Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 15
21.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 eitthvað. Ég rúllaði rúðunni spenntur niður og þá sagði Kolla: „Fegin að losna við hinn. Bæ.“ Þar átti hún við manninn sem áður hafði gegnt þessu hlutverki. Eftir þetta fór hún að kalla mig pabba og við erum mjög góðir vinir. Í dag á hún sjálf börn og afinn er kominn upp í manni. Það var mikil gæfa að fá þessa óvæntu dóttur inn í líf mitt.“ Ekki vissu allir af Kolbrúnu og þegar hún fór sautján ára gömul með föður sínum í fjöl- mennt fjölskylduboð komu vöflur á suma. „Frændi minn, sem hafði ekki hugmynd um hvernig í málinu lá, kom sposkur á svip til mín og mælti: „Minn aldeilis búinn að yngja upp núna!“ Það sprakk allt úr hlátri.“ – Áttu fleiri börn? „Nei, ekki sem ég veit um!“ Hann hlær. Hálfbróðir Jóns Páls Talandi um fjölskyldu þá var hálfbróðir Sveins landsfrægur á sinni tíð – aflraunamaðurinn ástsæli Jón Páll Sigmarsson heitinn. Þeir ólust ekki upp saman, Sveinn hjá föður þeirra en Jón Páll hjá móður sinni, og kynntust ekki að neinu gagni fyrr en á unglingsárum. „Samgangur var lítill sem enginn meðan við vorum börn en seinna heimsótti Jón Páll pabba oft í heildsöluna og við fluttum allt dótið inn fyrir hann þegar hann opnaði líkamsrækt- arstöðina Gym 80. Það var einn þyngsti gámur sem fluttur hefur verið inn til landsins.“ Sjálfur spreytti Sveinn sig aldrei á kraftlyft- ingum og aflraunum en æfði hins vegar bolta- íþróttir á yngri árum. „Aflraunirnar eru ekki okkar megin í fjölskyldunni og ég held að stjúpfaðir Jóns Páls hafi alið upp í honum kraftadelluna.“ Sveinn á tvær alsystur og eina hálfsystur sem móðir hans átti áður en hún kynntist föð- ur hans. Jón Páll átti líka sammæðra systkini, meðal annars bróður sem líka heitir Sveinn. Sem fyrr segir var samgangur milli þessara fjölskyldna ekki mikill og Sveinn var búinn að þekkja eina af sammæðra systrum Jóns Páls í nokkra mánuði þegar í ljós kom að þau áttu sameiginlegan bróður. Sjáið þið þetta ekki fyr- ir ykkur? Ha, er Jón Páll bróðir þinn? Hann er líka bróðir minn! „Sem betur fer fór ég ekki að reyna við hana,“ segir Sveinn kíminn. „Annars hefði hún ábyggilega ekki viljað mig.“ Sviplegt fráfall Jóns Páls í janúar 1993 var að vonum mikið reiðarslag en Sveinn var þá við nám í Bandaríkjunum. „Ég var í miðjum erfiðum prófum og komst því ekki í jarðarför- ina; hefði átt á hættu að verða felldur. Það var rosalega erfitt. Þótt við værum ekki mjög nán- ir þá tekur á að geta ekki verið með fjölskyld- unni á svona erfiðri stundu þegar ástvinur er kvaddur. Pabbi tók fráfall Jóns Páls mjög nærri sér, eins systur mínar.“ Jón Páll er með eftirminnilegri mönnum og Sveinn segir minninguna lifa. Þá sé einkasonur hans, Sigmar Freyr, í góðu sambandi við fjöl- skylduna. Sigmar, faðir Sveins, lést fyrir þremur árum. Mamma seldi mig! Eftir dvölina í Svíþjóð hóf Sveinn aftur störf í heildverslun föður síns. Reksturinn gekk vel á þeim tíma en í hruninu syrti í álinn. „Við vor- um með lán í erlendri mynt og sem hendi væri veifað tvöfölduðust afborganir af þeim. Það var meira en við réðum við, þrátt fyrir góða sölu. Pabbi var orðinn fullorðinn á þessum tíma og ég sá um reksturinn þangað til við neyddumst til að selja árið 2010. Ég hefði glað- ur viljað kaupa pabba og mömmu út en hafði því miður ekki burði til þess. S. Ármann Magn- ússon rann þá inn í Vogue og ég fylgdi með í kaupunum. Rak Vogue í fimm ár. Segi gjarnan að mamma hafi selt mig! Sérðu ekki fyrirsögn- ina fyrir þér í gulu pressunni?“ Hann hlær dátt. Þegar vefnaðarvöruverslunin Virka í Mörk- inni lagði upp laupana sá Sveinn sér leik á borði; keypti allt efnið og innréttingarnar og opnaði Saumu í Hátúninu en margvísleg starf- semi hefur verið í því rými gegnum tíðina. „Þetta er góður staður og leigukjörin góð, þannig að ég lét ekki segja mér það tvisvar þegar þessi möguleiki kom upp. Ég áttaði mig á því að lítið er eftir af vefnaðarvöruverslunum og sóknarfærin því klárlega fyrir hendi. Eins og ég segi: Fólk hættir aldrei að sauma. Ann- ars er þetta undarleg þróun; hér áður voru álnavörukaupmenn virtustu menn landsins og ekki að ósekju talað af virðingu um að komast í álnir. Horfðu svo á mig núna!“ segir Sveinn hlæjandi og breiðir út faðminn. Svo gerist hann alvarlegri á svip. „Að öllu gríni slepptu er þetta enginn gróðabisness en ég er þakklátur fyrir að hafa eitthvað að gera. Ég var atvinnulaus um tíma og hef líklega verið of menntaður og of gamall til að fá vinnu. Hver vill ráða nær sextugan feitan kall til starfa?“ Hann glottir. Starfsmaður allra mánaða Sveinn er ekki einn í versluninni en móðir hans, Hlíf Jóhannsdóttir, er þar eins og grár köttur enda þótt hún sé að verða 82 ára. „Mamma er mjög dugleg að hjálpa mér og hef- ur verið starfsmaður allra mánaða frá því að við opnuðum í október 2018. Þegar mömmu rekur í vörðurnar er hún vön að segja að drengurinn viti þetta örugglega. Þá er ég kannski að stússa á bak við og fólk býst við að sjá ungan dreng í matrósafötum. Fær mig svo fram í öllu mínu veldi.“ Enn er hlegið. Það er ekki bara efni í Saumu, þar er einnig að finna fjölda forláta gamalla saumavéla af öllum stærðum og gerðum. Búðin er satt best að segja ígildi safns. Spurður hvar hann hafi fengið allar þessar saumavélar svarar Sveinn því til sposkur að hann sé að geyma þær fyrir fólk. Hann býr einnig að „stærsta tölusafni á norðurhveli jarðar“, sem hann fékk úr versl- uninni H. Toft sem um árabil var á Skóla- vörðustígnum. „Hartwig Toft var stórmerki- legur danskur kaupmaður en hann er löngu dáinn. Megnið af þessu er frá honum komið; ætli þetta séu ekki yfir milljón tölur. Ég hef ekki nákvæma tölu á þeim.“ Í blálokin berst talið að starfinu í verslun- inni og Sveinn upplýsir að hann hafi rosalega gaman af því að standa þarna vaktina enda fái hann allan sinn kraft og næringu úr því að hitta og umgangast fólk. „Eins og ég segi þá tek ég vel á móti öllum en verð þó að segja að mér finnst fulllangt gengið þegar fólk býðst til að borga í blíðu.“ Í andartak er hann grafalvarlegur á svip en springur svo úr hlátri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sveinn með samskonar efni og var í dragt- inni sem Jacqueline Kennedy var í daginn sem bóndi hennar, John F. Kennedy Banda- ríkjaforseti, var skotinn til bana árið 1963. ’ Það var skelfileg aðkoma. Höfuðleðrið var að hluta far- ið af svo skein í kúpuna sem hafði brotnað. Hann sat fastur undir bátnum og ég fylltist ein- hverjum fítonskrafti og tókst að lyfta bátnum upp þannig að hægt var að ná drengnum undan. Sveinn segir sumum bregða þegar þeir sjái stóran og stæðilegan karlmann bak við búðarborðið en flestir nái þó fljótt vopnum sínum enda taki hann vel á móti öllum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.