Fréttablaðið - 29.07.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 29.07.2021, Síða 16
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr @frettabladid.is Fjöldi tískumerkja tók að sér að hanna búninga fyrir keppnisliðin sem taka þátt í Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó um þessar mundir. Í ár má sjá búninga frá hátískumerkjum, íþrótta- vörurisum og nýjum merkj- um sem eru að hasla sér völl. Fjöldi tískumerkja hefur framleitt ýmiss konar búninga fyrir Ólymp- íuleikana í Tókýó í ár, bæði eldri og þekktari merki sem og nýrri merki sem eru á uppleið. Nokkrir hönnuðir eru að taka þátt í Ólympíuleikunum í fyrsta sinn, til að mynda líberísk-banda- ríski hönnuðurinn Telfar Clem- ens, sem gerði föt fyrir líberíska Ólympíuliðið, og Kim Kardashian West, sem sá bandaríska keppnis- liðinu fyrir þægilegum fötum frá merki sínu, Skims. Women's Wear Daily fjallaði nýlega um nokkur af áhugaverðustu tískumerkjunum sem hönnuðu föt fyrir leikana. Ralph Lauren Ralph Lauren hannaði búningana fyrir bandaríska keppnisliðið og á opnunarhátíðinni birtist liðið í bláum jakka og buxum, stutterma- bol með bláum og hvítum röndum og sérhönnuðum Ralph Lauren andlitsgrímum. Búningarnir hafa líka sérstakan kælibúnað sem kallast RL Cooling, sem á að hjálpa íþróttamönnunum að halda eðli- legum líkamshita í hitanum mikla í Tókýó. Telfar Hönnuðurinn Telfar Clemens sýndi fyrsta safn sitt af fötum í meira en ár þegar líberíska keppnisliðið kom fram á opnunarhátíðinni. Clemens er opinber stuðningsaðili liðsins, en þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem líberíska liðið fær stuðningsaðila og hann bjó til um 70 flíkur fyrir liðið. Fjölskylda Clem ens flúði borgarastyrjöld í Líb- eríu árið 1990 en hann sneri aftur til heimalandsins í fyrsta sinn til að semja við Ólympíuliðið og hefja hönnun búninganna. Nike Nike hefur lengi búið til búninga fyrir Ólympíuíþróttamenn en í ár gerði íþróttavörurisinn búninga fyrir hjólabrettakeppni í fyrsta sinn, en það er ný grein á leik- unum. Fyrirtækið starfaði með hollenska listamanninum Piet Parra til að hanna treyju sem dró innblástur frá löndunum sem sendu hjólabrettakappa til keppni á leikunum. Tískumerkin á Ólympíuleikunum Ítalska keppnis- liðið var klætt í föt sem voru hönnuð af Giorgio Armani á opnunarhátíð Ólympíuleik- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Breska tískumerkið Ben Sherman tók að sér að hanna búningana fyrir breska keppnisliðið. Hönnuðurinn Telfar Cle- mens flúði frá Líberíu árið 1990 en hannar nú búninga keppnisliðs heimalands síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Giorgio Armani Ítalska Ólympíuliðið hefur notað búninga frá Giorgio Armani síðan árið 2012 en í ár nutu hátískubún- ingar liðsins ekki sömu hylli og oft áður. Á opnunarhátíðinni var liðið í hvítri peysu og buxum sem voru skreytt með hringlaga mynd með fánalitum Ítalíu sem líktist helst Pac-Man. Samkvæmt tískuhúsinu átti skreytingin að vísa til rísandi sólar. Skims Merki Kim Kardashian West hannaði undirföt, náttföt og þægindafatnað fyrir bandaríska liðið. Hönnuðurinn tilkynnti þetta á Instagram fyrir mánuði síðan og birti þar myndir af Ólympíuförum í fötunum. Fötin verða líka seld í tak- mörkuðu upplagi á vefsíðu Skims. Ben Sherman Breska tískumerkið Ben Sherman tók að sér að vera stuðningsaðili breska liðsins til margra ára og þetta var í annað sinn sem merkið hannaði búningana fyrir liðið, en það gerðist áður árið 2004. Á opnunarhátíðinni birtist liðið í fötum sem sýndu þjóðarstolt, en klæðnaðurinn samanstóð af Harr- ington-jakka, bomber-jakka og hvítri pólóskyrtu. Fötin verða líka seld til almennings. Uniqlo Uniqlo gerði búningana fyrir sænska keppnisliðið og það var í fyrsta sinn sem merkið gerðist stuðningsaðili heils liðs. Búning- arnir eru gerðir úr efnum sem eiga að bæta frammistöðu keppenda og eru framleiddir með nýstár- legum aðferðum. Búningarnir voru hannaðir af aðalhönnuði Uniqlo, Masahiko Furuta, í samstarfi við sænska íþróttafólkið sjálft, til að tryggja að fötin væru bæði þægileg og praktísk. Lacoste og Le Coq Sportif Lacoste og Le Coq Sportif unnu saman til að hanna búningana fyrir franska keppnisliðið, sem vísa til franska fánans. Merkin gerðu meðal annars póló-skyrtur, buxur og jakka með bæði Lacoste krókódílnum og Le Coq Sportif hananum. ■ HJÓLABLAÐ Föstudaginn 6. ágúst gefur Fréttablaðið út sérblaðið Hjólablað. Í þessu skemmtilega blaði er fjallað um allt sem viðkemur hjólreiðum á Íslandi. Allir sem stunda hjólreiðar að einhverju marki munu finna áhugavert efni í blaðinu. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5652 / arnarm@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg u þér gott uglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 kynningarblað A L LT 29. júlí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.