Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Side 29
Ljósmóðurinni er í kjölfarið stefnt
fyrir vanrækslu og brestir koma í
samband foreldranna þegar móðirin
ákveður að ánafna vísindunum jarð-
neskar leifar barnsins. Fram að
þessu er Kirby líklega þekktust fyrir
að hafa farið með hlutverk Margrétar
prinsessu í bresku sjónvarpsþáttun-
um Krúnunni frá 2016 til 2017.
Gömul nöfn og ný
Hjá körlunum ber fyrstan að telja
Wales-verjann Sir Anthony Hopkins,
83 ára, sem tilnefndur er fyrir leik
sinn í Father í leikstjórn Florians
Zellers. Hann leikur þar eldri mann
sem býr hjá dóttur sinni og glímir í
vaxandi mæli við minnistap með til-
heyrandi angist. Þetta er fjórða til-
nefning Hopkins í þessum flokki og
hann hefur einu sinni unnið, fyrir
Silence of the Lambs 1992. Hinar
myndirnar eru The Remains of the
Day 1994 og Nixon 1996. Þá var
Hopkins tilnefndur sem besti leikari í
aukahlutverki fyrir Amistad 1998 og
The Two Popes í fyrra.
Annar góðkunningi akademíunnar,
Bretinn Gary Oldman, sem heldur
upp á 63 ára afmæli sitt í dag, á líka
ein Óskarsverðlaun að baki, fyrir
túlkun sína á Winston Churchill í
Darkest Hour 2018. Hann var einnig
tilnefndur fyrir Tinker Tailor Soldier
Spy 2012. Að þessu sinni er myndin
Mank eftir David Fincher en hún
fjallar um handritshöfundinn Her-
man J. Mankiewicz og glímu hans við
handritið að hinni rómuðu mynd Citi-
zen Kane sem hann samdi ásamt Or-
son Welles og frumsýnd var 1941.
Bandaríkjamaðurinn Chadwick
Boseman hlýtur nú sína fyrstu til-
nefningu til Óskarsverðlauna að sér
látnum en hann tapaði baráttu sinni
við krabbamein síðasta sumar, aðeins
43 ára að aldri. Hann leikur hinn
sjálfsörugga trompetleikara Levee
Green í fyrrnefndri Ma Rainey’s
Black Bottom í sínu síðasta hlutverki.
Breski leikarinn og tónlistarmað-
urinn Riz Ahmed, 38 ára, er líka að fá
sína fyrstu Óskarstilnefningu en hann
fer með aðalhlutverkið í mynd Darius-
ar Marders Sound of Metal. Hann er
jafnframt fyrsti músliminn til að fá til-
nefningu í þessum flokki. Í myndinni
leikur hann málmtrymbil sem skyndi-
lega fer að tapa heyrninni. Það reynir
verulega á enda maðurinn fíkill í bata
og hefur lifibrauð sitt af flutningi há-
værrar tónlistar sem læknar ráð-
leggja honum að halda sig frá. Ahmed
hefur verið býsna áberandi eftir að
hann sló í gegn í Nightcrawler 2014 en
hann starfar einnig sem tónlistar-
maður og hefur sent frá sér tvær
breiðskífur, þá seinni á síðasta ári.
Yngstur á listanum karlamegin er
kóresk/bandaríski leikarinn Steven
Yeun, 37 ára, en hann er tilnefndur
fyrir Minari, sem Lee Isaac Chung
leikstýrir. Hann leikur kóresk-banda-
rískan föður sem flytur með fjöl-
skylduna frá Kaliforníu til Arkansas,
þar sem hann hyggst freista gæfunn-
ar og rækta kóreskar vörur. Þetta er
fyrsta Óskarstilnefning Stevens
Yeuns en margir muna líklega eftir
honum úr sjónvarpsþáttunum The
Walking Dead.
Megi þau bestu vinna!
Viola Davis:
Ma Rainey’s Black Bottom.
Getty Images via AFP
Vanessa Kirby: Pieces of a Woman.
AFP
Frances McDormand: Nomadland.
AFP
Carey Mulligan:
Promising Young Woman.
AFP
21.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Hátíðar hnetusteik
Lífrænt - Vegan - Glúteinlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Vegan búðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga og Matarbúr Kaju á Akranesi
VIRTÚÓS Alice Cooper er ekki í
vafa um að Jeff Beck, 76 ára, sé enn
þá mest skapandi rokkgítarleikari í
heimi og hafi verið það alveg síðan
hann var í The Yardbirds. Þetta
kom fram í viðtali við hann á BBC.
Cooper minnist þess að hafa séð
Beck spila með The Yardbirds fyrir
meira en fimmtíu árum á eldgaml-
an Telecaster-gítar sem leit víst út
eins og hann hefði dregist lengi á
eftir strætó en Beck lét hann
hljóma eins og Stradivarius. „Og
hann er enn með ’etta.“
Enn þá besti gítarleikari heims
Jeff Beck í stuði í Háskólabíói 2013.
Morgunblaðið/Golli
BÓKSALA 10.-16. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Það hófst með leyndarmáli
Jill Mansell
2
Eldarnir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
3
Sjálfsskaði
Elsebeth Egholm
4
Heimferðarsett
Prjónafjelagið
5
Fyrsta málið
Angela Marsons
6
Uppruni
Saša Stanišic
7
Snerting kilja
Ólafur Jóhann Ólafsson
8
Aprílsólarkuldi
Elísabet Jökulsdóttir
9
Heimavistarmorðin
– sönn sakamál
Ryan Green
10
Risasyrpa – botnlaus
byggingarvinna
Walt Disney
1
Risasyrpa – botnlaus
byggingarvinna
Walt Disney
2
Hulduheimar 9
– draumadalurinn
Rosie Banks
3
Hulduheimar 10
– vatnaliljutjörn
Rosie Banks
4
Kíkjum í dýragarðinn
Anna Milbourne
5
Pétur tjaldar
Sven Nordqvist
6
Öflugir strákar
Bjarni Fritzson
7
Benjamín dúfa
Friðrik Erlingsson
8
Hvar er Skellur
Walt Disney
9
Syngdu með Láru og Ljónsa
Birgitta Haukdal
10
Litlir lærdómshestar – stafir
Elízabeth Golding
Allar bækur
Barnabækur
Eftir háskólanám síðastliðinna
fimm ára var orðið langþráð að
geta gefið sér tíma til yndislest-
urs. Listi þeirra bóka sem sam-
ferðafólk mitt, hérlendis og er-
lendis, hafði mælt með var
orðinn ansi langur og nú rúmu
ári eftir að námi lauk á ég enn
langt í land með að vinna mig í
gegnum listann. Til að auka af-
kastagetuna hef ég tekið upp
þann sið að nota strætóferðir til
og frá vinnu til
þess að hlusta á
hljóðbækur og
hluta þeirra bóka
sem hér eru
nefndar hef ég því
hlustað á en ekki
lesið.
Nokkrar bækur
komst ég yfir að
lesa í jólafríinu og stóð þar upp
úr Gata mæðranna eftir Kristínu
Marju Baldursdóttur. Gata
mæðranna er tíð-
arandaskáldsaga,
eins og Kristín
Marja er þekkt
fyrir að koma vel
frá sér. Sögusviðið
er skýrt, eins og
titillinn ber með
sér en framvindan
hæg framan af.
Frásögnin og aðalsögupersónan
Marín hrifu mig þó þegar líða tók
á bókina og sat sagan í mér í
töluverðan tíma. Það gerðu einn-
ig Eldarnir, ástin og aðrar ham-
farir eftir Sigríði Hagalín Björns-
dóttur, en til
þeirrar bókar hef
ég mikið hugsað í
jarðhræringum
síðustu vikna.
Í upphafi árs
fóru strætóferðir
mínar í að hlusta
á Feminism for
the 99%: A manifesto sem skrif-
uð er af fræðakonunum Cinzia
Arruzza, Tithi Bhattacharya og
Nancy Fraser. Yfirlýsingin er
stutt og hnitmiðuð en nokkuð
fræðileg á köflum þar sem snert
er á stéttaskiptingu, kynþátta-
fordómum, umhverfismálum og
and-kapítalisma.
Það sem helst
hreyfði við mér
var áminningin
um að ávinningur
í jafnréttisbarátt-
unni næst ekki
með því að brjóta
glerþök ef aðrar
konur og fólk í
minnihlutahópum þurfa að sópa
upp glerbrotin.
Í strætóleið 15, á ferðum mín-
um til og frá vinnu, hlusta ég nú
á bókina It‘s Not About the
Burqa. Bókin er safn frásagna
múslimskra kvenna sem hleypa
lesendum (eða hlustendum) inn í
hugarheim sinn og margbreyti-
legan veruleika.
Frásagnirnar eru
lesnar af höfund-
unum sjálfum
sem gerir þær
persónulegar og
áhrifamiklar.
Á náttborðinu
bíður mín svo ör-
lítið léttara efni
eða saga úr hverfinu, 107 Reykja-
vík, eftir Auði Jónsdóttur og
Birnu Önnu Björnsdóttur, sem
ég hlakka til að háma í mig – á
föstu formi.
STEINUNN BRAGADÓTTIR ER AÐ LESA
Bókalistinn endalausi
Steinunn
Bragadóttir er
hagfræðingur.