Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 15
ins staðið í toppbaráttu eða slegist á botinum alvöru heimavelli. Þar sé ágætur völlur fyrir hendi en uppfylla þurfi alþjóðlegar kröfur um aðstöðu fyrir áhorfendur áður en svo verður. „Mér líkar vel að vinna með Þrótturum, þetta er víst áttunda árið sem ég þjálfa félagið, var að þjálfa Þrótt á níunda áratugnum,“ sagði Asgeir Elíasson að lokum. Hann sagðist hvetja stuðningsmenn til að mæta á leiki og láta heyra í sér. Góð uppörvun og stuðningur við leikmennina væri nauðsyn- legur. Jón Birgir Pétursson alvöru grasi. En getan kom aftur þegar leið á sumarið, sigrunum fjölgaði og félagið fór naumlega upp í úrvalsdeild. Góð ferð til Englands Þróttur var viku í Englandi með all- flesta leikmenn sína um páskana. Ásgeir segir að þetta hafi verið ágæt ferð, tveir góðir leikir, en vellirnir harðir og slæmir eftir mikla þurrka. Báðum leikjunum lauk með jafntefli. Sá fyrri var markalaus gegn varaliði úrvalsdeildarliðsins Watford og sá síðari 1:1 gegn utandeildarliðinu St. Andows, sem Ásgeir segir að sé ágætt lið en Þróttur hefði þó tvímælalaust átt að vinna, enda bauðst aragrúi tækifæra til þess. „Eg var nú hvað ánægðastur með að við vorum að bæta varnarleikinn sem hefur verið glompóttur framan af undir- búningstímabilinu. Við höfum undanfarið verið að fá of mikið af mörkum á okkur en í síðustu fimm leikjum hefur þetta verið að lagast, ef undan er skilinn leikur- inn við KR. Það er grunnforsenda fyrir því að liðum geti gengið vel að varnar- leikurinn sé í lagi. I Englandi fengum við á okkur aðeins eitt mark“ Ásgeir segir að hann reyni eftir megni að láta lið sem hann þjálfar spila þann leikstíl sem honum þyki bestur. „Allir vita að auðveldast er í fótbolta að skora með því að sækja hratt að fáum mönnum á stóru svæði. En ég vil líka að leikmenn geti skorað í hægum fót- bolta og geti ógnað and- stæðingum með því að halda boltanum og bíða færis. Ef menn vilja vera með gott lið þarf það að geta ráðið við hraðan fótbolta og hægan í bland. Sumir vilja bara sækja hratt og það er sjónarmið út af fyrir sig,“ segir Ásgeir. að leikmenn hafi fullan hug á að standa sig og auðvitað eigi Þróttur að vera með lið í efstu deild. Þar þurfi hinsvegar að ná kjölfestunni. Þau lið sem það hafi gert eigi léttara með að halda sér í deildinni, en nýliðar eiga oft bágt og lenda í fallbaráttu eins og flestir þekkja. Laugardalsvöllurinn verður heimavöllur Þróttar í sumar og völlurinn kemur undan léttum vetri iðjagrænn og sléttur. Ásgeir segir að það muni ekki há mönnum hið minnsta þótt þeir fari yfir á nágrannavöll Þróttar- vallarins sem er austan við aðalleikvanginn. I fyrrasumar fór einn leikur þar fram, og Þróttur vann Víking stórt og lék á als oddi.. Hinsvegar segir Ásgeir að framtíðin sé sú að Þróttur geri Þróttarvöllinn Metnaðarfullir Þróttarar Þróttarar mæta til úrvalsdeildar með metn- aðarfullt lið. Ásgeir segir L 15

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.