Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 14

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar - 01.05.2003, Blaðsíða 14
Ásgeir Elíasson er aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Þróttar segir leikmenn mæta metnaðarfulla til keppni „Ég er nú bjartsýnn að eðlisfari og sé enga ástæðu til annars en að Þróttur spjari sig vel í úrvalsdeildinni í sumar. En auðvitað getur þetta orðið á alla kanta, við gætum hugsanlega verið að berjast á botninum við fallið, - en við gætum líka allt eins staðið í toppbaráttu, og á því höfum við eðlilega meiri áhuga. Þetta verður auð- vitað bara að koma í ljós,“ sagði Asgeir Elíasson aðalþjálfari Þróttar í viðtali við félagsblaðið Lifi Þróttur. Hann þjálfar meistaraflokk Þróttar fjórða sumarið í röð. Flokkurinn leikur í sumar í úrvals- deildinni meðal 10 bestu liða landsins. Ásgeir er Þrótturum góðkunnur frá fyrri árum sem þjálfari og þá líka leikmaður, en hann var afburða knattspyrnumaður með Fram og síðar Þrótti og átti landsleiki með báðum þessum félögum. Ásgeir á enn- fremur að baki mjög góðan feril sem knattspyrnuþjálfari. Lið hans þykja spila áferðarfallega knattspymu, og það hefur reynst raunin með Þróttara nú. Vel settir með leikmenn Knattspymulið Þróttar er að stórum hluta „heimamenn", leikmenn uppaldir innan félagsins og það ungir leikmenn flestir hverjir. Glöggir sparkfræðingar sem sjá Þrótt leika telja sig kenna „fingra- för“ Ásgeirs á liðinu, stutt, létt og leikandi spil sem gleður augað, en í sambland eru djarfar spyrnur fram á framherjana. Liðið hefur verið að skora talsvert af mörkum, en varnarmálin hafa kannski verið helsti höfuðverkurinn. Lið eiga ekki að þurfa að skora þrjú eða fjögur mörk til að vinna leiki sína. Ásgeir segir að varnarmálin komist í lag, jafnvel þótt Þróttur hafi fengið á sig 11 mörk gegn KR, en skorað 5 á móti eins og gerðist í æsispennandi Deildabikarleik fyrir skemmstu. Þeim leik lauk 5:5 en í framlengingu féll vörn Þróttar saman af óútskýrðum ástæðum. „Þetta var afar óhefðbundinn leikur," Við gætum allt e segir Ásgeir og kímir við. Hann segir að svona nokkuð gerist ekki aftur. „Strákarnir hafa verið að æfa vel nán- ast allir. Það hafa verið meiðsli í gangi sem sést fyrir endann á og tveir leikmenn eiga eftir að bætast í hópinn, Björgólfur og Davíð. Ég met það þannig að við verðum vel settir með leikmenn. Miðjan er kannski með fæsta leikmenn, en við erum með varnarmenn sem geta allt eins tekið hlutverk á miðjunni," sagði Ásgeir. Leikmenn hafa æft þetta fimm sinnum í viku undanfama mánuði. Bylting fyrir boltann íþróttahallirnar hafa reynst bylting fyrir fótboltann að mati Ásgeirs. Hann segir að leikir á rennisléttu gervigrasi við kjöraðstæður, í notalegu veðri, stofuhita og rjómalogni, sé talsvert öðruvísi en knattspyrna á grasi utanhúss þar sem veður geta verið með ýmsu móti. En Ásgeir er ánægður með hallarfótboltann. „Þegar komnar eru fleiri hallir þá er ljóst að menn eru að spila lengur," sagði Ásgeir um þá nýjung sem fullkomnir inn- anhúss knattspyrnuleikvangar eru. Tvær slíkar hallir em komnar á höfuðborgar- svæðinu, Egilshöll í Grafarvogi og Fífan í Kópavogi, en í Keflavík er þriðja íþrótta- höllin og sú fjórða á Akureyri. Ásgeir segir að Þróttarar hafi ekki æft mikið í Egilshöll, líklega 3 æfingar á hálfum velli frá áramótum. Ein höll í Reykjavík segi ekki mikið varðandi æfingar, en hins- vegar fjölgi leikjum og leiktímabilið hafi lengst. Þróttur hefur leikið fjölmarga leiki innanhúss, í Reykjavíkurmótinu og Deildabikarkeppninni. Leikmenn hafa verið að standa sig nokkuð vel en Ásgeir segir að þetta séu undirbúningsleikir og æfing fyrir það sem koma skal, mikil átök í úrvalsdeild og bikarkeppni sumarsins. „Auðvitað gefur þetta einhverjar vís- bendingar um liðin og getu þeirra en þetta sveiflast eins og annað og er fljótt að breytast,“ segir Ásgeir. f fyrravetur var Þróttarliðið að spila stórkostlega knatt- spyrnu og varð Reykjavíkurmeistari. En þegar 1. deildin hófst gekk illa framan af og leikir sem menn töldu að Þróttur ætti að vinna unnust bara alls ekki. Ásgeir segir að á tíma hafi liðið dottið út úr góðri spilamennsku sem það hafði sýnt á renn- isléttum gervigrasvellinum, leikmenn hafi ekki höndlað að leika eins vel á 14

x

Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifi Þróttur : félagsblað Knattspyrnufélagsins Þróttar
https://timarit.is/publication/1576

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.