Fréttablaðið - 29.07.2021, Page 14
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr
Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir,
sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@
frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir,
ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Markmið verkefnisins Endurofið
er að gera handverkshefðinni og
menningararfleifð vaðmálsins
hátt undir höfði, á sama tíma og
vakin er athygli á umhverfisvánni
sem stafar af textíliðnaðinum.
Þær Álfrún og Ása Bríet fengu
styrk til verkefnisins frá Nýsköp-
unarsjóði námsmanna en Álfrún
er nemi í þjóðfræði í Háskóla
Íslands og Ása Bríet er að læra fata-
hönnun í Central Saint Martins í
London.
„Við erum báðar með bakgrunn
í textíl og langaði að skeyta saman
okkar áhersluefnum í þessu
verkefni. Það gengur út á að endur-
nýta f líkur, sem við höfum fengið
gefins frá einstaklingum og Rauða
krossinum, með vefnaðartækni,“
útskýrir Álfrún.
„Það er mikil hefð á Íslandi fyrir
vefnaði en það er tækni sem er
aðeins að týnast. Okkur langar í
samhengi við hefðina og samtím-
ann að vekja athygli á þessari hefð
í samhengi við endurnýtingu.“
„Já, og líka sjálf bærni. Því
textíliðnaðurinn er annar mest
mengandi iðnaður í heiminum.
Okkur fannst passandi að skeyta
saman hefðinni á Íslandi og vekja
athygli á handverkinu í samtíma-
legu samhengi með það fyrir
augum hvernig það gæti gengið
upp í nútímasamfélagi,“ bætir Ása
Bríet við.
„Við heimsóttum textílmið-
stöðina á Blönduósi þar sem hægt
er að nálgast vefnaðararkíf, svo við
gætum séð hver menningararf-
leifðin í vefnaði væri. Það er hægt
að sjá það sem hefur verið varð-
veitt á Íslandi,“ segir Ása Bríet.
„Vaðmálið var lögfestur gjald-
miðill á víkingaöld. En eftir því
sem tæknin þróaðist var vefstólum
jafnvel bara hent. Þessi textílmið-
stöð og heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi geyma gamlar prufur og
söguna um þetta,“ segir Álfrún.
Þær segjast þó ekki beint vefa
eftir gömlu aðferðunum og þær
hafi frekar nýtt efnisprufurnar
sem þær sáu á Blönduósi til að fá
hugmyndir um efnaval og áferð og
til að hafa söguna til hliðsjónar.
Þær Álfrún og Ása auglýstu eftir
f líkum á Facebook-hóp verkefnis-
ins og fengið góðar undirtektir.
Fjöldi fólks gaf þeim föt sem það
var hætt að nota. Þær hafa svo rifið
fötin niður í ræmur og ofið efni úr
þeim sem hægt er að nýta í nýjar
f líkur.
„Við erum að nota tækni sem
ég hef notað áður, bæði í Mynd-
listarskólanum og skólanum í
London, en það er að vefa f líkur
beint í sniðið. Með þessari tækni
minnkum við efnissóun því það
eru engar afklippur. Við vefum
bara akkúrat það sem þarf í
sniðið,“ útskýrir Ása Bríet.
„Við erum líka að skrásetja
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun
@frettabladid.is
Þær Ása Bríet
og Álfrún hafa
mikinn áhuga
á textíl og vilja
skoða hvernig
hægt er að gera
iðnaðinn sjálf-
bærari.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Eitt af því sem Álfrún og Ása Bríet hafa gert er að vefa beint í sniðið til að
minnka sóun. Þá þarf bara að sauma efnið saman en ekki klippa neitt til.
Ný efni eru ofin úr gömlum fötum.
Gamlar skyrtur fá framhaldslíf eftir
að Ása Bríet og Álfrún hafa ofið í þær
mynstur úr rifnum notuðum fötum.
tímann sem tekur að framleiða
flíkurnar og setja hann í samhengi
við virði fatnaðar í augum neyt-
enda,“ segir Álfrún.
„Við göngum að því vísu að geta
keypt okkur f lík á svona og svona
lítinn eða mikinn pening. Með því
að skrá tímann erum við að setja í
samhengi hvað þetta er tímafrek
vinna og mikið lágtekjustarf.“
Best að vinna allt saman
Álfrún og Ása Bríet eru búnar að
klára nokkrar skyrtur sem þær
hafa endurnýtt og ofið en þær eru
líka með nokkur verk í vinnslu.
„Stærsta og tímafrekasta verkið
er kápa sem er ofin beint í snið.
Við erum að vinna í henni eins og
er,“ segir Álfrún.
„Við höfum líka verið að vinna
með skyrtur og gefa þeim þannig
nýtt virði, framhaldslíf. Við vefum
beint í skyrturnar og náum þannig
að heiðra vinnu þeirra sem komu
að því að gera skyrtuna uppruna-
lega,“ segir Ása Bríet.
Hönnunin, hugmyndavinnan
og vefnaðurinn eru unnin í sam-
einingu en þannig segjast þær
vinkonurnar vinna best.
„Við kynntumst á textíl-
brautinni í Myndlistarskólanum í
Reykjavík svo við erum báðar með
textílbakgrunn,“ segir Álfrún.
„Okkur finnst best að vinna
þetta allt saman. Það er gott að
vinna í teymi og vera ekki alltaf
bara í samtali við sjálfa sig. Við
erum tveir hausar að vinna í þessu
og fjórar hendur og köstum á milli
okkar hugmyndum allan daginn.
Við vinnum mjög vel saman og
náum að nýta styrkleika hvor ann-
arrar.“
Lærdómsríkt ferli
„Við höfum lært mikið í þessu ferli
sem við getum nýtt okkur áfram
í okkar námi. Það er gott tækifæri
að fá að vinna í þessu í sumar og
stækka sjóndeildarhringinn enn
meira fyrir komandi verkefni,“
segir hún, en í haust fer Ása Bríet
til Parísar í starfsnám en Álfrún
sem býr í Berlín er að flytja til
Brussel í haust og er spennt að sjá
hvaða tækifæri leynast þar.
„Ég er í fjarnámi í HÍ en búsett í
Evrópu. Við búum báðar erlendis
en erum á Íslandi í sumar til að
sinna þessu verkefni,“ segir Álfrún.
„Við höfum báðar áhuga á að
velta fyrir okkur sjálf bærni-
möguleikum textíls í framtíðinni.
Skoða hvaða skref þarf að taka
og hvernig hægt verður að halda
áfram með iðnaðinn. Því það er
takmarkað hægt að halda áfram
á sama hraða og sömu nótum og
hefur verið,“ útskýrir hún og Ása
Bríet bætir við:
„Við viljum líka skoða mögu-
leikana á Íslandi, hvað hægt er
að gera hér. Það er í raun mikið
virði í öllum þessum fatnaði sem
fólk er að hreinsa út í vorhrein-
gerningunni. Hann verður að
staðbundnum efniviði og það er
leiðinlegt að þurfa að farga honum
öllum.“
Eins og áður kom fram er verk-
efnið styrkt af Nýsköpunarsjóði
námsmanna og njóta þær Álfrún
og Ása Bríet leiðsagnar Ólafs
Rastricks, dósents í þjóðfræði, við
verkefnið.
„Hann er okkur til halds og
trausts og svo er Ragna Fróðadótt-
ir, sem var deildarstýran okkar í
textíldeildinni í Myndlistarskól-
anum, okkar faglegi ráðgjafi,“ segir
Álfrún.
Stefnan er að sýna afrakstur
verkefnisins þann 12. ágúst en
sýningarstaður er ekki kominn
á hreint. Þær Álfrún og Ása Bríet
hvetja fólk til að finna hópinn
Endurofið á Facebook þar sem
hægt er að fylgjast með fram-
vindunni og fá allar upplýsingar
um verkefnið. Einnig er hægt að
fylgjast með þeim á Instagram. ■
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA
Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu
tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir:
• Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið
• Að auka blóðflæði
• Að auka orku líkamans, stuðla að
myndun húð- próteins og insúlíns
• Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums
og fosfórs
• Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva
• Stuðla að bættri starfsemi ónæmis-
kerfisins
• D-vítamín hefur hlutverki að gegna við
frumuskiptingu.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast á
www.arcticstar.is
Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, og Fjarðakaup.
2 kynningarblað A L LT 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR