Morgunblaðið - 27.03.2021, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021
V
ið rifum allt út úr gamla eldhúsinu,
tókum niður veggi og færðum þvotta-
hús frá þessu svæði annað,“ segir Sól-
veig sem veit fátt skemmtilegra en að
hanna stór eldhús fyrir fjölskyldur
sem kunna að halda góð boð.
Þegar hún fór í verkefnið hafði hún þarfir fjöl-
skyldunnar í huga.
„Þau vildu stórt barborð til að sitja við í eld-
húsinu og lögðu áherslu á skilvirkni og hag-
kvæmni.
Þau vildu hafa tvennt af öllu. Svo ég hannaði
eldhús með tveimur ísskápum, tveimur upp-
þvottavélum og tveimur ofnum.
Fjölskyldan vildi ekki hafa efri skápa í eld-
húsinu en var að leita eftir ákveðnum léttleika,
sem mér finnst ég hafa náð fram á skemmti-
legan hátt.“
Lærði fagið sitt á Ítalíu
Eyjan er að mati Sólveigar með meiri karakt-
er þar sem ákveðið var að nota svartan við í
hana.
„Allar innréttingar í eldhúsinu eru hvítar að
undanskilinni eyjunni og eru þær frá HTH-
innréttingum. Viðarhillan á veggnum er sér-
smíðuð hjá Efnissölunni. Borðplatan er frá
Steinprýði og er úr kvartsi. Blöndunartækin eru
einstaklega falleg og eru þau frá Ísleifi Jónssyni
og svo til að setja smá „bling“-útlit á eldhúsið
valdi ég að nota gylltar höldur frá HTH-inn-
réttingum.“
Hönnun Sólveigar ber merki þess að hún
lærði fag sitt á Ítalíu, nánar tiltekið í ISAD
Design School í Mílanó.
„Það hefur án efa áhrif á það sem ég geri, en
ég veit fátt skemmtilegra en að hanna húsnæði
með þarfir fólksins sem ég vinn fyrir í huga.
Fjölskyldan í Kópavogi er sem dæmi mjög
opið og skemmtilegt fólk sem heldur mikið af
matarboðum. Mig langaði að búa til eldhús með
það í huga.
Lýsingin gerir mikið fyrir eldhúsið
„Síðan eru hjónin þannig að þau njóta þess að
eiga rómantískar stundir saman og því ákvað ég
að setja lítinn bekk undir glugga í eldhúsinu þar
sem þau gætu setið hvort í sínu horni með gott
rauðvínsglas að lesa bók með huggulegt útsýni
og í þessu fallega rými þar sem þau geta notið
návistar við alla þá sem koma inn í eldhúsið eða
ganga um svæðið.“
Hillurnar undir eldhúsbekknum eru auka-
geymslur fyrir matarstell eða hluti úr eldhús-
inu. Eins er hægt að geyma góðar bækur þar og
hluti sem fjölskyldan notar á bekknum.
Barstólarnir inni í eldhúsinu eru stílhreinir
stólar úr Epal.
Stór búrskápur er í eldhúsinnréttingunni þar
sem ísskáparnir tveir eru staðsettir og inni í
þeim skápum er falleg lýsing.
„Ég ákvað að taka aðeins niður loftið til að
poppa aðeins upp eldhúsið. Eins er lýsingin
hugsuð sem góð vinnulýsing. Ljósin sem notuð
eru í eldhúsinu eru úr Lýsingu og hönnun og
þótt veggljósið sé aðallega fyrir stemninguna þá
lýsir það á hluta af borði þar sem hægt er að
hafa fallega ávexti í skál svo dæmi séu tekin,“
segir Sólveig.
Það eru eflaust margir sem vilja gera eitthvað
fallegt fyrir eldhúsið sitt um páskana. Sólveig
Viðarhillan á
Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt hannaði ein-
staklega gott vinnueldhús í Kópavogi fyrir fimm manna fjölskyldu
sem er mikið fyrir að halda góðar veislur.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sólveig Andrea
Jónsdóttir
innanhúss-
arkitekt lærði
fag sitt í
Mílanó á
Ítalíu.
Það skiptir öllu máli að vel fari um alla í eldhúsinu. Bæði
þá sem eru að borða og þá sem eru að vinna.
Eyjan sker sig fallega
úr með svörtum við.
Bekkurinn í eldhúsinu var
geti átt rómantískar stundir
Veislueldhúsmeð
öllu í Kópavogi