Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 3

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 3
ÚTGEFANDI: BANDALAG STARFSMANNA KÍKIS OG BÆJA 1. árg. . September 1944 1. blað Tilgangur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er sá, m. a., að stuðla að nauð- synlegum og sanngjörnum kjarabótum handa félagsmönnum, styrkja baráttu þeirra fyrir auknum réttindum og vinna að aukinni menntun og menningu meðal þeirra. 1 lögum Bandalagsins er tekið fram að efla skuli fræðilega starfsemi innan félaganna og gefa út blað eða tímarit, þegar ástæður leyfa. Með útgáfu þessa blaðs, er við- leitni hafin í þessa átt, þótt fullnaðaráætiun hafi enn ekki verið gerð um útkomu blaðsins framvegis, né ákvarðanir teknar um ritstjóm eða útgáfuform. Þetta fyrsta blað er eingöngu helgað launa- og réttindamálum B. S. B. B. Mun engum koma það á óvart, svo ofarlega sem þau mál eru nú á baugi meðal félags- manna og svo miklu sem þeir láta sig skipta framgang þeirra á Alþingi því, er á rökstólum situr á þessu hausti. Málgagn B. S. R. B. mun vissulega halda áfram bar- áttu 'fyrir bættum kjörum og auknum réttindum Bandalagsfélaga eftir því sem þörf gerist hverju sinni. En verkefni þess eru fieiri og víðtækari. Það mun til dæmis Iáta sig miklu skipta stofnanir þær og starfsgreinar, sem fél&gsmenn helga krafta sína. Mun blaðið gera sér far um að birta fréttir frá stofnunum og starfsgreinum ríkis og bæja og ræða mál þeirra frá ýmsum sjónarmiðum og í hvívetna leitast við að benda á það sem tii umbóta horfir. Þá vili blaðið vinna að því eftir föngum að efla félagslíf innan Bandalagsins og vinna að aukinni kynningu meðal félagsmanna í ýmsum starfsgreinum og auka þekkingu þeirra hvers á annars starfi og félagsvið- horfum. Enn mætti nefna meðal verkefna blaðsins rökræður og upplýsingar um stöðuval og starfshæfni. í stuttu máli mun blaðið láta til sín taka allt sem varðar kjör, réttindi, samtök og félagslíf Bandalagsmeðlima, ennfremur málefni stofnana og starfsgreina ríkis og bæja og annað þjóðfélagslegt og mannlegt eftir því sem rúm leyfir og ástæður þykja til. Reykjavík í september 1944. Stjórn B. S. R. B.

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.