Fréttablaðið - 13.08.2021, Blaðsíða 4
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Enski boltinn fer aftur að
rúlla í kvöld þegar nýliðar Brent-
ford taka á móti Arsenal á nýlegum
heimavelli Brentford í baráttu
Lundúnaliðanna. Ljóst er að margir
bíða spenntir eftir því að sjá stærstu
stjörnur heims leika listir sínar og í
fyrsta sinn í tæplega eitt og hálft ár
verða áhorfendur í öllum sætum.
Gerð verður krafa um að áhorfend-
ur séu bólusettir eða geti sýnt fram
á neikvætt PCR-vottorð sem má að
hámarki vera 48 tíma gamalt.
Líklegt er að það verði einn ef
ekki tveir Íslendingar á leikskýrslu
í kvöld en markverðirnir Patrik Sig-
urður Gunnarsson og Rúnar Alex
Rúnarsson eru á mála hjá Brentford
og Arsenal.
Jóhann Berg Guðmundsson
verður í eldlínunni með Burnley
á morgun gegn Brighton en Gylfi
Þór Sigurðsson verður fjarverandi
í liði Everton gegn Southampton á
meðan mál hans er inni á borði lög-
reglunnar í Manchester. ■
Enski boltinn
hefst að nýju
Alex var sagður á förum frá Arsenal
en verður líklegast í þeim hóp í kvöld.
arib@frettabladid.is
REYKJANES Möguleg lokun Suður-
standarvegar myndi hafa töluverð
áhrif á starfsemi botnfisksvinnslu.
Líkt og greint var frá í blaðinu í gær
segir Þorvaldur Þórðarson, pró-
fessor í eldfjallafræði við Háskóla
Íslands, að ef eldgosið í Geldinga-
dölum haldi áfram sem horfi muni
það ekki taka hrauntauminn nema
fjórar til fimm vikur að renna úr
Meradölum og yfir Suðurstrandar-
veg. Berglind Kristinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitar-
félaga á Suðurnesjum, segir veginn
mikilvægan bæði með tilliti til
öryggis og atvinnu. Áhrifin yrðu
mest í Grindavík.
„Varðandi atvinnulíf þá hefur
þróun verið sú allt frá árinu 1993 að
botnfisksvinnslur hafa leitað á suð-
vesturhornið og árið 2013 voru 50
prósent allra botnfisksvinnsla stað-
sett í 60 mínútna akstursfjarlægð frá
Keflavíkurflugvelli. Sem segir okkur
það að stærsta breytingin í sjávar-
útvegi á Íslandi hefur orðið sú að
aukning hefur orðið í framleiðslu
og útflutningi ferskra sjávarafurða,“
segir Berglind. Vinnslurnar eru í
Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn.
„Það hefði því töluverð áhrif á þessa
starfsemi myndi koma til þess að
Suðurstrandarvegurinn lokaðist.
Auk þess er verið að aka með afla
á milli hafna utan af landi, sem er
unninn í Grindavík og Suðurnesja-
bæ, og lokunin hefði klárlega áhrif
á starfsemi.“ ■
Lokun hefði mikil áhrif á botnfisksvinnslu
Berglind
Kristinsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Samtaka
sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Guðmundur Ingi Guðbrands-
son, umhverfis-og auðlinda-
ráðherra og varaformaður
Vg, segir vinstri stjórn besta
kostinn til að ná árangri í
umhverfisvernd. Hann segir
mikla losun hér á landi mega
rekja til stóriðjunnar og stórra
atvinnugreina.
linda@frettabladid.is
ALÞINGISKOSNINGAR Sjálfstæðis-
f lokkurinn og Framsóknarf lokk-
urinn studdu ekki mál Guðmundar
Inga Guðbrandssonar umhverfis-og
auðlindaráðherra í ríkisstjórn um
stofnun hálendisþjóðgarðs, að sögn
ráðherrans.
„Það er alveg ljóst að ég mætti
andstöðu innan ríkisstjórnarflokk-
anna og víðar,“ sagði Guðmundur
Ingi á Fréttavaktinni á Hringbraut í
gærkvöldi. Frumvarp hans var lagt
fyrir Alþingi í nóvember í fyrra. Eins
og þekkt er fékk það ekki afgreiðslu
fyrir þinglok en stofnun hálendis-
þjóðgarðs er að finna í stefnuyfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar.
„Niðurstaðan var sú að við verð-
um að gefa þessu meiri tíma.“ Hvort
málið hafi ekki komið fram alltof
seint miðað við umfangs þess, sagði
Guðmundur Ingi það mega vera.
„Þetta hafði mátt eiga meiri tíma,
þar spilar inn í Covid og f leira. Ég
lagði það fram í ríkisstjórn í októ-
ber, þannig að þetta var bara mjög
þungt mál. Ég er hins vegar sann-
færður um það að við getum náð
meiri sátt um þetta,“ sagði hann.
„Þetta er vissulega stórt mál fyrir
Vg en líka stórt mál fyrir Ísland í
heild sinni,“ sagði ráðherra og að
meðbyr hafi verið með hálendis-
þjóðgarði í öllum flokkum þingsins.
„Það skiptir ekki bara Ísland máli
að koma hér fram með eitt helsta
framlag okkar til náttúruverndar í
heiminum,“ sagði hann. Það sé þó
líka stórt efnahagslegt mál til að efla
byggðirnar í landinu.
Aðspurður, miðað við andstöðu
stjórnarf lokkanna tveggja, hvort
ekki sé ljóst að eigi hálendisþjóð-
garður að verða til þá þurfi öðruvísi
samsetta ríkisstjórn en nú er, sagðist
Guðmundur Ingi ekki vilja segja til
um það. „Við bara leggjum fram
okkar stefnumál í Vg fyrir kosning-
ar og svo á borðið eftir kosningar
hvað við leggjum áherslu á í stjórn-
arsamstarfi ef við fáum tækifæri til
þess, og hálendisþjóðgarður er eitt
af því sem við munum að sjálfsögðu
leggja þar á borðið,“ var svarið.
„Auðvitað vilja vinstri menn
alltaf vera í vinstri stjórn,“ segir
Guðmundur Ingi um hvort æski-
legra sé fyrir umhverfismálin að
stjórn verði mynduð til vinstri með
Vg. „Þá náum við meiri árangri í
þeim málum sem við leggjum á
borðið og leggjum áherslu á,“ segir
Guðmundur Ingi og loftslagsmálin
séu þar með talin.
Á Íslandi er ein hæsta losun gróð-
urhúsalofttegunda í heimi, eða um
14 til 20 tonn á hvern íbúa á ári. Til
að ná markmiðum Parísarsáttmál-
ans þarf losunin að minnka niður í
fjögur tonn á mann en Ísland hefur
auk þess sett sér hærra markmið um
kolefnishlutlaust Ísland í síðasta lagi
árið 2040.
Rauð viðvörun var gefin út vegna
losunar gróðurhúsalofttegunda í
nýrri loftslagsskýrslu milliríkja-
nefndar Sameinuðu þjóðanna.
„Þetta meðal annars orsakast
af því að hér eru stór álver sem
losa mikið hlutfallslega, miðað
við íbúafjölda,“ segir Guðmundur
Ingi. Hann nefnir nauðsyn á meiri
aðgerðum vegna losunar í landbún-
aði og sjávarútvegi þótt tilraunir
með umhverfisvænna eldsneyti
gefi góð fyrirheit og einnig í f lug-
samgöngum. ■
Segir vinstri stjórn besta kostinn
til að ná árangri í umhverfisvernd
Umhverfis- og
auðlindaráð-
herra segist ekki
hafa fengið
stuðning við
frumvarp sitt
um hálendis-
þjóðgarð innan
ríkisstjórnar-
innar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON
Auðvitað vilja vinstri
menn alltaf vera í
vinstri stjórn.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
varaformaður Vg
og umhverfis-
og auðlindaráð-
herra.
kristinnpall@frettabladid.is
ÁRBORG Bæjarráð Árborgar sá enga
ástæðu til að gera athugasemd eftir
að Samgöngustofa óskaði eftir
umsögn sveitarfélagsins um beiðni
til þess að fjölga atvinnuleyfum
leigubifreiðastjóra í Árborg. Von er
á tuttugu prósenta fjölgun leigubíla
í sveitarfélaginu.
Leigubifreiðastöð Suðurlands
hafði óskað eftir því að hámarks-
fjöldi atvinnuleyfa leigubifreiða-
stjóra í sveitarfélaginu yrði hækk-
aður um tvö leyfi, úr átta í tíu. Var
óskað eftir því til þess að geta betur
annað eftirspurn eftir leigubíla-
þjónustu á svæðinu þar sem mikil
fólksfjölgun hefur orðið þar undan-
farin ár. ■
Ekki mótfallið
fjölgun leigubíla
kristinnpall@frettabladid.is
BORGARBYGGÐ „Það er mjög ánægju-
legt að þessi lausn sé komin. Þetta er
stór stund og fallegt fyrir staðinn og
tryggði um leið framtíð safnsins á
þessum fallega degi,“ segir Páll Guð-
mundsson, eftir að samkomulag var
undirritað sem tryggir framtíð leg-
steinasafns hans í Húsafelli.
Til stóð að hefja niðurrif safnhúss-
ins í gær í samræmi við niðurstöðu
Héraðsdóms Vesturlands frá í fyrra
en ekkert varð af því þar sem sam-
komulag náðist milli Borgarbyggðar,
Páls og Sæmundar Ásgeirssonar,
nágranna hans, á elleftu stundu.
„Safnið fær að halda áfram og við
getum haldið áfram að vinna að því
að koma legsteinum þarna inn og
gera það fallegt,“ segir Páll.
Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitar-
stjóri í Borgarbyggð, segist fegin að
tekist hafi að semja í tæka tíð.
„Málið hefur snúist um mjög
afmarkaðan þátt undanfarin ár og í
viðræðum á miðvikudag var komist
að því að það væru forsendur til frek-
ari sáttaumleitana sem sveitarfélagið
hefur haft aðkomu að. Við hittumst
á fundi og fórum yfir þau atriði sem
stóðu út af. Þetta var erfiður fundur
en að lokum tókst okkur að finna
farsæla lausn til framtíðar sem allir
aðilar málsins gátu sætt sig við,“ segir
Þórdís, aðspurð hver aðkoma sveitar-
félagsins var að málinu.
„Það var enginn sem vildi að safn-
ið yrði rifið, heldur að það yrði farsæl
framtíðarlausn á þessu deilumáli,“
undirstrikar sveitarstjóri Borgar-
byggðar. ■
Feginleiki er niðurrifinu var forðað
Páll Guðmunds-
son og Þórdís Sif
Sigurðardóttir
sveitarstjóri
skrifa undir
samkomulagið
sem Sæmundur
Ásgeirsson í
Gamla Bæ hafði
áður undirritað.
FRÉTTABLAÐIÐ/
FRIÐÞJÓFUR
4 Fréttir 13. ágúst 2021 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ