Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Page 19
skömmu var ég stödd á markaði hér-
lendis í leit að fallegum vörum þegar
ég rak augun í lítinn hringstiga sem
leiddi niður í kjallara. Ég opnaði hlið
og gekk þar niður og dvaldi um stund
þegar allt í einu sá ég glitta í tvo stóla
sem ég kannaðist við. Ég kallaði til
starfsmann til að kanna hvort stól-
arnir væru til sölu: „Ef þú nærð þeim
máttu fá þá, við höfum notað þá sem
bókahillustoðir í mörg ár,“ svaraði
starfsmaðurinn. Eftir dálítinn tíma
og mikil erfiði náði ég loks stólunum
undan.
Við heimkomu tók við mikil rann-
sóknarvinna sem leiddi í ljós raun-
virði og uppruna Cesca-stólanna sem
teiknaðir voru af arkitektinum Mar-
cel Breuer í kringum 1928. Þessir
stólar eru í miklu uppáhaldi hjá mér
og tel ég það einnig vera vegna efnis-
vals þeirra, sem er það sama og afi
minn notaði mikið við gerð húsgagna
á sínum tíma sem húsgagnasmiður.
Tískan gengur í hringi og er efnið
reyr sem notaður er í setu og bak
stólanna að ryðja sér aftur til rúms,
líkt og það gerði í í kringum 1930 og
svo aftur um 1970.
En vert er að nefna að fyrir mér
felast verðmætin ekki aðeins í verð-
gildi hlutarins heldur einnig í útliti
hans og sögu og býð ég því upp á fjöl-
breyttar vörur í vefverslun Unlabel
þar sem er að finna bæði verðmætar
og sjaldgæfar vörur.“
Júlía vann hönnunar-
ljós drauma sinna í
leik á instagram.
Júlía pússaði eldhúsinnrétt-
inguna upp og málaði hvíta. Hún
lagði flísarnar með hjálp afa síns.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bláir glermunir
sem koma alltaf
aftur í tísku.
Brettin gefa eld-
húsinu sjarma.
21.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili
handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum
náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið.
Þú sérð það ekki en þú munt finna fyrir því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is