Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Calia Pier Ítalskt, gegnlitað nautsleður 3ja sæta sófi (226 cm) 339.000 kr. 2,5 sæta sófi (206 cm) 319.000 kr. 2ja sæta sófi (186 cm) 299.000 kr. Mér líður eins og ég sé á bar meðmanni sem á ekki í góðu sam-bandi við áfengi og hann er að byrja aftur á löngu og rosalegu leiðinlegu sögunni sem hann var að segja áðan. Mig langar ekki til að hlusta á hana en ég veit að ég verð að sitja hérna allan tímann og láta þetta ganga yfir mig. Annars er hættan á að hann móðgist, elti mig uppi og segi mér þessar sögur og fleiri. Ég er ekki til í það. Mér líður eiginlega líka eins og einhver ofboðslega leiðinleg hljómsveit hafi verið að tilkynna endurkomu með tónleikum um allar koppagrundir og spilun á öllum útvarps- stöðvum á þann hátt að það er engin leið að komast undan því. Nú er tíminn til að grafa djúpt eftir þol- inmæðinni. Reyna að finna þessa bölvuðu núvitund sem allir eru að tala um og sjá björtu hliðarnar. Það getur reyndar verið erfitt. Við erum búin að vera lengi í ein- hvers konar Pollýönnuleik að selja okkur að það hafi nú verið svo frábært að vera heima dagana langa, njóta samvista með fjölskyld- unni og koma ýmsu í verk sem hefur lengi setið á hakanum. En svo kemur að því að sölupunktar eins og að geta unnið í náttfötunum hætta að virka. Það er í alvöru ekki jafn spennandi og það hljómar. Það er heldur ekkert neitt sérstaklega spennandi að þurfa endalaust að reyna að muna í hvaða sóttvarnahólfi maður var, svo maður ráfi ekki út um allt, og fara örugglega á rétt klósett. Við hefðum bara algjörlega verið til í að sleppa þessu öllu. Líka að bíða fyrir utan búðina eftir því að réttri tölu er náð svo við getum keypt mjólk og brauð. Okkur langar að njóta frelsisins og gera allt það sem við gerum venjulega. Alveg eins og við vorum aðeins byrjuð að gera. En svo kemur þetta. Ég veit ekki hvort er verra: Að komast ekki út eða þurfa að hlusta á alla sérfræðingana, sem að vísu hafa ekki lagt fyrir sig mikla læknis-, veiru- eða faraldursfræði en eru samt svo ofboðs- lega miklir sérfræðingar. Vissu nákvæmlega hvernig þetta myndi fara (að vísu bara eftir á) og eru með allar lausnirnar á hreinu. Það er samt pínu óþægilegt að lausnirnar frá þessum hópum geta farið allt frá því að gera ekki neitt og opna allt, yfir í að skella öllu í lás, loka okkur inni og bíða veiruna af okkur. En það er ekki eini tvískinnung- urinn. Þannig geta sumir ekki beðið eftir því að fá bóluefni svo þeir geti ferðast frjálsir um allan heim en geta ekki hugsað sér að taka á móti fólki sem hefur verið bólusett í öðrum löndum. Með sama bóluefni. Við eig- um að hafa áhyggjur af fölsuðum bólusetn- ingarvottorðum en það er óhugsandi að við myndum gera það sjálf! Þetta er eitt af því sem fylgir þessari veiru og þessu ástandi. Við lokumst ekki bara inni á heimilum okkar heldur í okkar eigin huga. Við sjáum ekki til annarra landa og áttum okkur ekki á því að ástandið hér á versta degi er betra en það hefur best orðið í flestum löndum í kringum okkur. Núna þegar svo margir líta til Bretlands sem einhvers konar fyrirmyndar í bólusetn- ingu þá er eins og fólk gleymi því að í heilt ár hefur þessi þjóð verði í nokkurs konar stofufangelsi með gríðarlegum fjölda smita og dauðsfalla. Þar hefur varla verið eðlilegt skólahald í meira en nokkrar vikur, versl- unum lokað og fólki bannað að vera á ferli. Eða sjáið þið Katrínu Jakobsdóttur í spor- um Boris Johnson að segja fólki að það megi fara út fyrir hússins dyr einu sinni á dag og að hámarki í klukkutíma? Þetta er bara eins og þetta er. Það er ekkert við þessu að gera. Við verðum bara að taka þessu. Þetta er vont en það venst. Og svo framvegis… ’ En svo kemur að því að sölupunktar eins og að geta unnið í náttfötunum hætta að virka. Það er í alvöru ekki jafn spennandi og það hljómar. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Jæja Ég er ekki bindindismaður.Stundum hef ég meira aðsegja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráð- stefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin. Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin, sem þeir helst guma af sem vilja opna sem mest á frjálsræði við notkun vímuefna. Svo er til sænska leiðin og norska leiðin, en allar þessar leiðir voru ræddar á fyrrnefndri ráðstefnu og hafði sérstaklega verið boðið sérfræð- ingum frá Noregi og Svíþjóð að ræða málin ásamt íslensku kunn- áttufólki á þessu sviði. Það voru reyndar fleiri en bind- indishreyfingin, IOGT, sem stóðu að þessari ráð- stefnu. Það gerðu líka FRÆ, Félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, og Náum áttum, samstarfsvett- vangur fé- lagasamtaka og stofnana, og þarna var einnig ræðumaður frá Foreldra- samtökum gegn áfengisauglýs- ingum að ógleymdum sérfræðingi Embættis landlæknis. Ég geri ráð fyrir því að ég hafi verið þarna staddur vegna þess að ég hef beitt mér ásamt þessum samtökum fyrir því að Ísland standi við eigin lög og eigin stefnu í heilsufarsmálum, leyfði ekki áfengisauglýsingar, héldi sig við þá afstöðu að gefa ekki gróðaöfl- um lausan tauminn í áfengissölu og færi þar með að ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðisyfirvalda. Með öðrum orðum, ég þótti verð- ugur fulltrúi varfærinnar íhalds- semi í þessum málaflokki. Ekki er ég feiminn við að gang- ast við því að vera málsvari að- halds og forvarna. Þegar ég var stórreykingamaður á mínum yngri árum í Bretlandi þótti mér ekkert notalegra en að fara í bíó og horfa þar á tvær þrjár bíómyndir í röð með popp, kók og nóg af sígar- ettum. Gerði ég þetta stundum að loknum prófum. Ef ég hins vegar hefði verið spurður hvort ég vildi leyfa reykingar í íslenskum bíóum hefði ég greitt atkvæði gegn því. Hvers vegna? Ég hefði svarað því til að ég vildi stuðla að umhverfi sem hjálpaði mér, letti mig en ekki hvetti, til að gera það sem ég vissi að gerði mér illt. Bisnessöflin láta ekki að sér hæða á þessu sviði frekar en öðr- um. Dapurlegt er að sjá hve margir framleiðendur og fjöl- miðlar eru tilbúnir að fara á bak við bannið við áfengisauglýsingum og það mega menn líka vita að ef eða þegar kannabis verður viður- kennd neysluvara á borð við sæl- gæti þá verður hún seld sem slík. Þetta segi ég einmitt vegna þess að í þeim ríkjum Bandaríkjanna sem farið hafa í farveg lögleið- ingar, er sælgætisiðnaðurinn ein- mitt að skoða hvernig búa megi til eftirsóknarvert nammi með slík- um efnum. Á ráðstefnunni sem hér segir frá kom í ljós að portúgalska leið- in er allt önnur en við höfum haft spurnir af. Það fylgir nefnilega sögunni af portúgölsku leiðinni að Portúgalar hafi afglæpavætt neyslu vímuefna samfara stór- efldum stuðningi við fíkniefna- neytendur, fjárhagslega og fé- lagslega. Höfundar þessarar leiðar hafa sagt að afglæpavæð- ingin ein hefði aðeins orðið til ills ef þessi mikli viðbótarstuðningur hefði ekki komið til sögunnar. Og er þá komið að því að segja nokk- ur orð um íslensku leiðina. Í lang- an tíma hefur enginn verið ákærð- ur fyrir að neyta kannabis. Ákæra, hafi hún á annað borð tengst slíkri neyslu, hefur þá ver- ið vegna afleiddra brota, að aka undir áhrifum eða annars slíks. Þetta hefur ver- ið skynsamleg stefna af hálfu íslenskra yfir- valda, að láta notandann í friði en sporna gegn sölu og dreifingu. Eða viljum við ekki gera það? Það vilja Portúgalar, það vilja Norðmenn og Svíar, sem ganga lengst í forvörnum, og það hafa Íslendingar viljað. Það er helst á Alþingi að vilji sé til þess að fella alla varnarmúra gegn vá- gestum sem fíkniefni óneitanlega eru, hvort sem það er tóbak, áfengi, kannabis eða kókaín. Mest er vörnin í því fólgin að fá að vita af hálfu umhverfisins, foreldra, skólans, löggjafans, þeirra sem annt er um heilsufar og heilsuefl- ingu að best sé að vera laus við þetta eftir því sem við ráðum við. Þá smíðum við líka umhverfi sem hjálpar okkur í þá áttina. Það ætti að vera íslenska leiðin. Á ráð- stefnunni var horft til umhverfis- mats og spurt hví ekki heilsufars- mat; að við allar lagabreytingar sem snúa að afmörkuðum þáttum eða hópum verði spurt um almenn áhrif á heilsufar í samfélaginu. Einnig kom fram mikilvægi þess að setja heildræna stefnu með að- gerðaáætlun í stað einstakra laga- breytinga sem geta oft haft ótil- ætluð áhrif eða afleiðingar fyrir aðra en upphaflegan markhóp lagabreytinganna. Og vel að merkja, sjálfan markhópinn mætti eflaust skilgreina stærri en iðu- lega er gert, það vita aðstand- endur þeirra sem ánetjast fíkni- efnum betur en aðrir. Fram til þessa hefur íslenska leiðin ekki refsað í reynd heldur læknað og hjálpað. En hún leggur heldur ekki blessun yfir það sem við öll vitum, alla vega innst inni, að ger- ir okkur illt. Til að framfylgja ís- lensku leiðinni þarf engar laga- breytingar, bara aukið fjármagn til forvarna og síðan til aðstoðar og hjálpar. Íslenska leiðin í vímuefnavörnum Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Og vel að merkja, sjálfan markhópinn mætti eflaust skilgreina stærri en iðulega er gert, það vita aðstandendur þeirra sem ánetjast fíkni- efnum betur en aðrir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.