Fréttablaðið - 20.08.2021, Side 8

Fréttablaðið - 20.08.2021, Side 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Viðbrögð flestra stjórn- mála- manna við þessu ástandi, sem hafa auðvitað ákveðið að leyfa „sér- fræðing- unum“ að ráða, er einfaldlega að segja ekki neitt. Hörður Ægisson hordur @frettabladid.is Loftslagsváin er bein afleiðing pólitískra ákvarðana sem ekki hafa tekið mið af sjálfbærni og réttlæti. Til þess að takast á við vandann er þörf á róttækum aðgerðum á stuttum tíma. Sem fræðikona og umhverfissinni hafa loftslagsmálin átt hug minn allan í langan tíma, og eru helsta ástæða þess að ég hef ákveðið að taka virkan þátt í stjórnmálum. Það eru vissulega margar leiðir til þess að breyta samfélaginu, t.d. með þátttöku í grasrótarhreyfingum og í vísindasamfélaginu, en mér finnst mikilvægt að fólk úr þessum hópum beiti sér í auknum mæli innan ramma stjórnmálanna. Stjórnmálin virka Það jákvæða við sterkar yfirlýsingar vísindanna um alvarleika ástandsins er að það skapar vissa pressu á stjórnmálaflokka að taka skýra afstöðu. Við erum heppin að búa í samfélagi sem tekur mark á vísinda- legri þekkingu, og samfélagið kallar á aðgerðir, og það er ljóst að loftslagsmálin verða eitt af því sem kosið verður um 25. september. Við höfum séð að skýr stefnumótun virkar, þó það sé ljóst að við þurfum að gefa í á næsta kjörtímabili. Með Vinstri græn í ríkisstjórn var langvarandi kyrr- stöðu í loftslagsmálum snúið við. Á kjörtímabilinu var frumvarp um kolefnishlutleysi Íslands árið 2040 fest í lög, mikilvægt skref sem fylgt verður eftir með skýrum aðgerðum. Við sjáum samdrátt í heildarlosun gróður- húsalofttegunda milli áranna 2018 og 2019. Framsækin markmið Það er morgunljóst að á næsta kjörtímabili munum við þurfa að ganga mun lengra, og byggja á þeim grunni sem hefur verið lagður á síðustu fjórum árum. Næstu ár verða krefjandi. Við munum í auknum mæli finna fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum. Þó neyðin sé mikil, þá hef ég aldrei verið vissari um að við séum á réttri leið. Þegar hætta steðjar að verðum við að gera það sem þarf til að takast á við vandann og nú er meiri samstaða en nokkurn tímann um þörfina til aðgerða. Ég treysti VG til að sýna þá forystu sem til þarf til að breyta þekkingunni sem við höfum í framsækin markmið, studd með aðgerðum og fjármagni. ■ Forystan sem þarf Eva Dögg Davíðsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavík norður og doktorsnemi í umhverfis- og þróunarfræði. benediktboas@frettabladid.is Draugakennslustofur Leitað er nú allra leiða til að koma skólastarfi af stað fyrir veturinn. Þrátt fyrir myglu, framkvæmdir og sóttvarna- takmarkanir verða börn og unglingar að fá sólarljós og hitta hvert annað, því þarf að útvega kennslustofur. Hefur því verið brugðið á það ráð að kenna í íþróttasölum, holræsum, kló- settgöngum íþróttafélaga og í draugahúsinu á Njarðargötu. Þá íhugar Reykjavíkurborg að endurnýja sérstakan samning sinn við Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll til að nota sem leikvöll í frímínútum. Lagað eftir faraldur Stundum er ástæða til að efast um ágæti reykvískrar stjórn- sýslu, enda eru vegir hennar oft og tíðum órannsakanlegir. Vangaveltur í þessa veru hafa leitað á fastagesti sundlauganna beggja vegna lækjar á síðustu dögum og vikum, en ýmist hefur Sundhöll Reykjavíkur verið lokuð vegna viðgerða í góðan part úr viku, ellegar Sundlaug Vesturbæjar í svo sem eins þrjá daga. Hefði ekki einmitt verið upplagt að taka til hendinni í þessum sundlaugum allan tímann sem þær voru lokaðar, svo vikum og mán- uðum skipti á þessu og síðasta ári vegna farsóttarinnar? Nei, lögum laugarnar fyrst núna, eftir að þær voru opnaðar. ■ Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Stjórnmálamennirnir hafa í meginatriðum brugðist og ekki staðið undir þeirri ábyrgð sem þeir eru kosnir til. Það kann að hafa verið skynsamlegt fyrir ríkisstjórnina á einhverjum tímapunkti í faraldrinum, einkum út frá pólitískum hagsmunum, að stíga til hliðar og eftirláta þríeykinu svonefnda, embættismönnum, að fara með forystuna og taka yfir nánast öll dagleg samskipti við almenning. Sá tími er hins vegar löngu liðinn. Verði ekki þar breyting á er ljóst að áfram verður haldið að tromma upp í hinum daglega skammti af hræðslu- áróðri sóttvarnayfirvalda. Stjórnvöld þurfa því að taka málin fastar í sínar hendur með heildarhagsmuni alls samfélagsins að leiðarljósi. Eftir að hafa sett nánast heimsmet í bólusetning- um, sem hefur minnkað verulega líkur á alvarlegum veikindum, erum við stödd í nýjum kafla veirunnar, var okkur sagt. Samt er eins og fátt hafi breyst og aðrar þjóðir – minna bólusettar – eru að taka fram úr okkur þegar kemur að því að afnema allar hömlur og koma á eðlilegu lífi. Leiðin „til að lifa með veirunni“ getur aldrei verið sú, eins og virðist meðal annars vera eina innlegg verkalýðshreyfingarinnar, að loka landamærunum, senda þúsundir manns í sóttkví og borga þeim öllum laun frá ríkinu á meðan. Það er jafna sem gengur ekki upp til lengdar. Við þurfum að skipta algjörlega um takt. Hvernig má það vera að hér þurfi að beita mun harðari sóttkví- arreglum en í okkar nágrannalöndum? Enginn rök- stuðningur né gögn sýna fram á mikilvægi þessa en afleiðingarnar eiga eftir að birtast í veldisvexti fólks sem verður gert að sæta sóttkví á komandi vikum þegar skólarnir opna að nýju og allt skólastarf, eins og mörg önnur starfsemi samfélagsins, mun þá lamast. Nauðsynlegt er að breyta reglum um sóttkví þannig að þær nái ekki til barna og einkennalausra fullbólu- settra einstaklinga. Sóttvarnalæknir sagði sjálfur í vikunni að „ekki væru miklar líkur“ á að bólusett fólk sem væri smitað af veirunni en sýndi væg eða engin einkenni „smiti mikið út frá sér. Þetta er kúvending í málflutningi hans, sem hefur hingað til reynt að telja okkur trú um að ógnin sé svo mikil vegna þess að hún er ósýnileg. Svo er augljóslega ekki lengur. Sóttvarnayfirvöld hafa lýst því yfir að framtíðarsýn þeirra felist í verulegum hömlum á stjórnarskrár- bundnum réttindum fólks næstu mánuði eða ár. Fara á aðra leið en í nágrannaríkjum þrátt fyrir að vitað sé að hættan á alvarlegum veikindum hefur minnkað um liðlega 80 prósent eftir bólusetningu. Hefðum við samþykkt að ráðast í slíkar takmarkanir í upphafi – svo ekki sé talað um hvort þær hefðu staðist stjórnar- skrá – ef þá hefði verið vitað að hættan gagnvart heilsu og lífi fólks væri hverfandi? Tæplega en núna um 18 mánuðum síðar, þegar við búum sannarlega yfir þeim upplýsingum, þá sjáum við eftir langvarandi ástand af höftum og lokunum hversu erfitt það er að vinda ofan af þeim takmörkunum sem hafa verið settar á daglegt líf fólks – þótt fátt réttlæti þær lengur. Og viðbrögð flestra stjórnmálamanna við þessu ástandi, sem hafa auðvitað ákveðið að leyfa „sérfræðingunum“ að ráða, er einfaldlega að segja ekki neitt. Það er þeim til minnkunar. ■ Grafarþögn  SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 20. ágúst 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.