Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 7

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.) - 15.09.1944, Blaðsíða 7
S T A RF SMANNAELAÐIÐ 5 arlega brá við, að þegar lagafrumvarp þetta var afgreitt frá nefndinni, sá ríkisstjórnin öll tormerki á því að bera það fram á Alþingi, enda þótt viður- kennt sé, að öngþveitið í launagreiðsl- um ríkisins sé öldungis óviðunandi og krefjist skjótra umbóta. Afgreiðsla ríkisstjórnarinnar á launalagafrum- varpinu er einkennandi fyrir neikvæða aðstöðu starfsmanna hins opinbera til að koma fram réttarbótum sér til handa. Allir eru sammála um, að laun opinberra starfsmanna eru í litlu samræmi innbyrðis og þola yfir- höfuð ekki samjöfnuð við launagreiðsl- ur til annarra stétta sökum mismunandi grunnkaupshækkana. Menn eru sam- mála um, að hvorttveggja þurfi, hækka launin og færa þau til samræmis inn- byrðis. Nefnd er skipuð og bandalagi starfsmanna boðið að leggja til tvo menn í nefndina. Eftir vel unnið starf skilar nefndin svo störfum, en þá situr allt við sama — hingað og ekki lengra. Ríkisvaldið segir við starfsmenn sína-: Það er hægt að tala við ykkur og þið getið gert ykkar tillögur, en þarmeð búið. Það verður ekki tekið mark á til- lögum ykkar, af því þið getið ekki.fram- fylgt þeim. Hér er það sem lög nr. 33 frá 1915 koma inn í umræðurnar, lögin, sem banna opinberum starfsmönnum að gera verkfall. Það var vitað þegar í upphafi, að lög þessi myndu verða þröskuldur í vegi starfsmanna ríkis og bæja þegar samtök þeirra kæmu fram með réttlátar kröfur um launahækkan- ir. Þeir Alþingismenn, sem deildu á lagafrumvarpið 1915, Guðm. Björnsson landlæknir og Bjarni frá Vogi, tóku það báðir fram, að lögin væru óréttlát og þeir komu báðir með breytingartillögur, sem hefðu miðað til bóta, ef þær hefðu náð samþykki. En frumvarpið var barið í gegn, aðallega fyrir harðfylgi ráð- herra, sem þá var Einar Arnórsson. Gat hann með engu móti fallizt á breyting- artillögur þeirra Guðmundar og Bjarna, sem fólu í sér skipun gjörðardóms í launamálum opinberra starfsmanna, m. a. vegna þess ,,að það gæti komið fyrir, að gjörðardómurinn hækkaði kaup starfsmanns svo og svo mikið,“ og væri þar með f járveitingarvaldið dregið úr höndum Alþingis. Árið 1915 voru ekki til lög um stétta- samtök og vinnudeilur, verkfallsbannið byggði hins vegar á vinnuhjúalöggjöf- inni gömlu eins og fram kom í umræð- unum. Nú eru því í landi tvenns konar lög um rétt launafólks. Sumt hefur rétt til að leggja mat á vinnu sína og semja um kaup og kjör, hins vegar er stór hópur sviftur þessum rétti. Munurinn er undirstrikaður með því að stimpla opinbera starfsmenn sem sakamenn, ef þeir seildust til þess réttar, sem felst í lögum um stéttasamtök og vinnudeilur. Það verður varla lengra gengið í þessu efni. Eins og fram hefur komið í umræð- unum um verkfallslögin bæði 1915 og nú í haust, er það vitað, að verkfall flestra opinberra starfsmanna er mun alvarlegra en verkfall ýmissa annarra stétta. Þó er það svo, ef fara á út í mat á skaðsemi verkfalla, að ekki verður gert upp á milli þjóðfélagsskemmda, sem stafa af verkföllum, sem gerð hafa verið eða gerð kunna að verða af þeim sem til þess hafa réttinn og svo hugs- anlegra afleiðinga af verkfalli ýmissa bæjar- eða ríkisstarfsmanna. Þess ber hð minnast, að hópur starfsmanna hjá ríki og bæjum hefur aukizt stórkost-

x

Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablaðið (B.S.R.B.)
https://timarit.is/publication/1580

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.