Fréttablaðið - 29.07.2021, Page 11

Fréttablaðið - 29.07.2021, Page 11
Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Á föstudag í síðustu viku sendi rík- isstjórnin frá sér þrenn skilaboð: 1. Að ráði sóttvarnalæknis tilkynnti hún nýjar sóttvarnaað- gerðir mánuði eftir að lýst var yfir sigri á kórónuveirunni og að Ísland stæði fremst í heiminum. 2. Fyrir miðjan ágúst yrði hún tilbúin með plan til að eyða allri óvissu og með framtíðarsýn um það hvernig við vildum hafa bólu- sett Ísland. 3. Heilbrigðisráðherra sagði að ekki mætti eyðileggja sam- stöðu þjóðarinnar með pólitískri umræðu. Nýmælið í þessu er fyrirheit um stóra planið með framtíðarsýn til að eyða allri óvissu eftir tvær vikur. Óvissuvandinn Helsti pólitíski óvissuvandinn hefur frá byrjun faraldursins falist í því að stærsti stjórnarflokkurinn hefur sagt eitt við kjósendur en samþykkt annað við ríkisstjórnar- borðið. Fyrst voru það óbreyttir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, sem töluðu gegn tillögum sóttvarna- læknis. Þeir töluðu einnig gegn því að Ísland tryggði sér bóluefni á grundvelli aðildar að innri markaði Evrópusambandsins. Þegar að því kom að taka þurfti afstöðu til nýrra aðgerða, mánuði eftir að ríkisstjórnin hafði lýst yfir fullum sigri, sagði dómsmála- ráðherra að þær væru óþarfar, en flokkurinn myndi samt sam- þykkja þær. Það er já, já og nei, nei pólitík af þessu tagi sem veldur óvissu og grefur undan trausti á þeim ákvörðunum, sem teknar eru. Og hún gerir að engu þá takmörkuðu möguleika á fyrirsjáanleika, sem atvinnulífið þarfnast. Hætt er við að ný skýrsla um framtíðarsýn komi að litlu haldi meðan þessi pólitík er jafn áhrifa- rík og raun ber vitni. Andrými Á fimmtudagsmorgni fyrir réttri viku sagði forsætisráðherra í þessu blaði að „ekki væri hægt að draga sömu aðgerðir upp úr poka.“ Hún bætti við að ríkisstjórnin og vís- indamenn yrðu að fá andrými til að meta stöðuna. Forsætisráðherra skýrði nauð- syn á andrými með þeirri hæv- ersku athugasemd að það fylgdi því að vera fremstur í röðinni að enginn annar hefði forskrift fyrir okkur til að fara eftir. Sóttvarnalæknir sá hlutina í öðru ljósi. Síðar þennan sama dag sagði hann: „Við vitum alveg hvað það er sem þarf að gera.“ Og til að strá salti í sárið bætti hann við: „Það er eins og menn á Íslandi telji að það sé nóg að hefta útbreiðslu hér og þá sé Covid lokið. Það er bara ekki þannig.“ Daginn eftir dró forsætisráð- herra sömu gömlu aðgerðirnar upp úr poka austur á Egilsstöðum. Á hvaða forsendum? Þannig blasir við: Ofan á já, já og nei, nei pólitík stærsta stjórnar- flokksins bætist að forsætisráð- herra virðast sjá stöðu Íslands í öðru ljósi en sóttvarnalæknir. Óhjákvæmilega vaknar þessi spurning: Á hvaða forsendum ætlar ríkisstjórnin að skrifa stóra Beðið eftir plani planið um framtíðarsýnina? Er það sú sýn forsætisráðherra að við þurfum að búa til nýja for- skrift fyrir heiminn? Eða er það alþjóðleg vísindaleg þekking og íslensk reynsla sóttvarnalæknis? Eða er það já, já og nei, nei pólitík stærsta ríkisstjórnarflokksins? Hér skal ekki dregið úr mikilvægi þess að koma með plan. En ríkis- stjórnin þarf að ræða forsendurnar við þjóðina. Meðan hún getur það ekki er skiljanlegt að heilbrigðisráð- herra mælist til þess að lokað verði fyrir pólitíska umræðu. Víðara samhengi Það er samhengi milli veiru og verðmætasköpunar. Planið, sem beðið er eftir, kallar því á fram- tíðarsýn frá víðu sjónarhorni: 1. Eyða þarf þeirri óvissu, sem já, já og nei, nei pólitíkin veldur atvinnulífi og skólum. 2. Gera þarf Landspítalanum kleift að takast á við faraldur af þessu tagi til lengri tíma í stað við- varandi neyðarástands. 3. Gefa þarf öllu atvinnulífinu skýra framtíðarsýn á möguleika til aukinnar verðmætasköpunar með stöðugum gjaldmiðli og án gjald- eyrishafta. 4. Loka þarf fimmtíu milljarða króna gati í fjármálaáætlun ríkis- stjórnarinnar. 5. Svara þarf betur hvernig á að ná markmiðum í loftslags- málum. Úrlausnarefnin kalla á skýra sýn. Markmiðið er að draga úr óvissu vegna veirunnar, byggja traustari undirstöður fyrir sköpun verð- mæta og tryggja að sameiginlegur sjóður landsmanna verði sjálfbær á ný. Það er sannarlega skortur á plani. n fjölskylduna“ „Ég kem með Á ferdalag.is getur þú fundið allt það helsta um ævintýrin sem Ísland hefur upp á að bjóða. Komdu með í ferðalag! FIMMTUDAGUR 29. júlí 2021 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.