Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is
Vikan einkenndist að miklu leyti af fá-
dæma hlýindum, meira og minna um
landið allt, þó þeim fylgdi að vísu
nokkurt vatnsveður víða. Hæst fór
hann í 20,4°C á Dalatanga. Veturinn
hefur einnig verið með þeim mildustu,
fyrstu farfuglarnir komnir – álft, grá-
gæs, tjaldur og sílamáfur – og vor í
lofti.
Hins vegar varð minna vart við jarð-
skjálfta en fyrri vikur og goseftir-
væntingin koðnaði niður. Þó kom fram
að á Reykjanesskaga kysu margir að
þessu gosi yrði rubbað af, fremur en
að vera nötrandi mikið lengur.
Ferðaþjónustan lét í ljós áhyggjur af
því að þrátt fyrir að Bretar og Banda-
ríkjamenn séu langt komnir í bólu-
setningu og margir þar orðnir ferða-
fúsir, þá væri þeim ókleift að koma til
Íslands út af einhverjum tilmælum frá
Brussel, sem íslensk stjórnvöld hefðu í
ógáti orðið við.
Ráðherrann Kristján Þór Júlíusson
greindi um helgina frá því að hann
hefði afráðið að gefa ekki kost á sér í
næstu kosningum eftir 35 ára farsæl-
an feril í stjórnmálum. Í Norðaustur-
kjördæmi verður arftaki hans valinn í
prófkjöri í lok maí, en tveir hafa lýst
áhuga á því og fleiri sjálfsagt von.
Verslun á Suðurlandi er að komast í
uppnám vegna þess að Páll Gunnar
Pálsson, sem verið hefur forstjóri
Samkeppniseftirlitsins í 16 ár, hefur
skoðanir á því hverjir megi eiga versl-
un og hverjir ekki. Í draumkenndri
veröld hans búa á Íslandi 360 þús-
und sálir, sem allar eru ótengdir að-
ilar og þekkja hver aðra ekki nema
af afspurn.
Leit foreldra í Fossvogi að Degi B.
Eggertssyni borgarstjóra hefur enn
engan árangur borið.
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir
fékk enn ein verðlaun fyrir tónlist
sína í kvikmyndinni um geðheil-
brigði Jókersins, hins forna fjanda
Leðurblökumannsins. Að þessu
sinni Grammy-verðlaun, en áður
hafði hún sópað til sín Óskarnum,
Golden Globe og BAFTA.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem
snýr aftur í stjórnmálin í oddvita-
sæti Samfylkingarinnar í Suðvestur-
kjördæmi, ljóstraði upp um þá skoð-
un sína að fjölflokkaríkisstjórn
blasti við í haust. Sem sagt ekki eins
flokks meirihlutastjórn, nú eða
minnihlutastjórn, eins og venjulega?
Kirkjuþing ákvað að héðan í frá yrðu
prestar ráðnir af biskupi með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Þeir hafa að undanförnu verið skip-
aðir til fimm ára og áður ævilangt.
. . .
Atlantshafið heldur áfram að ganga
á suðurströndina, en landrof á
Breiðamerkursandi er farið að ógna
Suðurlínu Landsnets og þjóðveg-
inum.
Stjórnarandstöðuleiðtoginn Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson
lagði til við Alþingi, að það bæði
fyrrverandi ráðherra afsökunar fyr-
ir að hafa dregið hann fyrir Lands-
dóm.
Sérfræðingur Náttúrufræðistofnun-
ar sagði engan vafa á að enn væri
mygla í Fossvogsskóla, en ekki að-
eins myglugró eins og borgarstarfs-
menn hefðu látið liggja að. Gróin
kæmu úr myglu.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
tók undir þau sjónarmið, að undar-
legt væri að hafna viðurkenndum
bólusetningarvottorðum, einungis
vegna þess að þau væru frá löndum
utan Schengen-svæðisins.
Reykjavíkurborg sætti gagnrýni fyr-
ir pukur og leyndarhyggju, þar sem
til stendur að veita ýmsum borgar-
fyrirtækjum og dótturfélögum þeirra
undanþágu frá upplýsingalögum.
. . .
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra boðaði nýja
reglugerð, sem opna myndi bólusettu
fólki utan Schengen-svæðisins leið
inn til Íslands með framvísun bólu-
setningarvottorðs eða mótefnavott-
orðs. Ferðaþjónustan gat ekki leynt
fögnuði sínum yfir að farið væri að
vora að þessu leyti.
Landhelgisgæslan sendi þyrlu eftir
tökuliði BBC á vélarvana bát í rjóma-
blíðu undan Ströndum.
Vaxandi verðmunur er á orku vítt og
breitt um landið. Kostnaður er lægst-
ur á því ekki kolefnisporlausa Sel-
tjarnarnesi, en hæstur á Hólmavík,
en mögulega er ekkert pláss í landinu
jafnuppljómað af raflýsingu.
Vegaskemmda hefur orðið vart á
Suðurnesjum vegna jarðskjálftahrin-
unnar.
Tveir starfsmenn hjúkrunarheimilis-
ins Nesvalla greindust með ósmit-
andi berkla.
Bón fasteignafélagsins Reita um að
sameina lóðir gamla pósthússins og
gömlu lögreglustöðvarinnar í Póst-
hússtræti var hafnað. Reitir mega
ekki rugla þeim reitum.
. . .
Fjölmennur foreldrafundur í Foss-
vogsskóla var sóttur af Skúla
Helgasyni, formanni skólaráðs
Reykjavíkurborgar, og Helga
Grímssyni sviðsstjóra skólasviðs
borgarinnar, en þeir og borgin voru
harðlega gagnrýnd fyrir sinnuleysi
og þess krafist að skólinn yrði rýmd-
ur vegna myglu, sem þar hefur valdið
veikindum barna. Dag B. Eggerts-
son borgarstjóra var hins vegar ekki
að finna á fundinum.
Katrín Jakobsdóttir skrifaði grein í
Morgunblaðið, þar sem hún hvatti
þingmenn til þess að styðja stjórnar-
skrártillögu sína um auðlindir, birti
glefsur úr umsögnum til þingsins um
það og stakk upp á að menn reyndu
að komast upp úr skotgröfunum og
verða sáttir um annað en að vera
ósáttir.
Könnun Samtaka atvinnulífsins hjá
stjórnendum aðildarfélaga sinna
leiddi í ljós ánægju með efnahags-
aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna
kórónukreppunnar, en flestum þótti
þær vera gagnlegar og hæfilega sér-
tækar.
Tveir menn voru skipaðir í áfram-
haldandi gæsluvarðhald vegna
morðsins í Rauðagerði.
64 tilkynningar hafa borist um tjón
vegna jarðskjálfta, flestar af höfuð-
borgarsvæðinu. Í fréttum Ríkis-
útvarpsins var greint frá því að einn
skjálftinn hefði verið svo harður að
þvottagrind í Bryggjuhverfi hefði
skolfið nokkra stund.
Í Grindavík kippa menn sér hins
vegar lítið upp við kippina og hefur
vinnslan hjá Þorbirni hf. haldið
áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Þingmenn hafa ekki farið til útlanda
á vegum þingsins í heilt ár og hafa
sparast við það um 40 milljónir króna
af fjármunum skattgreiðenda. Ekki
verður heldur séð að lýðveldið eða
heimsbyggðin hafi liðið fyrir.
Guðjón Brjánsson tilkynnti að hann
myndi hverfa af þingi í lok kjörtíma-
bils, sem kom mörgum á óvart.
. . .
Í ljós kom að rekstrarhalli Þjóð-
kirkjunnar í fyrra nam 654 millj-
ónum króna. Sannast þar hið forn-
kveðna, að dýrt er Drottins orðið.
Ýmis lönd ákváðu að hefja bólusetn-
ingu með AstraZeneca á ný, en ekki
Ísland. Enginn veit af hverju henni
var hætt hér og því síður af hverju
hún var ekki hafin eftir að Lyfja-
stofnun Evrópu gaf því grænt ljós í
annað sinn.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra var snupraður á blaða-
mannafundi talsmanns rússneska
utanríkisráðherrans, að sögn vegna
einhvers sem hann hefði sagt í blaða-
grein í Mogganum um kjarnorku-
vígvæðingu um miðbik liðinnar aldar.
Í greininni fannst þó ekkert slíkt, en
við eftirgrennslan sagði sendiráðið
að um hefði verið að ræða ályktanir
ráðuneytisins sem að sjálfsögðu
hefðu verið fordæmdar.
Borgaryfirvöld brugðust loks við
kröfu foreldra í Fossvogi og rýmdu
hið myglaða skólahús. Var börnum
kennt úti við, en til stendur að finna
annað húsnæði undir kennsluna hið
fyrsta.
Í Grímsey er hugað að orkuskiptum,
bæði með vindmyllum og sólar-
orkuveri á þessari þokusælustu ey
landsins.
Ríkislögmaður samdi við fjóra fyrr-
verandi starfsmenn Hafró til að
bæta þeim atvinnumissi og starfs-
æruhnekk við handahófskennd
starfslok, sem þeim voru veitt.
Fjórir enn voru handteknir vegna
morðsins í Rauðagerði og um leið var
felld úr gildi skipun verjandans,
Steinbergs Finnbogasonar, sem
væri vitni í málinu.
Vorið góða
blautt og hlýtt
Vorið kemur. Morgunblaðið/Hari
14.3.-19.3.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is