Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 6
4
STARFSMANNABLAÐIÐ
2. umrœða um verkfallsrétt opinberra starfsmanna
Miðvikudaginn 1. sept. 1915 var út-
býtt í efri deild Alþingis frumvarpi til
laga um verkfall opinberra starfsmanna.
Frumvarp þetta náði samþykki eftir
nokkrar umræður í báðum deildum
þingsins og var afgreitt sem lög, en
síðan hefur verið hljótt um efnishlið
laganna þar til fyrir skemmstu, er
stjórn B. S. R. B. beindi fyrirspurn til
félaga bandalagsins varðandi lög þessi.
Fyrirspurnin var á þá leið, hvort félög-
in teldu ekki rétt að krefjast niðurfell-
ingar laganna, þannig að samtök opin-
berra starfsmanna yrðu jafnrétthá öðr-
um stéttarsamtökum og starfi þá eftir
þeirra venjum í samræmi við lög um
stéttarfélög og vinnudeilur.
Með þessari fyrirspurn til félaganna
má segja, að önnur umræða um verk-
fallsrétt opinberra starfsmanna hefjist.
Eftir rétt 29 ár er málið tekið upp að
nýju til athugunar, en að þessu sinni
eru það stéttasamtök opinberra starfs-
manna, sem hef ja umræðurnar. Og um-
ræðurnar eru hafnar í nánu sambandi
við eitt mesta áhuga- og hagsmunamál
mikils þorra bandalagsfélaga, frumvarp
til laga um laun starfsmanna ríkisins,
sem milliþinganefnd hefir samið að til-
hlutan ríkisstjórnarinnar. Því svo und-
•annan tón um gildi starfs okkar, þegar
bornar eru fram óskir opinberra starfs-
manna um sjálfsagðar og réttlátar
kjarabætur.
Sjálfsagt er að taka það fram — og
ég er viss um, að ég mæli þar fyrir
munn allra starfsmanna ríkis og bæja—
að það er langt frá því, að þeir hafi
löngun til þess að gera verkföll. Og
áreiðanlega munu þeir ekki beita
verkfallsréttinum, nema í ítrustu nauð-
syn. En um fram allt geta þeir ekki
þolað það að vera að lögum stimplaðir
sem glæpamenn, þótt þeir ræði um að
leggja niður störf, þegar allar aðrar
leiðir til sanngjamar lausnar á kjara-
málum þeirra hafa verið reyndar ár-
angurslaust árum saman og svo virðist
sem ríkis- og löggjafarvaldið sitji á rétti
þeirra í skjóli hinna úreltu verkfalls-
laga frá 1915.
Hvað eftir annað hafa verið sam-
þykktar einróma á Alþingi þings-
ályktanir sem fela í sér yfirlýsing-
ar um nauðsyn á endurskoðun launa-
kerfisins, og hvað eftir annað hafa
nefndir verið settar á laggirnar til að
undirbúa málið, enda ringulreiðin,
ósamræmið og öngþveitið komið á það
stig, að fjármálaráðuneytið ,að sögn
skrifstofustjórans, er nærri daglega í
vandræðum að greiða úr flækjum hinna
77 laga og enn fleiri ráðherra úrskurða
um launagreiðslur starfsmanna ríkisins.
Hér þarf því skjótra og gagngerðra um-
bóta við, og ekki aðeins um að ræða
mál, sem snertir hagsmuni og réttlæt-
isvitund starfsmannanna sjálfra, held-
ur er þetta réttlætis og menningarmál
allrar þjóðarinnar. Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja getur því með
góðri samvizku beitt allri orku sinni að
lausn þessa máls, og hefur þar sér
hver félagsmaður sitt hlutverk að vinna.
Liggið því ekki á liði ykkar, félagar
góðir.