Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 22

Morgunblaðið - 27.03.2021, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2021 F lutningarnir mínir á milli húsa og íbúða hóf- ust þegar það gaus í Vestmannaeyjum árið 1973, en þá var ég rétt um sautján ára,“ segir Eyjamaðurinn Ás- mundur og bætir því við að þá hafi hann jú neyðst til að flakka á milli húsa og her- bergja þar sem húsnæði í Eyj- um var bæði af skornum skammti og margt mjög illa farið. „Ég vann í nokkur ár við að hreinsa upp eftir gosið og það var gríðarleg vinna eins og fólk getur ímyndað sér. Eina nóttina þeg- ar ég var búinn að vinna, gekk ég dauðþreyttur áleiðis þangað sem ég hélt að væri heim til frænd- fólks míns, þar sem ég bjó þá stundina, en í stað- inn gekk ég af gömlum vana og rankaði allt í einu við mér fyrir framan æskuheimili mitt sem var þá alveg horfið undir hraun. Það var mjög sérstök tilfinning,“ segir hann íhugull og bætir við að enn í dag, fjörutíu og átta árum síðar, upplifi hann þessa sérstöku tilfinningu við það að skoða mynd- ir af svæðinu. „Það er ekki bara það að húsið sé horfið heldur er allt umhverfið í kringum það far- ið. Umhverfið sem ég lék mér í við heimili mitt sem krakki er ekki lengur til. Maður skoðar það bara á myndum.“ Skjálftarnir eruerfiðari en eldgos Nú býr Ásmundur í Reykjanesbæ svo það liggur beint við að spyrja hann út í þá upplifun að eiga kannski aftur von á gosi í grennd við heim- ilið. „Í samanburði við það sem gerðist í Eyjum þá eru þessir skjálftar á Reykjanesinu búnir að vera mjög átakasamir fyrir fólk. Það voru eiginlega engir jarðskjálftar á undan gosinu í Eyjum held- ur kom bara gosið allt í einu og fólk brást við. Í Grindavík er staðan búin að vera mjög erfið og fólki líður misjafnlega í Keflavík. Þegar það gýs þá getur maður stjórnað atburðarásinni í kring í þeim skilningi að fólk getur verið nálægt gosinu eða farið í burtu og beðið en í jarðskjálftum þá veit maður ekkert um það hvenær næsti skjálfti kemur, hversu öflugur hann verður eða hvað ástandið stendur lengi yfir. Þeir koma alveg óforvarandis og þótt fæst- ir séu haldnir alvarlega djúpstæðum ótta þá er þetta verulega óþægilegt fyrir alla. Margir kvíða fyrir því að fara að sofa á nóttunni enda veit fólk ekkert hverju það á von á. Grindvíkingar eiga alla mína samúð.“ Hófu nýtt líf um miðjan aldur Flutningatímabil Ásmundar og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur, hófst reyndar ekki fyrir alvöru fyrr en þau fluttu frá Eyjum þegar hann var 47 ára en þá var hann ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavík- ur. „Þeir útveguðu mér húsnæði og það var með margvíslegum hætti. Stundum fékk maður eitt- hvað lánað og stundum redduðu stuðningsaðilar húsnæði. Svo var bara allt í einu hringt og við þurftum að losa. Við bjuggum við ýmsar aðæður, meðal annars uppi á lofti í verslunarhúsnæði og svona hingað og þangað. Stundum bjuggum við á stöðum sem við hefðum nú ekki valið sjálf en á þessum tíma hafði maður ekki marga valkosti enda vorum við svona hálfpartinn að byrja lífið upp á nýtt. Ég hætti til dæmis að drekka á þess- um tíma og við vorum í fínum málum en með tím- anum ákváðum við samt að kaupa okkur hús í Keflavík en þegar við vorum svona rétt búin að fá lyklana þá varð ég bæjarstóri í Garðinum svo við fluttum þangað. Þá hafði ég flutt fimm sinnum í Keflavík á sex árum. Við bjuggum Garðinum í sjö ár en árið 2016 var aftur flutt í bráðabirgða- húsnæði í Reykjanesbæ í lítilli blokk. Þaðan flutt- um við í parhús og á síðasta ári fluttum við í nýja blokk við götu sem heitir Grænalaut. Þetta er tveggja hæða íbúðarhúsnæði þannig að nágrann- arnir vilja ekki kalla þetta blokk en ég segi að þetta sé blokk,“ segir hann kerskinn. Fékk malbikseitrun í Reykjavík og flutti til baka eftir tíu mánuði Allt í allt hafa Ásmundur og Sigríður búið á níu stöðum á Suðurnesjum en í aðeins tíu mán- uði í Reykjavík. „Ég flutti til Reykjavíkur en það var bara í þeim tilgangi að koma henni Siggu minni til Eyja. Þá bjuggum við saman í Austurbergi í tíu mánuði og svo kom að því að ég fékk svo- kallaða „malbikseitrun“ en það er heilkenni sem herjar oft á fólk úr Eyjum þegar það flyt- ur á meginlandið.“ Þegar aftur var komið til Eyja festu þau hjónin kaup á stóru einbýlis- húsi sem var allt komið undir vigur og nánast fokhelt að sögn Ásmundar. „Það fór mikil vinna í að moka þessu út og gera húsið upp að nýju en eftir að það var klárt fluttum við inn og bjuggum þar í nokkuð mörg ár þangað til við fluttum til Keflavíkur.“ Ásmundur segir að vissulega geti það verið kostnaðarsamt, og smá bras, að standa í sjálf- um flutningunum en að það sé alltaf jafn gam- an þegar maður er loks fluttur inn á nýjan stað. „Það trúir því enginn hvað hún Sigga getur verið fljót að ganga frá og koma öllu á sinn stað þegar við flytjum. Hún er alveg svakalega fljót að þessu. Við höfum búið við alls konar aðstæður en við höfum alltaf búið okkur falleg heimili og alltaf liðið vel þar sem við erum en ef ég held að mér liði betur einhvers staðar annars staðar þá hika ég aldrei við að færa mig um set. Stundum segi ég í gríni að þetta sé allt bara Siggu að kenna. Að hún sé að flytja og ég sé að græja þetta fyrir hana en oftast erum við auðvitað að taka þessar ákvarðanir saman,“ segir hann og bætir við að annars myndu þau varla hafa flutt svona oft. „Krakkarnir okkar eru alltaf dugleg að koma í heimsókn og mat til okkar og tengdasonur minn hefur þann sið að taka alltaf með sér borvél og græjur til að festa myndir upp á vegg en með því er hann sem sagt að gera lúmskt grín að tengdaföður sínum,“ segir Ásmundur og hlær. Alltaf fljót að bjóða nýjum nágrönnum í grillpartí Ásmundur leggur mikla áherslu á að eiga í góðu sambandi við nágranna sína og er þakk- látur fyrir að hafa alltaf haft gott og vinalegt fólk í kringum sig. „Við hjónin höfum þurft að takast á við margskonar og fjölbreytilegar uppákomur í lífinu. Ein þeirra hefur verið sú að við höfum flutt alveg margoft. Mér hefur aldrei þótt það vera vandamál heldur lít ég svo á að þetta hafi verið dýrmæt reynsla en eitt af því sem ég get þakkað fyrir er hvað við höfum alltaf átt góða nágranna. Við höfum aldrei nokkurn tíma lent í neinum uppákomum hvað það varðar. Þegar við flytjum inn á nýjan stað þá erum við alltaf fljót að láta nágranna hafa aukalykla, enda vil ég meina að það sé fyrir öllu að byrja á því að treysta nágrönnum sínum. Þegar við fluttum inn í Grænalund í fyrra létum við nýju ná- grannakonuna okkar hafa lykilinn að íbúðinni okkar en þá höfðum við aldrei séð hana áður. Svo kynnist maður fólki og þá myndast alltaf góður vinskapur. Við bíðum ekki lengi með að bjóða fólki í grillpartí eða mat, en núna hefur Covid-faraldurinn auðvitað komið í veg fyrir að við gætum gert það hér á nýja staðnum. Ég hlakka til þegar af verður því hér býr alls kon- ar fólk á öllum aldri og það er alltaf líf og fjör.“ Að lokum spyr blaðamaður Ásmund hvort hann hafi upplifað einhverja sérstaka beina eða óbeina gagnrýni fyrir að vera svona flutn- ingaglaður, en hann segir ekki. „Það hefur að minnsta kosti enginn fattað það enn þá að taka mig í bakaríið fyrir að vera alltaf að flytja. Það verður kannski allt brjálað þegar þetta kemst upp.“ Eins og margir sem fletta blöðum vita hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, einstaka unun af því að vera á ferðinni. Gleðin sem Ásmundur fær út úr flandri á þó ekki einungis við um ökuferðir því hann hefur líka gaman af því að flytja á milli húsa. Hann flutti síðast í fyrra en hefur enn ekki tekið það saman á hversu mörgum stöðum hann hefur búið yfir ævina. Margrét Hugrún margret.hugrun@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stundum bjugg- um við á stöðum sem við hefðum nú ekki valið sjálf en á þessum tíma hafði maður ekki marga valkosti enda vorum við svona hálf- partinn að byrja lífið upp á nýtt. Fékkmalbiks- eitrun í Reykjavík Ásmundur hefur búið á mörg- um stöðum í Reykjanesbæ. Ásmundur Friðriks- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.