Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 21

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 21
Skemmtanir á vegum félagsins í vetur Velkomin í félagsheimilið ykkar og okkar Félagshús Þróttar er á góðri leið að verða „félagsheimili" Þróttarhverfisins. Þar hittast foreldrar ungra Þróttara og gera sér glaðan dag við ýmis tilefni. Þor- rablót Þróttar, sem haldið er annan laug- ardag í þorra, er smám saman að vinna sér sess sent Þorrablótið í hverfinu. I vetur var vel mætt sem fyrr og ræðu- maður kvöldsins gamall nágranni Þróttar af Holtinu, Ögmundur Jónasson alþingismaður, fór á kostum, þegar hann ræddi um þessar æskuslóðir Þróttar. Herrakvöld Þróttar var haldið snemma nýju ári og tókst það með ólík- indum vel, enda stjómaði þjálfari meist- araflokks, Asgeir Elíasson, þar vaskri sveit gamalla og nýrra Þróttara. Afrakstur þessarar skemmtunar fór langt með það að greiða fyrir æfingaferð meistaraflokks karla til Watford. Stelpurnar létu ekki sitt eftir liggja og héldu sitt kvennakvöld síðla vetrar og tókst það ekki síður vel. Þar mættu Þraukur í sínu fínasta pússi ásamt vinkonum og stuðningsfólki. Stelp- urnar voru með þessu að gera tvennt. Treysta and- ann í Þraukunum, sameiginlegu liði Þróttar og Hauka í kvennaboltanum, og eins að safna peningum fyrir æfingaferð til Danmerkur. Ekki er annað að sjá en hvortveggja hafi tekist með prýði. Félagshúsið okkar er nýtt dag hvern af íþróttafólkinu og áhangendum félagsins. Ennfremur hefur veislusalurinn verið afar vinsæll fyrir veislur, fundi og samkomur af ýmsu tagi. I hádeginu á hverjum föstu- degi er slegið upp veislu sem er vinsæl meðal Þróttara og vina þeirra. Þá er „matur eins og hjá mömmu“ á boðstólum, Það er staðarlegt heim að líta til Félagshúss og félagssvæða Þróttar í Laugardal. Skiltið góða sem Magnús heitinn Óskarsson gaf félaginu minnir örugglega á hvar við erum. steikt læri og hryggur, ís og niðursoðnir ávextir og kaffi á eftir. Allt fyrir þúsund krónur. Þarna eru þjóðmálin og knatt- spyrnan krufin til mergjar nokkuð jöfnum höndum. Sumarskóli í útivistarparadís Sumarskóli Þróttar verður starfræktur í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugar- dalnum þar sem ótrúlegir möguleikar hafa skapast til fjölbreyttrar íþrótta- og leikja- iðkunar. Skólinn er ætlaður börnum frá 5 ára aldri. Unnt er að velja um heilan eða hálfan dag, kl. 9-16, kl. 9-12 eða kl. 13 - 16. Auk þess er unnt að fá gæslu frá kl. 07;45 á morgnana og til kl. 17; 15 á kvöldin. Námskeiðin eru ein vika í senn, en dagskrárhringurinn tekur þó tvær vikur. Þannig gefst meiri fjölbreytni fyrir þau böm sem eru lengur en eina viku. Fjöldi íþróttagreina verður kynntur fyrir börnunum auk ýmissa leikja, eftir því sem best hentar hverjum aldurshópi. Knattspyrnan skipar þó heiðursess, einkum hjá þeim eldri. Ferðir í Húsdýra- garðinn eru fastur liður en við heim- sækjum einnig fleiri staði. Við skólann starfar uppeldismenntað fólk með mikla reynslu í barna og unglingastarfi innan íþróttahreyfingarinnar. Hvert námskeið stendur frá mánudegi til föstudags á tíma- bilinu 10. júní til 15. ágúst. Námskeið Tímabil 01 10. - 13. júní* 02 16. - 20. júní* 03 23. - 27. júní 04 30. júní - 4. júlí 05 07. - ll.júlí 06 14.-18. júlí lýsingar er að finna á heimasíðu Þróttar www.trottur.is og þar er líka að finna skráningareyðublað. Fyrirspurnir má senda á skoli@trottur.is Námskeið fellur niður 21. - 25. júlí vegna alþjóðamótsins VISA-REY CUP. 08 28. júlí - 01. ágúst 09 05. - 08. ágúst* 10 11.-15. ágúst * Fjögurra daga námskeið og lægra verð. Skráning er þegar hafin. Best er fylla út í skráningarform á heima- síðunni en einnig er tekið við skráningum í síma 580 5900. Unnt er skrá böm í Sumarskólann allt frá hálfum degi í eina viku upp í allan daginn allt tímabilið sem skólinn starfar. Greiða þarf fyrir upphaf námskeiðs. 1 Félagshúsi Þróttar má greiða með korti eða reiðufé, en einnig er unnt að greiða með milli- færslu í heimabanka, en þá þarf að senda afrit af færslunni í tölvupósti til skoli@trottur.is Verð námskeið- anna er allt frá kr. 2.800,- til 9.500 enda valmöguleikarnir fjölbreyttir. Matur í hádeginu er innifalinn í verði heilsdagsnámskeiðs. Systk- inaafsláttur er veittur systkinum sem sækja skólann samtímis og böm sem æfa hjá Þrótti fá iðkenda- afslátt. ítarlega umfjöllun um Sumarskóla Þróttar, fullkomna verðskrá og allar nánari upp- 21

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.