Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 Á Starhaganum vestur í bæ standa fimm litrík timburhús í röð; eitt þeirra gult eins og sólin og merkt nafninu Túnsberg. Þar búa hjónin Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, og Felix Bergsson, leikari, útvarps- maður og fararstjóri íslenska Eurovision- hópsins. Baldur opnar dyrnar glaðlega og býður í bæinn og fyrir innan heilsar Felix sem er í óða önn að krydda lax í eldrauða eldhúsinu þeirra. Við setjumst í fallega gamaldags stofu með út- sýni alla leið til Keilis. Undir stofuborði glittir í ungbarnateppi og smábarnadót og annað slagið hrekkur í gang spiladós og fyllir loftið af skær- um tónum, en Baldur og Felix eru nýorðnir afar og barnabörnin tvö eru uppáhaldsgestirnir í Túnsbergi. En þótt afahlutverkið sé augljóslega það besta í heimi eru mörg önnur hlutverk sem þeir hafa notið þess að sinna, en báðir hafa verið í krefjandi og gefandi störfum, hvor á sínu sviði. Við spjöllum um lífið og tilveruna, samkyn- hneigð, ástina, uppeldi barna, ferðalög, vinnuna, hella á Suðurlandi og kraftaverkin tvö sem hafa stækkað hjörtu Baldurs og Felix um mörg núm- er. Smá páfugladans „Við kynntumst árið 1996, hvorki meira né minna. Það eru tuttugu og fimm ár síðan,“ segir Felix og segir þá hafa kynnst á barnum 22. „Við sáumst raunar fyrst í gamla Samtaka- húsinu, gula húsinu á Lindargötu sem nú er bú- ið að rífa. En við vorum svo feimnir að við gjó- uðum rétt augunum á hvor annan en þorðum ekki að tala saman,“ segir Baldur og þeir hlæja að minningunni. „Svo heyrði ég af því að Felix væri á leiðinni á 22 á fimmtudagskvöldi þannig að ég klæddi mig í betri fötin og mannaði mig upp í það að fara í fyrsta skipti inn á 22. Ég hafði aldrei þorað áður því ég var nýkominn út úr skápnum. Ég fór svo upp á aðra hæð, sem var rými samkynhneigðra og annarra, og sá Felix við barinn. Ég gekk beint að honum og sagði hæ,“ segir Baldur. „Já, þetta var smá páfugladans,“ segir Felix og segir Baldur hafa vakið áhuga sinn strax þegar þeir gjóuðu á hvor annan á Lindargöt- unni. „Ég var samt búinn að bíta það í mig að hann væri háskólastúdent að vinna að rannsóknum og það væri ástæðan fyrir því að hann væri að væflast hjá Samtökunum. En svo var það bara dásamlegt þegar við fórum að tala saman, og höfum ekki hætt því síðan.“ Frelsistilfinningin engri lík Baldur var 28 ára þegar hann fann kjarkinn til að koma út úr skápnum en Felix hafði komið út nokkrum árum fyrr. „Við erum kynslóðin sem er að koma út upp úr 25 ára. Svo fer aldurinn að færast neðar eftir því sem tíminn líður og í dag eru krakkar að koma út ungir,“ segir Felix. Þegar Baldur og Felix kynntust áttu þeir báðir að baki sambönd með konum og hvor sitt barnið. Felix segir að hann hafi ekki lengur getað lif- að í sjálfsblekkingu. „Frelsistilfinningin að koma út úr skápnum er engri lík. Ég var búinn að lifa með þessu leyndarmáli ansi lengi,“ segir Felix. „Í mínu tilviki var erfiðast að takast á við eig- in fordóma; að þora að vera maður sjálfur. Ég sá ekki fyrir mér að það væri hægt að lifa þokkalegu lífi sem samkynhneigður karlmaður. Samkynhneigðir voru bara annars flokks þegn- ar. Mig langaði ekkert að ganga inn í þann veru- leika. Það var svo sérstakt að um leið og fólk kom út úr skápnum sem hommi eða lesbía, þá missti það fullt af réttindum! Það mátti ekki gifta sig, ekki telja skatt fram saman, ekki ætt- leiða börn. Bara yfirlýsingin ein og sér gerði mann að annars flokks þegni, bæði samfélags- lega og lagalega,“ segir Baldur. „Um það leyti sem ég kem út er verið að sam- þykkja lögin um staðfesta samvist árið 1996 og þá opnast á umræðuna og hún verður jákvæðari. Pride byrjar ekki fyrr en árið 1999,“ segir Bald- ur. „Fyrirmyndirnar voru nánast engar. Það var eins og við lifðum í einhverjum öðrum veruleika, í annarri vídd,“ segir Felix og Baldur nefnir að báðir hafi þeir verið virkir í mannréttinda- baráttu samkynhneigðra í um tíu ár. „Svo tóku aðrir við en við erum alltaf til taks.“ Að vera sáttur í sjálfum sér Baldur og Felix segja margt hafa áunnist síðan þeir komu út úr skápnum en enn má gera betur. „Það vantar enn fyrirmyndir. Hinsegin hóp- urinn er mjög fjölbreyttur. Það vantar til dæmis fyrirmyndir í íþróttum og viðskiptalífinu, og meðal iðnaðarmanna. Það vantar einnig fleiri samkynhneigða í stjórnmálin,“ segir Baldur. „Hins vegar er gaman að sjá hversu hug- rakkt ungt fólk er í dag,“ segir Felix og Baldur bætir við að ungt fólk í Evrópu sé farið að þora að vera það sjálft og sé farið að máta sig inn í hin ýmsu box, eins og trans og fleira. „Engu að síður er ljóst að þetta unga fólk þarf mikinn stuðning, bæði frá fjölskyldu og samfélaginu,“ segir Baldur. „Það tekur á að vera sáttur í sjálfum sér, þeg- ar maður passar ekki inn í hið gagnkynheigða samfélag.“ Magnað að finna samhljóm Við bökkum aðeins og ræðum aftur upphafið að sambandinu sem nú hefur enst í aldarfjórðung. Þeir segjast hafa verið farnir að búa saman nokkrum vikum eftir fyrsta fundinn. „Það var strax augljóst að þetta var eitthvað sem var komið til að vera; að minnsta kosti til að prófa. Svo erum við enn að prófa,“ segir Felix. „Ertu enn þá að prófa?“ spyr Baldur og þeir skellihlæja. „Við áttum svo margt sameiginlegt og höfum aldrei átt í vandræðum með að njóta lífsins sam- an. Það er kannski stóra málið,“ segir Felix. „Fyrsta kvöldið sem við hittumst sátum við fram á morgun að ræða saman. Og það var ekki aftur snúið,“ segir Baldur. „Það er svo magnað þegar maður finnur svona samhljóm,“ segir Felix. Parið átti þá ung börn; Felix átti Guðmund sem þá var sex ára og Baldur Álfrúnu Perlu, fjögurra ára. „Þau urðu perluvinir og upplifðu sig fljótt sem systkini,“ segir Felix og segir börnin hafa frá upphafi verið viku hjá mæðrum sínum og viku hjá feðrunum, sem var ekki mjög algengt á þeim tíma. „Það leið ekki á löngu þar til dóttir okkar fór að spyrja hvenær við ætluðum að gifta okkur,“ segir Baldur og hlær. „Ég man líka að við vorum ekki búnir að þekkjast lengi þegar við fórum í göngutúr í Heiðmörk og skipulögðum næstu fimm ár í lífi okkar. Svo höfum við haldið þessu áfram; við gerum alltaf fimm ára plan,“ segir Baldur. Venjuleg Vesturbæjarfjölskylda Snemma í sambandinu fluttu Baldur og Felix til London í eitt ár, en Baldur hafði áður búið í Bretlandi. Í London stunduðu þeir framhalds- nám í sínum greinum; Baldur tók doktorspróf í stjórnmálafræði og Felix meistarapróf í leiklist. „Við höfum báðir mikla útþrá en að sama skapi mikla þörf að búa börnum okkar gott heimili. Við náðum að sameina þetta tvennt,“ segir Felix. Voru þið samtaka í uppeldisaðferðum? „Já, já. Ég sendi börnin eftir mjólkurlítra út í búð. Felix var hræddur um að senda þau yfir götuna,“ segir Baldur og þeir hlæja dátt. Felix og Baldur hafa arkað saman æviveginn í aldarfjórðung. Þeir kunna að njóta lífsins saman. Morgunblaðið/Ásdís Gerum alltaf fimm ára plan Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og Felix Bergsson leikari hafa gengið samstíga í gegnum lífið í aldarfjórðung. Þeir segja mikið hafa áunnist í mannréttindabaráttu samkynhneigðra þótt enn vanti góðar fyrirmyndir. Fjölskyldan hefur ávallt verið í fyrirrúmi en hún stækkaði í fyrra þegar tvö barnabörn bættust í hópinn. Nýbökuðu afarnir vita fátt dásamlegra en að hafa litlu krílin hjá sér. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Samkynhneigðir voru bara annars flokks þegnar. Mig langaði ekkert að ganga inn í þann veruleika. Það var svo sér- stakt að um leið og fólk kom út úr skápnum sem hommi eða lesbía, þá missti það fullt af réttindum!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.