Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.3. 2021 LESBÓK DAUÐINN Bandaríska leikkonan Riley Keough hefur lokið svokölluðu myrkramóðurnámskeiði en tilgangur þess er að búa fólk betur undir brotthvarf ástvina úr þessum heimi. Hún greindi frá þessu á Instagram á dögunum en bróðir hennar, Benjamin Keough, svipti sig lífi síðasta sumar, aðeins 27 ára að aldri. Keough, sem sjálf er 31 árs, var illa undir það áfall búin og segir þessa erfiðu reynslu hafa kennt sér að ekki sé síður mikilvægt að fólk búi sig undir dauða en fæðingu ástvina. Hún vonast til að miðla af þekkingu sinni og hvetur fólk til að ræða opinskátt um dauðann enda bíði hann okkar allra. Keough er dóttir söngkonunnar Lisu Marie Presley og þar af leiðandi barnabarn rokkkóngsins sjálfs, Elvis Pres- leys, og leikkonunnar Priscillu Presley. Lærir til myrkramóður AFP Riley Keough er dóttur- dóttir Elvis Presleys. ROKK Hver man ekki eftir Lukas Rossi, sigurvegaranum geðþekka úr raunveruleika- sjónvarpstónlistarþættinum (toppið lengdina á því orði!) Rock Star Supernova, sem Magni okkar Ásgeirsson tók svo eftirminnilega þátt í vestur í Bandaríkjunum fyrir hálfum öðrum áratug? Hann er enn að syngja úr sér lifur og lungu og nú er von á nýrri breiðskífu frá einu af böndunum hans, Switchblade Glory. Hum- an Toys nefnist hún og kemur út á tíu ára af- mæli fyrri plötu þeirra sjálfskeiðunga sem bar nafn bandsins. Með Rossi í Switchblade Glory eru Kenny Aronoff á trommur, Steve Polin á gítar og Josh Esther á bassa. Enn að syngja úr sér lifur og lungu Lukas Rossi er þekktur fyrir hressleika á sviði. AFP Max Cavalera iðar af sköpunargleði. Fordæmalaus tónlist KRAFTUR Fáir menn eru afkasta- meiri í málmheimum en Max Cava- lera sem meðal annars hefur verið í Sepultura, Soulfly, Cavalera Conspiracy og Killer Be Killed. Nú hefur kappinn sett á laggirnar nýtt band, Go Ahead and Die, ásamt syni sínum Igor Amadeus Cavalera, sem spilar á gítar og bassa, auk þess að syngja, og trymblinum Zach Colem- an. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kemur út í júní en tónlistarmynd- band við fyrsta lagið, Truckload Full Of Bodies, hefur þegar litið dagsins ljós. Um er að ræða bræð- ing milli þrass og dauðamálms og vel er víst tekið á því. „For- dæmalausir tímar kalla á fordæma- lausa tónlist,“ segir Cavalera. Glæpur er miðlægur í Systra-böndum, nýjum íslenskumframhaldsþætti, en eigi að síður er ekki um ráðgátu að ræða. Enginn sem séð hefur stikluna vegna þáttarins þarf að velkjast í vafa – þrjár vinkonur um fertugt frömdu glæpinn þegar þær voru fimmtán ára. Réðu jafnöldru sinni bana í litlu þorpi úti á landi og hafa haldið því leyndu í aldarfjórðung. En svo finnast jarðneskar leifar hinnar látnu og uppgjörið verður ekki umflúið. „Þetta er svolítið óvenjulegt,“ við- urkennir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem leikur eina af vinkonunum, „oft má ekki segja neitt fyrirfram, sér- staklega þegar um glæpaþætti er að ræða, en núna getur maður sagt ým- islegt. Systrabönd er ekki svona klassískur „nordic noir“-þáttur, þar sem áhorfandinn fær ekkert að vita í upphafi, heldur liggur strax fyrir að þrjár vinkonur hafa lifað með ógeðs- legu og tærandi leyndarmáli í 25 ár og þegar líkið finnst þurfa þær að horfast í augu við gjörðir sínar.“ Þar sem við erum vel upplýst í upphafi segir Lilja Nótt nær að tala um spennudrama en spennutrylli þegar Systrabönd eru annars vegar. „Mín trú er sú að áhorfendur komi til með að fjárfesta tilfinningalega meira í þessum karakterum en í dæmigerðari glæpaþáttum þar sem mesta púðrið fer í að ráða gátuna,“ segir hún. Lífið fljótt að breytast Systrabönd er í sex hlutum sem koma í heild sinni inn í Sjónvarp Símans Premium á miðvikudaginn kemur. Fyrsti þátturinn verður svo sýndur í línulegri dagskrá í Sjón- varpi Símans á páskadag. Hver þátt- ur er um klukkustund að lengd. Lilja Nótt segir vinkonurnar hafa unnið með ólíkum hætti úr þessari erfiðu lífsreynslu. „Um það snýst sagan. Lífið getur verið svo fljótt að breytast og stundum erum við bara einu unglingafylleríi frá því að rústa því. Hvað gerum við þá? Vinkon- urnar sammælast um að varðveita þetta hræðilega leyndarmál og segja engum frá. Það hefur að sjálfsögðu sínar afleiðingar en leyndarmálið gerir hvort tveggja í senn, sameinar þær og sundrar þeim. Þær eru fast- ar í vítahring. Minnið, það magnaða fyrirbæri, spilar líka stórt hlutverk en vinkonurnar muna atburðinn ekki allar eins eftir allan þennan tíma.“ Vinkonurnar eru ólíkar innbyrðis Er ekki ein- hver beygla í okkur öllum? Nýr íslenskur framhaldsþáttur, Systrabönd, kem- ur í heild inn í Sjónvarp Símans Premium á mið- vikudag. Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem leikur eitt af aðalhlutverkunum, hefur tröllatrú á þættinum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Lilja Nótt útilokar ekki að önnur sería af Systraböndum verði gerð. „Við vorum alla vega búnar að finna út strax síðasta sumar hvað gæti gerst í næstu seríu,“ upplýsir hún. Sjálf er hún til í tuskið. „Gaman yrði að fara lengra með þessa karaktera og þar til bærir aðilar hafa verið látnir vita að vilji okkar standi til þess. Annars velt- ur það líklega mest á viðtökunum. Fyrst hér heima en síðan annars staðar á Norðurlöndunum og í Bretlandi og svo vonandi víðar.“ Spurð hvað valdi vinsældum íslenskra glæpaþátta erlendis á um- liðnum árum og misserum svarar Lilja Nótt: „Það er í DNA okkar Íslendinga að segja sögur. Við eigum elstu bækur í heimi, bú- um í brjálaðri náttúru og erum hrein- skilin að eðlisfari. Við sköpum líka al- vörufólk í þessum þáttum sem áhorfendur tengja við, ekki ein- hverjar barbídúkkur. Síðast en ekki síst eigum við fullt af hæfileikaríku fólki í kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð.“ Í okkar DNA að segja sögur Silja Hauksdóttir leik- stýrir Systraböndum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.