Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 18
J úlía stundaði nám í hönnun í Tækniskólanum og síðar arkitekt- úr við Listaháskóla Ísland. Auk þess að sinna hinum ýmsu arkitektúr- og hönnunarverkefnum rekur hún vefverslanirnar Unlabel.is, sem selur gamla og sjaldgæfa muni, og Fyrir- mynd.is með það að leiðarljósi að selja teikningar af sterkum kvenfyr- irmyndum. „Ég hef alltaf verið mjög forvitin og frá unga aldri hef ég ávallt viljað vita úr hverju hlutir eru gerðir ásamt notkunarmöguleikum þeirra. For- vitnin hefur einnig opnað fyrir mér ýmsar dyr þar sem mér finnst gaman að læra nýja hluti. Hönnunarnám og hin ýmsu námskeið, þar með talið myndlistar- og keramiknámskeið hafa ýtt undir áhuga minn á eigin- leikum og uppruna hluta og hönnun- ar. Hönnun og skipulag húsa hefur lengið verið mér hugleikið og teiknaði ég ung ófáar tillögur til breytinga á húsi foreldra minna, mér til gamans. Um tíu ára aldurinn var ég staðráðin í því að verða arkitekt eða leggja fyrir mig nám í arkitektúr og hönnun,“ segir Júlía um áhuga sinn á hönnun. Tækifæri í eldri munum Júlía segir að hugmyndin um að hlut- ir endi í geymslu eða rusli eftir stutt- an tíma hafi aldrei gengið upp hjá sér. Hún á ekki langt að sækja þá hug- myndafræði en faðir hennar kenndi henni snemma að föndra og nýta gamlan efnivið. Hann var einnig dug- legur að koma eldri munum í verð með því hugarfari að aðrir sæju mögulega önnur tækifæri í hlutunum en hann. „Nýtnin sem slík kom ekki út frá fjármagnsskorti heldur þeirri hugsun að tækifærin liggi einnig í því sem þegar er til staðar og ekki þurfi að stökkva til og kaupa inn nýtt hverju sinni. Gamalt þýðir ekki að hlutur sé ónothæfur. Við lifum í raun í þannig samfélagi að nýjungar eru á hverju strái og fljótum við með á þeim hraða. Það að staldra við og sjá tækifærin í eldri munum er fyrir mér eins og að vera í fjársjóðsleit þar sem ég set eldri hluti í nýtt samhengi og varpa þannig nýju ljósi og veiti framhaldslíf. Þetta hugarfar tileinkaði ég mér og upp spratt vefverslunin Unlabel.is með sölu á eldri munum í von um að þeir öðlist framhaldslíf.“ Júlía fékk hugmyndina að Unlabel.is í námi í arkitektúr árið 2017 en fór al- mennilega af stað með verkefnið síð- astliðið haust. „Unlabel merkir að eitt- hvað sé í raun ómerkt og hafi því hvorki upphaf né eiginlegan endi og myndi því eins konar hringrás. Notaðir eldri munir eru því settir í nýtt sam- hengi og fá í raun annað tækifæri og framhaldslíf. Meginmarkmiðið er að fá okkur til þess að hugsa um verðmæti og tækifæri eldri muna, eða hreinlega þeirra hluta sem við eigum nú þegar til,“ segir Júlía sem bjó sér einnig til vettvang til sölu á eigin verkum á Fyr- irmynd.is. En þar fer fram sala á teikn- ingum af kvenfyrirmyndum sem ýtir undir mikilvægi þess að hafa sterkar fyrirmyndir í lífinu. „Ef farið er vel með hlutina eiga þeir að geta enst lengur. Mér finnst þó ekki ólíklegt að margir sjái tak- mörkuð tækifæri í hlutum og telji þá einnota. Mér finnst fátt skemmti- legra en að breyta til á heimilinu og skipta út hlutum, sem ég á þegar til. Einnig hef ég verið að breyta hús- gögnum og munum með málningu og smá smíðavinnu. Nýjustu heima- tilbúnu mublurnar eru drumbar grenitrjáa úr garðinum sem ég púss- aði upp og bar á olíu.“ Finnur gullmola á mörkuðum Júlía á marga hluti sem koma frá mörkuðum. Hún tekur gjarnan með sér muni heim þegar hún er á ferða- lögum erlendis og stillir upp með hlutum sem fyrir eru á heimili. „Ásamt því að fara á markaði finnst mér álíka skemmtilegt að vafra um á sölusíðum, innlendum og erlendum, í leit að fallegum munum til eigin nota eða til þess að setja inn í vefverslun Unlabel.is,“ segir Júlía. „Hönnunarsaga hefur kennt mér að þekkja hina ýmsu stíla, hönnuði og efni sem hjálpa mér að velja og þekkja hönnunarvörur. Fyrir Júlía notaði ull til að búa til áferðina á þessu listaverki. Júlía fann sjaldgæfa hönnunarstóla á markaði Júlía Brekkan leggur áherslu á að endurnýta hluti í leik og starfi og brennur fyrir að gefa gömlum munum nýtt líf. Heimili hennar í Hafnar- firði er stílhreint og nútímalegt en margir af hlutunum eiga sér langa sögu. Leyndarmál Júlíu er að setja gömlu munina í nýtt samhengi en einnig nýtist henni góð þekking á hönnun. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Júlía Brekkan hugsar vel um hvern einasta hlut sem hún kaupir. Cesca-stólana fann Júlía á markaði. Listaverkið er eftir Júlíu. Hún leikur sér oft með mismunandi efni og býr til skemmtilega áferð sem myndar skugga. Hundurinn er enskt postulín. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 LÍFSSTÍLL VERTUVAKANDI Í FYRSTASKIPTI ÁÆVINNI Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.