Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.03.2021, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.3. 2021 08.00 Strumparnir 08.20 Blíða og Blær 08.45 Víkingurinn Viggó 08.55 Adda klóka 09.20 Lína Langsokkur 09.40 Mia og ég 10.05 Lukku láki 10.30 Ævintýri Tinna 10.50 Angry Birds Stella 11.00 It’s Pony 11.30 Top 20 Funniest 12.10 Nágrannar 12.35 Nágrannar 12.55 Nágrannar 13.20 Nágrannar 13.40 Nágrannar 14.05 BBQ kóngurinn 14.35 Blindur bakstur 15.05 Um land allt 15.50 Supernanny US 16.50 60 Minutes 17.40 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.50 Ísland í dag 19.00 Leitin að upprunanum 19.45 Inside the Ritz Hotel London 20.35 Finding Alice 21.25 Tell Me Your Secrets 22.15 Prodigal Son 2 23.00 Tin Star: Liverpool 23.55 Shameless 00.50 Warrior ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 20.00 Sögur frá Grænlandi – 5. þáttur 20.30 Tónlist á N4 Endurt. allan sólarhr. 15.00 Joel Osteen 15.30 Charles Stanley 16.00 Trúarlíf 17.00 Times Square Church 18.00 Tónlist 18.30 Ísrael í dag 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 21.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 23.30 Tónlist 20.00 Mannamál (e) 20.30 Atvinnulífið (e) 21.00 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.30 Sir Arnar Gauti (e) Endurt. allan sólarhr. 14.30 West Ham – Arsenal BEINT 14.30 Nánar auglýst síðar 17.00 Það er komin Helgi 18.30 Everybody Loves Ray- mond 18.55 Hver drap Friðrik Dór? 19.25 Með Loga 20.10 This Is Us 21.00 Law and Order: Special Victims Unit 21.50 Roadkill 22.45 The Good Lord Bird 23.35 The Walking Dead 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Guðríð- arkirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu. 17.30 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Hryggsúlan. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Ástir gömlu meist- aranna. 20.35 Gestaboð. 21.30 Fólk og fræði. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16 Tulipop 07.19 Minnsti maður í heimi 07.20 Refurinn Pablo 07.25 Úmísúmí 07.48 Poppý kisukló 07.59 Kúlugúbbarnir 08.22 Lautarferð með köku 08.28 Hæ Sámur – 43. þáttur 08.35 Flugskólinn 08.57 Hrúturinn Hreinn 09.04 Múmínálfarnir 09.26 Robbi og Skrímsli 09.48 Sjóræningjarnir í næsta húsi 09.59 Minnsti maður í heimi 10.00 Örkin 10.30 Ævar vísindamaður 11.00 Silfrið 12.10 Straumar 13.15 54 dagar: Yfirhylming kórónuveirunnar – Far- aldurinn í Kína 14.05 Séra Brown 14.50 Kveikur 15.20 Mamma mín 15.35 Baráttan – 100 ára saga Stúdentaráðs 15.50 Tónatal – brot 16.00 Íslandsmótið í áhalda- fimleikum 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Stundin okkar 18.25 Menningin – samantekt 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir á sunnudegi 19.40 Veður 19.50 Landinn 20.20 Ísland: bíóland – Ís- lenska kvikmyndavorið 21.30 Einkar enskt hneyksl- ismál 22.25 79 af stöðinni 23.45 Silfrið 00.45 Dagskrárlok 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt- unar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm- plötuframleiðenda. Það styttist heldur betur í að Daði og Gagnagmagnið fari út til Rotterdam og keppi fyr- ir Íslands hönd í Eurovision. Lagið er nú loks opinberlega komið út eftir að hluta úr því hafði verið stolið og deilt á netinu. Daði Freyr ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum þar sem hann viðurkennir að lekinn hafi ekki truflað hann mikið þótt honum hafi þótt þetta pínu skrítið til að byrja með. Daði og Gagna- magnið fljúga út 9. maí ef allt gengur vel og viðurkennir Daði að síðan lagið hans kom út fylgist hann meira með umræðunum í kringum það heldur en hann ætti í raun að vera að gera. Þá viðurkennir Daði að vinnan í kring- um Eurovision sé rosalega mikil og að hann hlakki til þess að geta tekið sér Euro-pásu eftir Eurovision. Við- talið við Daða má nálgast í heild sinni á K100.is. Ætlar sér í Euro-pásu eftir Eurovision Los Angeles. AFP. | Chloé Zhao kann að vera fædd í Peking, en það er vestrið í Bandaríkjunum sem heillar hana og nú er hún með Hollywood í lófa sér. Hún var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna á mánudag fyrir mynd sína „Hirðingjaland“ („No- madland“) og á leiðinni er ofur- hetjumynd úr herbúðum Marvel. Zhao er 38 ára gömul og hefur get- ið sér orð fyrir myndir sem eru smærri í sniðum. „Hirðingjaland“ er innileg vegamynd um Bandaríkja- menn, sem flakka milli starfa og lifa úr tengslum við samfélagið í niður- níddum sendibílum, og var hún meðal annars tilnefnd fyrir besta leikstjórn og bestu mynd. Hún er fyrsta konan til að landa fjórum Óskarstilnefningum sama árið og fyrsta litaða konan, sem fær til- nefningu fyrir bestu leikstjórn. Að- eins tvær vikur eru síðan hún öðlaðist sama sögulega sess og einum betur þegar myndin hlaut Gullhnöttinn. Ástarbréf til villtrar víðáttu „Kærar þakkir, samherjar mínir í Akademíunni, fyrir að viðurkenna þessa mynd, sem stendur hjarta mínu mjög nærri,“ sagði Zhao í yfirlýsingu, sem send var til bandarískra fjöl- miðla á mánudag. Myndin gerist á vegum úti í ókunnuglegum og strjálbýlum ríkjum á borð við Suður-Dakóta og Nebraska og má segja að „Hirðingjaland“ sé enn eitt ástarbréfið til villtrar víðáttu landsins, sem hún hefur ákveðið að gera að heimkynnum sínum. Fyrsta mynd Zhao, „Söngvar sem bræður mínir kenndu mér“ („Songs My Brothers Taught Me“), fjallar um táning, sem dreymir um líf handan afskekktra byggða indíána í Pine Ridge í Suður-Dakóta. Hún varði þar mörgum mánuðum til að gera mynd- ina. Myndir frá byggðum Lakota- indíána urðu á vegi hennar fyrir til- viljun þegar hún var í kvikmynda- skóla í New York og hún vonaði að hún gæti sagt sögu, sem myndi „stuðla að því að bæta líf þeirra“, sagði hún í nýlegu viðtali við New York Magazine. Zhao fékk verðlaun á hátíðum fyrir myndina, en leikstjórinn sló í gegn tveimur árum síðar með myndinni „Reiðmaðurinn“ („Rider“), sem einn- ig er í anda vestranna og var tekin í Pine Ridge og þjóðgarðinum Bad- lands, sem er þar skammt frá. Í „Hirðingjalandi“ snýr hún svo aftur á sömu slóðir. Annar þráður, sem er sameigin- legur með myndum Zhao, er að nota ómenntaða leikara til að leika sjálfa sig með skálduðu ívafi. „Reiðmaðurinn“ varð til eftir að Zhao hitti kúreka, sem hafði slasast á kúrekasýningu, en neitaði að hætta. Hann heitir Brady Jandreau og kem- ur fram í myndinni undir nafninu „Brady Blackburn“. Í „Hirðingjalandi“ vann Zhao í fyrsta skipti með stórstjörnu úr kvik- myndaheiminum, Francis McDorm- and, sem unnið hefur tvenn Óskars- verðlaun. Hún hvatti hana hins vegar til að sækja í eigin lífsreynslu við að leika hlutverk „Fern“. Zhao var skírð Ting. Hún fæddist í Kína og faðir hennar er auðugur stjórnandi stálfyrirtækis. Hún fór í heimavistarskóla á Bretlandi á tán- ingsaldri og lauk námi í Los Angeles og New York. Kölluð svikari í Kína Árangri hennar var í upphafi fagnað í fæðingarlandi hennar og kölluðu ríkisfjölmiðlar hana „stolt Kína“. Hins vegar hafa gömul viðtöl við hana verið dregin fram þar sem hún virðist gagnrýna Kína og hefur það vakið hörð viðbrögð. Þar má sérstaklega nefna viðtal frá 2013 þar sem haft er eftir henni að Kína sé „staður þar sem lygar eru alls staðar“. Nú virðist ekki víst að „Hirðingjaland“ verði sýnt í Kína og á netinu hafa sumir stimplað hana „svikara“. Næsta mynd Zhao nefnist „Hin ei- lífu“ („Eternals“) og er af allt öðrum toga en „Hirðingjaland“. Um er að ræða ofurhetjumynd úr framhalds- flokki Marvel og eru Angelina Jolie og Salma Hayek meðal leikara. Í febrúar var svo tilkynnt að Zhao myndi leikstýra vísindaskáldsögu- vestraútgáfu af sögunni um hinn blóðþyrsta Drakúla. Eftir er að sjá hvernig Zhao gengur að taka stökkið yfir í stórmyndirnar, en sem stendur beinist athyglin að því hvernig henni muni ganga á Óskarsverðlaunahátíð- inni í lok apríl og þar þykir hún standa nokkuð vel að vígi. Mynd Chloe Zhao, „Hirðingjaland“, er tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna. AFP CHLOÉ ZHAO MEÐ FJÓRAR ÓSKARSTILNEFNINGAR Frá Peking til Hollywood Frances McDormand á frumsýningu „Hirðingjalands“ í bílabíói vestra. FASTEIGNIR Fasteignablað Morgunblaðsins Efnistökin er t.d þessi: • Viðtal við konu sem breytti íbúð sinni með málningu. • Góð ráð fyrir kaup- endur og seljendur. • Hvernig undirbýrðu íbúð fyrir sölu? • Viðtöl við fasteigna- sala • Og margt fleira Pöntun auglýsinga til 23. mars hjá: Sigrún Sigurðardóttir 569 1378 sigruns@mbl.is Bylgja Sigþórsdóttir 569 1148 bylgja@mbl.is KEMUR ÚT 27. mars

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.