Fréttablaðið - 29.07.2021, Síða 12
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð við andlát og útför
elskulegu móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu okkar,
Sigrúnar Guðjónsdóttur
Greniteig 9, Keflavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
fyrir alúð og góða umönnun.
Guðjón Sigurðsson Steinunn Njálsdóttir
Bjarni Ásgrímur Sigurðsson Hansborg Þorkelsdóttir
Sigurður Sigurðsson Árný Þorsteinsdóttir
Sveinbjörg Sigurðardóttir Guðsveinn Ólafur Gestsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þorbjörg Jónatansdóttir
Suðurlandsbraut 58, Reykjavík,
lést á Mörk, hjúkrunarheimili,
föstudaginn 23. júlí.
Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 9. ágúst klukkan 15.
Sigmar Þorsteinsson
Sigurborg Erna Mostrup Otto Mostrup
Margrét Sigmarsdóttir Jóhannes Þórðarson
Þorsteinn Sigmarsson Lilja Rós Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Áslaug Pálsdóttir
Borgarbraut 57 í Borgarnesi,
lést föstudaginn 16. júlí.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju
miðvikudaginn 4. ágúst kl. 14.
Vegna samkomutakmarkana verða eingöngu nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir útförina en athöfninni
verður streymt á kvikborg.is
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á samtökin Ljónshjarta.
Páll Jökull, Ásta, Margrét, Guðný,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ásdísar Jónasdóttur
Suðurlandsbraut 58.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks sem
kom að umönnun og heimahjúkrun Ásdísar undanfarin ár,
sem og á deildum A2 og B4 á Landspítalanum í Fossvogi.
Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir
Jónas Gauti Friðþjófsson Ragnhildur Georgsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
Kristins Kristinssonar
húsasmíðameistara,
Álfhólsvegi 104.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grensásdeildar og
á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir hlýhug og góða umönnun.
Ásdís Þórarinsdóttir
Sigrún Kristinsdóttir Hinrik Már Ásgeirsson
Kristinn Gunnar Kristinsson Margrét Jóna Gestsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Valdimar Ritchie Samúelsson
flugvirki,
Kleifarási 3,
lést á Landspítalanum 21. júlí.
Jarðarför fer fram frá Árbæjarkirkju
fimmtudaginn 29. júlí kl. 15.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hins látna er bent á Landsbjörg.
Guðrún Björnsdóttir
Hulda Guðrún Valdimarsdóttir Ragnar Páll Bjarnason
Harpa Valdimarsdóttir Ómar Einarsson
Elfa Hrönn Valdimarsdóttir Freyr Friðriksson
og barnabörn.
Merkisatburðir
1907 Friðrik 8. Danakonungur kemur í heimsókn til Ís-
lands.
1948 Sumarólympíuleikarnir 1948 eru settir í London.
1977 Þýskur bankaræningi, sem er eftirlýstur erlendis, er
handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk.
1981 Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer ganga í það
heilaga. Athöfnin er sýnd í beinni útsendingu um
allan heim.
1985 Kirkja í minningu Þorláks biskups Þórhallssonar er
vígð í Þorlákshöfn, það er fyrsta kirkja þar síðan
1770.
2011 Stjórnlagaráð afhendir Alþingi formlega frumvarp
sitt að nýrri stjórnarskrá.
Forritarinn Karl Thoroddsen er
hönnuður ferðaappsins Kringum
sem fjallar um áhugaverða staði
á Íslandi og atburði í sögunni.
Nýlega kom endurbætt útgáfa.
gun@frettabladid.is
„Kringum er eitt mest sótta smáfor-
rit íslenska ferðasumarsins. Þegar
hafa hátt í 20 þúsund manns sett það
í símana sína. Reyndar er það í harðri
samkeppni við rakningarappið,“ segir
Karl Thoroddsen sem setti ferðaapp
um Ísland á markað í byrjun sumars.
Varla dregur glæný útgáfa úr vinsældum
þess. Þar bætast við um 2.000 sögur og
staðreyndir, margar um höfuðborgina
en líka akstursleiðbeiningar að ýmsum
stöðum víðs vegar um land, svo og upp-
lestur á sögum og ljóðum, að sögn Karls.
En hver var hvatinn að þróun appsins?
„Hugmyndin hefur lengi blundað í
mér – og reyndar fleirum – en það þarf
bæði áhuga og tölvuþekkingu til að
fara út í svona útgáfu, nema menn ætli
í verulega fjárfestingu. Ég er búinn að
vera að forrita frá tólf ára aldri og hef líka
sagnfræðiáhuga. Það sameinast í þessu
verkefni. Oft hef ég ferðast um landið og
hugsað: Ég vildi að einhver úr sveitinni
segði mér sögur af því sem gerðist hér,
þjóðsögur, fornsögur og allt mögulegt. Í
fyrrasumar byrjaði ég svo að safna efni
í gagnagrunn, sumt þekkti ég og annað
fann ég,“ segir Karl og tekur fram að
efnið sé f lokkað í náttúru, menningu,
sögur og örnefni.
Fjölskyldan í sama liði
Karl kveðst hafa unnið alla forritunar-
vinnuna, hannað app fyrir Android
og annað fyrir iPhone, einnig forrit
fyrir grunninn sem geymir sögurnar,
12.800 talsins. „Ég skráði fullt af efni
sjálfur en mikið er líka tekið úr opnum
gagnagrunnum Ferðamálastofu, Land-
mælinga, Borgarbókasafns og f leiri
stofnana, með leyfi viðkomandi. Það
þarf víða að leita fanga til að ná þessum
fjölda.“
Karl tekur fram að fjölskyldan hafi
verið í liði með honum. „Sonur minn
hannaði útlitið, lógóið og f leira, pabbi
hefur lesið allar færslurnar yfir og konan
mín hefur verið dugleg að keyra um
landið meðan ég hef setið í bílnum með
fartölvuna að skrá niður upplýsingar.“
Þó að Karl sjái hversu margir sækja
appið, segir hann engan geta fylgst með
notkun einstaklinga. „Þetta er alveg
lokað, alveg ókeypis og það þarf enga
nettengingu nema til að hlusta á upp-
lesturinn sem er í nýjustu útgáfunni, þá
þarf net.“
Hann kveðst fá marga pósta á dag með
sögum og athugasemdum. „Einn sendi
fróðleiksmola um að ákveðinn foss héti
líka öðru nafni en tilgreint er í appinu,
hann vissi það af því að amma hans
hafði verið í bílnum þegar hann keyrði
framhjá fossinum og las um hann, hún
hafði alist þarna upp. Það er mikill áhugi
á þjóðsögunum, fólk vill heyra um tröll-
in, umskiptingana og álfana. Auðvitað
eru líka frásagnir af fólki. Svo ég rifji upp
eina persónu nefni ég Þuríði Einarsdótt-
ur á Stokkseyri, dugnaðarfork sem þurfti
leyfi sýslumanns til að vera formaður á
báti, auk þess sem hún brá sér í hlutverk
spæjara þegar hún upplýsti stórt rán á
bænum Kambi í Flóa árið 1827.“
Áhugasviðin ólík hjá fólki
Karl telur atriði úr bókmenntunum
dýpka upplifun fólks af stöðunum sem
það heimsækir. Hann nefnir að þegar
gengið sé upp Esjuna birtist ljóðið
Fjallgangan eftir Tómas Guðmunds-
son og við Kleifarvatn sé sagt frá sam-
nefndri sögu Arnaldar Indriðasonar.
Hvoru tveggja sé fengið úr gagnagrunni
Borgarbókasafnsins. „Áhugasvið fólks
eru vissulega ólík. Krakki í bílnum er
kannski bara að lesa um orusturnar til
forna meðan aðrir gefa náttúrunni meiri
gaum og ég fékk póst frá eldri manni sem
spurði: Hvernig get ég slökkt á þessum
ljóðum, ég vil bara staðreyndir?“
Skyldi Karl sjálfur hafa alist upp við
söguhefð eða hvaðan kemur honum
áhuginn? „Ég reyni að klína honum á
ættina, Thoroddsenar eru miklir bóka-
ormar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á fróðleik og elskað góðar sögur – eins
og flestir.“ n
Klínir söguáhuganum á ættina
Karl fær marga pósta á dag með sögum og athugasemdum frá fólki sem er að nota ferðaappið. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR
Oft hef ég ferðast um
landið og hugsað: Ég vildi
að einhver úr sveitinni
segði mér sögur af því sem
gerðist hér, þjóðsögur,
fornsögur og allt mögu-
legt.
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR