt í mörg ár og ég hef fylgt því frá upphafi.
Mótað það og komið í framkvæmd með fjölda
mjög öflugs fólks. Þegar ég hugsa til baka, um
verkefnið, þá er næstum ótrúlegt hverju það
hefur skilað. Að ég tali ekki um undanfarið ár -
þar sem flest í okkar daglega lífi hefur flust á
netið. Nám og starf, verslun og samskipti við
ættingja og vini.“
Í sveit nálægt byggð
Vestri-Reyni er í Hvalfjarðarsveit.
„Við búum rétt um sex kílómetra fyrir utan
Akranes. Hér hefur ætt mín búið frá árinu
1910. Ég er sem sagt fjórða kynslóð sem býr
hér. Ég kynntist því vel, meðan ég var formað-
ur Bændasamtaka Íslands, og var í sam-
skiptum við norræna bændur, að þeir spurðu
alltaf um hvað fjölskyldan hefði setið jörðina
lengi. Þá voru þeir sjálfir oftast að vitna til þess
að þeirra fjölskyldur hefðu búið í hundruð ára á
þeirra jörðum. Það er einmitt ekki nema rúm-
lega öld síðan festa kom í búsetu í íslenskum
sveitum. Þar áður voru flutningar á milli jarða
mjög tíðir, fólk var að leita í betra jarðnæði til
að framfleyta sér og sínum. Jörðin okkar var
það sem kallað var kristfjárjörð. Keypt og gef-
in af Brynjólfi biskupi í Skálholti 1662 til Reyn-
islegat-sjóðs - til framfærslu fátækra. Honum
væntanlega til sáluhjálpar. Reynislegat-sjóður
er líklega elsti skráði sjóður í Íslandi. Hann er
ennþá til. En foreldrar mínir keyptu jörðina ár-
ið 1953 af sjóðnum. Líklega er staðurinn, eða
jörðin, þekktastur fyrir ábúandann Jón Hregg-
viðsson, sögupersónu Íslandsklukkunnar, sem
hér bjó þegar hann lenti í útistöðum við yf-
irvöld. Ég segi reyndar að hann hafi lent í þeim
útistöðum vegna fiskveiðistjórnarkerfis þess
tíma. En hann var sakaður um færaþjófnað og
lenti svo á fylleríi með böðli sínum, eftir hýð-
ingu sem hann var dæmdur til vegna stuld-
arins. Böðullinn drukknaði og Jón var sakfelld-
ur fyrir að hafa orðið honum að bana. Við tók 32
ára barátta hans við dómskerfið og var hann á
endanum sýknaður. Ég hef stundum sagt að
það hafi farið tveir bændur frá Reyni á Alþingi,
annar til að verða höfðinu styttri. En Jón var
fyrst dæmdur til að hálshöggvast á Alþingi en
slapp úr varðhaldinu. Saga Jóns Hreggviðs-
sonar er mér hugleikin og ósjálfrátt hef ég
heillast af henni. Líklega vegna tengsla hans
við þann stað sem ég bý á.“
Á Hvanneyri var gott að vera
Haraldur dvaldist nokkra vetur á Hvann-
eyri.
„Fyrst við nám þar sjálfur og seinna sem
starfsmaður, meðan konan mín var í búvís-
indadeild. Það var mjög gott að búa á Hvann-
eyri, skemmtilegt þorp í sveit.
Það var eftirminnilegt að búa í gamla skóla-
stjórahúsinu á Hvanneyri. Hús með mikla og
langa sögu. Það þykir mér sérstaklega fallegt
hús.“
Skemmtilegasti staður sem Haraldur hefur
búið á er fyrsta húsið sem þau byggðu á Reyni.
„Það var lítið timburhús, ekki nema 55 fer-
metrar. Okkur leið alltaf sérstaklega vel þar -
þótt væri orðið þröngt þegar við vorum komin
með tvö börn til viðbótar. Við eigum þetta hús
ennþá og notum það. Eldri dóttir okkar er í því
þegar hún er á landinu. Hún var líka orðin 12
ára þegar við fluttum í stærra húsnæði og hef-
ur hún því sterkar taugar til þess.“
Nauðsynlegt að hafa hund heima
Hvað gerir hús að góðu heimili?
„Persónulegt yfirbragð og munir sem geyma
góðar minningar. Það er nauðsynlegt að hafa
hund. Húsið er virki fjölskyldunnar og mik-
ilvægt að henni líði vel. Ég er háður góðu út-
sýni og víðáttu. Þar fyrir utan þetta hefð-
bundna, að vera hlýtt og hæfilega „stíliserað“.
En fyrst og fremst að það henti þeim sem búa
þar við leik og starf.“
Hvaða setningu myndir þú setja fyrir ofan
hurðina hjá þér til að lýsa stemningunni heima?
„Í forstofunni er útsaumuð mynd eftir
mömmu mína, Drottinn blessi heimilið.
Kannski lýsir það stemningunni að heimilið er
okkar skjól. Mig hefur reyndar alltaf langað til
að setja tilvitnun í Íslandsklukkuna í forstof-
una. Orð Snæfríðar Íslandssólar: „Vinur hví
dregur þú mig í þetta skelfilega hús?“
Þeir sem búa í sveit þurfa oft að sætta sig við
minna húsnæði en þeir sem búa í borgum. „Það
er ekki hlaupið til og skipt um hús eftir fjöl-
skyldustærð, eins og hægt er í þéttbýlinu. Ég
ólst upp í húsi foreldra minna sem ekki var á
þeim tíma nema 60 fermetrar. Þar vorum við
sex systkinin um tíma. Seinna var húsið stækk-
að og í því húsi búum við núna. Kannski líka
ágætt dæmi um þær kröfur sem við gerum til
húsnæðis í dag. En svona er þetta í oftast í
sveitum.“
„Ég er háður góðu
útsýni og víðáttu“
Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, er
uppalinn á Vestri-Reyni undir Akrafjalli. Í forstofunni
heima er hann með útsaumaða mynd eftir mömmu sína
þar sem segir: Drottinn blessi heimilið.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Haraldur Benediktsson
bóndi og alþingismaður.
Til Sölu
Við Kleifakór í Kópavogi stendur afar fal-
leg einbýlishús sem byggt var 2007. Húsið er
315 fm að stærð og er sérlega vel skipulagt og
búið fallegum innréttingum. Í stofunni er ar-
inn og því hægt að hafa það einstaklega nota-
legt á köldum vetrarkvöldum. Í húsinu eru
átta herbergi og þrjú baðherbergi.
Hægt er að skoða húsið nánar á fast-
eignavef mbl.is.
Kleifakór 9
159.000.000