Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.03.2021, Side 29
og Lilja Nótt segir aðstæður að öll-
um líkindum hafa fært þær saman.
„Þær koma úr litlu þorpi þar sem
erfiðara er að velja sér vini. Það er
alls ekki víst að þær hefðu verið vin-
konur í Hagaskóla. Þær hafa allar
átt erfitt, hver á sinn hátt, og eru
fyrir vikið með sinn bakpoka í lífinu.
En á það svo sem ekki við um okkur
öll? Er ekki einhver beygla í okkur
öllum? Svo var samfélagið miklu lok-
aðra fyrir 25 árum en það er í dag,
ekki síst í litlum þorpum.“
Á misjöfnum stað í lífinu
Brestir hafa komið í vináttu af
minna tilefni en vinkonurnar þurfa
eigi að síður að gæta vel hver að
annarri, svo ekkert leki út. Þær eru
á ákaflega misjöfnum stað í lífinu.
Ein er prestur, önnur matreiðslu-
meistari og sú þriðja sjúkraliði. Sú
síðastnefnda hefur verið í klóm
fíkniefna en er edrú þegar okkur ber
að garði. Að vonum þarf þó að passa
sérstaklega vel upp á hana.
Lilja Nótt leikur prestinn sem
vegnað hefur vel í lífinu – alltént út á
við. Hún á lítið barn þegar við hitt-
um hana og fyrir vikið er meira í húfi
fyrir hana en hinar vinkonurnar.
Hún hefur mögulega mestu að tapa.
Matreiðslumeistarinn hefur farið
aðra leið – sökkt sér í vinnu og sett
alla aðra fram fyrir sig. Þannig tekst
henni að ýta leyndarmálinu á undan
sér.
Lilja Nótt kveðst hafa notið hvers
dags við gerð Systrabanda. „Fyrir
það fyrsta er handritið ógeðslega
spennandi og í annan stað er hóp-
urinn sem kom að þessu verkefni í
einu orði sagt æðislegur.“
Hugmyndin er runnin undan rifj-
um Jóhanns Ævars Grímssonar sem
fékk Björgu Magnúsdóttur, Jó-
hönnu Friðriku Sæmundsdóttur og
Silju Hauksdóttur til liðs við sig við
handritsgerðina. Silja sér jafnframt
um leikstjórnina og Jóhanna leikur
eitt aðalhlutverkanna. Lilja Nótt og
Ilmur Kristjánsdóttir, sem leikur
þriðju vinkonuna, komu svo að þró-
un karakteranna á lokametrunum.
„Það var frábært að koma inn
undir lokin og fá þannig að hafa
áhrif og atkvæðisrétt við borðið og
taka sjálf þátt í að gefa mínum kar-
akter aukna dýpt. Það er ekki oft
sem maður fær það vald. Þetta gaf
okkur Silju, Jósu og Ilmi líka dýr-
mætt tækifæri til að vinna fjórar
saman áður en farið var í tökur. Ég
er ekki í nokkrum vafa um að það
hefur skilað sér.“
– Finnst þér þú þá eiga meira í
verkefninu en ella?
„Já, alveg tvímælalaust. Ég hef
verið mjög heppin með hlutverk á
mínum ferli en þetta á alveg sér-
stakan stað í hjartanu. Ég var að
upplifa eitthvað alveg nýtt og sér-
stakt.“
Mun höfða til breiðs hóps
Systrabönd er að mestu um og unn-
inn af konum. Lilja Nótt segir það í
senn frábært og áhugavert en legg-
ur samt áherslu á, að ekki sé um
„kvennaþátt“ að ræða í þeim skiln-
ingi að hann sé bara fyrir konur.
„Það myndi ekki skipta nokkru máli
fyrir glæpinn, söguna eða grunn-
plottið ef karakterunum yrði breytt í
karla. Ég held hins vegar að það sé
meira spennandi að hafa þetta konur
enda erum við ekki eins vön að sjá
þær í þessum aðstæðum. Konur eru
gjarnan hafðar opnari og tilfinninga-
lega þroskaðri en karlar í sögum
sem þessari.“
Lilja Nótt er ekki í vafa um að
Systrabönd muni höfða til breiðs
hóps áhorfenda, kvenna og karla.
„Áhorfendur koma til með að spyrja
sig inn í hvaða hlutverk þeir passi.
Sem betur fer lenda fæst okkar í að-
stæðum sem þessum en margir
munu eigi að síður eflaust spyrja sig
hvað þeir myndu gera í þessum
sporum. En höfum hugfast að eitt er
að halda hvað við myndum gera og
annað hvað við svo gerum í raun og
veru ef til þess kemur. Þetta tvennt
þarf alls ekki að fara saman.“
Lilja Nótt hefur óbifandi trú á
Systraböndum. „Ég get ekki útskýrt
það en ég hef mjög góða tilfinningu
fyrir þessum þætti. Við lögðum
hjarta og sál í verkefnið og Silja er
alveg mögnuð manneskja; fluglæs á
tilfinningalegan þroska fólks. Fyrir
vikið eru Systrabönd laus við alla
melódramatík sem auðvelt hefði ver-
ið að detta í með sögu af þessu tagi.
Ef til vill er það hámark sjálfsdýrk-
unarinnar að geta ekki beðið eftir
þætti með sjálfum sér en þannig er
það nú samt,“ segir hún hlæjandi.
Lilja Nótt Þórarins-
dóttir í hlutverki sínu
í Systraböndum.
Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
28.3. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
BIÐ Kempubandið Hollywood
Vampires hefur aflýst tónleikaferð
sinni um Evrópu, sem fyrirhuguð
var í sumar, vegna óvissunnar sem
enn ríkir vegna kórónuveirufarald-
ursins. Vampírurnar eru af dýrari
gerðinni en bandið skipa Joe Perry
úr Aerosmith, Alice Cooper og leik-
arinn Johnny Depp. „Takk fyrir að
sýna þessu skilning og við munum
snúa aftur og rokka fyrir ykkur um
leið og allt verður komið í eðlilegt
horf í heiminum á ný,“ segir í til-
kynningu frá þremenningunum.
Vampírur fresta Evróputúr
Johnny Depp er einn vampíringa.
AFP
Skáldsagan Jack eftir Marilynne Robinson er komin
út í þýðingu Karls Sigurbjörnssonar. Jack er týndur
sonur prestsins Johns Ames í smábænum Gilead.
Ástir takast með honum og kennaranum Dellu Mil-
es sem er líka prestsdóttir. En fagurt samband
þeirra er þyrnum stráð. Della er svört á hörund og
aðskilnaður kynþáttanna er þá enn ríkjandi víða í
Bandaríkjunum. „Mögnuð skáldsaga um ást og átök,
trú og siðgæði, illsku og hugrekki, vanmátt og von,“ segir í kynn-
ingu útgefanda, Uglu. Bækur Robinson hafa hlotið öll helstu bók-
menntaverðlaun Bandaríkjanna og verið þýddar á 35 tungumál.
FAGURT SAMBAND EN ÞYRNUM STRÁÐ
BÓKSALA 17.-23. MARS
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Það hófst með leyndarmáli
Jill Mansell
2
Herbergi í öðrum heimi
María Elísabet Bragadóttir
3
Eldarnir
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
4
Heimferðarsett
Prjónafjelagið
5
Andlit á glugga
Ýmsir
6
Snerting
Ólafur Jóhann Ólafsson
7
Í leyndri gröf
Viveca Sten
8
Aprílsólarkuldi
Elísabet Jökulsdóttir
9
Fyrsta málið
Angela Marsons
10
Spegilmennið
Lars Kepler
1
Pétur tjaldar
Sven Nordqvist
2
Martröð í Hafnarfirði
Rakel Þórhallsdóttir
3
Litlir lærdómshestar
– stafir
Elízabeth Golding
4
Risasyrpa – botnlaus
byggingarvinna
Walt Disney
5
Kíkjum í dýragarðinn
Anna Milbourne
6
Hvar er Skellur
– leitum og finnum
Walt Disney
7
Lára fer í leikhús
Birgitta Haukdal
8
Blokkin á heimsenda
Arndís Þórarinsdóttir
/Hulda Sigrún Bjarnadóttir
9
Orri óstöðvandi: Bókin
hennar Möggu Messi
Bjarni Fritzson
10
Sóley og töfrasverðið
Eygló Jónsdóttir
Allar bækur
Barnabækur
Á náttborðinu liggja þrjár bækur:
Karamazovbræðurnir eftir Fjodor
Dostojevskíj, Sorgargondóll eftir
Tómas Tranströmer og Faire
l’Amour eftir Jean-
Philippe Toussaint.
Þær tvær fyrr-
nefndu fékk ég
sendar frá Íslandi
og reyndust báðar
vera í þýðingu Ingi-
bjargar Haralds-
dóttur. Hún er í mínum huga
mikill meistari. Sorgargondól las
ég fyrir nokkrum árum í þýðingu
Njarðar P. Njarðvík
og það er undarleg
tilfinning að lesa
hálfgleymt ljóð í
nýrri þýðingu. Báð-
ar þýðingar eru
góðar. Þriðja bókin
er belgísk skáldsaga
frá 2003 um samband sögumanns
og konu að nafni Marie Madeleine
Marguerite de Montalte. Sagan
gerist á sólarhring í Tókíó. Þetta
er fyrsta bókin í fjórleik, höfund-
urinn hlaut Medici-verðlaunin
2005 fyrir aðra bókina. Kunningi
lánaði mér hana, mér finnst hún
góð.
Nýlega las ég Yosoy: Af líkams-
listum og hugarvíli í hryllingsleik-
húsinu við Álafoss frá 2005 eftir
Guðrúnu Evu Mín-
ervudóttur. Mjög
skemmtileg bók.
Ýmsir aðilar koma
saman af ýmsum
ástæðum og setja
upp hryllingsleik.
Margar áhugaverð-
ar persónur. Bókin rímar vel við
nýrri verk Guðrúnar, sér í lagi
Aðferðir til að lifa af frá 2019.
Bókin sem ég bíð eftir er fram-
haldið af Örlagaborginni – Brota-
brot úr afrekasögu frjálshyggj-
unnar – fyrri hluti, eftir Einar Má
Jónsson. Hún kom út 2012, hafði
mikil áhrif á mig og á mikið er-
indi við samtímann.
Mér skilst að Einar Már sé að
vinna í framhaldinu og veit að ég
er ekki einn um að bíða spenntur.
GYLFI Þ. GUNNLAUGSSON ER AÐ LESA
Hálfgleymt ljóð
í nýrri þýðingu
Gylfi Þ. Gunn-
laugsson er
stærðfræði-
nemi við École
normale
supérieure í
París.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 6006 - SVÆÐISMEÐFERÐ
Í örfáum einföldum skrefum geturðu sett upp rúmið þitt til að mæta þörfum þínum.