Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.08.2021, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 20.08.2021, Qupperneq 4
Kennurum sem eiga að starfa þarna hryllir við þeirri tilhugsun að vera með 90 börn þarna eins og til stendur. Agnar Freyr Helgason, fulltrúi í skólaráði Fossvogsskóla. Unnur Björnsdóttir úr stjórn Foreldrafélags Fossvogsskóla segir hverfisbúa sársvekkta með að framkvæmdir við skólann hafi legið niðri í sumar og senda þurfi nem­ endur út um hvippinn og hvappinn. gar@frettabladid.is SKÓLAMÁL „Þetta er bara klúður ofan á klúður,“ segir Unnur Björns­ dóttir, stjórnarmaður í Foreldra­ félagi Fossvogsskóla, um ástand mála þar. Mikil reiði er meðal foreldra barna í Fossvogsskóla því enn er ekki hægt að hefja kennslu í skóla­ byggingunni eftir áralanga viður­ eign borgaryfirvalda við myglu sem leikur húsnæðið grátt. Er kennsla hefst verður aðeins yngsti árgangur­ inn á skólalóðinni og hefur nám sitt í færanlegum kennslustofum. Börn­ in í öðrum, þriðja og fjórða bekk fá kennslu í kjallara íþróttahúss Vík­ ings og elstu tveimur árgöngunum er áfram ekið í Korpuskóla. Unnur á eitt barn í Fossvogsskóla og annað sem lauk þar námi í vor. Þriðja barn Unnar er á leikskól­ anum Kvistaborg sem er nú lokuð vegna framkvæmda til að vinna bug á myglu og börnin sem þar eru fá í staðinn inni í húsnæði í Safamýri. „Við vitum ekkert um þetta hús­ næði í Safamýri. Það sorglegasta er að það er ekki búið að lyfta hamri á hvorugum staðnum. Það er bara búið að vera að henda rusli,“ segir Unnur sem býr steinsnar frá bæði Kvistaborg og Fossvogsskóla. „Það hefur ekki verið nein hreyf­ ing. Það hafa verið tveir menn að henda rusli við Fossvogsskóla í allt sumar. Það tók átta vikur að fjar­ lægja asbest. Það tók svo langan tíma af því að þau voru svo sein að sækja um leyfi,“ segir Unnur. Stöðuna segir Unnur afleita fyrir fólk sem sé vant því að ganga með börn sín í skólann eða leikskólann. „Þetta er einfaldlega meiri háttar rask á daglegri rútínu fyrir fólk með börn. Þetta er að hafa áhrif á fjölda vinnustaða,“ bendir Unnur á og gagnrýnir hægaganginn harðlega. „Það er það sem mér svíður mest. Börnin mín fengu hausverk en þau urðu líka bílveik af því að keyra í rútu upp í Korpuskóla. Ég er sam­ mála því að auðvitað eigum við ekki að hafa skemmt húsnæði en lausnirnar sem eru í boði eru ekki að bæta neitt. Það þarf að leita almennilegra lausna. Kínverjar gátu byggt spítala á tíu dögum,“ minnir Unnur á. Þá segir Unnur að svo virðist sem enginn raunverulegur vilji sé til að bæta ástandið. Það endurspeglist í því að lausnin eigi að vera að senda þrjá árganga af börnum ofan í gluggalausan kjallara. Unnur segir eitt barn sitt „sloppið úr Fossvogsskóla“ og sé „sem betur fer“ að fara í Réttarholtsskóla. Þar hafi að vísu komið upp mygla en tekið hafi verið á því af festu. „Í Réttó hafa framkvæmdir verið í gangi í allt sumar. Þar hafa verið vörubílar á kvöldin og allt að gerast. Þau fengu færanlega kennslustofu sem verður tilbúin í október, það er komið plan frá skólastjóranum og þetta verður í lagi,“ lýsir Unnur. Engin svör fengust frá Reykjavík­ urborg í gær um Fossvogsskóla. n Gengur hægt í Fossvogi miðað við að spítali var reistur í Kína á tíu dögum Foreldrar nem- enda við Foss- vogsskóla hitt- ust við skólann í gær áður en skólaráð hittist á fundi sem boðaður var með stuttum fyrirvara. FRÉTTABLAÐIÐ/ ÓTTAR Það sorglegasta er að það er ekki búið að lyfta hamri á hvor- ugum staðnum. Unnur Björns- dóttir, stjórnarmaður í Foreldrafélagi Fossvogsskóla. AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 1–18 | Lau. 1–16 www.betrabak.is Komdu til okkar og prófaðu einstök gæði Hästens rúmanna. Starfsfólk okkar er tilbúið að aðstoða þig og veita frekari upplýsingar. VERTU VAKANDI Í FYRSTA SKIPTI Á ÆVINNI hjorvaro@frettabladid.is STJÓRNMÁL Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Eliza Reid for­ setafrú áttu í gær fund með Friðriki krónprins og Mary krónprinsessu í höllinni Amalienborg í Kaup­ mannahöfn. Forsetahjónin sækja um þessar mundir World Pride þar í borg en Mary krónprinsessa er verndari viðburðarins. Forseti Íslands f lutti setningar­ ræðu á alþjóðaráðstefnu um mannréttindi í Øksnehallen í Kaup­ mannahöfn í gær. Guðni heldur svo framsöguræðu á Þjóðþinginu danska á alþjóðleg­ um viðburði, „Interparliamentary Plenary Assembly“ í dag. Búist er við því að rúmlega 200 stjórnmála­ menn frá 53 löndum verði viðstadd­ ir viðburðinn. Eliza mun síðan halda ávarp á ráðstefnunni „Refugees, Borders and Immigration“ í Málmey í Sví­ þjóð í dag þar sem sjónum verður beint að stöðu hinsegin flóttafólks og hælisleitenda. Auk þess sækja forsetahjónin Jónshús heim í ferðinni og hitta þar Íslendinga búsetta í Danmörku. n Forsetahjónin fluttu framsögu Forsetahjónin í höllinni í gær. einarthor@frettabladid.is   SKÓLAMÁL „Fundinum lyktaði í raun og veru með því að bæði for­ eldrar og starfsfólk töldu ekki boðlegt að hefja nám í tengibygg­ ingunni hjá Víkingi og að Reykja­ víkurborg yrði að finna aðra lausn fyrir skólastarfið,“ segir Agnar Freyr Helgason, fulltrúi í skólaráði Foss­ vogsskóla. Skólaráðið og borgaryfirvöld komu saman til fundar seinni­ partinn í gær til að ræða þá stöðu sem upp er komin í skólanum. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá á að koma börnum í 2. til 4. bekk fyrir í kjallara í íþróttahúsi Víkings í Víkinni þar til færanlegar kennslustofur koma til landsins. Foreldrar telja húsnæðið óboðlegt sem kennsluhúsnæði og krefjast þess að önnur lausn verði fundin. Fréttablaðið ræddi við Alex­ öndru Briem, varaformann skóla­ og frístundaráðs, og sagðist hún ekki vita annað en að aðstaðan í íþróttahúsinu væri fín. Þá væri um tímabundna ráðstöfun að ræða og áætlanir geri ráð fyrir að færanlegu kennslustofurnar verði komnar í gagnið eftir þrjár vikur. Aðspurður segir Agnar Freyr að aðstaðan í kjallaranum sé óboðleg. „Í fyrsta lagi er þetta gangur og þetta er ekki rými sem hentar til kennslu. Kennurum sem eiga að starfa þarna hryllir við þeirri tilhugsun að vera með 90 börn þarna eins og til stendur.“ Agnar segir að foreldrar taki því með fyrirvara að færanlegu kennslustofurnar verði komnar í gagnið eftir þrjár vikur. „Af gefinni reynslu þá þarf maður að taka slík­ um tímasetningum með fyrirvara þannig að þetta gæti orðið lengri tími.“ Aðspurður hvort hann telji lík­ legt að borgin finni lausn á mál­ inu á næstu dögum, segir Agnar að borgin sé búin að mála sig út í horn og möguleg úrræði komi of seint. „Það er lítill tími til stefnu en það er verið að reyna að skoða aðra val­ kosti að því er ég best veit.“ n Óboðlegt að hefja starfið í tengibyggingu Víkings 4 Fréttir 20. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.