Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Qupperneq 12
Þ
að ríkir mikil litagleði á heimili
Helgu Rúnar Pálsdóttur sem tek-
ur brosandi á móti blaðamanni í
blómakjól, sem hún hefur sjálf-
sagt saumað sjálf. Á vegg í stof-
unni blasir við stórt bútasaumsteppi frá Gvate-
mala sem Helga Rún heldur mikið upp á, enda
saga í hverjum þræði. Við setjumst í notalega
stofuna og fáum okkur heitt te og ræðum lífs-
starfið en Helga Rún hefur sannarlega oft ver-
ið konan á bak við tjöldin, á þönum með nál og
tvinna á lofti, nú eða með handsaumavél sem
henni áskotnaðist og hefur létt henni lífið.
„Líf mitt er búið að vera ansi litskrúðugt,
enda segi ég alltaf að lífið sé í lit. Ég hef komið
að mörgum skemmtilegum verkefnum og allt-
af haft nóg að gera,“ segir Helga Rún og sýpur
á heitu teinu.
Stífar skoðanir á fötum
Helga Rún var ekki há í loftinu þegar hún fór
að hanna og sauma sín eigin föt.
„Ætli þetta hafi ekki allt byrjað með því að
ég var lesblind og mjög góð í stærðfræði, en
sniðagerð og saumskapur er í raun mikil
stærðfræði. Þá fór ég að búa mér til allt mögu-
legt og saumaði á mig föt, alveg frá sjö ára
aldri. Ég átti þó eftir að klára alls kyns nám
síðar, þrátt fyrir lesblinduna,“ segir Helga
Rún og segist hafa lært að sauma af sjálfri sér.
„Mamma var vonlaus að sauma! En hún átti
samt saumavél. Ég hafði líka stífar skoðanir á
fötum og hverju ég vildi klæðast og setti oft
saman einhvern furðufatnað. Ég var strax bú-
in að ákveða þrettán ára hvað ég ætlaði að
verða þegar ég yrði stór og það hefur allt
ræst og mikið meira en það. Ég ákvað að
verða fatahönnuður og stofna mitt eigið fyrir-
tæki,“ segir Helga Rún sem kláraði mennta-
skóla og fór þaðan í Iðnskólann þar sem hún
kláraði klæðskeranám og síðar tók hún meist-
araréttindi í faginu. Síðustu tíu árin hefur hún
verið formaður sveinsprófsnefndar í klæð-
skurði.
„Eftir Iðnskólann fór ég til Danmerkur og
lærði fatahönnun og þar byrjaði ég að læra
hattagerð sem er ólík klæðskerafaginu. Ég
stofnaði þá mitt eigið fyrirtæki, Prem, og rak
það í 23 ár,“ segir Helga Rún en eftir námið í
Danmörku lá leiðin til London þar sem hún
lærði leikmynda- og búningahönnun, ásamt
því að vera í hattagerð.
„Ég ætlaði nú aldrei að flytja aftur heim, en
það var erfitt að fá atvinnuleyfi í Englandi,
þannig að ég kom heim og fór að vinna við bún-
ingahönnun. Svo ílengdist ég hér eftir að ég
hitti manninn minn,“ segir hún en Helga Rún
er gift Alfreð Sturlu Böðvarssyni, heimspek-
ingi og ljóshönnuði.
Hálfnakin í frakka
Eftir heimkomuna frá London starfaði Helga
Rún við búningahönnun fyrir Íslensku óper-
una, leikhúsin og einnig sá hún um búninga
fyrir Spaugstofuna í þrettán ár. Hún tók einn-
ig að sér búningagerð fyrir Fóstbræðraseríur
og ýmsar heimildamyndir.
Var ekki gaman að vinna með Spaugstof-
unni?
„Jú, það var ansi gaman og þeim datt ótrú-
legustu hlutir í hug. Ég þurfti oft að gera
mikla og stórfenglega búninga á stuttum tíma.
Það voru fundir á miðvikudagsmorgnum
klukkan níu og þá var farið yfir málin. Svo
hafði maður þann dag til að safna saman bún-
ingum og búa til búninga fyrir tökurnar, því
það var byrjað í tökum strax á fimmtudags-
morgni,“ segir Helga Rún og segist hafa verið
með þeim í tökum og hafi oft þurft að grípa í
nálina til að klára eitt og annað.
„Þarna komu oft upp ansi brjálaðar hug-
myndir. Einu sinni gerði ég og saumakonur
RÚV, þær Ingibjörg og Stefanía, Stubbabún-
inga og í annað sinn hannaði ég og við saum-
uðum fjóra hvalabúninga og vorum að því
langt inn í nóttina,“ segir hún og segir vinnuna
með þeim félögum hafa verið afar skemmti-
lega. Einnig hafi verið mikið fjör að vinna með
Fóstbræðrum.
„Það var oft lítið sofið og stundum tók það
því ekki að fara heim á milli tökudaga. Bún-
ingafólkið er mætt fyrst á morgnana til að
klæða leikara í fyrir smink og svo í lok dags
þarf að þrífa búningana og hafa allt tilbúið fyr-
ir næsta dag. Og stundum verða breytingar og
það er aldrei sagt nei; maður bara reddar
þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Helga Rún
og rifjar upp skondna sögu.
„Einu sinni var ég í tökum uppi á Mosfells-
heiði þegar kallað var: „Það þarf að bæta við
konu!“ Ég sagðist ekki vera með neina auka-
kvenbúninga. Ég þurfti því bara að fara úr föt-
unum og lána Randveri þau. Ég greip bara
frakka sem var notaður í aðra senu og stóð
hálfnakin í honum á meðan upptökurnar fóru
fram,“ segir hún og hlær.
„Í annað skipti vorum við úti í bæ í tökum
þegar Örn Árna kemur hlaupandi og segist
þurfa stóran brjóstahaldara. Ég var ekkert
með neinn aukabrjósthaldara þannig að ég
vippaði mér úr mínum og lánaði honum, enda
er ég með stór brjóst. Maður bara reddar
þessu.“
Stóru skórnir hans Flosa
Helga Rún hefur oftar þurft að grípa til sinna
ráða til að redda hlutunum á setti.
Get ég kannski fengið
skóna þína lánaða?
Klæðskerameistarinn, fata-
hönnuðurinn, leikmynda- og
búningahöfundurinn og
hattadaman Helga Rún Páls-
dóttir hefur komið víða við á
fjölbreyttum og litríkum ferli.
Í dag vinnur hún hjá Össuri
en vinnuna fékk hún eftir að
hafa kvartað yfir útliti spelkna
sem hún þurfti að nota.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
’
Ég hljóp að honum og bauð
góðan dag og horfði niður á
skóna hans og sagði svo: „Við erum
að taka upp heimildamynd um Jón
Sigurðsson, má bjóða þér að horfa
á senu? Og get ég kannski fengið
skóna þína lánaða á meðan?“
„Ég hef oft verið spurð hvað mér hafi fundist
skemmtilegast á ferlinum. En það er bara þannig
að það sem ég er að vinna að hverju sinni, það er
skemmtilegast! Ég fer alltaf inn í verkefnin og verð
heltekin af þeim,“ segir Helga Rún Pálsdóttir.
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021