Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Side 2
Hefur þú áður leikstýrt unglingum? Já, þetta er fjórða árið mitt með Víðistaðaskóla og áður hafði ég unnið með framhaldsskólakrökkum. Við sýnum í ár söngleikinn Annie. Þetta eru auðvitað börn sem hafa ekki reynslu af leiklist og því er þetta önnur nálgun en þegar ég leik- stýri fullorðnum. Þau eru öll að læra allt frá grunni. Krakkarnir sinna öllum verkum; þau leika, syngja, dansa, eru í hljómsveit, sjá um búninga, sviðsmynd og förðun. Þau stýra líka ljósi og hljóði en rúmlega fjörutíu krakkar taka þátt í sýningunni. En þau fá hjálp frá foreldrum með sumt. Hvað sýnið þið oft? Þetta verða sex sýningar og þar af eru tvær á laugardag og tvær á sunnudag. Áhorfendur koma alls staðar að; í fyrra komu 1.700 manns. Þetta er mjög vinsælt. Söngleikurinn í Víðistaðaskóla hefur verið settur á svið síðan 1972 og stækkar sífellt. Það er farið alla leið og mikill metnaður í krökkunum. Sérðu í hópnum hæfileikafólk framtíðarinnar? Já, ég er búin að sjá það í gegnum þessi fjögur ár að mörg þeirra taka þátt í leikritum eða söngleikjum í menntaskóla og sum þeirra enda í leiklistarnámi eða tónlistarnámi. Þetta er mjög hæfi- leikaríkur hópur en hæfileikarnir í ár liggja sérstaklega hjá hljóm- sveitinni. Hvað hefur verið erfiðast í ferlinu? Óvissan hefur verið erfiðust, vegna Covid. Hvort við mættum sýna og hvað margir mættu vera í salnum. Það hefur verið ótrúlega strembið en nú er allt í góðu og sýningar verða um helgina. Krakk- arnir uppskera þá eins og þeir sáðu. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson GUNNELLA HÓLMARSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Annie í Hafnarfirði Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 E inu sinni bjó ung íslensk kona í miðborg Kaupmannahafnar, nánar til tekið á Gråbrødrestræde 22, rétt handan við sjálft Grábræðratorgið. Á hverjum morgni klukkan korter í sex skellti hún sér á svarta gamla reiðhjólið sitt, sem hafði verið keypt á uppboði hjá lögreglunni í Kaupmanna- höfn, og hjólaði sem leið lá í vinnuna í Unibank. Ekki gegndi hún þar hárri stöðu en þó mikilvægri, en á hverjum morgni milli sex og ellefu fór unga kon- an um hæðina sína með ryksugu og afþurrkunarklúta. Í loftlausa rýminu sátu Danirnir sveittir og slógu inn tölur og allir dagar voru eins, nema föstu- dagar þegar boðið var upp á bakkelsi og staup af Gammeldansk. Starfstitillinn var flottur; unga konan var rengøringsassistent. Með vasaútvarp fast í beltinu og heyrnartól á eyrum lærði hún að skilja dönsku af fimm tíma hlustun, fimm daga vikunnar, því eitthvað sat lítið eftir af dönskunámi æskunnar. Launin voru áttatíu þúsund krónur á mánuði sem dugðu vel fyrir kaffi- húsahangsi og barrölti með vinkon- um. Eins gott að mamma hennar borgaði leiguna. Síðan leið aldarfjórðungur eða hér um bil. Unga konan, sem er undir- rituð ef þið voruð ekki búin að fatta það, var orðin miðaldra. Búin að búa á örugglega fimmtán stöðum síðan haustið góða í Köben, taka nokkur háskóla- próf, gifta sig og skilja, eignast tvö börn og vinna lengi á Mogganum. Þá gerist hið óvænta; á æskuheimilið, þar sem faðir minn býr enn, datt inn um lúguna gluggapóstur frá Danmörku, stílaður á Ásdísi Ásgeirsdóttur ren- gøringsassistent. Bankinn var að senda mér yfirlit. Forvitnilegt! Skyldi ég vera milljóna- mæringur í Danmörku án þess að vita af því? Tæplega, ekki höfðu launin verið há. Þegar nánar var kíkt á bréfið kom í ljós að ég átti núll danskar krónur í banka. Og nú í nokkur ár berast reglu- lega sömu bréfin á æskuheimilið sem pabbi færir mér jafnóðum, hlæjandi. Alltaf er ég titluð rengøringsassistent og alltaf á ég núll krónur í banka. Ég er farin að halda að mögulega lifi ég í einhverjum hliðarveruleika sem ung kona í miðborg Kaupmannahafnar. Enn með lögheimili hjá foreldrum. Enn 25 ára. Kannski er hliðarsjálfið mitt þarna einhvers staðar, hjólandi um borgina með flaksandi hár. Áhyggjulaus ung kona með allt lífið fram undan. Framtíðin óráðin og endalausir möguleikar. Enn að hitta vinkonur á kaffi- húsum. Enn að læra dönsku af útvarpinu. Og enn rengøringsassistent! Hliðarsjálfið er rengøringsassistent Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Kannski er hliðar- sjálfið mitt þarna ein- hvers staðar, hjólandi um borgina með flaksandi hár. Áhyggjulaus ung kona með allt lífið fram undan. Snorri Páll Þórðarson Ég hef því miður ekki heyrt það. SPURNING DAGSINS Hvernig finnst þér íslenska Eurovisi- on-lagið? Harpa Luisa Tinganelli Ég er ekki búin að heyra það. Jón Björgvin Guðmundsson Mér finnst það fínt. Ég er vel sáttur. Valgerður Níelsdóttir Hef bara ekki heyrt það. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Gunnella Hólmarsdóttir er sjálfstætt starfandi leikkona og leikstjóri söngleiksins Annie sem er nú sýndur í Víði- staðaskóla. Sýningar eru um helgina og fást miðar á tix.is. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 & "!(%'$# "$&'%#! "-+ ! !" &,'*)%(!$# Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum +*)(' &%# !' $ ".-'', .,#! ,*)()'*& %# !$" 0/# . - .)(+*

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.