Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 25
Kraftmiklir vöðvar, sterk bein, þéttar sinar og liðbönd á aðeins tíu mínútum í viku. OsteoStrong er byltingarkennt æfingakerfi sem styður íþrótta­ fólk á öllum aldri til vaxtar. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að þétta vöðva, sinar, liðbönd og bein, bæta árangur og fyrirbyggja meiðsl. Bara tíu mínútur í viku Allt að fimm til sjöfaldur munur getur verið á styrk vöðva eftir því hvernig þeim er beitt. OsteoStrong er æfingakerfi sem reynir á vöðvann þar sem hann er sterkastur. Meðlimir OsteoStrong mæta einu sinni í viku og ná á innan við 10 mínútum að styrkja vöðva, sinar, liðbönd og bein svo um munar. Fólk mætir eins og það er klætt og gerir æfingarnar á sokkunum. Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á, fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu. Meðlimir geta átt von á að: n Auka styrk n Minnka líkur á álagsmeiðslum n Bæta líkamsstöðu n Auka jafnvægi n Minnka verki í baki og liðamótum n Lækka langtíma blóðsykur n Auka beinþéttni Hleypur maraþon eftir æfingar hjá OsteoStrong „Ég fór á kynningu hjá Osteo­ Strong í febrúar 2019. Mér fannst margt mjög áhugavert sem þar kom fram og það kom mér á óvart að OsteoStrong er ekki bara fyrir gamalt fólk með beinþynningu, heldur er ávinningurinn fyrir íþróttafólk mikill. Ég bókaði því prufutíma og keypti mér strax áskrift. Í besta falli myndi þetta hjálpa mér með mín vandamál og í versta falli myndi þetta hafa góð áhrif á bein­ heilsu mína sem ég held að allt of fáir séu að pæla í. Mín helstu vandamál voru að ég hef alltaf verið að læsast í spjaldliðnum sem verður til þess að mig verkjar í mjöðmina þegar ég hleyp. Einnig hafði ég hrygg­ brotnað í ágúst 2017 og vantaði að styrkja það svæði. Þegar ég byrjaði í Osteo­ Strong var ég með mikla verki í mjöðminni vegna þess að ég var að æfa fyrir Parísarmaraþon, sem ég ætlaði að hlaupa í apríl 2019. Ég var í rauninni aðeins búin að gefast upp, því það er þreytandi að vera alltaf með verki eftir að æfa. Eftir nokkur skipti í Osteo Strong fann ég strax mun og var farin að hlaupa verkjalaus. Sjúkraþjálfar­ inn minn, sem þurfti vanalega að losa spjaldliðinn hjá mér á tveggja vikna fresti, hafði orð á því að ástandið á mér væri óvenju gott – allt í einu var ég farin að læsast mun sjaldnar. Ég hljóp síðan maraþonið mitt verkjalaus og hef hlaupið önnur eftir það. Ég get því heilshugar mælt með OsteoStrong og þessi heilsurækt mun verða hluti af minni þjálfun í fram­ tíðinni,“ segir Jórunn Jónsdóttir, fjármálastjóri og íþróttakona. Minni verkir „Það er svo spennandi hvað æfingarnar geta hjálpað mörgum. Bæði þeim sem eru í stöðugri hreyfingu og líka þeim sem eru að jafna sig eftir meiðsl. Þær hjálpa til við verki en þær eru ekki síður fyrirbyggjandi fyrir hlaupara til að minnka líkur á að snúa ökkla eða meiðast á hné. Það er ein­ staklega gefandi að heyra daglega árangurssögur frá meðlimum okkar,“ segir Svanlaug, annar eigandi OsteoStrong. 73 prósent sterkari á ári „Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á svo mikla styrktaraukningu á jafn stuttum æfingatíma. Vöðvarnir þéttast en þyngjast ekki að neinu ráði, þess vegna er OsteoStrong svo tilvalið fyrir hlaupara,“ segir Örn Helga­ son, hinn eigandi OsteoStrong. Athuganir á árangri meðlima sýna að þeir eru að meðaltali að styrkja sig um 73% á ári. Betri golfsveifla Niðurstöður könnunar sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi, leiddu í ljós verulega bætingu með ástundun OsteoStrong í einungis fjögur skipti. Meðaltalsbæting á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km á klst. og hraði golf bolta jókst um 14,5 km á klst. Bætt jafnvægi Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir taka eftir að aukist. Meðalbæting er 77% á fimm skiptum. Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar t.d. við að enda sveif luna með þungann framar á fótum. Svíinn Sophila Gustafson er fyrrum þátttakandi í US Based LGPA­mótaröð og lífstíðar með­ limur Evrópumótaraðar kvenna. Hún vann LPGA­mótaröðina fimm sinnum og 23 alþjóðlega titla á sínum keppnisferli. Sophia var svo ánægð með OsteoStrong að hún gerðist einn af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Dan­ mörku. Fljótlega verkjalaus „Osteostrong er í mínum huga styrkur, kraftur og hreysti. Ég varð f ljótlega verkjalaus eftir að hefja ástundun hérna. Ég fann það strax eftir fyrsta tímann hérna og hef fundið það aukast síðan að þegar ég er að ganga á fjöll finn ég fyrir meiri krafti, meiri orku og meiri gleði. Alltaf þegar ég kem í OsteoStrong mætir mér hlýja, virðing og fagmennska. Ég er þakklát fyrir að hafa verið leidd hér inn og mun vera hér áfram.“ ­ Lísbet Grímsdóttir, lífeindafræð­ ingur og fjallgöngumaður. n OsteoStrong býður ókeypis kynn- ingar á virkni kerfisins í Hátúni 12. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200 Hleypur maraþon á ný eftir æfingar hjá OsteoStrong Jórunn Jónsdóttir mælir heilshugar með OsteoStrong. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR  Hjónin Örn Helgason og Svanlaug Jóhannsdóttir eru eigendur OsteoStrong í Hátúni 12. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rauð og innrauð ljós bæta kollagenframleiðslu húðarinnar. kynningarblað 13FÖSTUDAGUR 13. ágúst 2021 MAR AÞON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.