Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Qupperneq 13
21.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
allt hitt efnið sem ekki endaði í myndinni. Það
var yndislegt að dveljast svona lengi í þessum
veruleika þeirra og ná efninu á dýptina. Hálfur
Álfur er ljúfur minnisvarði um líf ömmu og afa.“
Leitt að vera „upptekinn“
Trausti var mjög veikur á spítalanum og einn
daginn óttaðist Jón Bjarki að hann væri hrein-
lega að kveðja. Daginn eftir vaknaði hann á hinn
bóginn mun hressari og baðst þá afsökunar á
því að hafa verið „upptekinn“. „Afi hélt húm-
ornum allt til enda og hlakkaði alltaf til að fara í
tökur. Meðan hann var á spítalanum hvíldi ég þó
myndavélina að mestu og sat frekar hjá honum í
rólegheitunum. Það var mjög dýrmætt.“
Það verður stór stund að sýna myndina í
bíósal í vikunni. „Það verður yndislegt að
halda sýningu með öllu okkar fólki og það er
fyrst núna sem mér líður eins og myndin sé í
raun og veru lent. Ég get ekki beðið eftir að
sitja með öllu fólkinu og upplifa viðbrögðin.
Það er alls ekki sjálfgefið að fólk geti komið
saman í bíó á þessum sérkennilegu tímum.“
Jón Bjarki og Hlín gera myndina að mestu
án fjármögnunar. „Við söfnuðum einni milljón
króna á Karolina Fund en annars er þetta bara
blóð, sviti og tár allra
sem að þessu verkefni
komu og við stöndum í
mikilli þakkarskuld við
marga.“
Þau hafa lært margt á
þessu ferli en hvorugt
þeirra hafði hugmynd
um hvernig ætti að snúa
sér til að koma myndinni á framfæri, inn á há-
tíðir, efnisveitur og annað slíkt. Sjálf framleiða
þau undir merkjum SKAK bíófilm í samstarfi
við Andy Lawrence hjá AllRitesReversed og
Veroniku Janatkovu hjá Pandistan, og með
sölu og dreifingu erlendis fer Feelsales. Hlín
sér auk þess um frumsamda tónlist í myndinni,
en þeir Teitur Magnússon og Sindri Freyr
Steinsson útsettu einnig sérstaklega tvö lög
fyrir myndina. Þá sáu þeir Arnar Ingi Gunn-
arsson og Kiron Guidi um hljóðhönnun auk
þess sem Daði Jónsson sá um litvinnslu.
„Það er margt skrýtið í þessu ferli þegar
maður er einyrki sem þarf að kynna sig frá
grunni en við erum svo sannarlega reynslunni
ríkari. Ég var að vísu búinn að gera eina
styttri mynd áður og lærði heilmargt á því líka
en hún fór á ágætt flug. Það er svo merkilegt
að maður upplifir þessi verk sín eins og barn
sem sleppa þarf hendinni af og hleypa út í
heiminn. Svo lendir maður í því að hverri há-
tíðinni af annarri er aflýst og fáir ef nokkrir að
fara í bíó. Þá voru þær flottu hátíðir sem hún
komst inn á meira og minna færðar „online“
sem er auðvitað öðruvísi og töluvert fjarlægari
reynsla en ef maður hefði mætt þangað í eigin
persónu. Þá spyr maður sig: Mun barnið lifa
þetta af svona eitt og óstutt úti í hinum stóra
heimi?“ segir hann hlæjandi. „Fyrir vikið þarf
barnið á umframalúð að halda þangað til það
getur loksins staðið á eigin fótum.“
Í hringiðu lekamálsins
En hvers vegna sneri blaðamaðurinn sér að
mannfræðilegri heimildarmyndagerð?
„Ég hafði rekist á þetta nám á netinu ein-
hverjum árum áður og lýsingin talaði sterkt til
mín. Mig hefur alltaf langað að segja sögur af
fólki með sjónrænum hætti og bíóið heillar. Ég
kynntist Hlín árið 2014 og ári síðar ákváðum
við að flytja til Berlínar. Ég skráði mig að vísu
ekki strax í námið en var með augun á því og
komst síðan inn haustið 2016.“
Árið á undan hafði Jón Bjarki staðið í
ströngu en hann var þá blaðamaður á DV og
lenti vegna fréttaskrifa þeirra Jóhanns Páls
Jóhannssonar í hringiðu umræðunnar um
lekamálið svokallaða. Málið kom upp í nóv-
ember 2013 og lauk ekki fyrr en ári síðar með
afsögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra eftir að Gísli Freyr Val-
dórsson, aðstoðarmaður hennar, játaði að hafa
lekið trúnaðarupplýsingum í formi minn-
isblaðs um nígeríska hælisleitandann Tony
Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla.
„Við Jóhann Páll vorum á kafi í þessu máli
og í heilt ár snerist líf mitt að miklu leyti um
það. Framan af stóðum við svolítið einir og
þetta hreinlega tók yfir. Það er stórmerkileg
lífsreynsla að lenda í hringiðu svona stórs
fréttamáls; það verður mjög persónulegt og
eins og maður sjálfur verði hluti af málinu. Það
var erfitt til lengdar,“ segir Jón Bjarki.
– Hvernig þá?
„Umræðan var á köflum mjög óþægileg;
eins og þegar við vorum sakaðir um að búa til
upplýsingar og vera með „agenda“ í málinu.
Það var auðvitað út í hött. Við vorum bara að
vinna okkar vinnu og miðla upplýsingum sem
við töldum eiga erindi við þjóðina.“
– Fenguð þið beinar hótanir?
„Nei, svo langt gekk það ekki. En umræðan
í þjóðfélaginu og á samfélagsmiðlum var ekki
alltaf upplýst og yfirveguð.“
Annars hugsar hann með hlýju til áranna á
DV. „Þetta var gríðarlega mikil vinna en
spennandi og alls kyns vendingar sem við vor-
um að eltast við. Ég mun búa að þessari
reynslu alla tíð.“
Langaði að gera sitt eigið
Eins og menn muna þá spratt lekamálið upp
úr umfjöllun um hælisleitendur og flóttamenn
en, eins og Jón Bjarki kom inn á áðan, þá hefur
það alltaf heillað hann að segja sögur jað-
arsetts fólks sem ekki
endilega á sína rödd í
samfélaginu.
Skömmu eftir að leka-
málinu lauk urðu eig-
endaskipti á DV og Jón
Bjarki hætti í kjölfarið á
blaðinu. „Ég var svolítið í
lausu lofti á þessum tíma;
hlustaði bara á morgunútvarpið og heimsótti
ömmu og afa. Maður upplifði mikinn tómleika
að vera skyndilega kastað svona út úr hring-
iðunni en ákveðinn létti að sama skapi. Það sat
þreyta í mér eftir lekamálið og mig langaði að
taka skref frá blaðamennskunni, alla vega sem
aðalstarfi. Líklega var þetta hreinlega kulnun í
starfi. Ég held að það sé allt í lagi að segja það,
að maður geti kulnað í starfi sem maður elskar
og þar sem maður er að vinna verðlaun, þegar
álagið verður of mikið. Mér finnst eins og heim-
ildamyndagerðin hafi hreinlega hjálpað mér að
komast yfir þetta. Ég hef skrifað „frílans“ síðan
og mun örugglega gera áfram. Ég þráði að gera
eitthvað skapandi og nýta nám mitt í ritlist, þar
sem ég hafði besta fáanlegan leiðbeinanda, Sig-
urð Pálsson skáld. Blaðamennska getur verið
skapandi en hún er auðvitað innan ákveðins
ramma sem getur orðið endurtekningasamur og
mig langaði að gera eitthvað sem væri meira
mitt eigið. Þessi mannfræðilega heimild-
armyndagerð hefur heldur betur svalað þeirri
þörf og segja má að við Hlín höfum bæði komist
í draumanámið, en hún fór í skúlptúrnám sem
hún er langt komin með að klára.“
Heimildarmyndanámið er mjög alþjóðlegt,
að sögn Jóns Bjarka, en í þrjátíu manna hópi
voru nemendur frá um tuttugu þjóðlöndum.
„Þetta var algjör suðupottur og ég lærði heil-
margt af því samtali. Síðan er Berlín bara svo
yndisleg og lifandi borg; mikil hringiða sköp-
unar, menningar og lista.“
Ætla aftur til Berlínar
Jón Bjarki og Hlín stefna skónum aftur til Berl-
ínar um leið og ástandið vegna faraldursins
lagast, annaðhvort í sumar eða haust. Hann
langar að halda áfram á sömu braut en næsta
verkefni er einmitt fyrirlestur á kvikmynda-
hátíð hinnar konunglegu bresku mannfræði-
stofnunar en myndin verður jafnframt sýnd þar
og er tilnefnd til aðalverðlauna. Hvað tekur við
eftir það er óráðið. „Ætli maður leyfi þessu
verkefni ekki að lenda áður en maður snýr sér
að því næsta, auk þess sem gott verður að kom-
ast loksins fyrir vind í þessu Covid-ástandi.“
Jóhann Páll, félagi hans úr blaðamennsk-
unni, hefur sett stefnuna á Alþingi fyrir hönd
Samfylkingarinnar en Jón Bjarki hlær þegar
hann er spurður hvort hann hafi ekki langað að
fylgja honum þangað. „Nei, það er ekki fyrir
mig. Það tekur á að vera í harðri blaða-
mennsku, hvað þá að sitja á Alþingi. Ég tek
hlutina aðeins of mikið inn á mig til að geta
staðið í þeim slag til lengri tíma. Við Jóhann
Páll vorum teymi í gegnum þetta ferðalag í
blaðamennskunni og ég óska honum alls hins
besta. Hann er eldklár og á án efa eftir að
standa sig vel á þingi.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
’
Ég held að það sé allt í
lagi að segja það, að mað-
ur geti kulnað í starfi sem
maður elskar og þar sem
maður er að vinna verðlaun,
þegar álagið verður of mikið.
Jón Bjarki ásamt unnustu sinni, Hlín Ólafsdóttur, sem semur tónlistina í myndinni og framleiðir.
„Mér finnst eins og þráin eftir því að skapa
og viljinn til að miðla sögum þeirra sem lítið
fer fyrir í meginstraumsumræðunni hafi fund-
ið sameiginlegan farveg í gegnum heimildar-
myndagerðina,“ segir Jón Bjarki Magnússon.
Úr myndinni Hálfur Álfur. Trausti Breiðfjörð Magnússon, afi Jóns Bjarka, fagnar aldarafmæli sínu.